Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993 Fréttir - segir Gmmar E. Baldursson á Kvíarhóli, eigandi Kolfínns frá Kvíarhóli „Það er ekkert leyndarmál að mér voru boðnar stórar upphæðir í stóð- hestinn Kolfinn frá KvíarhóU," segir Gunnar E. Baldursson á KvíarhóU í Ölfusi. „íslenskur staðgengiU Þjóð- veija talaði um sjö tíl átta milljónir en ég sagði strax nei. Ég ætla mér ekki að selja hann út. Þjóöarstoltið bannar mér aö setja þetta vopn í hendur útlendingum. Kolfinnur er að mínu mati assgoti góður hestur en það er ef til viU ekki hlutlægt mat. Það hafa fleiri útlendingar.ýjað að þvi að þeir vUji kaupa hestinn en enginn Islendingur. Það finnst mér skrítið þvi það kostar ekkert aö spyijast fyrir um verð. Ég hefði vUjað selja hann innanlands en geri mér grein fyrir því að hann fer ekki á sama verði,“ segir Gunnar ennfrem- ur. Hæst dæmdi stóðhesturinn 1992 Kolfinnur 1203, BÍ númer 86187012, er undan Þætti frá Kirkjubæ og Kol- finnu frá Kröggólfsstöðum sem hefur eignast tíu afkvæmi. Kolfmnur er dökkjarpur, fæddur árið 1986. Hann var fyrst sýndur í júní á HeUu 1991 og fékk þá 7,88 í aðaleinkunn. Síðar Sjö til átta milljónir voru boðnar i stóðhestinn Kolfinn frá Kviarhóli sem sést hér á sýningu á Vindheimamelum í Skagafirði í fyrrasumar. Knapi er Vignir Siggeirsson. DV-myndirEJ um sumarið, á fjórðungsmótinu á fékk hann hæstu aðaleinkunn stóð- HeUu, fékk hann 7,96 í aöaleinkunn hests það árið, 8,31. Fyrir byggingu en á Vindheimamelum í fyrrasumar fékk Kolfinnur 8,00 og fyrir hæfileika Gunnar E. Baldursson á Kviarhóli í ölfusi: Ég ætla mér ekki að selja hestinn út. 8,61 sem jafnframt var hæsta hæfi- leikaeinkunn stóðhests það árið. -E.J. „Þjóðarstoltið bannar mér að setja þetta vopn í hendur útlendingum“: Neitaði 8 milljóna tilboði í stóðhestinn DV - auglýsteftirvltnuin Eigandi Nissan Patrol paUbíls. sem skUdi bíl sinn eftir í Smára- hvammslandinu i Kópavogi sunnudagskvölciið 14. mars, varð heldur betur fyrir áfaUi þegar hann sótti bílinn daginn eftir. Þá höfðu verið unnin mikil skemmd- arverk á honuro. Var ekki óbeygl- aðan blett að finna og bíilinn aUur mjög iUa útleikinn. Lögreglan í Kópavogi auglýsir eftir vitnum er kunna að hafa oröið vör við mannaferðfr í Smárahvammslandi í Kópavogi á tímabUinu frá sunnudagskvöldi 14. mars til mánudagsmorguns 15-mars. -hlh unnarí Haukadal Skiðadagur fjölskyldunnar veröur haldinn í Haukadalsskógi á morgun, laugardag, kL 14. Landssamtökin íþróttir fyrir alla, Ferðamálanefnd Biskupstungna og Skógrækt rikisins standa fyrir deginum. GÖngubrautir verða lagðar við hæfi allra, aUt frá 1-5 km langar. Útbúið hefur veriö kort sem sýnir helstu gönguleiðir og verður það fáanlegt á staðnum við upphaf ferðarinnar. Skóg- rækt ríkisins í Haukadal hefur ákveðið að opna skóginn í aukn- um mæU sem útivistarsvæði jafnt sumar sem vetur. -cm Þorgeir Arnar Jónsson, 11 ára nemandi i Lækjarskóla, setti markið á 25 bækur og 4.500 blaðsiður stuttu áður en Lestrarkeppninni miklu lauk f gær. Hann hafði lesið allt frá unglingabókum til Innansveitarkrónfku Hall- dórs Laxness. Honum fannst stafsetningin hjá Halfdóri svolítið skritin. DV-myrid ÞÖK Kyimingarfundur í Keflavík: Gerum bæinn betri fyrir börn Kynningarfundur vegna átaksins „Gerum bæinn betri fyrir böm“ verður haldinn 'á Flughótelinu í Keflavík í dag klukkan 13.00. Formaður Slysavarnadeildar kvenna í Keflavík afhendir Heilsu- gæslustöðinni og slysamóttöku Sjúkrahússins í Keflavík upplýsinga- töflur sem sýna Ijósmyndir og sýnis- hom af ýmsum öryggishlutum sem geta vamað slysum á bömum, til dæmisöryggislokáinnstungur. GHS Lestrarkeppninni miklu lauk í gær: Stafsetningin hans Halldórs skrítin - segir Þorgeir Amar sem setti markið á 4.500 blaðsíður „Það er ekki tölva á heimilinu svo ætli