Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993 Afmæli Vigfús Reykjalín Jóhannesson Vigfús Reykjalín Jóhannesson skip- stjóri, Öldugötu 1, Dalvík, verður fimmtugur sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Starfsferill Vigfús fæddist í Ásgarði en ólst upp á Hauganesi. Hann hefur verið til sjós frá 14 ára aldri, í fyrstu hjá fóður sínum, Jóhannesi Reykjalín, áSævaldiEA. Vigfús lauk skipstjómarnámi frá Stýrimannaskóla Reykjavíkur árið 1967 og var stýrimaður á Bjarma II EA næstu tvö árin á eftir. Síðastliðin tuttugu ogíjögur ár hefur Vigfús hins vegar starfað hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga, þar af verið skipstjóri á Björgvin EA 311 í sextánár. Fjölskylda Vigfús kvæntist 25.12.1966 Svan- hildi Ámadóttur, f. 18.6.1948, bæjar- fulltrúa og varaþingmanni Norður- lands kjördæmis eystra. Hún er dóttir Áma Guðlaugssonar múrara- meistara frá Miðkoti, Upsaströnd, sem nú er látinn og Þórgunnar Þor- leifsdóttur, húsmóður og fiskverka- konu frá Hóli, Upsaströnd. Böm Vigfúsar og Svanhildar eru: Kristján, f. 26.8.1965, stjómmála- fræðingur, unnusta hans er Þórdís Sigurðardóttir, nemi í HÍ, og á hún Jökul, f. 18.3.1986; Þórgunnur Reykjalín, f. 29.7.1969, starfsstúlka á bamaheimili og á hún Andreu Sif Hilmarsdóttur, f. 15.11.1991; Hrafn- hildur Reykjalín, f. 4.3.1976, nemi í Ármúlaskóla. Systkini Vigfúsar eru: Hanna, f. 6.7.1934, gift Þóri Hjaltasyni á Akri í Eyjaíjarðarsveit og eiga þau sjö böm; Hafsteinn, f. 1.4.1940, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingu Haraldsdóttur og'eiga þau tvö böm; Elísabet, f. 30.1.1946, starfs- maður á dvaiarheimili aldraðra á Dalvík, gift Þorsteini Skaftasyni og eiga þau íjögur böm; Ragnar, f. 25.9. 1948, skipstjóri og útgerðarmaður á Hauganesi, kvæntur Helgu Haralds- dóttur og eiga þau fjögur böm; Elv- ar, f. 26.12.1954, skipstjóri og útgerð- armaður á Hauganesi, kvæntur Guðlaugu Carlsdóttur og eiga þau þijúböm. Faðir Vigfúsar var Jóhannes Reykjalín, f. 27.7.1913 d. 22.1.1985, skipstjóri, útgerðarmaður og Odd- viti á Hauganesi. Móðir Vigfúsar er Hulda Vigfúsdóttir, f. 16.8.1914, hús- móðir. Þau bjuggu lengst af á Hauganesi þar sem Hulda býr í dag. Ætt Faðir Jóhannesar var Trausti Jó- hannesson, Reykjalíns, b. á Kuss- ungsstöðum í Fjörðum, Jónssonar Reykjalíns, prests yngra, Jónssonar Reykjalíns, prests eldra í Reykjahlíð við Mývatn, Jónssonar, prests að Breiðabólstað í Vesturhópi, Þor- varðssonar, þjóðhagasmiðs að Björgum í Kinn og síðar að Sandhól- um á Tjömesi, Þórðarsonar, b. Sandhólum, Guðlaugssonar, b. Bakka á Tjörnesi, Þorgrímssonar, Þorkelssonar. Kona Jóns prests Þorvarðarsonar var Helga Jónsdóttir, b. í Reykja- hlíð, Einarssonar og k.h. Bjargar Jónsdóttur, prests að Völlum í Svarfaöardal, Halldórssonar, lög- réttumanns í Skagafirði, Þorbergs- sonar, sýslumanns í Skagafirði, Hrólfssonar