Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR19. MARS1993 Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, um verðlækkun sjávarfangs: Eins og tvö álver í Straumsvík væru stöðvuð - þetta hlýtur að koma einhvers staðar niður „Við höfum nefnt þaö sem dæmi að það áfall, sem þjóðarbúið hefur nú orðið fyrir vegna verðlækkunar á útfluttum sjávarafurðum, svarar til þess að álverksmiðjunni í Straumsvík og annarri eins stórri álverksmiðju yrði lokaö hér á landi. Tekjutap þjóðarbúsins vegna verð- lækkunar sjávarafurða að undanf- ömu nemur um 5 milljörðum króna á einu ári,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, um þá nýju hliö sem komin er upp í kjaraviðræðunum. „Vinnuveitendasambandið hefur ekki markað neina stefnu í því hvort fella á gengið og lækka laun. Við höfum hins vegar verið að meta hvaða áhrif 10 prósenta lækkun á verðmæti útfluttra sjávarafurða milli ára, sem er á milli 7 og 8 pró- senta lækkun á útflutningstekjun- um, hefur á þjóðarbú okkar. Viö lát- um okkur ekki detta annað í hug en að tekjulækkun þjóðarbúsins þýði kaupmáttarrýmun fyrir fólkið sem myndar þetta þjóðfélag. Um það er- um við ekki í vafa. Það þarf bæði blinda menn og heymarlausa til að halda því fram að þetta komi ekki einhvers staöar niður. Við emm því að búa okkur undir viðræður við verkalýðshreyfmguna og stjómvöld um það hvernig við mætum þessu á sem skástan máta þannig að áhrifin verði sem minnst. Þar höfum við og ASÍ haft sömu sýn sem er að verja atvinnustigið,“ sagði Þórarinn. Hann viðurkenndi að forsenda þeirra tiilagna, sem ASÍ og VSÍ sendu ríkisstjóminni á dögunum, hefði ver- ið stöðugleiki. „Þaö er vissulega vilji okkar en ég er því miður ekki viss um að það sé mögulegt nú. Þess vegna verða ASÍ, VSI og ríkisstjómin að setjast niður og skoða málið upp á nýtt. Að gera nú einhveija samninga, sem menn vita að standast ekki, er einskis virði. Góðir samningar eru ekki til neins ef útflutningsgreinamar em meira og minna stopp. Og því miður er það spá sérfræðinga að sú verðlækkun, sem oröið hefur á sjávarfangi, muni vara út þetta ár. Hvort það fer þá upp á við aftur veit auðvitað enginn í dag,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -S.dór Bjöm Grétar Sveinsson: SkeHingaráróð- urekki þaðsem „í forsendum þeirra atvinnutil- lagna tíl ríkisstjómarinnar, sem ASÍ og VSÍ stóðu sameiginlega að, var byggt á þeim forsendum aö stöðug- leiki héldist í þjóðfélaginu, ekki síst í gengismálum. Ummæh Magnúsar Gunnarssonar um að athuga þurfi hvort ekki eigi að lækka laun og fella gengið kippa algerlega fótunum und- an tillögunum. Þama er hann bara að kalla fram meiri kjaraskeröingu en oröin er. Ef hann og aðrir í VSÍ halda að frekari kjaraskerðing sé það sem íslenska hagkerfið þarf á að halda nú þá er hann á villigötum. Ef þeir halda að krafa Magnúsar, samhliða þeim skelfingaráróöri sem rekinn er í kringum Landsbanka- málið, leysi málin þá vaða þeir í villu. Áróður þeirra er tU þess eins að lama þjóðina. Ég held að hún hafi þörf fýrir allt annað en það. Ég lýsi hrein- lega ábyrgð á hendur mönnum sem reka svona áróður," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins. Hann sagði að ef ákveðnir óvissu- þættir fæm ekki aö skýrast á næst- unni, atvinnumálin og fleiri þættir sem varða kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar, væm menn komnir að ákveðnum vegamótum. Verkalýðs- hreyfingin þyrfti þá að meta sín mál ölluppánýtt. -S.dór Forseti Litháens í heimsókn á Landspítalanum Algirdas Brazauskas, forseti Litháens, hefur óskað eftir fríverslunarsamningi við íslendinga, tvísköttunarsamningi og að vegabréfsáritanir verði afnumdar milli landanna. Algirdas heimsótti Landspítalann í gær en hér er hann í heimsókn á hjartaskuröstofu með skurðlækni, Davíð Á. Gunnarssyni, forstjóra Ríkisspítalanna, Ólafi Ólafssyni landiækni og túlki sinum. DV-mynd Brynjar Gauti „Hefur sérstætt og náttúrulegt útlit" „Mér heyröist hún segja eitt- eðlilega útlit sem alltaf væri verið hvert allt annaö nafn þannig að ég að leita að. „Hún er stórkostleg. áttaöi mig ekki strax á að ég væri Bima er falleg, hún er með mjög sigurvegarinn. Svo sá ég að allir ákjösanlegt andlitsfall, há kinn- horföu á mig og-þá rann upp fyrir bein, faUeg augu og fallegar varir. mér að þaö væri ég,“ segir Bima Hún er hávaxin, 182 sm, og ber sig Willardsdóttír, 16 ára nemifrá Dal- mjög vel. Það sem mér þóttí mest