Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR19. MARS1993 Menning____________________________ Bíóhöllin-Konuilmur: ★★ Haltur leiðir blindan Bandarískir kvikmyndaframleiöendur hafa verið duglegir við það á undanförnum árum að endurgera og staðfæra evrópskar kvikmyndir, oftast nær fransk- ar myndir sem hafa náð vinsældum austan hafs og vestan. Konuilmur er í þessum endurgerðarflokki, byggö, að sögn framleiðenda, á aðalpersónunni úr ítölsku myndinni „Profumo di donna (Konuilmur)" frá 1974 eftir leikstjórann Dino Risi. Þar sagði frá bhndum manni sem gat einungis notið fegurðar kvenna fyrir milhgöngu ilmvatnsins sem þær úðuðu á sig. Hinn ameríski Konuilmur segir einnig frá blindum manni, Frank Slade ofursta (Pacino), og ævintýrum hans í New York og víðar með ungum og saklausum skólasveini, Charles Simms (O’Donneh), í tilvistar- Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson kreppu. Heldur fer þó htið fyrir konuilminum. Skólasveinninn var ráðinn til að gæta bhnda manns- ins yfir helgina, vera augu hans, á meðan frænkan, sem hann dvelur hjá, brá sér af bæ með manni og bömum. Hlutverkin snúast hins vegar stöku sinnum við þegar það er sá blindi sem „sér“ en ekki sveinninn saklausi, einkum þegar konur em annars vegar. Ofurstinn, skapstyggur og bitur út í heiminn, glímir hka við tilvistarvanda. Hann ætlar nefnilega að stúta sér eftir að hafa málað bæinn rauðan á helstu fríhelgi Bandaríkjamanna, þakkargjörðardagshelginni. En saman vinna þeir félagar svo úr erfiðleikum sínum og verða meiri menn á eftir. Sagan er því eins konar þroskasaga þeirra beggja. Konuilmur var á dögunum tilnefnd til fjögurra ósk- arsverðlauna; sem besta myndin, fyrir besta handrit- ið, fyrir besta karheik í aðalhlutverki og fyrir bestu leikstjóm. Tilnefningar þessar em hins vegar næsta óskiljanlegar, helst að AI Pacino eigi skihð að fá styttu fyrir frammistöðuna, því myndin veldur miklum von- brigðum. Margt hjálpast að th að gera Konuilm jafn htt áhuga- verða mynd og raun ber vitni. Handritið er í slakara lagi, þrátt fyrir nokkra góða spretti. Þá er leikstjóm Martins Brest htlu eða engu betri en efniviðurinn sem Al Pacino og Chris O’Donnell í hlutverkum sinum í Konuilmi. hann hefur úr að moða. Það er stundum eins og aht hafi frosið. Bæði handritshöfundur og leikstjóri gera sig síðan seka um þá höfuðsynd að teygja lopann óhóf- lega. Myndin er hátt í þriggja klukkustunda löng en að ósekju heföi mátt skera af henni hálftíma eða meira. Skásti þáttur myndarinnar er leikur þeirra Pacino og O’Donnehs og samleikur. Pacino leikur hinn blinda ofursta á mjög samifærandi hátt, að þvi er best verður séð, en O’Donnell er þó ekkert síðri sem hinn ófram- fæmi skólasveinn. Frammistaða þeirra bjargar því sem bjargað verður. Það dugir þó ekki til og mun Konuhmur tæplega komast á blöð kvikmyndasögunn- ar. KONUILMUR (SCENT OF A WOMAN). Leikstjóri: Martin Brest. Handrit: Bo Goldman. Kvikmyndataka: Donald E. Thorin. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Al Pacino, Chris O’Donnell, James Rebhorn, Gabrielle Anwar, Philip S. Hoffman. Háskólabíó-Abannsvæði: ★★ Hasarmynd með frumlegum blæ Tresspass er ágætis hasarmynd, akkúrat af þeirri stærðargráðu sem gengur yfirleitt upp. Þegar þær verða dýrari fara þær yfirleitt yfir um og þegar þær em ódýrari em leikaramir og sagan yfirleitt í Dolph Lundgren/Van Damme klassanum. Hugmyndin að sögunni er byggð lauslega á tveim frægum kúreka- myndum en hún hefur ekki verið notuð lengi og telst því fersk á Hohywood-mælikvaröa. Bhl Paxton og William Sadler leika tvo brunaverði sem komast á snoðir um falinn fjársjóð stolinna kirkju- muna, löngu gleymdan og grafinn í afskekktu vöra- húsi í fátækum stórborgarhluta. Þar lenda þeir í úti- stöðum við glæpagengi svertingja, sem stjómað er af King James (Ice-T). Úr verður umsátur þegar branahð- Kvikmyndir Gísli Einarsson amir taka í örvæntingu sinni bróður King