Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 32
44 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 OO Einar Þorvarðarson rekinn út af. Deilt á dómara „Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, hefur verið höfuð- andstaeðingur dómara og verið með mesta skítkastiö," segir Ólaf- ur Steingrímsson í dómaranefnd HSÍ en tvö af fjórum dómarpör- -C>. Ummæli dagsins um, sem dæma áttu í úrslita- keppninni, hafa tilkynnt aö þau séu hætt vegna framkomu í þeirra garð. Dæmið þið sjálfir! „Nú er meira að segja svo kom- ið að börnin okkar hafa orðið fyr- ir aðkasti. Þegar svo er komið getur maður bara sagt bless við þetta djöfulsins kjaftæði. Þeir geta bara dæmt þetta sjálfir, þess- ir kappar, sem láta svona og vita allt og geta allt,“ segir Kjartan Steinbach, formaður dómara- nefndar HSÍ, og segir dómarana hreinlega ekki nenna þessu leng- ur. Veður fer kólnandi Á höfuðborgarsvæðinu verður sunn- an- og suðvestanátt með hvössum élj- um í dag en lægir töluvert og dregur Veörið í dag úr éljum í kvöld og nótt. Hiti verður 1 til 3 stig. Á landinu verður suðvestanátt. AH- hvöss eða hvöss um vestanvert landiö í fyrstu en mun hægari í öðrum lands- hlutum. Suðvestan- og vestanlands verða él og einnig í fyrstu á annesjum norðanlands, en bjartviðri austan- lands. Veður fer kólnandi, einkum vestanlands. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí úrkoma 3 Egilsstaðir léttskýjað 2 Galtarviti úrkoma 1 Keflavíkiirflugvölhir skýjað 1 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 3 Raufarhöfn léttskýjað 0 Reykjavík úrkoma 2 Vestmannaeyjar snjóél 2 Bergen skýjað 12 Helsinki skýjað 7 Kaupmannahöfn léttskýjað 10 Ósló léttskýjað 9 Stokkhólmur léttskýjað 8 Þórshöfh skýjað 6 Amsterdam léttskýjað 16 Barcelona þokumóða 9 Berlín heiðskírt 16 Feneyjar þokumóða 15 Frankfurt heiðskirt 14 Glasgow þoka 4 Hamborg léttskýjað 12 London mistrn- 9 Lúxemborg léttskýjað 15 Madríd skýjað 8 Malaga þokumóða 9 Mallorca skúr 15 Nuuk snjókoma -9 París skýjað 14 Róm þokumóða 14 Valencia skýjað 10 Vín skýjað 12 Skítkast vegna peninga „í mínum huga fer það ekkert á milh mála að þar fara saman peningar í handboltanum og framkoma af þessu tagi. Menn sjá á eftir bónusgreiðslum og öllum andskotanum. Það er líka ljóst að fyrir félögin skiptir hver sigur gífurlega miklu máli hvað pen- inga varðar, jafnvel mörg hundr- uð þúsund krónum. Þetta vita allir,“ segir Kjartan Steinbach jafnframt. Þokkafullar og meðvitaðar „Tvær þokkafyllstu og metvit- uðustu sjónvarpskonur heims gerðu samtímis dagskrár um hann og voru uppi lögbannshót- anir á milli þeirra þegar farið var að sjónvarpa," segir Öddur Ólafs- son, aðstoðarritstjóri . Tímans m.a. um frægð Kristjáns Jó- hannssonar og segir hann „vel að heimsfrægð og frama sínum öllum kominn". Bamaliðagikt Giktarfélag íslands heldur fræðslufund um barnaliðagikt kl. 20.30 á Hótel Sögu. Félag bókagerðarmanna Aðalfundur á Holiday Inn kl. 17. Fundir í kvöld Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur í safnaðar- heimilinu kl. 20.30. Smáauglýsingar BIb. 8Is. Atvinnaíboði 38 Atvinna óskast 33 AtvinruihúsnæðL...:.38 Bátðt. 35 Bllateiga 38 Bílaróskast,..............35 Bílanil sölu 35,39 Innrömmun 38 Jeppar. 38 Kennsta - námskeið.,38 Lyftarar 35 Nudd .38 Oskest keypt 34 Bílaþjónusta 35 Byssur 35 Dýrahald 34 Eínkamál 38 Fasteignir 35 Fórððlöö 33 FjórhjóJ 3S Sjönvörp 34 Spákonur 38 Sumarhústaðn 35.38 Sveit .38 Teppaþjðnusta 34 Til byggiiici.i 38 FÍug 35 Framtalsaðstoð 36 Fyrirungbórn 34 Fyrir veiðimenn 35 Fyrirtætó 35 Tilkynmngar ... 