Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1993 Uflönd búningarsaum- aðir í Danmörku Norska fataverksmiðjan Rauma Konfeksjon ■ í Ándalsnes missti samning um að sauma ein- kennisbúninga fyrir norsku lög- regluna í hendur dansks fyrir- tækis. Lögreglubúningar hafa verið framleiddir í Ándalsnes frá því á sjöunda áratugnum. Samningurinn \dð danska fyr irtækið er til þriggja ára og tahnn vera upp á fimmtíu tfl sextíu milljónir íslenskra króna. Forstöðumenn norska fyrir- tækisins eru vonsviknir yfir að lögreglan skuli hafa slitið sam- starfinu og ætla að leita nýrra verkefna. Forstjórinn segir að danska fyrirtækið njóti ríkis- styrkja. Margir starfsmanna Rauma óttast aö fyrirtækið verði alveg lagt niður vegna þessa. Lítilláhugifyrir umhverfismerki í Danmörku Aðeins eitt danskt fyrirtæki hefur sótt um leyfí til að nota nýtt samnorrænt umhverfis- merki. Merkið, sem er mynd af svani, er trygging fyrir bæði uin- hverfið og vinnuumhverfið að t>aki framleíðsluvörunni. Merkið hefur vakið mikla at- hygh annars staöar á Norður- löndum. Aö sögn dönsku umhverfis- vemdarstofnúnarimiar gætu mörg dönsk fyrirtæki þegar upp- fyfit kröfurnar sem settar eru. Ekki er það heldur af fjárhagsá- stæðum því ekkert kostar að nota merkið þegar urnsóknargjald hef- ur veríð greitt. Aftur á móti getur það kostað fé að þróa vörur sem uppfyUa kröfumar. Dæmi er um að fyrir- tæki hafi íjárfest fyrir rúman milljarð íslenskra króna. Varaðviðgatií Þýskalandi Yfirmaður umhverfisverndar- stofnunar Þýskalands sagði í gær að of seint væri að koma i veg fyiir að gat á ósónlaginu breidd- ist út yfir Þýskalandi og almenn- ingur og uppskera yrðu þar með berskjölduð gagnvart hættuleg- um geislum sólar. Heinrich von Lersner sagði í viðtali við dagblaðið Bild að vís- indamenn fylgdust stöðugt meö minnkandi ósónlagi yfir Evrópu. „Ég get ekki útilokaö gat á ósón • laginu yfir Þýskalandi," sagði hann. Ósónlagið vemdar jörðina gegn útíjólubláum geislum sólar. Þeir geta valdið húðkrabba, skemmt uppskeru og plöntur. Atvnmuleysi í Finnlandi var komiö upp í 18,8 prósent í síðasta mánuði og haföi þaö vaxiö úr 18,6 prósentum í janúar, aö því er at- vinnumáiaráðuneytí landsins sagði í gær. Fyrir einu ári var atvinnuleysið 13,8 prósent. Efnahagsvandræði Finna stafa einkum af hmni Sovétríkjanna, eins helsta útflutningsmarkaöar finnskra fyrirtækja, og af bágbomu ástandi vestrænna markaöa. : Útflutningur fer nú ört vaxandi í kjölfar tveggja gengislækkana finnska marksins. Efitahagsástandið heima fyrir er hins vegar erfitt og ekki búist við neinum hagvexti á þessu ári. NTB, Rltzau og Reuter Hollenskir veðurfræðingar segja að veðurfar sé að breytast: Órói í veðrinu ekki lengur náttúrulegur - segja veðurfræðingamir í skýrslu til hoHenska þingsins og kenna um mengun Hollenskir veðurfræðingar segja í skýrslu til þings landsins að ekki sé lengur hægt að skýra breytingar á veðurlagi í Evrópu með náttúruleg- um sveiflum. Hitastig hafi hækkað varanlega og því verði að ætla að kenningar um gróðurhúsaáhrif séu að koma fram. Skýrslan kemur frá Konunglegu hollensku veðurstofunni. Það segir að breytingar síðustu missera „falli að fyrri hugmyndum manna um áhrif hækkandi hita vegna gróður- húsaáhrifanna." Þetta er í fyrsta sinn sem veður- fræðingar við virta veðurstofu viður- kenna að breytingar á veðurfari síð- ustu ár verði ekki skýrðar með nátt- úrulegum sveiflum. Til þessa hafa veðurfræðingar sagt að hægt sé að skýra breytingamar með tölfræði- legum frávikum. Hollendingamir segja að fjögur heitustu ár aldarinnar í landi þeirra falh á síðustu fimm ár. Þetta sé ekki einleikið. Þeir vilja kenna auknu magni kolefnistvíildis í loftinu um það sem er að gerast. Það veldur því að hiti sólar á greiðari aðgang inn í lofhjúp jarðar en út úr honum aftur. Mengun þessi er rakin til brennslu á lífrænu eldsneyti eins og kolum og olíu. Mengunin veldur því að andrúms- loft jarðar hitnar smátt og smátt. Um leið verður meiri órói í veðurfarinu. Lægðir verða dýpri og veðurlag versnar í sumum heimshlutum með- an það batnar í