Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Fréttir Markmið rikisstjómarinnar að hallinn á fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár verði innan við 9,5 miiljarðar: Fyrirhugað að leggja niður og sameina ríkisstof nanir Ríkisstjómin hefur markað þá stefnu að hallinn á frumvarpi til fjár- laga fyrir næsta ár verði ekki meiri en 9,5 miHjaröar króna. Til að ná því markmiði þarf, samkvæmt heimild- um DV, ekki aðeins almennan niður- skurð frá núgildandi fjárlögum held- ur beinlínis að leggja einhveriar rík- isstofnanir niður og sameina aðrar. Heimildir DV herma aö fyrirsjáan- legur halli ríkissjóðs á næsta ári sé um 8,5 milljarðar - og sé þá hvorki tekið tillit til áætlana og óska ráöu- neyta um aukin útgjöld né áhrifa hugsanlegra kjarasamninga. Fjár- málaráðuneytiö hafi metið útgjalda- áhrif þessara tveggja þátta um 9,3 milljarða. Ríkisstjórnin hóf umfjöllun um fjárlagafrumvarp fyrir árið 1994 fyrr í þessum mánuði. Fyrir liggja frá fjármálaráöuneyti hugmyndir um aö skera niður almenn rekstrargjöld ráðuneyta og ríkisstofnana um 2,9 milljarða frá áætlunum og óskum ráðuneytanna, eða um 2,5 milljarða frá fjárlögum þessa árs. Það er niður- skuröur um 5%. Samkvæmt þessum hugmyndum er ætlunin að spara 1,5 milljarða með lækkun útgjaldaramma fyrir ein- stakar stofnanir eða rekstrarsvið, en það eru um 3% aö meðaltali. Það gæti til dæmis þýtt að laun og önnur rekstrargjöld stofnana, sem heyra undir heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytiö, lækkuðu um 600 milljónir frá fjárlögum þessa árs, um 300 milljónir hjá menntamálaráðuneyti og 150 milljónir hjá dóms- og kirkjumála- ráðuneyti. Stofnanir lagðar niður Þá er ætlunin að spara einn millj- arö með skerðingu á lögbundinni þjónustu, sameiningu eöa niðurlagn- ingu stofnana og fækkun eða afnámi lögboðinna starfa, eins og það heitir. Við mat á því hvaða stofnanir eigi að leggja niður eða sameina veröur, að sögn heimildarmanna DV, tekið tillit til ólíkra þátta svo sem þjón- ustustigs, landfræðilegrar legu, marka þjónustusvæða, möguleika á að aörar stofnanir annist viðkom- andi þjónustu og eins hvernig fækk- un stofnana falli að hugmyndum um byggðakjama og stækkun sveitarfé- laga. Einnig á að kanna mögulegan samruna stofnana á höfuðborgar- svæðinu eða flutning þeirra til vaxt- arsvæða á landsbyggðinni. Jafnframt er gert ráð fyrir í þessum hugmyndum að skera niður svokaU- aöar rekstrartilfærslur um 2,2 miUj- arða króna frá útgjaldahorfum fyrir árið 1994, fella niður fyrirhuguð framlög úr ríkissjóði til húsaleigu- bóta á næsta ári, lækka fjárveitingar tíl stofnkostnaðar og viðhalds um 1,4 miUjarða frá áætlunum ráöuneyt- anna og semja við sveitarfélögin um að greiða áfram hálfan miUjarð til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Samkvæmt hugmyndum fjármála- ráðuneytisins á að leggja einn millj- arð af þessum sparnaði í sameigin- legan „pott“ tíl að mæta nýjum og óhjákvæmUegum útgjöldum. Sér- stök framkvæmdanefnd um sparnað og hagræðingu á að leggja tiUögur um skiptingu pottsins fyrir ríkis- stjómina í síðasta lagi 8. júní í sumar. Samkvæmt sömu heimildum er fyrirhugað að draga úr fjárþörf hús- næðislánakerfisins með því að af- nema ríkisábyrgð á húsbréf í áföng- um. Lagt er tíl að fyrsta skrefið verði stigiö strax á næsta ári með því að taka upp sérstakt ábyrgðargjald á húsbréf. -ESJ Vestfirðir: Steinbítsgrár sjór á Suðurfjarðasvæðinu Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði: Eftir fyrstu viku aprUmánaðar fór að lifna yfir steinbítsveiðum hér á Suðurfiarðasvæðinu og hefur afli aukist jafnt og þétt síðan. Beitt er loðnu enda gengur hún vel í munn og maga þess gráa. Bátamir hafa verið að fá 150-300 kg á bjóð og telst Haldlagtáhass Tollgæslan á KeflavikurflugveUi Konan viðurkenndi við yfirheyrslu lagöi í fyrradag hald á 245 g af hassi. að hafa flutt efnið inn í söluskyni. Efnið fannst á rúmlega þrítugri ís- Málið telst að fuUu upplýst og var lenskri konu, búsettri í Englandi, lögð fram krafa um farbann á kon- þegarhúnkommeðflugifráLondon. una. -pp það mjög gott. Tveir línubátar em gerðir út héðan og er aflinn unninn í Hraðfrystihúsi Tálknafiarðar. Auk þess tekur frysti- húsið til