Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Side 27
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 39 Menning Tvö verk eftir Paul Hindemith Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Nú er fáanlegur í hljómplötuverslunum diskur með tveimur verkum eftir Paul Hindemith. Sellókonsert fyrir selló og hljómsveit og „The Four Tempertments" tilbrigði við stefin fyrir píanó og strengjasveit. Einleikari á selló er Raphael Wallfisch, einleikari á píanó er Howard Shelley. Yan Pascal Torteher stjómar BBC Philharmonic hljómsveitinni. Bæði verkin á diskinum vom samin um 1940, en það ár flutti “^"" Hindemith til Bandaríkjanna og tók að kenna þar. Hindemith hafði þá nýlega lokið samningu bókar sinnar um tónsmíöatækni og var óðum að skapa sér sess sem áhrifa- mikill kennari. Á yngri árum var Hindemith róttækt tónskáld og hneyksl- aði marga með tónlist sinni. Síðar gerðist hann fylgismaður nýklassíkur- innar ásamt með mönnum eins og Stravinsky. Á því tímabili samdi hann mikið af þeim verkum sínum sem kennd eru við nytjatónlist. Upp úr þessu kom nýr stíll ljóðrænn og tilfinningaríkur, sem einkenndi verk hans það sem eftir var. Verkin á diskinum tilheyra þessum flokki og eru mjög gott dæmi um fullþroska stíl Hindemiths. Fyrir nútímamenn virð- ast þessi verk þægilega gamaldags aö formi og fagurfræði. Persónlulegt tónamál Hindemiths nýtur sín mjög vel. Áberandi er hversu gott vald hann hefur á klassískri fjölröddunartækni sem setur mikinn svip á verk- in. Hér er greinilega maður á ferðinni sem kann sitt fag og veit vel hvað hann er aö gera. Sello konsertinn er lýrískt verk en býr einnig yfir drama, þar sem and- stæðum efnivið er teflt saman. „The Four Temperaments“ átti upphaflega að verða ballett og hluti tónlistarinnar var notaður á þann hátt. Hindem- ith túlkar hinar fjórar lyndiseinkunnir með fjórum tilbrigðum um þrjú stef sem sett eru fram í fyrsta kaflanum. Ekki verður fundið að flutningi verka þessara. Báöir einleikaramir ná því að túlka verkin á sannfærandi hátt. Hljómsveitin stendur vel fyrir sínu. Útgefandi er Chandos, sama fyrirtæki hefur gefið út diska með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Upptakan er alstafræn og hljómar vel. Þetta er eigulegur diskur með forvitnilegum verkum eftir mikilvægt tuttugustu aldar tónskáld. ■ Bílar tíl sölu 1. Toyota Corolla tourlng GL, árg. '90, ekinn 46 þús., rauður. Eigum einnig, árg. ’91, GLi, ekinn 30 þús. 2. Subaru Legacy 4WD station, árg. ’91, ekinn 42 þús. km, gullsans. 3. Toyota double cab, árg. ’89, ekinn 88 þús. km, steingrár. Toppbíll. 4. Toyota Corolla Si, árg. ’93, hvítur, ekinn 14 þús. km, eins og nýr. 5. Subaru Legacy sedan, 4WD, árg. ’91, ekinn 31 þús. km, gullsans. 