Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993
3
Fréttir
Starfsmenn tollstjoraembættisins hurfu frá þeim áformum að loka fyrir starfsemi Háskólabíós þegar komist var
að samkomulagi við stjórnendur bíósins. Málið snýst um mjög háa áætlun sem skattstofan hefur lagt á bíóið.
DV-mynd Sveinn
Innheimtuaðgerðir toUstjóra vegna meintrar söluskattsskuldar:
Hugðist loka vegna
22 milljóna áætlunar
- fjölmargir myndbandadreifendur bíða úrlausnar dómstóla
Starfsmenn tollstjóraembættisins
hugöust loka bæöi Háskólabíói og
Laugarásbíói í vikunni vegna van-
goldinna áætlaðra opinberra gjalda
sem m.a. tengjast söluskattsgreiðsl-
um á myndbönd langt aftur í tímami.
Varöandi Háskólabíó voru aðgerð-
irnar m.a. tilkomnar vegna um 21,9
milljóna króna söluskattsskuldar
sem áætluð var á bíóið. Höfuðstóll
skuldarinnar var á sínum tíma 3,1
milljón en annað er vextir, kostnaður
og áætlun. Ekki kom til lokunar í
bíóunum þar sem samið var um að
tryggingar yrðu lagðar fram til
greiðslu skuidanna þar til úrlausn
fæst varðandi þau ágreiningsmál
sem upp eru komin vegna áætlunar-
innar.
Fjölmörg mál bíða niðurstöðu dóm-
stóla vegna hliðstæðra mála. Þar er
um að ræða hagsmuni sem nema
mörgum tugum milljóna króna. Þau
snúast m.a. um hvort myndbanda-
dreifendur - bíóin, Steinar, Skífan
og fleiri - séu skyldugir til að greiða
söluskatt bæði af efni sem keypt er
inn af framleiðendum og af sama efni
sem selt er myndbandaleigunum
sjálfum eftir að efnið hefur verið fjöl-
faldað. Hér er í raun um að ræða
alla þá aðila sem komu nálægt útgáfu
myndbanda á tímabilinu 1984-1989.
Að sögn Friðberts Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Háskólabíós, snýst
máhð í raun um tvísköttun. Þrátt
fyrir himinháar áætlanir sagði Frið-
bert máhð engu að síður með þeim
hætti að framtöl og frágangur gagna
af hálfu bíósins hefði á sínum tíma
verið unninn samkvæmt fyrirmæl-
um skattstofunnar - því hefði verð á
vöru og þjónustu á sínum tíma verið
miðað við forsendur skattstjóra.
Helgi V. Jónssonar lögmaður sagði
við DV í gær að beðið væri eftir nið-
urstöðu Hæstaréttar í máh þess fyr-
irtækis sem lengst er komið með sinn
málarekstur fyrir dómstólum - máh
Bergvíkur. Mál Skífunnar, Steina hf.
og Háskólabíós bíða enn hjá héraðs-
dómi þar til niðurstaða kemur í
Hæstarétti. Mál Bergvíkur fór þann-
ig í héraði að úrskurður ríkisskatta-
nefndar um „tvísköttun" stóðst.
-ÓTT
Starfsmenn Flugafgreiðslunnar:
Þolinmæðin á þrotum og
skæruhemaður haf inn
- óþægindi fyrir farþega 1 utanlandsflugi
„Þohnmæði okkar er á þrotum.
Það er kominn hálfur mánuður frá
því við báðum um fund með fuhtrú-
um Flugafgreiðslunnar hf. en ekkert
hefur gerst. Það er góö samstaða
meðal starfsfólksins héma og við
erum ákveðin í að krefjast verkfahs-
heimhdar ef fundur verður ekki boö-
aður fljótlega," segir Óskar Birgis-
son, trúnaðarmaður starfsmanna í
hreinsun og hlaðdeild á Keflavíkur-
flugvehi.
Smáskæruhemaður er hafinn í
Leifsstöð. Farþegar í utanlandsflugi
hafa orðið fyrir ýmsum óþægindum
undanfama daga, tafir hafa orðið í
hleðslu véla og farþegar hafa orðið
að bíða eftir farangri sínum inni í
stöðinni. Starfsmenn grípa th skæm-
hemaðar th að fá vinnuveitendur að
samningaborðinu. Strax og fundur
hefur verið boðaður mun skæmnum
linna.
Sigurbjörn Björnsson, annar eig-
enda Flugafgreiðslunnar hf., segir að
samningafundur verði væntanlega
boðaður eftir helgi. Beðið er eftir
Hrafnhhdi Stefánsdóttur hjá Vinnu-
veitendasambandi íslands en hún er
erlendis. Hrafnhildur mun annast
viðræðumar fyrir hönd Flugaf-
greiðslunnar og verður fundur boð-
aður fljótlega eftir að hún kemur th
landsins.
-GHS
Borgames:
Ákvörðun um uppfyllingu eða brú frestað
Bæjarstjóm Borgarness hefur
frestað ákvörðun um byggingu nýrr-
ar brúar eða uppfyllingu í Brákarey
í Borgamesi. Erindinu var vísað til
bæjarráðs.
Máhð verður tekið aftur fyrir í
bæjarstjórn þegar ahar upplýsingar
um kostnað hggja fyrir en dehdar
meiningar eru um það hvort uppfyh-
ing verður mun ódýrari en ný brú.
-GHS
þrefaldur
1. vinningur!
Vertu með
■ draumurinn gæti orðið að ve'ruleika !