sterka, Bjarnasonar. Kona Jóns Reykjalíns eldra var Sigríður Snorradóttir, prests að Hofstaðaþingum, Bjömssonar. Kona Trausta var Anna Guðrún Jónsdóttir, dóttir Jónínu Sesselju Jóhannsdóttur og Jóns Jónssonar. Huida, móðir Vigfúsar, var dóttir Vigfúsar, b. í Litla-Árskógi, smiðs, Kristjánssonar, b. á Litlu Hámund- arstöðum, Jónssonar, Hallgríms- sonar frá Stóru-Hámundarstöðum, Þorlákssonar, í Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar. Móðir Huldu var Elísabet Jó- hannsdóttir, hákarla- og fiskiskip- stjóra, Jóakimssonar, b. Fífilgerði í Vigfús Reykjalín Jóhannesson. Kaupangssveit, Þorsteinssonar, b. á Jarlsstöðum, Þorsteinssonar, b. Hvammi í Höfðahverfi, Jónssonar, b. Hvammi, Jóakimssonar, b. Grýtubakka, Jónssonar. Vigfús tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 20. mars frákl. 20.30. Ámi H. Bjamason Arni H. Bjamason, bankamaður í íslandsbanka, Brúnastekk 6, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Árni ólst upp í Hafnarfirði en fluttist til Reykjavíkur 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1955. Árið 1957 hófÁrni störf í Verslun- arsparisjóðnum sem breytt var í Verslunarbanka íslands hf. 1961. Hann starfaði þar fyrst sem gjald- keri, síðar sem skrifstofu- og starfs- mannastjóri og síðast sem útibús- stjóriíl4ár. Fjölskylda Árni kvæntist 18.8.1956 Bimu G. Bjamleifsdóttur, f. 14.9.1934, for- stöðumanni Leiðsöguskóla íslands. Hún er dóttir Bjamleifs Hjálmars- sonar, f. 31.12.1907 d. 3.1.1982, vél- stjóra á ísafirði og síðar birgðavarð- ar í Ahaldahúsi Reykjavíkurborgar og Önnu Veturhðadóttur, f. 16.11. 1911 d. 8.12.1980, húsmóður. ~ Dætur Árna og Birnu em: Erla Svanhvít, f. 11.4.1959, héraðsdóms- lögmaður, gift Jóni Finnbjömssyni, f. 22.9.1957, aöstoðarmanni hæsta- réttardómara, og eiga þau Guðrúnu Hrönn, f. 20.6.1986, og Bimu Sæ- unni, f. 4.7.1990; Anna Sólveig, f. 10.8.1967, bankagjaldkeri í Reykja- vík, gift ÞorkeU Jóhannssyni, f. 1.12. 1967, matreiðslumanni og eiga þau óskírðan son, f. 17.3.1993. Systkini Árna em: Sigríður Rósa, f. 12.10.1938, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Sigurði Alfreð Herlufsen, f. 21.6.1936, stórkaupmanni í Hafn- arfirði og eiga þau þrjú börn; Sig- urður Björgvin, f. 4.8.1947, húsa- smiðameistari í Hafnarfirði, kvænt- ur Magneu Áslaugu Sigurðardóttur, f. 23.2.1947, starfsstúlku í leikskóla og eiga þau þijú börn. Foreldrar Áma voru Bjarni Þórð- arson, f. 5.10.1900 d. 1.10.1974, bif- reiðarstjóri í Hafnarfirði og Svan- hvít Valería Ámadóttir, f. 12.6.1905 d. 4.5.1968, húsmóðir í Hafnarfirði. Ætt Foreldrar Bjama vom Abigael Bjamadóttir og Þórður, b. Sveins- eyri í Dýrafirði, Jónsson, b. Kirkju- bóU í Mosdal, Jónsson. Kona Jóns í Mosdal var Guðrún Bjarnadóttir. Foreldrar Svanhvítar voru Rósa Guðmundsdóttir og Ámi, vinnum. og síðar tómthúsm., Hallgrímsson, b. KotveUi í