vík, sem kjörin var Fordstúlkan til hennar koma var hversu einlæg 1993 í gærkvöldi. Það vora hár- og saklaus hún er. Hún heillar alla greiðslumei8tarar á Siglufirði sem sem kynnast henni," sagði Anne. sendu inn myndir af Birau og það „Hún er mjög sérstök og á eftir að kom henni gjörsamlega í opna ná langt sem módel.” skjöldu þegar tilkynning barst um Anne Gorrisson vaidi Hraftihildi að hún væri komin í tólf stúlkna Hafsteinsdóttur í annað sæti, Berg- úrslit í keppninni. Biraa skelltí sér lindi Ólafsdóttur í þriðja sæti, hins vegar strax til Reykjavíkur og Rögnu Borgþóru Gylfadóttur i hefur dvaiið hér undanfarna daga fjórða sætí og Erlu Björgu í það við æfingar og þjálfun hjá þeim fimmta. Kristínu Ingvarsdóttur og Jónu Troðfullt hús var á Sóion island- Lárasdóttur h)á Módel 79. us þar sem Fordkeppnin fór fram. Anne Gorrisson, sem hingaö kom Nánar veröur sagt frá Fordkeppn- frá Ford Models í New York, sagði inni í helgarblaðinu á morgun. aö Bima heföi þetta náttúrulega, -ELA Hugmynd um gengisfelllngu og launalækkun veldur Qaðrafoki: Nær því verður ekki kom- ist að slíta viðræðum - segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands Það liggur nú fyrir að Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins, hefur hleypt kjaraviðræðunum í hnút með um- mælum sínum um að grípa þurfi tíl gengisfellingar og launalækkunar vegna versnandi stöðu útflutnings- fyrirtækja. Viðbrögð forystumanna laimþegasamtakanna era hörð. „Mér þykir það djúpt í árinni tekið hjá formanni Vinnuveitendasam- bandsins að leggja til gengisfellingu og launalækkun á þessari stundu. Ég held að hann geti ekki komist nær því að slíta kjaraviðræðum. Mér þótti einnig Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra vera ábyrgðarlaus í um- mælum sínum á Alþingi. Þar lýsti hann því yfir að með aðgeröum ríkis- stjómarinnar vegna stöðu Lands- bankans hefði hún tæmt sinn bikar og gætí ekki meir,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýöusambands íslands. Aðspurður um hvað launþegasam- tökin geröu í stöðunni sagöi Benedikt að þau þyrftu auðvitað að fá yfirlýs- ingu Magnúsar Gunnarssonar og ummæli fjármálaráöherra formlega. Ekki væri hægt að taka á móti þessu í gegnum fjölmiðla. Hann sagðist eiga von á að fá það mjög fljótlega. „Við viljum líka fá svar við því hvort þessi flugeldasýning ríkis- stjórnarinnar í Landsbankamálinu síðstliðinn þriðjudag er bara sett á svið gagnvart okkur. Við höfum ekki fundið né fengið neina rökræna skýringu á því leikriti sem þá var sett á svið. Eg hef óskaö eftir fundi með ríkisstjómiimi um kjaramálin og vænti þess að sá fundur geti orðið um helgina,“ sagði Benedikt Davíðs- son. -S.dór Stuttar fréttir Umheimurveitaf Financial Times skýrði í gær frá aðgerðum ísienska ríkisins tíi bjargar Landsbankanum. Skýr- ingin er sögö efnahagsleg kreppa og niöursveifla í fiskveiðum og fiskvinnslu. Landsbankinn ætíar ekki að beita auknum fiárhagslegum styrk sínum til óeðlilegrar sam- keppni við aðrar lánastofnanir. Yfirlýsing þessa efnis harst ffá stjóm bankans í gær 1 tilefni af björgunaraðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Hótelfyrirsjúka Landlæknir hefur lagt fil að gamla Fæðingarheimilið í Reykjavík verði nýtt sem sjúkra- hótel. Gistíng þar myndi einungis kosta þriðjung af sjukrahúsdvöl. TogaritilEyja Skip bættíst i flota Vinnslu- stöövarlnnar í Eyjum í gær sem nú gerir út 8 togara. Nýi togarinn var keyptur frá Frakklandi fyrir 170 milijónir og ber nafniö Guð- munda Torfadóttir. Meiratapíálinu Heimsmarkaðsverð á áli hefur falhð um 6.500 krónur tonnið frá áramótum. Morgunblaðiö hefur eftir framkvæmdasijóra álvers- ins í Straumsvik að lækkunin sé meiri en menn hafi gert ráð fyrir sem aftur leiði tíl ennfrekari tap- rekstrar hjá álverinu. Flugleiðir hafa ákveðið að banna reykingar á nokkrum leið- um í millilandaflugi frá og með næstu mánaðamótum. Tvö ár eru síöan reykingar í innaiúandsfiugi voru bannaðar. Dótturfyrirtæki SH í Banda- ríkjunum, Coldwater Seafood, hefur tekið að sér að selja frystan færeyskan fisk. Samkvæmt Mbl. seldi fyrirtækiö fisk fvrir Færey- inga á árunum 1979 tii 1982. Rúmlega 1,1 milijarðs munur er á nýjum og eldrí útreikningum á lífeyrisskuidbindingum Lands- bankans. Landsbanki og Seðla- banki deila um máliö. Samkvæmt RÚV vfija endursköðendurbank- ans fá botn í málið sem fyrst. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.