Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR19. MARS1993 13 Menning Verðlaunaverk. Lampi úr áli. Hönnuður og framleiðandi Pálmar Krist- mundsson. Sýnandi: Epal. íslenskur hönnunardagur Þann 4. mars sl. var boðið til íslensks hönnunardags og er það í fjórða sinn á átta árum sem slíkur dagur er haldinn. Sem fyrr er það félagið „Form ísland", félag áhugamanna um hönnun, í samvinnu við fyrirtæki í húsgagna- og innréttingaframleiðslu sem heiðurinn á af þessu fram- taki. Húsgagnaiðnaður hér á landi hefur átt mjög í vök að verjast gagn- vart síauknum innflutningi og því er það dálítið kraftaverk á tímum sam- dráttar og almenns úrræðaleysis að fyrirtæki í þessari grein skuli vera reiðubúin að verja umtalsverðu fé til kynningar á vaxtarbroddi nýsköpun- ar í íslenskri hönnun. Enn merkilegra er þetta framtak í ljósi þess að fæstar af þeim nýjungum sem kynntar voru eru líklegar til að skila höf- undum sínum og framleiðendum umtalsverðum tekjum. Einn söluaðilinn orðaði það svo að með því að bjóða til sölu innlenda nýsköpun væri hann að nýta arð af eigin innflutningi til aö svala þörf fyrir faglegan metnað í starfi. Það að breyta hugmynd í sýningarhæfa frumgerð („prótótýpu") útheimtir mikla vinnu og umtalsverð fjárútlát og oft fer annað eins eða meira í að breyta athyghsverðri frumgerð í markaðshæfa framleiðslu- vöru. Sú hefð hefur skapast á hönnunardegi að sýna einstök verk í húsakynrr- um viðkomandi fyrirtækja. Þessi tilhögun er réttmæt, að mati greinarhöf- undar, og á hún sinn þátt í að gera þennan dag að áhugaverðum við- burði. Það að sýna nýhönnun á „heimavelli" er fyrirtækjunum hvati til fjárstuðnings sem hönnunin nýtur góðs af. Með hreinni samsýningu hönn- uða væri höggvið á viss grasrótartengsl en ýmsir hönnuðir telja einmitt nálægðina við framleiðsluna og handverkið vera einn helsta kostinn við það að starfa hér á landi. Þá er það í sumum tilvikum kostur að geta borið hina innlendu hönnun saman við þá erlendu vöru sem henni er ætlað að keppa við. Þó að flest fyrirtækin legðu metnað sinn í að standa sem best að kynn- ingunni voru því miður nokkur frávik. Þannig var í sumum tilfellum erfitt fyrir htt kunnuga að átta sig á þvi hvaða nýju verk var verið að sýna, innan um hinn hefðbundna sölulager. Dæmi var um að erlendri framleiðslu væri stiht upp við hlið hinnar íslensku án þess að slíkt væri sérstaklega tilgreint. Úr þessu þarf að bæta í framtíðinni. Einnig er það Hönnun Pétur H. Ármannsson umhugsunarefni hvort ekki þurfi að kynna sjálft hönnunarferlið betur. Ég er t.a.m. ekki viss um að allir þeir sem sýningamar skoðuðu geri sér fuha grein fyrir muninum á frumgerð annars vegar og markaðshæfri framleiðsluvöru hins vegar. Frumgerðir nytjahluta verður að skoða og meta á aht öðrum forsendum en fuhmótaða söluvöru. Að baki hvers hlut- ar býr hugmynd sem hönnuði tekst misvel að útfæra í frumgerð sinni. Oft er sú túlkun, sem valin er, aðeins ein af mörgum. Algengt er að stærð- arhlutfóh, efnis- og htaval taki breytingum. Eins er frágangur og hand- verk misjafnt að gæðum og ýmis tæknheg útfærsluatriði ekki að fuhu leyst. Slíkt er ekki aðalatriði, fremur hitt að hugmyndin feh í sér hið gullna jafnvægi formfegurðar og notaghdis sem er aðalsmerki góðrar nytjahstar. Viss hætta getur verið í því fólgin fyrir hönnuð að klæða frum- gerð sína í of endanlegan (sértækan) búning á slíkri sýningu. Með því móti er oft lokað á leiðir sem ella hefðu staðið th boða sem valkostir í frekari úrvinnslu. Áhugaverðast er að mínu mati þegar hönnuði tekst að sýna hugmynd sína í mótun. Á þann hátt er áhorfandanum boðið að gerast virkur í hönnunarferhnu, t.d. með því að vega og meta sama hlut- inn í mismunandi efnum og útfærslum. Nánar verður fjallað um einstök verk á hönnunardegi í tveimur grein- um. URVALSSPENNUSAGA BLÓÐRÚWIR Spennusaga af gamla skólanum þar sem engin leið er að gera upp á milli hinna grunuðu fyrr en kemur að sjálfu lokaatriðinu þar sem lesandinn finn- ur spennuna, regnið og myrkrið jafn glöggt og hann væri sjálfur á staðnum. Bók þarf ekki að kosta 2000 krónur til að vera góð! Úrvalsbækur kosta aðeins kr. 790,- og ennþá minna í áskrift Á næsta sölustað eða í áskrift í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.