39 Tólvur 34 Vegnar - kairur 35 Garöyrkja 38 Hsiltöfetæki 34 Hestamennska..; ..34 Hjðl - 34 Hljððfeeri 34 Hreingemingar .3* VefðbréJ 38 Verslun. .34,38 Vmnuvélar 35 Videó 34 Vöiubílar 35 Húsgögn 34 Húsnæðilbpðí 38 Húíneeðíöskast 38 Ýmislegt 38 Þjónusta 38 Okukennsla 38 Sigurður Sigurjónsson leikari: „Þetta er mjög vel skrifaður farsi af bestu sort og dellan ekki alls- ráöandi eins og oft vill verða i fórs- um. Þetta er vitrænn farsi með til- vísanir í liðandi stund en fjallað er um nýríkt fólk í Reykjavik. Ýmis- legt gruggugt býr á bak við fínu fótin og kjaftagangurinn er mik- ill,“ segir Sigurður Sigurjónsson Maður dagsins leikari um gamanleikritiö Kjafta gang eftir Neil Simon sem frum- sýnt verður annað kvöld. Leikstjóri verksins er Finninn Asko Sarkola en Þórarinn Eldjárn þýddi og stað- færði verkið. „Það var gott að vinna fínnska leikstjóranum Asko Sar- kola. Það vill svo til að hann kann sitt fag og er auk þess þrautþjálfað- Sigurður Sigurjónsson er mikill ur leikari. Hann þekkti leikarana laxveiðiáhugamaður. og verkið vel en hann hefur leikið í því áður. Það var mjög nærandi aö vinna með honum. Leikhópur- inn finnst mér líka vera vel lukkað- ur og stemningín góð. Þetta er sam- stæöur og skemmtilegur hópur.“ Sigurður er alinn upp í Hafnar- fírði en foreldrar hans eru Krist- björg Guðmundsdóttir verslunar- maður og Siguijón Sigurðsson sjó- maður. Sigurður lauk námi við Leiklistarskólann árið 1976 og hef- ur að mestu unnið hjá Þjóöleikhús- ínu frá þeim tíma. Hann hefur einnig leikið með öörum leikhóp- um,i útvarpiogífíölmörgumkvik- myndum. Hann er einn af höfund- um sjónvarpsþátta Spaugstofunn- ar og hefur verið meðhöfundur í þrémur áramótaskaupum og leik- stýrði því 1985. Kona hans er Lísa Charlotte Harðardóttir og eiga þau þrjú börn. Myndgátan Flettir ofan af máli Myndgátan hér að ofan lýsir orðatiltæki. Leiknir- Ármann í Reykja víkur- mótinu í kvöld verður einn leikur háö- ur í Reykjavíkurmótinu í knatt- íþróttir í dag spyrnu. Leiknir og Armann mæt- ast á gervigrasinu í Laugardal og hefst leikur þeirra klukkan 20. Reykjavíkurmótið: Leiknir-Ármann kl. 20. Skák Khalifman og Vaganjan deildu sigri á sex manna móti i Ter Apel í Hollandi fyrir skömmu. Þeir fengu 3,5 v. af 5 mögu- legum, van Wely og Curt Hansen fengu 2,5 v. en van der Wiel og Nijboer 1,5 v. í síðstu umferð mótsins hafði van Wely hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Curt Hansen: 25. Rxe6! Þetta er sjálfgefið þvi að drottn- ingin komst hvort eð er ekki langt. En meira býr aö baki. 25. - Dc3 26. Dg5! fxe6 27. Bxe6+ Rf7 28. Dxb5! Bc6 29. Db3 Dxb3 30. axb3 Kf8 31. e5 He8 32. Bxd7 Bxd7 33. Hd5 og svartur réð ekki við hvítu peðin í endataílinu. Bridge Spil 80 í úrslitum íslandsbankamótsins í tvúnenningi var mikið skiptingarspil og 6 hjörtu var ekki óalgengur samningur á hendur AV. Það er álitamál hvemig með- höndla ber hönd vesturs með svo mikla skiptingu. Margir spilarar nota þá sagn- venju að opna á 4 í háiit til að lýsa hindr- unarhendi með 7 'A slag eða færri á hend- inni en opna á 4 laufum (hjarta) eða 4 tíglum (spaði) til að lýsa 8-8 'A slaga hendi. Opnun af þvi tagi kallast „Texas“ og er notuð til þess að greina á milli hindrunar og sterkrar opnunar svo svar- hendi eigi auðveldara með að taka ákvörðun um ffamhald. Hönd vesturs er vissulega 8 slaga virði, en hún hefúr ekki þann háspilastyrk sem ætlast er til. Vegna þess kusu margir að fara aðrar leiðir í upphafi. Sagnir gengu þannig á einu borðanna í keppninni, vestur gjafari og AV á hættu: * D9652 V -- ♦ KG10953 + Á5 * 87 V KDG965432 + 102 * K43 V 107 ♦ 862 + G9874 Vestur Norður Austur Suöur 1? 2» dobl 34 4f pass 4 g pass 54 dobl redobl pass S¥ pass 6 g P/h Tvö þjörtu austurs lýstu a.m.k. 5-5 í spaða og láglit. Austur taldi eðlilega eftir opnun félaga og fimm ása spumingu (tromp- kóngur talinn sem ás) að sex grönd væm í lítiUi hættu. En það var fjarri því. Ef suður hittir á spaða út fer slemman niö- ur. En útspihð var tígull hjá suðri og sagnhafi fékk í staðinn mjög góða skor á spihð því algengast var að sphuð væm 6 hjörtu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.