Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 28
36 FOSTUDAGUR 19. MARS 1993 Ólafur Ragnar Grimsson. Lyginn þingmaður „Fáir fara meö ósannara mál úr þessum ræðustól en háttvirtur áttundi þingmaður Reyknes- inga,“ sagði Jón Sigurðsson pent í ræðustól á Alþingi um Ólaf Ragnar Grímsson. Ummæli dagsins -v Blómin og býflugurnar „Kunna Ijósmæður einhverja skýringu á þeirri miklu fæðing- arbylgju sem kemur á vorin,“ spyr fréttahaukurinn Vilborg Davíðsdóttir. Reynsluheimur kvenna? „Er þetta tengt verslunar- mannahelginni?" spyr Vilborg jafnframt. Lofað upp í ermina „Mér er það ljóst að íslendingar -ý gengu fullíangt í loforðum þegar átti að tryggja sér þessa keppni," segir Magnús Oddsson, formaður framkvæmdanefndar vegna fyr- irhugaðrar heimsmeistarakeppni á íslandi 1995. Fjármál heimilaiina Neytendasamtökin eíha til op- ins fundar um fjárhagsvanda heimilanna að Hótel Lind kl. 15. Frummælendur eru Per Anders Stalheim, forsfjóri norska neyt- endaráösíns, og Sólrún Halldórs- Fundir í kvöld dóttir hagfræöingur en Grétar Guömundsson, Hörður Berg- mann, Finnur Sveinbjörnsson, Erla Þórðardóttir, Bjöm Björns- son og Guðmundur Gylfi Guð- mundsson taka þátt í pallborðs- umræðum auk frummælenda. Fundarstjóri er Mörður Árnason, stjómarmaður í Neytendasam- tökunum. Smáauglýsingar Lægir nokkuð í nótt Á höfuðborgarsvæðinu verður all- hvöss vestanátt og síðar suðvestanátt Veörið í dag með hvössum éljum. Lægir dálítið í nótt. Frost 1-4 stig. Snjókomubelti með hvassri suð- austanátt var í morgun að færast norðaustur yfir landið. Það fer að snjóa á Norðausturlandi og Austur- landi fyrir hádegi. í kjölfar snjó- komubeltisins kemur allhvöss suð- vestanátt með éljagangi um sunnan- og vestanvert landið en norðaustan- og austanlands léttir til síðdeg- is. Frost verður áfram um mestallt land. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skýjað -8 Egilsstaðir skýjað -9 Galtarviti snjókoma -A Hjarðarnes alskýjað -1 Keflavíkurílugvöllur skafr. -1 Kirkjubæjarklaustur snjókoma -3 Raufarhöfn hálfskýjað -7 Reykjavík snjóél -1 Vestmannaeyjar snjókoma 0 Bergen snjóél 4 Helsinki skýjað 0 Kaupmannahöfn léttskýjað 4 Ósló léttskýjað 1 Stokkhólmur léttskýjað 1 Þórshöfn alskýjað 3 Amsterdam heiðskírt 4 Barcelona þokumóða 7 Berlin léttskýjað 3 Chicago alskýjað -3 Feneyjar þoka 6 Frankfurt skýjað 7 Glasgow skýjað 6 Hamborg skýjað 4 London léttskýjað 2 Lúxemborg þokumóða 5 Madríd hálfskýjað 6 Malaga skýjað 13 MaUorca léttskýjað 4 Montreal heiðskírt -17 New York heiðskírt -7 Nuuk snjókoma -18 Oríando alskýjað 16 París skýjað 8 Róm þokuruðn. 10 Valencia þokumóða 7 Vín skýjað 11 Winnipeg skafr. -4 „Það er ákaflega misjafnt hversu umfangsmikil gjaldþrotamálin eru þegar þau koma til okkar lög- manna. Umfangsmestu málin sem ég hef fengist viö sem skiptastjóri eru gjaldþrot Álafoss og Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar og þau eiga það sameiginiegt að þau þurfti að vinna mjög hratt í byrj- un,“ segir Ólafur Birgir Árnason, lögmaður á Akureyri. ðlafur er Akureyringur og leggur áherslu á aö hann sé „þorpari" enda fæddur í Glerárþorpi. Hann lauk námí í lögfræði árið 1967, starfaði þá í tvö ár sem fulltrúi borgardómara í Reykiavík og hélt síðan til Akureyrar. „Ég ætlaði þangað í eitt ár en hér er ég enn og árin eru orðin 24 talsins.