Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Slegið á kröfur Strax í framhaldi af leiksýningu ríkisstjórnarinnar um Landsbankann birtist Magnús Gimnarsson, formað- ur Vinnuveitendasambandsins, í sjónvarpi í fyrradag og tók nýjan pól í hæðina í kjaramálum. Magnús sagði, að vandi þjóðfélagsins væri orðinn slíkur, að fólk þyrfti að taka á sig skerðingu, launalækkun eða gengisfell- ingu. Alþýðusambandsmenn segja, að þetta hafi ekki verið á dagskrá í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um kjaramál að undanförnu. Landsbankamálið olh skelfmgu meðal landsmanna vegna þess, sem réttilega hefur verið kallað „flugeldasýning“ um máhð. Ríkis- stjórnin, einkum forsætisráðherra, náði því fram með þeirri sýningu, að slegið hefur verið á ýmsar kröfur launþegahreyfingarinnar. Margt er til í staðhæfingum formanns Vinnuveitenda- sambandsins um erfitt ástand. Sjávarútvegurinn er enn á ný rekinn með buhandi tapi - líklega 8-9 prósenta tapi í hehdina. Áhrif gengisfelhngarinnar frá í vetur eru að því leyti uppurin, og sjávarútvegurinn fær ekki staðizt að óbreyttu. Þessi er staðan í þann mund, sem launþega- hreyfingin hefur sett fram kröfur um aht að 5-7 pró- senta kauphækkun, nái aðrar kröfur hreyfingarinnar ekki fram að ganga. Kröfur eru gerðar th ríkissjóðs, að hann komi inn í kjarasamninga með stórar fúlgur. Þessir peningar eru að sjálfsögðu ekki til og verða ekki th nema með erlend- um lántökum, þótt skuldabyrðin sé orðin háskaleg, eða innlendum lántökum, sem keyrir upp vexti og vinnur því gegn meginmarkmiðinu um eflingu atvinnulífsins. Friðrik Sophusson ljármálaráðherra notaði Lands- bankamáhð á Alþingi th að ítreka getuleysi ríkissjóðs í þessum efnum. Hann sagði, að vegna aðstoðarinnar við bankann megi gera ráð fyrir, þegar lauslega sé á htið, að reikningslegur hahi á ríkissjóði verði talsverður á þessu ári og talsvert meiri en á síðasta ári, hann verði að minnsta kosti tíu mhljarðar króna. Þetta sýndi, sagði Friðrik, að ríkissjóður héfði minna svigrúm en áður til að auka útgjöld, th að mynda fara af stað með fram- kvæmdir. Friðrik sagðist leggja áherzlu á þetta, vegna þess að nú sé lagt að ríkissjóði að auka framkvæmdir eða útgjöld á öðrum sviðum og draga úr tekjum. Aðstoðin við Landsbankann var nauðsynleg, en leik- ritið, sem sett var á svið um máhð á þriðjudaginn, hafði þann thgang að slá niður sem mest af kröfum launþega- hreyfmgarinnar og, í leiðinni, að gera landsmönnum ásættanlegra, að íslandsbanka yrði veitt aðstoð af al- mannafé, ef þörf gerðist. Fólk hlýtur að skhja, að hér hefur ekki verið um helberar reikningskúnstir að ræða, heldur fá skattgreið- endur að sjálfsögðu reikningana fyrir þessa aðstoð aha eins og aðra reikninga th að fyha upp í gatið á ríkis- sjóði. Menn hljóta að spyrja sig, hve miklu meira af slíku skuh krafizt. Verður ekki nauðsynlegt að halda atvinnu- vegunum gangandi og þá með þeim aðgerðum, sem þörf krefur, þótt mörgum líki hla? Þetta ghdir um gengisfeh- ingu, sem enn verður á dagskrá, þó að hún dragi með sér verðhækkanir og kjaraskerðingu. Það hlýtur að vera ein af þeim leiðum, sem ræddar verða, þó að vafa- laust megi komast hjá gengisfellingu með hófsamlegum kjarasamningum. Þannig er margt rétt í máh formanns Vinnuveitenda- sambandsins, sem þó réttlætir ekki skrípaleikinn, sem ríkisstjómin hefur staðið fyrir í vikunni. Haukur Helgason „Síðastliðið vor eru mörg sjávarútvegsfyrirtæki orðin svo aðþrengd vegna rekstrarörðugleika að þau gera kröfu til verðjöfnunarfjárins," segir í texta greinarhöfundar. Myndin er af Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. Nú er komið að fjár- magnseigendum Enn á ný er þess krafist að al- mennt launafólk taki á sig kjara- rýmun. Að þessu sinni með skír- skotun til frétta sem nú berast af verðfalii á sjávarafurðum á erlend- um mörkuðum. Reynslan sýnir að verð á fiskafurðum hefur í tímans rás verið háð miklum sveiflum og við því hefur verið brugðist með ýmsum ráðstöfunum. í þjóðarsáttarsamningunum í ársbyrjun 1990 var ákvæði um að launafólk skyldi fá hlutdeild í við- skiptakjarabata ef hann færi yfir tiltekin mörk. Þegar líða tók á árið 1990 kom í ljós að verðþróun yrði hagstæðari en björtustu vonir höfðu staðið til. En menn gerðu sér engu