6. MMC Colt GLX, sjálfsk., árg. ’88, ekinn aðeins 30 þús. km. Skipti athugandi í öllum tilvikum. Bílasala Brynleifs, Keflavík, sími 92-14888 eða 92-15488. Hs. 92-15131. Glæsilegur bíll. BMW 520i, árg. ’89, til sölu, ekinn 46.000 km, vel búinn aukahlutum. Bílasala Keflavíkur, sími 92-14444. ■ Tilkyimingar Skráning i Borgardekk-torfæruna laugardaginn 8. maí ’93 fer fram í sím- um 91-674811 og 91-674590 eða fax 91-674596 dagana 27. apríl til 4. maí milli kl. 10 og 15 alla daga. Jeppaklúbbur Reykjavíkur. /—; \ Cóiarveislurenével! Eftireinn -eiakineinn yUMFEROAR RÁÐ ______________ Afmæli Haukur ísfeld Haukur Isfeld kennari, Melseli 1, Reykjavík, er fimmtúgur í dag. Starfsferill Haukur fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð en ólst upp á Bíldudal. Hann starfaði við niðursuðu og fisk- vinnslu á Bíldudal í tvö ár. Eftir að hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti fór hann í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi 1964. Haukur nam einnig uppeldisfræði og sænsku við Háskólann í Lundi 1977-78. Hann kenndi við Álftamýrarskól- ann í Reykjavík á árunum 1964-67, Hvassaleitisskóla í Reykjavík 1967-82 ogfráárinu 1986. Haukur var innkaupastjóri í Hag- kaupi 1982-86, verkstjóri hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur í sjö sumur, skólastjóri sumarskóla barna í Reykjavík 1969, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg sumarið 1976 og hjá Vegagerð ríkisins 1980. Haukur var sölumaður hjá Heild- versluninni Ritrófi 1989-90, land- vöröur í Galtalækjarskógi sumrin 1991 og 1992 og framkvæmdastjóri Bindindisfélags ökumanna 1970-72. Hann sat í stjóm Sambands bind- indisfél. í skólum 1962-64, þar af formaður síðasta árið, í stjórn stétt- arfélags barnakennara í Reykjavík 1967-69, varaforseti Bindindisfélags ökumanna 1982-92 og formaður Reykjavíkurdeildar BFÖ1974-77 og aftur 1987-88. Haukur var ennfremur fulltrúi BFÖ í Umferðarráði 1970-83 og í framkvæmdanefnd Umferðarráðs 1975-77. Hann sat í stjórn Fombíla- klúbbs íslands 1985-91, var ritstjóri Skilaboða, mánaðarrits Fornbíla- klúbbsins, frá 1986. Hann hefur einnig ritað greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Haukur kvæntist 5.6.1964 Krist- ínu G. ísfeld, f. 28.2.1944, kennara. Hún er dóttir Guðmundar Jóhanns- sonar húsasmíðameistara og Reg- ínu L. Rist húsmóður. Haukur og Kristín eiga þijá syni, þeir eru: Láms, f. 22.6.1971, stúdent frá Verslunarskóla íslands; Jón Haukur, f. 27.8.1972, nemi í FB; og Guðmundur Fjalar, f. 22.4.1977, grunnskólanemi. Uppeldissystir Hauks er Auður Bjömsdóttir, f. 24.4.1949, sölustjóri Samvinnuferða-Landsýnar, búsett í Garðabæ og á hún eina dóttur. Faöir Hauks var Jón Kr. ísfeld, f. 5.9.1908 d. 1.12.1991, prestur og rit- höfundur. Móðir Hauks er Auður H. ísfeld, f. 2.5.1917, húsmóðir. Þau Haukur ísfeld. bjuggu lengst af á Bíldudal en Auður dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns Kr. vom Kristján ísfeld, f. 17.2.1880, nú látinn, útvegs- bóndi og Júlía Sigríður Steinsdóttir„ f. 30.7.1891, nú látin. Foreldrar Auð- ar voru Halldór Pálsson, f. 19.12. 1887, nú látinn, b. Nesi í Loðmund- arfirði og Hólmfríður Bjömsdóttir, f. 8.11.1884, nú látin, húsmóðir. Haukur og Kristín taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 20 í kvöld. Sviðsljós Skemmtidagskrá Labba Labbi í Mánum (Ólafur Þórarinsson), l.t.v., var aðalnúmerið á skemmtidagskrá sem flutt var á Hótel Selfossi fyrir skömmu. Dagskráin bar heitið „ Leikur að vonum“ en flutt voru nálægt þrjátiu lög sem Labbi hefur sungið eða samið. DV-mynd Kristján Einarsson, Selfossi Verð aðeins 39,QQkr. mínutan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.