Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993
11
Utlönd
Franskir sjómenn í borginni Bayonne lentu í átökum við lögreglu þegar þeir voru að mótmæla lágu fiskverði og
lélegri afkomu. Leiðtogi þeirra boðar frekari aðgerðir. Símamynd Reuter
Kröfum Frakka um innflutningsbann á fiski hafnað:
Við munum halda
baráttunni áfram
- segir leiðtogi reiðra franskra sjómanna
Sjávarútvegsráðherrar Evrópu-
bandalagsins höfnuðu í gær kröfum
Frakka um að gripið yrði til harðra
aðgerða vegna fallandi fiskverðs og
til að róa reiða sjómenn.
Charles Josselin, sjávarútvegsráð-
herra Frakklands, hafði hvatt til að
innflutningur á rússneskum þorski
yrði bannaður og að lágmarksverð á
innfluttum fiski yrði hækkað um 30
prósent.
Ráðherrarnir ákváðu á fundi sín-
um í Brussel að hvetja framkvæmda-
stjóm EB til að taka upp viðræður
við stóru fiskútflutningslöndin og sjá
Gulræturkomaí
vegfyrirslag
Neyti menn mikils magns gul-
róta og annars grænmetis sem er
auðugt að A vítamíni er hugsan-
lega hægt að draga ur hættunni
á slagi. Þetta kemur ’fram í rann-
sókn sem kynnt var á þingi
bandaríska hjartavemdarfélags-
ins í gær.
Hættan á slagi er 68 prósentum
minni hjá konum sem borða
fimm skammta eða fleiri af gul-
rótum á viku en þeim sem borða
einn skammt eða minna á mán-
uði.
Reuter
til þess að núverandi lágmarksverð
haldist. Framkvæmdastjórn EB setti
lágmarksverð á nokkrar fisktegimd-
ir í síðasta mánuði eftir 20 til 40 pró-
senta verðlækkun.
Um fjögur hundrað franskir sjó-
menn efndu til mótmæla fyrir utan
skrifstofur ráðherranefndarinnar.
Belgíska lögreglan hafði áður stöðv-
að fór 36 sjómanna sunnan við
Brassel þegar upp komst að þeir voru
með kylfur og flugelda í fórum sín-
um. Franskir sjómenn hafa áður
gengið berserksgang á fiskmörkuð-
um og í höfnum til að koma í veg
Löggan stakk
öllum sektunum
íeiginvasa
Lögregluþjónn í Ringsted í Dan-
mörku hefur verið dæmdur í árs
fangelsi fyrir að stinga öllum sektum
sem hann innheimti í eigin vasa.
Maðurinn hafði þessa vinnureglu á
árunum 1986 til 1992. Á þessu tima-
bili nældi hann í um 200 þúsund
danskar krónur. Það svarar til
tveggja milljóna íslenskra króna.
í undirrétti þótti nóg að dæma lög-
regluþjóninn til 200 klukkustunda
samfélagsþjónustu. Yfirréttur taldi
það aUt of vægt.
fyrir fiskinnflutning.
Hópur sjómanna fékk að ræða við
Björa Westh, sjávarútvegsráðherra
Danmerkur og formann ráðherra-
fundarins. Sjómennimir voru von-
sviknir að þeim viðræðum loknum
og leiðtogi þeirra, Jean-Marc Barrey,
sagðist búast við áframhaldandi mót-
mælaaðgerðum.
„Ef ekki næst árangur í kvöld um
verð og innflutning munum við svo
sannarlega halda baráttunni áfram,“
sagði Barrey.
Reuter og TT
Rekinn í frí eftir
28áravinnu
Athos Bagatin, sextugur opin-
ber starfsmaður á Ítalíu, hefur ver-
ið skikkaður til að taka sér sum-
arfrí efdr að hafa neitað því í 28
ár. Og þurfti dómara í Feneyjum til.
Bagatin er dálítið sér á parti í
heimalandi sínu þar sem frí eru
mikil og allir reyna að ná sér í
fleiri frídaga en hitt.
Hann byrjaði að vinna sem
skrifstofumaður við dómstól á
Norður-Ítalíu árið 1964 og hefur
aðeins tekið sér frí um helgar síð-
an. Búið er að reikna út að hann
á900frídagainni. Reuter
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Húsavík skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir
48. tímabil 1992 (nóvember-desember), með ein-
daga 5. febrúar 1993, gjaldföllnum og ógreiddum
virðisaukaskattshækkunum, svo og staðgreiðslu og
tryggingargjaldi fyrir tímabilin nóvember, desember
1992 og janúar, febrúar 1993, sem fallin eru í ein-
daga, ógreiddum virðisaukaskatti í tolli, ógreiddum
og gjaldföllnum bifreiðagjöldum og þungaskatti,
gjaldföllnu vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
ógreiddum og gjaldföllnum launaskattshækkunum,
söluskattshækkunum, þinggjaldahækkunum og
tryggingagjaldshækkunum, að greiða nú þegar og
ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorun-
ar þessarar.
Fjárnáms verður krafist, án frekari fyrirvara, fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxt-
um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinn-
ar kann að leiða, að liðnum 15 dögum frá birtingu
áskorunar þessarar. Jafnframt verður lokunaraðgerð-
um beitt hjá þeim, er skulda virðisaukaskatt, stað-
greiðslu og tryggingagjald, án frekari fyrirvara.
Húsavík, 18. mars 1993
Sýslumaðurinn í Húsavík
PÁSKATILBOÐ Á
HREINLÆTISTÆKJUM
15% AFSLÁTTUR
VATNSVIRKINN HF.
Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66
LADA ER í SÉRSTÖKUM VERÐFLOKKI
- LADA ER ÓDÝRASTI BÍLLINN Á ÍSLANDI!
KANNAÐU DÆMIÐ!
KR. 100.000
200.000
300.000
l
400.000
■
500.000
600.000
I
700.000
800.000
J
900.000
1.000.000
I