bóklesturinn komi ekki i staðinn fyrir setuna við skjáinn. Mér hefur alltaf þótt gaman að lesa og les aUs konar bækur. Ég ætla að að klára 25. bókina áður en keppninni lýkur og vera þá búinn með um 4.500 blaðsíð- ur,“ sagði Þorgeir Amar Jónsson, 11 ára nemandi í 6. E við Lækjarskóla, í samtali við DV. Lestrarkeppninni miklu lauk seinni partinn í gær og var strax hafist handa við að safna gögnum frá umsjónarmönnum bekkja um allt land. Þátttaka var víðast hvar mjög góð nema í Reykjavík þar sem ein- ungis einkaskólamir tóku þátt. Ekki mun óalgengt að nemendur hafi lesið 15-20 bækur þá 10 daga sem keppnin stóð yfir. Þorgeir Amar Jónsson er með dug- legri lestrarhestum í keppninni. Hann segist lesa allt frá hefðbundn- um barna- og unglingabókum til skáldverka eftir Haildór Laxness. Hann hafði nýlokið við Innansveitar- króniku þegar DV spjallaði við hann. „Þetta var skemmtileg bók en mér fannst stafsetningin hans HaUdórs svoUtið skrítin. Annars hef ég lesið mest af ungUngabókum, tíl dæmis eftir Þorgrím Þráinsson og Andrés Indriðason." Þorgeir hefur notað aUar lausar stundir til lesturs í keppninni en hefur þó gefið sér tíma til að fara í gítartima og sund. Þegar DV ræddi við hann seinnipart miövikudags átti hann tæpar 3.900 blaðsíður að baki og hafði skrifað umsögn um 20 bæk- ur. Er víst að strákur hefur verið meö nefið Umt viö bók það sem eftir lifði keppninnar. Veittar verða viðurkenningar og vegleg bókaverðlaun til hvers nem- anda þeirra bekkja sem sigra í keppninni, ein verðlaun í hverjum aldursflokki. Þá kemur til greina að verðlauna þann skóla sérstaklega sem sýnir góða frammistöðu. -hlh Niðurstaða veðurstofustjóra eftir slysamorguninn við Akranes: Hvetur Veðurstofuna til að nýta nýja möguleika - veðurfræðingar óft hikandi við að gefa út skyndiviðvaranir „Það bilaði móttökutæki fyrir gervitunglamyndir sem hefði hugs- anlega gefið okkur betri mynd af þessu veðri. Myndanna höfum við ekki aflað okkur ennþá en við erum að fara yfir þetta núna. Ég held að þetta hvetji okkur til þess að fá betri móttöku fyrir gervitunglamyndir og betri úrvinnslu heldur en við höfum. í öðru lagi held ég að þetta herði á okkur að fara sjálfir af stað með tölvuspá til skamms tíma með flnni upplausn og nákvæmari en á þeim kortum sem við fáum erlendis frá. Þar vantar okkur peninga. En ég held að þama séu möguleikar sem eiga að mirinsta kosti að auka örygg- ið. Þetta skiptir miklu máli,“ sagði PáU Bergþórsson veðurstofustjóri. PáU var spurður um niðurstöðu „innanhússkönnunar“ sem gerð var hjá stofnuninni eftir að gagnrýni kom fram á Veðurstofuna í kjöÚar þess að tveir bátar fórust við Akra- nes. „Ég held að það hafi verið mjög erfitt að sjá fyrir að þetta veður bær- ist svona norður á Faxaflóa. Það var auðséð að veðrið var að koma á suð- vesturmiðin og hér upp undir Reykjanesið þennan morgun en að það færi þetta lengra norður var vafamál." Páll sagði að stormviðvörun hefði verið send á Reykjavíkurradíói klukkan hálfeUefu á talstöðvar- rásinni sem á að nást í Faxaflóa: „Það var í rauninni ekki fyrr en þá sem það var að verða ljóst að þetta færi hér um Faxaflóann,“ sagði PáU. - Ef miðað er við trUlur sem fara út aö morgm og óveður skeUur á, er þá ekki ástæða til að koma með við- varanir strax í útyarpi eða hjá strandstöðvunum? „í prinsippinu er það sjálfsagður hlutur.“ - Er ástæða til að auka það? „Þetta er ákaflega mikið matsatriði hveiju sinni. Það er mjög skUjanlegt að veðurfræöingar séu svolítið hik- andi við aö valda miklu brambolti þegar þeir eru ekki meira en svo viss- ir. En í svona ttifelli er ástæða til þess. Þaö er ekki mjög oft en þegar þetta er skyndUegt eða þvert ofan í það sem er spáð er ástæða tti þess,“ sagðiPáUBergþórsson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.