Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Neytendur________________________________________ dv DV kannar verð í matvöruverslunum: Verðmunur á pap- riku er 184% Hin vikulega verðkönnun DV fór fram í gær. Venjan hefur verið að kanna verðið í fimm matvöruversl- unum en að þessu sinni eru þær að- eins fjórar. Það var verslunin Kjöt og fiskur sem vildi ekki vera með í þetta skipti. Eins og kunnugt er urðu nýlega eigendaskipti á versluninni þegar Kjöt og fiskur tók við af Kaup- stað. Verslunarstjóri Kjöts og fisks, Sigurður Hermannsson, segir að ætl- unin sé að gera miklar breytingar frá því verði sem Kaupstaður var með og telur Sigurður ekki ástæðu til að vera með í könnuninni fyrr en þær breytingar eru komnar á. Kjöt og fiskur hefur nú þegar lækkað verðið á ýmsum matvörum og verður eflaust spennandi að sjá hvernig verslunin kemur út í næstu verð- könnun sem hún tekur þátt í. Þær fjórar verslanir, sem farið var í, voru Mikligarður við Sund, Fjarð- arkaup í Hafnarfirði, Bónus í Faxa- feni og Hagkaup í Skeifunni. Kannaö var verðið á banönum, rauðri pap- riku, kóki (1,5 1), Frón matarkexi, Ritz kexi (200 g), Colgate flúor tannkremi (75 ml), Cheerios (275 g), I. flokks lambalærisneiðum (1 kg), Uncle Ben’s hrísgrjónum (907 g), Miklagarði er 65% verðmunur á rauðri og grænni papriku en svo mikinn verðmun á milli tegunda er hvergi að finna í hinum stórverslununum. Paprika í Miklagarði 780 kr. Hæsta—► Lægsta liQVj! Smjörva og Ora maísbaunum (430 g). Mestur verðmunur reyndist vera á rauðri papriku eða 184%. Lægsta verðið var í Bónusi þar sem kílóið var á 275 krónur. Hæsta verðið var í Miklagarði á 780 krónur kílóið. í Miklagarði er veittur 3% stað- greiðsluafsláttur og er sá afsláttur tekinn inn í allt uppgefið verð hér frá Miklagarði. Það kom talsvert á óvart að sjá þann mikla verðmun sem er á rauðri og grænni papriku í Miklagarði. Rauðu paprikumar voru mjög ljótar og litlar og varla fólki bjóðandi en samt mjög dýrar. Grænu paprikum- ar voru hins vegar mjög stórar og fallegar en seldar á 473 krónur kíló- ið. Munurinn á rauðum og grænum paprikum í Miklagarði er því 65%. Starfsmaður í grænmetinu sagði rauða papriku ávallt vera dýrari en gular og grænar þvi þær væri erfið- ara að rækta. Ekki virðist þessi skýr- ing nú vera alveg ljós því Mikligarö- ur er eina verslunin sem selur rauð- ar paprikur dýrari en aðrar. Fjarðar- kaup er t.d. með sama verð á öllum sínum tegundum eða 449 krónur kílóið. Næstmesti verðmunurinn í könn- uninni var á banönum eða 38%. Bón- us var með lægsta verðið 104 krónur. Mikligarður var með dýmstu banan- ana eða 144 krónur fyrir kílóið. Á Cheerios var 18% munur á hæsta Tegundir Mikligaröur Bónus Hagkaup Fjarðarkaup Bananar, 1 Kg 144 104 125 125 Paprika, rauð, 1 kg 780 275 669 449 Kók, 1 % I 130 123 134 134 Frón matarkex 94 86 97 94 Rhzkex,200g 61 57 68 69 Colgate flúor, 75 ml 106 115 119 Cheerios,275g 145 142 168 168 Lambalærisneiðar, l.flokkur 1062 1098 969 Uncle Ben's hrisgrjón, 907 g 129 117 Smörvi 168 160 174 165 Oramaísbaunir, 430 g 88 94 94 LIONSKLÚBBUR Cx BESSASTAÐAHREPPS ^=5 STOFNAÐUR 28. MARS 1985 LIONSÚTVARP BESSASTAÐAHREPPS FM-94.2 Föstudaginn 30. apríl kl. 20-22, laugardaginn 1. maí kl. 10T20 í samstarfi við nemendur Álftanesskóla og ungt fólk í Bessastaðahreppi. Upplýsingasími 652942 VlMUVARNAR DAGURINN C 1. MAÍ1993 og lægsta verði. Hagkaup og Fjarðar- kaup voru með hæsta verðið eða 168 krónur en Bónus hins vegar með lægsta verðið eða 142 krónur. Ritz kexið var dýrast í Fjarðar- kaupum á 69 krónur en ódýrast í Bónusi á 57 krónur. Þar er verðmun- urinn 21%. Frón matarkex var dýrast í Hag- kaupi á 97 krónur en ódýrast í Bón- usi á 86 krónur. Þar er munurinn 13%. Mikligarður og Fjarðarkaup voru með sama verðið eða 94 krónur. Fjarðarkaup var meö hæsta verðið á Colgate tannkremi eða 119 krónur en Mikligarður meö ódýrasta verðið, 106 krónur. Þar er munurinn 12%. í Bónusi var ekki hægt að kaupa einn pakka af Colgate en þess í staö vom seldir tveir pakkar saman á 179 krón- ur. Kók (1,5 1) var dýrast í Hagkaupi og í Fíarðarkaupum á 134 krónur en ódýrast í Bónusi á 123 krónur. Þar er munurinn 9%. Venjuleg Uncle Ben’s hrísgrjón, í 907 g pakkningu, fengust aðeihs í Hagkaupi og í Fjarð- arkaupum. í Hagkaupi kostaði pakk- inn 129 krónur en 117 krónur í Fjarð- arkaupum. Þar er verðmunurinn 10%. Smjörvi var dýrastur í Hag- kaupi á 174 krónur en ódýrastur í Bónusi á 160 krónur. Þar er munur- inn 9%. Oia maísbaunir (430 g) vom dýrastar í Hagkaupi og í Fjarðar- kaupum á 94 krónur en ódýrastar í Bónusi á 88 krónur. Mikligarður var bara með 300 g stærðina. Lambalærisneiðar, I. flokks, voru ódýrastar í Fiarðarkaupum á 969 krónur kilóið en dýrastar í Hagkaupi á 1098 krónur kílóið. í Miklagarði var kílóiö á 1062 krónur. í Bónusi feng- ustekkilambalærisneiðar. -KMH Ritz kex 69 kr. Hæsta—► Lægsta ............ISSfc Cheerios 168 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.