að síður grein fyrir þvi að allt er hverfult í þessum efnum og fyrr en varöi gæti verðþróunin far- ið aftur niður á við. Þess vegna féllust samtök launa- fólks á það að gera ekki tilkall til alls þess viðskiptakjarabata sem umsaminn var en láta hann þess í stað renna í Verðjöfnunarsjóð þar sem hann yrði geymdur og notaður ef verðfall yrði á erlendum mörk- uðum. I Fjármagnskerfið hirti Verðjöfnunarsjóðinn En hvað gerist svo? Síðasthðið vor eru mörg sjávarútvegsfyrir- tæki orðin svo aðþrengd vegna rekstrarörðugleika að þau gera kröfu til verðj öfnunarfj árins. Við þessu var orðið og sjóöurinn, sem hafði að geyma tæpa þijá milljaröa króna, var tæmdur yfir sumar- mánuðina. Þessu mótmælti launa- fólk enda hafði ekki orðið verðfall á erlendum mörkuðum og um- töluðum skilyrðum því ekki full- nægt. Rekstrarörðugleikamir voru af öðrum toga, þverrandi afli en KjaUarizm Ögmundur Jónasson formaður BSRB ekki síður langvinnt vaxtaokur. Þaö sem þama geröist 1 raun var að fjármagnseigendum var færð á silfurfati kjarabót sem launafólk hafði samið um sér til handa í kjara- samningum en fallist á aö leggja til hliðar af búhyggindum. Og nú þeg- ar hugsanlega þyrfti að grípa til fjárins á ný ganga forsvarsmenn fyrirtækjanna fram fyrir launafólk og segja að þeir eigi það eitt ráð til að lækka við það kaupið. Árið 1990 vildu samtök atvinnu- rekenda ekki gangast við því hve alvarlegur skaðvaldur vaxtaokrið var. í þeim herbúðum þótti mönn- um nóg um þá áherslu sem BSRB og ýmis önnur samtök launafólks lögðu þá á nauösyn þess að lækka vexti. Hið sama átti við um þá ríkis- stjóm sem nú situr. Samræma þarf orö og athöfn En nú er öldin önnur.Bæði ríkis- stjóm og atvinnurekendur hafa séð vúlu síns vegar í vaxtamálum og viðurkenna hana í orði en ekki á borði. Á það skortir enn. Hávaxta- okriö er eins mikið nú og í fyrra en aftur koma atvinnurekendur og segja að eina ráðiö sem þeir eigi sé að rýra kaupmátt hins almenna launataxta. Hvenær ætla þessir aðilar að verða sjálfum sér samkvæmir og beina kröfum sínum í réttan far- veg? Sjálfir hafa þeir skilgreint vaxtabyrðina sem þann höfuö- vanda sem þeir eigi við aö stríða. Þess vegna hlýtur að hggja beinast við að knýja dyra hjá fjármagnseig- endum í stað þess að leita eina ferð- ina enn ofan í vasa alm^nns launa- fólks. ögmundur Jónasson „Sjálfir hafa þeir skilgreint vaxtabyrö- ina sem þann höfuðvanda sem þeir eiga við að stríða. Þess vegna hlýtur að liggja beinast við að knýja dyra hjá fjár- magnseigendum 1 stað þess að leita eina ferðina enn ofan í vasa almenns laúna- fólks.“ Skoðanir annarra Umgengnishættir „Sem betur fer em mörg dæmi um skynsamleg og góð lög um umgengnishætti í landi okkar. Það leikur t.d. ekki vafi á að almenningur hefur meiri hag af banni við ölvunarakstri en ökumenn af frelsi til slíks athæfis. Að íhuguðu máh sýnist mér hins vegar að nafnalög okkar íslendinga séu því miður dæmi um hið gagnstæða, ólög sem ekki em sæm- andi lýðræðisþjóðfélagi. Með þessum lögum em sem sagt varðir htihjörlegir og illa skilgreindir almanna- hagsmunir á kostnað ótvíræðra og mikhvægra einkahagsmuna." Halldór Á. Sigurösson í Mbl. 18. mars. Skrítinn sparnaður „En nú er öldin önnur og önnur boðorð sem ríkja og enn á ný er Sighvatur farinn aö vega salt í heil- brigðismálunum. Eftir að hann er búinn að spara heilmikið á sérfræðingunum úti í bæ með því að auka kostnaðarhlut sjúklinganna upp úr öhu valdi, þá færast aðgerðimar inn á sjúkrahúsin og hleypa þar upp kostnaði. . .Enn um sinn horfir heilbrigðis- ráðherrann hins vegar á auðar stofur sérfræöinga úti í bæ og segir: „Sjá, hér hefur náðst mikih spamað- ur í sérfræðingakostnaði.““ Garri í Timanum 17. mars. Orsök kreppunnar „Þegar grannt er skoðað, er margt líkt með kreppu Finna, Færeyinga og íslendinga. í öhum til- vikum hefur skyndilegt áfall valdið efnahagslífinu erfiðleikum. í Færeyjum, rétt eins og hér á landi, veldur aflabrestur mestu um. í Finnlandi hrundu austurviðskiptin, sem höfðu svaraö til aht að íjórö- ungi utanríkisverzlunar Finna, nánast á einni nóttu. . .Öh eiga þessi þijú lönd það sameiginlegt aö hafa fjárfest um of og fjármagnað offjárfestinguna með erlendum lánurn." Leiðari Mbl. 16. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.