Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 9 Þessa dagana er veríð að rétta i máli 37 ára gamals Óslóarbúa sem er ákærður fyrir að hafa smyglað 750 þúsund Htrum af áfengi iun til Noregs. Maðurinn er sakaður um að vera höfuö- paurinn í smyglaraklíku og að hafa-grætt sem svarar um einn milljarö íslenskra króna. Smyglið var stundað á árunum 1986 til 1989. Áfengið var flutt til Noregs frá Spáni og var það falið í leynihólfum í tveimur flutn- ingabílum. Bílstjórar þeirra hafa þegar verið dæmdir í tveggja ára fangelsi. Óslóarbúinn segist aðeins hafa smyglað iitlum hluta áfengisins og aðeins hafa grætt fimm millj- ónir á þvl. Tugirblaða- manna voru drepnireða hurfuífyrra Að minnsta kosti 49 blaðamenn iétu lífið eða týndust í fyrra að því er sérstök varnarnefnd blaða- manna skýrði frá í New York í vikunni. Aðeins tvisvar áður hafa fleirí látist eða týnst á einu ári frá þvi farið var að halda tölum um það til haga árið 1987. Árið 1989 létu 53 blaðamenn lif- iö eöa týndust og árið 1991 voru þeir 66. Nefndin hefur hvatt til þess að fréttamenn á átakasvæðunum í Júgóslavíu fá allir skotheld vesti. Rúmlega helmingur dauösfall- anna í fyrra, eða 25, varð í Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum. Evr- ópa hefur nú velt Rómönsku Ameríku og Asiu að einhverju leyti sent hættulegasta svæðið fyrir fxéttamenn að starfa á. Ástralirætlaað selja Rollsa drottningarinnar Áströlsk stjórnvöld tilkyimtu í gær að þau ætluðu að selja heilan flota af Rolls Royce bifreiðum sem notaðar eru við heimsóknir fólks úr bresku konungsfjöl- skyldunni. Embættismenn voru þó fljótir að segja aö þetta hefði ekkert með kosningasigur Keat- ings forsætisráðherra aö gera. Hann vill gera Ástralíu að lýð veldi. Talsmaður stjórnarinnar sagöi að verið væri að selja bílana af öryggisástæðum, þeir væru frá sjötta og sjöunda áratugnum og heföu ekki fullnægjandi öryggis- búnað. Ástralska stjómin er nu að semja um kaup á nýjum bifreið um með fullkomnum búnaöi, svo sem brynvörn. Eiturefniðdíoxín slappúrverk- smiðju H oeohst Þýska efnagerðarsamsteypan Hoechst skýrði frá því í gær að mjög lítið magn eiturefnisins dí- oxíns hefði hugsanlega sloppið ut í andrúmsloftið við sprenging- una í verksmiðju fyrirtækisins i Prankfurt í vikunni. Pélagar úr samtökum Græn- friðunga fengu ekki að fara inn á verksmiðjulóðina á þriðjudag til að kanna hvort þar væri að finna díoxín. Díoxínið í þessu tilviki myndað- ist þegar veggþiijur úr plast- efninu PVC brunnu. Einn verkamaður lét lifið og annar slasaðist alvarlega í sprengingum sem urðu í verk- srmðjunm a mánudag. NTB og Reuter Útlönd Sviðnuðu í eldhaf i fólkið sat 1 bílum sínum við jámbrautarsporið og beið þess að lestin færi hjá „Ég gekk bfl frá bíl og sá sex látna í bflum sínum,“ sagði Tom Weber, slökkviliðsstjóri í Fort Lauderdale á Flórída, eftir hörmulegt slys við brautarteina nærri borginni. Alls létu átta menn lífið í eldhafi sem myndaðist þegar farþegalest ók á tankbíl hlaðinn bensíni. Mönnum ber ekki saman um orsök slyssins. Hugsanlega var um mannleg mistök að ræða og tankbílnum ekið yfir sporið í sama mund og lestina bar að. Sumir sjónarvottar sögðu þó aö tanbfllinn hefði numið staðar á spor- inu vegna umferðarteppu fyrir fram- an. Ökumaður hans beri því ekki sök á þvi sem gerðist. Þeir sögðu að lest- arstjórinn hefði hægt á ferðinni en ekki náð að stöðva lestina í tíma. Margt fólk beið í bílum við sporið eftir að lestin færi hjá. Mikill eldur gaus upp við áreksturinn og lét fólk- iö lífið samstundis þegar eldtungum- ar léku um bíla þeirra. Bílstjóri tank- bílsins lést einnig. Lögreglan sagði að ellefu menn hefðu slasast eða fengið reykeitrun. Enginn um borð í lestinni slasaðist alvarlega. Reuter Oliver Gyarfas frá Ástralíu hefur gefist upp og er i vörslu lögreglunn- ar. Símamynd Reuter Jesús Kristur 1 Texas: Þrjátíu trúaðir vilja yfirgefa búgarðinn Allt að þrjátíu trúbræður Davids Koresh í Waco í Texas vilja yfirgefa búgarðinn sem lögreglan hefur setið um í 19 daga. Lögreglan segir að fyr- irspum hafi borist um hvað taki við ef fólkið gefist upp. Leiðtoginn sjáífur er hins vegar staðráðinn í að þrauka enn um stund. Fyrrverandi eiginkona Kor- esh sagði í viðtali í gær að hann tryði því af hjartans einlægni að hann VærÍSOnurgUÖS. Reuter Fordkeppnin 1993 í kvöld, fimmtudaginn 18. febr., kl. 20.30. Skemmtiatriði: Jasstríó Ólafs Stephensen leikur. Radd- bandið syngur. Tískusýning frá Módel 79. Fordstúlkurnar sýna föt frá Kúmeni, Plexiglass og Vero Moda. Seymon Kuran og Reynir Jónasson leika létta tónlist. Kynnir: Baltasar Kormákur leikari Hlaðborð fyrir matargesti frá kl. 19.00-20.30. Borðapantanir fyrir matar- gesti í síma 12666. CAEÉ. SólON ISLANDUS /nádarasió- Horni Bankastrœtis/Ingólfsstrœtis ROMAIMTISH STJÖRAHJSPÁ Nú veistu hvernig stjörnumerkin eiga saman í SambÚð Og rÓmantík. Hringdu! Mínútan kostar 39,90 kr. Teleworld ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.