vinnslu steinbít af tveimur bátum sem róa frá Patreksfirði. Hér er enginn skortur á vinnuafli en að undanfórnu hefur vinnudagur- inn oft orðið langur. Hluti skakbátaflotans á Tálknafirði. DV-mynd Lúðvíg í dag mælir Dagfari Össur í flokki Össur Skarphéðinsson heitir mað- ur sem situr á þingi fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann er garpslegur í út- Uti og frakkur í tali og það sópar aö Össuri þegar hann sést á skján- um. Vandamál Össurar Skarphéðins- sonar er hins vegar fólgið í því að hann veit ekki lengur hvaöa flokk- ur hentar honum best. Upphaflega var Össur kommi með gamla lag- inu, sfiómaði ÞjóðvUjanum og var framarlega í hópi þeirra uppi- vöðslumanna á vinstri kantinum í þjóðfélaginu sem höfðu nýstárlegar og sósiaUskar hugmyndir um Ufið og tUveruna. Eftir því sem Össur eltist dró úr sannfæringunni og aö lokum fór svo að Össur gekk úr Alþýðu- bandalagjnu og yfir í Alþýðuflokk- inn og fékk þar skjótan frama. Kratarnir þóttust hafa hreppt stóra vinninginn frá aUaböUum og geröu Össur að þingflokksformanni sem verður að teljast ærið afrek hjá nýgræöingi í flokki. í stöðu sinni sem formaður þing- flokks Alþýðuflokksiiis er Össur helsti talsmaður hins óbreytta þingmanns og hins óbreytta al- þýðuflokksmanns og sjálfsagt er rödd hans bergmál úr undirdjúp- um jafnaðarmennskunnar þegar svo býður við að horfa. Nú hafa mál hins vegar þróast á þann veg fyrir þennan víðreista póUtíkus að hann veit ekki nema tími sé kominn tU að sameina Al- þýðuflokk og Alþýðubandalag. Hann telur Alþýðubandalagið vera komið svo nálægt Alþýðuflokknum í skoðunum að engan mun megi þar greina og viU helst að flokkarn- ir gangi í eina sæng. Þetta eru auövitað heUmikil tíð- indi því staðan er sú að Alþýöu- flokkurinn er í sfióm meöan Al- þýðubandalagið er í sfiómarand- stööu og annaðhvort hefur því Al- þýöuflokkurinn nálgast sfiómar- andstöðuna eUegar aUabaUar ríkis- sfiórnina ef það er rétt að lítill sem enginn munur sé lengur í pólitísk- um stefnumálum og skoðunum flokkanna. Þar eð Össur heldur því fram að aUaballar séu á leið tU krata er það rökrétt ályktun að Alþýðubandalagið sé komið upp að hliðinni á ríkisstjórninni sem hlýt- ur að vera mikiU sigur fyrir Davíð Oddsson sem stýrir þessari ríkis- stjórn. Þetta er sennilega afleiðing og árangur af farsælli sfióm Davíðs í landsmálum og þeim mikla stuðn- ingi sem stjóm hans og stefna hefur notið meðal landsmanna og sannar þá kenningu Davíðs að kjósendur sjá í gegnum atvinnuleysið og erf- iðleikana að ríkisstjómin er að gera rétta hluti og er á réttri leiö. Það eina sem gæti valdið Davíð áhyggjum væri sú staðreynd að hann væri í samstarfi við flokk sem er nánast alveg eins og Alþýðu- bandalag ef það er þá ekki komið svo fyrir Alþýðflokknum að vera í rauninni Alþýðubandalag! Þetta er sagt með vísan til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur aUtaf verið á móti kommunum og það geta verið óþægindi fyrir íhaldið að vera í stjórnarssamstarfi við komma- flokk án þess að vita það. Össur Skarphéðinsson veit hins vegar manna best hvenær flokkar eru orðnir kommaflokkar og hve- nær ekki og vandamáUð sem Össur stendur frammi fyrir er í því fólgið að velja á mUli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Óssur veit í rauninni ekki lengur hvorum flokknum hann tUheyrir eða í hvorum flokknum það hentar hon- um betur að vera í. Heimsókn hans í Alþýðuilokkinn hefur eiginlega sannfært hann um aö Alþýðu- bandalagið sé kannske hinn ágæt- asti flokkur og Alþýðuflokkurinn sé eiginlega alveg eins og Alþýðu- bandalagið. Hver er munurinn á brúnum og rauðum? Og af hverju ætti Össur að vera í Alþýðuflokki þegar hann getur alveg eins verið í Alþýðubandalagi? Og hvers vegna er Alþýðubandalag Alþýöubanda- lag þegar þaö getur alveg eins verið Alþýðuflokkur? Svo ekki sé talað um að Alþýðuflokkur getur allt eins verið Alþýðubandalag miðaö við reynslu Össurar? Er ekki best að þetta veröi einn og sami flokkur- inn svo Össur þurfi ekki að líða einhveijar pólitískar sálarkvalir yfir því að vera í flokki sem er al- veg eins og annar flokkur sem Öss- ur hefur verið í og gæti allt eins verið í. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.