Garði, Eiríkssonar, b. Fossi, Jónssonar, b. Hörgsal, Eiríks- sonar, b. Fossi, Sigurðssonar, b. Fossi á Síðu, Eiríkssonar, b. Efri- Vík, Runólfssonar. Árni H. Bjarnason. Kona Eiríks Runóifssonar var Sig- ríður Þorsteinsdóttir. Kona Eiríks Sigurðssonar var Gróa Jónsdóttir. Fyrri kona Jóns Eiríkssonar var Ambjörg Þórarinsdóttir en seinni k.h. var Steinunn Oddsdóttir. Kona Eiríks Jónssonar var HaUdóra Ás- grímsdóttir og f.k. HaUgríms Eiríks- sonar var Sigríður Sigurðardóttir en seinni kona hans var Guðrún Bjömsdóttir. Ami og Bima taka á móti gestum á afmæUsdaginn í FélagsheimiU Tannlæknafélags íslands að Síðu- múla35 kl. 17-19. Ingibjörg Kristmundsdóttir Ingibjörg Kristmundsdóttir Ijós- móðir frá Drangsnesi, Skjólbraut la, Kópavogi, verður níræö þann 22. mars næstkomandi. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Sunndal í Bjamarfirði í Strandasýslu en flutt- ist þaðan með foreldrum sínum að Goðdal í sömu sveit þar sem hún ólstupp. Hún lauk prófi frá Ljósmæðra- skóla íslands 1932 og starfaði eftir það sem ljósmóðir í umdæmi Kald- rananeshrepps og um tíma í Hólma- víkurumdæmi. Ingibjörg var virk í félagsmálum í hreppnum en starfaði þó mest með Kvenfélaginu Snót á Drangsnesi. Fjölskylda Ingibjörg giftist 22.5.1950 Jóni Guðmundssyni frá Drangsnesi, f. 17.9.1908, d. 5.9.1971, sjómanni á Drangsnesi. Hann var sonur Guð- mundar Torfasonar, b. á Drangs- nesi, og Önnu Jóhaimsdóttur hús- móður. Böm Ingibjargar og Jóns era: Eva, f. 10.2.1936, starfsm. á Garðvangi, gift Armanni H. Halldórssyni, sjó- manni í Sandgerði, og eignuðust þau íjögur böm, eitt þeirra er nú látið; Kristbjörg, f. 20.6.1937, húsmóðir, gift Maríusi Kárasyni, skipstjóra á Hólmavík, og eiga þau fiögur böm; Jóna Stella, f. 8.9.1938, húsmóðir, gift Ingva Óskari Haraldssyni, b. á Fossá á Barðaströnd, og eiga þau tvö böm; Baldvin, f. 26.3.1940, sjómaður á Húsavík, kvæntur Ingu K. Gunn- arsdóttur, starfsm. á sjúkrahúsi, og eiga þau tvö böm; Guðmundur Ann- as, f. 17.9.1941, vélvirkjameistari á Húsavík, kvæntur Rannveigu A. Jónsdóttur, starfsm. ábamaheimili, og eiga þau fjögur böm; Inga Helga, f. 24.12.1943, sjúkrahði í Kópavogi, var gift Finnboga Pálssyni vél- virkjameistara, þau skildu, og eiga þauflögur böm; Bragi, f. 13.9.1945, húsasmíðámeistari í Kópavogi; Rúnar, f. 26.7.1949, vélstjóri í Þor- lákshöfn, kvæntur Birgitt Elísabetu Aradóttur húsmóður og eiga þau fjögurbörn. Ingibjörg átti níu systkini en sjö þeirra era nú látin. A lífi era: Rósa, f. 25.9.1898, dvelur á Hrafnistu í Reykjavík, var gift Guömundi Jóni Ingibjörg Kristmundsdóttir. Amgrímssyni sjómanni, sem nú er látinn, og eignuðust þau sex böm; og Anna, f. 8.1.1908, saumakona í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar vora Krist- mundur Jóhannsson, b. í Sunndal og síðar í Goðdal, og Þorbjörg Bjamadóttir. Ingibjörg tekur á móti gestum í Ársal Hótel Sögu á milli kl. 