“ Ólafur segir það útbreiddan mis- skilning að lögmenn séu 'fyrst og fremst í innheimtumálum. „Þeir eldri a.m.k. forðast þau mál eins og þeir geta, þau eru svo hrikalega leiðinleg að menn vilja helst vera lausir við þau. Eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu er líka svo erfltt að fa greítt, og það er því misskiln- inpr á misskilning ofan að slæmt þjóöfélagsástand tákni gósentíð fyrir lögmenn." Ólafur segist vinna mikið og því séu fristundir ekki margar. „Þær sem gefast nota ég til að lesa lög- fræði svo það má segja að lögfræð- in sé bæði atvinnan og áhugamálið. Það þýðir heldur ekkert annað en aö fylgjast með og halda sér vel við í lögfræöinni." í kvöld eru þrír leikir á dagskrá í úrslitakeppni kvenna í hand- bolta. Ármann tekur á móti Vík- ingi, Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn og Eyjastúlkur spila við Gróttu á Seltjamamesi. Á heimsmeistaramótinu í Sví- þjóð er leikið um níunda sætið og það ellefta í kvöld en þegar þetta var skrifað var ekki orðið ljóst hverjir mætast í þeira leikj- um. íþrótíir í kvöld Heimsmeistarakeppnin: Leikur um 11. sæti kl. 17 Leikur um 9. sæti kl. 19 Úrslit kvenna: Ármann-Víkingur kl. 21.20 Selfoss-Stjarnan kl. 20.30 Grótta-ÍBV kl. 20.00 Skák Á alþjóðamóti í Búdapest fyrir skömmu kom þessi staða upp í skák Dananna Pet- ers Heine Nielsen, sem hafði hvítt og átti leik, og Steffen Pedersen. Sá fyrmefndi fann nú laglega leið til þess að ljúka skák- inni: 25. fxe5! Dxe4 26. Dxg6! Dxg6 27. Hf8 + Rd8 28. Hfxd8 mát! Jón L. Árnason Bridge Sumir bridgespilarar telja það vænleg- ustu leiðina til árangurs að vera sífellt að trufla andstæðingana. Aðrir telja best að hafa hægt um sig og vera ekki að segja á spilin sín nema ríka ástæðu beri til. Það er erfltt að segja til um hvor aðferðin sé betri, stundum gefst þaö vel að vaða á súðum, í öðrum tilfellum aö hafa hægt um sig. Þetta mikla skiptingarspil kom fyrir í sveitakeppnisleik fyrir skömmu í Danmörku. í opnum sal sátu spilarar í NS sem höfðu tröllatrú á því að trufla andstæðinga sína sem mest þeir máttu. Austur var gjafari og AV á hættu: V KG1096542 ♦ G954 + 6 * KD9876 —jj- V 7 I ' V ♦ K7 „ + ÁD105 —— ♦ 42 V ÁD83 ♦ 1032 + 9843 f -- ♦ ÁD86 J. unnn Austur Suöur Vestur Norður 14 pass 2 G 5? pass 7V dobl p/h Spilaramir í AV eiga borðleggjandi al- slemmu í spaða eða laufi en vegna kröft- ugra hindrunarsagna NS, hefði skotið á alslemmuna verið meira og minna í blindni. AV kusu í staðinn að veijast í 7 hjörtum en það gaf ekki nema 800. Það var lítið fyrir 2210 sem fást fyrir 7 spaða. Það var einmitt samningurinn á hinu borðinu og náðist auðveldlega vegna þess að NS vpru ekki eins grimmir í sögnum. Það borgar sig stundum að vera árásar- gjam í sögnum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.