Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 5
FIMMTÚDAGUR 29. APRÍL 1993 5 Fréttir 4 mánaöa fangelsi fyrir þjófnaö og skjalafals á 21 tékka: Stal peningaskáp og f alsaði tékka - gekk á miUi bensínstöðva og verslana til að fá tékkum skipt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára Reykvíking í 4 mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið peninga- skáp með 180 þúsund krónum í tékk- um og reiðufé úr húsnæði SÁÁ við Síðumúla í október 1991. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa falsað 21 tékka úr tveimur ávísana- heftum sem einnig voru í peninga- skápnum og notað þá í viðskiptum á ýmsum stöðum. Dómurinn taldi ótvírætt sannað með játningum sakbomingsins að hann hefði gerst sekur um framan- greind brot. Eftir peningaskápsþjófn- aðinn hjá SÁÁ tók maðurinn til við að gefa út tékka úr tveimur ávísana- heftum sem voru inni í skápnum auk þeirra fjármuna sem að framan greinir. Upphæðimar námu samtals á annað hundrað þúsund krónum. Maðurinn notaði fjölmörg nöfn og aldrei sitt eigiö þegar hann skrifaði undir tékkana. Langflesta tékkana útfyllti hann með upphæðinni 5.000 krónur og fékk þeim skipt á fjölda bensínstöðva; hjá Skeljungi, OMs og Esso. Einnig fór hann í fjölmargar verslanir og skipti þar hinum stolnu og fölsuðu tékkum. í málinu kom fram fjöldi skaða- bótakrafna og var maöurinn m.a. dæmdur til aö greiða Skeljungi 30 þúsund krónur, ásamt dráttarvöxt- um frá október 1991, Esso 15 þúsund og sömu upphæð til Olís. Dómurinn féllst auk þess á allar þær skaða- bótakröfur sem lagðar voru fram af hálfu þeirra sem biðu tjón af falsi sakborningsins. Maðurinn hefur þrisvar áður verið dæmdur í fangelsi fyrir auögunarbrot. Hjörtur O. Aðal- steinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -ÓTT Þegar félagar i Skógræktarfélagi Austurlands unnu við að grisja birki í Eyjólfsstaðaskógi, skammt frá Egilsstöðum, en þar hafa þeir verið að rækta „jólatré" á undanförnum árum, kom einn þeirra, Björn Ingvarsson raftækni- fræðingur, auga á hreiður með auðnutittlingsungum inni við stofn á tveggja metra háu grenitré. Hreiðrið var í um eins metra hæð frá jörðu og ungarn- ir vildu fá sína fæðu og opnuðu gogginn vel þótt menn væru þarna á ferð. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum Vantar þig notaðan bíl á góðu verði? BMW 730IA 1990, ek. 42 þús., • stgrverð 4.500.000. Renault 11 1989, ek. 67 þús. Staðgreiðsluv. 550.000. Bílaumboðið Volvo 240 DL, 1987, sjálfsk., ek. 76 þús., stgrverð 790.000. BMW 518i 1988, ek. 88 þús. Staðgreiðsluv. 780.000. MMC Colt 1991, GLXi, stgrverð 920.000. Suzuki Swift 1987, ek. 75 þús. Staðgreiðsluv. 320.000. MMC Pajero dísil, langur, 1987. Staðgreiðsluv. 1.090.000. Einnig stuttur dísil, 1987. Staðgreiðsluv. 870.000. BMW 520i 1990. Staðgreiðsluv. 2.200.000. Toyota Corolla 1985, sjálfsk., stgrverð 300.000. KRÓKHÁLS11 - REYKJAVÍK - SÍMI 686633 Fjöldi bíla á tilboðsverði! Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðsiur TILBOÐSLISTI ÁRGERÐ STAÐGR.- TILBOÐS- VERÐ VERÐ BMW316 1987 650.000 590.000 RENAULT 9 1985 290.000 250.000 TOYOTA COROLLA 1987 420.000 370.000 VW GOLF, SJÁLFSK., VÖKVAST. 1987 600.000 530.000 CHEVROLET MONZA 1987 410.000 350.000 SUZUKI FOX 1982 390.000 280.000 OPELKADETT 1985 280.000 240.000 VWJETTA 1986 460.000 380.000 FORD ESCORTXR3Í 1984 410.000 270.000 CHRYSLER LE BARON 1985 590.000 490.000 Skuldabréf til allt að 36 mánaða Beinn simi í söludelld notaðra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.