15 og 18 sunnudaginn 21. mars næstkom- andi. Til hamingju með afmælið 19. mars Þóra Magnúsdóttir, Fellsmúla ll, Reykjavík. Þóra verður að heiman á afmælis- daginn. Oddfríður B. Magnúsdóttir húsmóðir, Oddfríðurverð- ursjötugá morgun, laug- ardaginn20. mars. Ingvar Baldursson, Freyvangi 14, Hellu. Ingvarverður fimmtugur simnudaginn 21. mars næst- komandi. Eig- inkona hans or JónínaValdi- marsdóttir. Þau takaá móti gestum í Laufa- felli, Hellu, laugardaginn 20. mars ámiliikl. 20.30 og 23. 40ára Guðlaug Helgadóttir, Hvammi 1, Eyjafjarðarsveit. Valgerður Guðbjartsdóttir, Heyklifi, Stöðvarfiröí. Helga Haraldsdóttir. Hamarsstíg 10, Akureyri. Matthildur Arnalds, Sveighusum 11, Reykjavík. Áskeli Þórisson, Stapasíðu 12, Akureyri. Ingunn Sæmundsdóttir,; t ■: Sólvallagötu 5, Reykjavík. Anna Sigrún Guðmundsdóttir, Brattholti 1, Mosfelisbæ. Leonicia María Martin, Vallargerði 33, Kópavogi. Kristrún Bragadóttir, Efstahrauni 18, Grindavík. EinarÓlafur Jónasson, Eyrarvegi 16, Akureyri. Vaigerður Matthíasdóttir, Hagamel 16, Reykjavík. Jóhanna Jóhannesson Jóhanna Margaretha Cecihe Jó- hannesson, Seljahhð, Hjahaseh 55, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jóhanna (fædd Svensson) fæddist í Flensburg í Schleswig-Holstein í Þýskalandi og ólst þar upp. Hún lauk námi sem bóksah og bóka- safnsvörður í heimaborg sinni. Jóhanna kom tíl íslands 1929 með unnusta sínum og stofnuöu þau heimhi sitt á heimaslóðum hans, Vatneyri við Patreksfjörð. Þar aðstoðaði hún hann við rekst- ur verslunar- og útgerðarfyrirtæk- isins Verzlun Ó. Jóhannesson sem þá var í eigu fjölskyldu hans. Þegar eiginmaður Jóhönnu lést fluttist hún th Reykj avíkur þar sem hún hefur búið síðasthðin tuttugu ár, síðasthðið ár í Seljahlíð. Fjölskylda Hanna giftist 20.12.1929 Friðþjófi Ó. Jóhannessyni, f. 28.12.1905, d. 1971, framkvæmdastjóra. Hann var sonur Ólafs Bjama Jóhannessonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Vatneyri, og Aurora Gunnarsdóttur Bachmann húsmóður. Böm Hönnu og Friðþjófs era: Unnur, húsmóðir, gift Eyjólfi K. Sig- urjónssyni endurskoðanda og eiga , þau fjögur böm; Kristinn, forstjóri á Patreksfirði, var kvæntur Ehnu JóhannaJóhannesson. Oddsdóttur skrifstofumanni og eiga þau fjórar dætur, þau skhdu. Sam- býhskona Kristins er Sólveig Jóns- dóttir; Kolbrún, kennari, gift Jó- hanni Þorsteinssyni bónda og eiga þau fimm böm; og Bryndís, kaup- maður,átvöböm. Albróðir Hönnu var Karl Heinrich Svensson, f. 13.10.1912, d. 1960, skrif- stofumaður á Patreksfirði frá 1937. Hálfbróðir Hönnu er Heinrich Brog- mus, f. 16.3.1924, fyrrverandidreif- ingarstjóri hjá Flensburgur Tage- blatt, kvæntur Evahes Brogmus. Faðir hans var Peter Brogmus. Foreldrar Hönnu era Heinrich Svensson frá Hestery í Svíþjóð, nú látinn, og Margaretha Svensson, fædd Hansen, frá Tonder.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.