James í gíslingu og loka sig inni í rammgerðum hluta bygging- arinnar. Glæpónamir láta senda eftir meira liði en hafa ekki hugmynd um gullið. Þeir sem hafa séð og muna eftir kvikmyndunum Treasure of the Sierra Madre og Rio Bravo, munu Qjót- lega sjá hvaðan handritshöfundamir Bob Gale og Ro- bert Zemekis fengu hugmyndina. Þeim tekst ágætlega að færa söguna um fjársjóðsleit og gíslatöku inn í nútímann og þar sem meirihluti áhorfenda hefur ekki séó frummyndimar verður úr þessu hasarmynd með svolítið frumlegum blæ. Fyrir utan ágæt hasaratriði er líka gaman að glæpagenginu og tilheyrandi töktum í kringum þá. Þeir era ofursvalir og hrópandi mótsögn við brunaverðina sem era hálfgerðir leppalúðar. Þótt Ice-T og Ice Cube séu fyrst og fremst þekktir fyrir tónl- ist sína era þeir báðir góðir leikarar, sérstaklega í svona gangster-hlutverkum. Walter Hhl heldur vel utan um myndina og setur á lce T og lce Cube, þekktir tónlistarmenn sem sýna ágætan leik. svið nokkur sannfærandi átakaatriöi en því miður gefur handritið eftir á lokakaflanum og endirinn er mikil vonbrigði. Eftir spennandi uppbyggingu heföi ekki veitt af kröftugri endakafla. Tresspass hét áður Looters og átti að frumsýna hana skömmu efdr óeirðirnar í L.A. síðasta vor. Af skiljan- legum ástæðum var því frestað fram að síðustu jólum. Tresspass (Band - 1992) 101 min. Handrit: Robert Zemekls & Bob Gale (Back to the Future 1-3). Leikstjórn: Walter Hil (Red Heat, Johnny Handsome, 48 HRS). Lelkarar: lce-T (Rlcochet, New Jack City), lce Cube (Boyz N the Hood), Bill Paxton (Aliens), William Sadler (Die Hard 2, Bill & Ted 2), Art Evans, De'Voraux Whlte (Dle Hard). Sviðsljós DV Leikritið Sjúk í ást Erna Jónsdóttir, Lísa Richter og Elin R. Líndal brugðu sér í Rósenbergkjall- arann til að sjá leikritið Sjúk í ást eftir Sam Shepard. Það eru nemendur Fjölbrautaskólans í Ármúla sem setja verkið upp en leikstjóri er Guðmund- ur Haraldsson. DV-mynd JAK Koltinna Mjöll Ásgeirsdóttir, Petra Dís Magnúsdóttir og Þórunn Þorsteins- dóttir í hljóðverinu í Bústöðum. í bakgrunninum er „tæknimaðurinn” Héð- inn Sveinbjörnsson. DV-mynd Brynjar Gauti Útvarpsstöð í Bústöðum: Mjög skemmtilegt - segja ungu dagskrárgerðarmennimir Undanfama daga hefur svokölluð „Listavika" staðið yfir í félagsmið- stöðinni Bústöðum. Hátt í tvö hundr- uð krakkar hafa tekið þátt í margvís- legri dagskrá sem lýkur með árshátíð Bústaða og Réttarholtsskóla. Flestir krakkanna era í 2-3 hópum og er líkamsræktarhópurinn einna fjölmennastur. Útvarpshópurinn nýtur einnig mikhla vinsælda en krakkamir reka útvarpstöð þessa dagana sem sendir út á FM 94,2. Þeg- ar DV bar að garði í hljóðstofunni í Bústöðum vora þrjár hressar stúlkur við hljóðnemana og aðspurðar af hveiju þær heföu vahð þennan hóp svöruðu stöllumar einum rómi að þetta væri skemmthegt og spenn- andi. Ungu dagskrárgerðarmennir, sem heita Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir, Petra Dís Magnúsdóttir og Þórann Þorsteinsdóttir, sögðust hlusta mest á Sólina og FM og eftir nokkra um- hugsun kom fram aö Jón Axel og Guhi Helga era þeir útvarpsmenn sem njóta mestra vinsælda hjá þeini. Dagskráin í Bústöðum er að nokkru leyti svipuð því sem tíðkast á þeim stöðvum sem stelpumar minntust á. Þ.e. tórhist í samræmi við óskir hlustenda, kveðjur, getraunir, leikir o.s.frv. Stelpurnar eru ánægðar með starf- semina í Bústöðum og sögðust htið sem ekkert fara niður í miðbæ á kvöldin eða um helgar. Þær bættu þvi líka við að í raun væri ekkert unglingavandamál th og sögðu að fjölmiðlar mættu gera miklu meira að því að segja jákvæðar fréttir af unglingum. Útveggir í uinhverfi Útveggir í umhverfi stórviðra og veörunar var yfirskrift ráöstefnu og sýning- ar sem haldin var á Holiday Inn fyrir skömmu. Á meðal gesta var Friðrik Sophusson sem hér hlýðir á útskýringar Sigurðar Guðmundssonar ásamt Steindóri Guðmundssyni. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.