öðrum. Ástralski ökuþórinn Al Unser er þessa dagana að undirbúa keppni í grein sinni. í gær þótti honum við hæfi að fara í sædýrasafn og fá heillakoss frá fallegustu urtunni þar. Símamynd Reuter Pierre Bérégovoy, forsætisráðherra Frakklands: Hægrimenn tapa skyn- seminni við sigurinn Leiðtogar franskra sósíalista hafa varað viö því að hægriflokkamir, sem eru í stjómarandstöðu, verði svo frá sér numdir eftir sigur í fyrri umferð þingkosninganna á sunnu- dag að þeir muni tapa allri ábyrgðar- tilfmningu. „Ef sigurinn verður algjör munu öll endimörk heilbrigðrar skynsemi og ábyrgðartilfinning sópast í burtu," sagði Pierre Bérégovoy for- sætisráðherra á kosningafundi utan við París í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í kjördæmi Michels Rocards, fyrrum forsætis- ráðherra, sem ætlar sér að verða frambjóðandi sósíahsta í forseta- kosningunum 1995. „Sérhvert atkvæöi til hægriflokk- anna eykur hættuna á því að þeir fari í sigurvímu og það mun hafa nýjar hættur í fór með sér,“ sagði Rocard. Skoðanakannanir spá kosninga- bandalagi mið- og hægriflokka um Pierre Bérégovoy, forsætisráðherra Frakklands, missir ráðherrastólinn um helgina. Teíknlng Lurie 40 prósentum atkvæða og 400 eða fleiri sætum í þinginu þar sem sitja 577 menn. Búist er við að sósíalistar fái um 20 prósent atkvæða og um 100 þingsæti. í kosningunum 1988 fengu þeir 37 prósent atkvæða og 260 þing- menn. Dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að sósíalistar hefðu ákveðið að segja frambjóðendum sínum að víkja fyrir frambjóðendum umhverfis- sinna sem væru í betri stöðu eftir fyrri umferðina á sunnudag. Rocard sagði fréttamönnum að yfirstjóm flokksins fengi málið til staðfestingar á sunnudag. Umhveríissinnum, sem njóta stuðnings 14 prósenta þjóðarinnar, hafði annars verið spáð aðeins einu til tveimur þingsætum vegna kosn- ingafyrirkomulagsins. í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og ef eng- inn frambjóðandi nær hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið afturmillitveggjaefstu. Reuter Breytingar eru líka raktar til eld- gosa og þá einkum gossins mikla í Pinatubo á Fihppseyjum árið 1990. Gosaskan veldur gróðui;húsaáhrif- um og hefur að sögn bandarískra veðurfræðinga breytt veðurlagi á meginlandi Ameríku og við Atlants- haf. í vetur hafa breskir haffræðingar mælt meiri ölduhæð á Atlantshafi en áður eru dæmi um. Þeir tala um að munurinn geti numið allt að 50% að jafnaði. Reuter Skandiatapaði 22 milljörðum Sænska tryggingasamsteypan Skaiidia tapaði á síðasta ári jafn- virði 22 milljarða isienskra króna á síðasta ári. Árið áður var líka mikið tap á rekstri fyrírtækisins sem er eitt hið stærsta i S víþjóð. Verð á lúutabréfum í Skandia hefur farið lækkandi síðustu vik- ur og er talið að tap hluthafa nemi tugum miiljarða íslenskra króna. Mjög stormasamt hefur verið í rekstri Skandia frá því í fyrra. Delorsóttast viðskiptastríð EBogAmeríku Jacques Del- ors, forseti ffántkvæmda- sijórnar Evr- ópubandalags- íns, sagði í gær eftir fvrsta fund sinn með Biil Clinton Banda- ríkjaforseta að hann hefði af því áhyggjur að viðskiptastríð kynni að brjótast út. Clinton var hins vegar mun bjartsýnni. „Ég vil ekki við- skiptastríð viö EB og held að til þess komiekki," sagði Clinton við fréttamenn í Hvíta húsinu. Evrópubandalagiö og Banda- ríkin eru um þessar mundir að reyna aö leysa úr deilumálum sínum um allt frá verslun með stál tU fjarskipta og um leiö að koma GATT-viðræöunum á rek- spöl. BillClintonboð- iðaðblásaísax- Forsvarsmenn í belgíska bæn- um Dinant hafa boðið Bill Clinton Bandaríkj aforseta á sérstaka há- tíð sem haldin verður á næsta ári tii að minnast hundrað ára ártíð- ar Adolphe Sax, foður saxófóns- ins. Adolphe Sax er frægasti sonur Dinant Hann fæddist þar árið 1814 en lést í París 1894 þar sem hann bjó til heimsins fyrsta saxó- fón. Einkaleyfi á hijóðfærinu fékk Sax árið 1846. Að sögn belgísku fréttastofúnn- ar Belga var boðið til Clintons afhent bandaríska sendiráðinu í Brussel, TT og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.