Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 f í Er þörf á reyklausum degi? Davíð Frank: Já, svo færri fái krabbamein. Guðmundur Benediktsson: Já, þaö hlýtur aö hafa eitthvað aö segja. Jónas Már Karlsson: Já, það bætir andrúmsloftið. Ægir Gauti Þorvaldsson: Já, það finnst mér. Guðmundur Gísli: Já, þaö er alveg þörf á þvi. Það er óþarfi aö fylla lung- un af tjöru. Eirikur Jónsson: Reyklaus dagur skiptir mig ekki máli. Lesendur___________ Sýslumannsemb- ættið á Akranesi Frá Akranesi. - Sýslumannsembættinu er haldið í fjársvelti, segir bréfritari m.a. Sigurður Gizurarson skrifar: Föstudaginn 23. apríl sl. var slegið upp frétt í DV þess efnis að sýslu- mannsembættið á Akranesi færi ít- rekað fram úr íjárveitingum og var fjallaö um það mál frá ýmsum hlið- um. Helzt hefði mátt skilja fréttina svo að hér væri um eina embættið á landinu að ræða sem það léti henda sig. En svo sem alþjóð er þó væntan- lega kunnugt af fréttum hafa flestar stofnanir ríkisins farið fram úr fjár- lögum undanfarin ár og það ítrekað. - Frétt blaðsins var því til þess fallin að gefa ranga og mjög neikvæða mynd af frammistöðu Akranesemb- ættisins. Blaðamann DV upplýsti ég um að sýslumannsembættiÖ á Akranesi hefði fengiö mun minni fjárveitingar en önnur embætti af sambærilegri stærð. Á sl. ári fékk Akranesembætt- ið 17-18 millj. kr. lægri fjárveitingu en ísafjarðarembættið þótt það þjóni heldur fjölmennara byggðarlagi og það fékk 6-7 millj. kr. lægri fjárhæð en Vestmannaeyjaembættið þótt þar sé 400 manns færra. Þessi mismunun í fjárveitingum á fjárlögum hefur átt sér stað ár eftir ár án þess að hún sé rökstudd með neinum hætti af hálfu dómsmála- ráðuneytis. Og þessi mismunun hef- ur ekki verið leiðrétt þótt bent hafi verið á að hún væri bæði ranglát og óverjandi. Engin ástæða sýnist til að ætla að fólk á Vestfjörðum og í Vest- mannaeyjum sé svo miklu erfiðari viöskiptis en á Akranesi aö umfram- kostnaöur nemi meira en 17-18 millj. kr. á ísafirði og 6-7 millj. kr. í Vest- mannaeyjum. Það veit ég að sýslu- menn á Isafirði og í Vestmannaeyjum eru harðduglegir menn. Það hefur ekki þurft aö veita svo miklu meira fé til þeirra af því aö þeim veröi minna úr verki. Vegna þessarar ítrekuðu mismun- unar, sem hefur átt sér staö ár eftir ár, leitaði ég til tveggja þingmanna kjördæmisins í des. sl. Sturla Böð- varsson alþm. skrifaði af því tilefni dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann beiddist skýringa á þessu ó- samræmi. - Bréfi hans hefur ekki verið svarað og engar rökstuddar skýringar verið gefnar. Þótt ég fengi ekki nema brot af þeim 17-18 millj. kr. sem ísafjarðar- embættið fær meira en Akranesemb- ættið skyldi ég skila ríkinu tekjuaf- gangi um hver árslok. Það get ég hins vegar ekki svo lengi sem Akranes- embættinu er haldið í íjársvelti með ofangreindum hætti. Einn seðlabankastjóri Lúðvíg Eggertsson skrifar: Þeirri skoðun vex fylgi að Seðla- banki íslands eigi aö lúta einum bankastjóra, ásamt varamanni hans. Sá háttur er á haföur erlendis, m.a. í öllum enskumælandi löndum. Þetta mál kom snöggvast til umræðu á Alþingi nýlega og virtust menn úr öllum flokkum styðja hugmyndina. Seðlabankastjórar eru þrír núna. Hinn elsti, Jóhannes Nordal, hættir á miðju þessu ári en Tómas Árnason í lok ársins. Þá er einn eftir, Birgir ísl. Gunnarsson, og þarf engum við að bæta nema varamanni hans sem hafa þyrfti þekkingu á hagfræði pen- ingamála. Þaö er alveg út í bláinn að fara að ráða nýjan bankastjóra við þessar aðstæöur enda þótt Jón Sigurðsson sæki fast að komast í þá stöðu. Hann vill jafnvel stokka upp ríkisstjómina í þessu skyni á næstu vikum eða mánuðum. Ráðherrann hefur áður sýnt viðlíka ýtni. Það var þegar Efna- hagsstofnunin, sem hann starfaði viö, var lögð niður. Þá krafðist hann nýrrar stofnunar fyrir sig. Fékk hann Þjóðhagsstofnun og for- mennsku hennar en verkefnin heyra að réttu lagi undir Hagstofu íslands sem nýtur virðingar. Jón Sigurðsson hefur um árabii fært landsmönnum fragnir sem ekki fengust staðizt; um væntanlegt álver á íslandi. Upp á síðkastið hefur hann stutt vilja viðskiptabankanna í vaxtamálum og með svonefndum samkeppnislögum hans er eftirliti með verðlagi í landinu aö fullu lokið. Það er í raun með óhkindum hvernig einn maður (eins og ég tel ráðherr- ann gera) getur vafið alþingismönn- um um fingur sér - án þess að beita nokkrum faglegum rökum. Ferðasalar snúa við blaðinu Sig. Hreiðar skrifar: Það skal þakka sem vel er gert. Undanfarin ár hefur sá er þetta ritar hvaö eftir annað bent á fáránleika þess að verð einhvers hlutar sé gefið upp annað en þaö er, og síðan getið um það í smáletri að verðið sé ekki allt upp tahð. Hin síðari árin hafa það einkum verið feröasalar og bíla- innflytjendur sem þessu marki hafa verið brenndir. Flestir bílainnflytjendur eru þó hættir þessu fyrir ahnokkru og fam- ir að auglýsa það verö sem kaupand- inn þarf í raun að borga. - Þó sitja fáeinir eftir. En nú ber svo við á vordögum að ferðasalar almennt snúa viö blaðinu í einu vetfangi og auglýsa hvert far- I gjaldið er án þess aö hafa einhverja viðbót í smáletri annars staöar í aug- lýsingunni. Þetta ber að þakka og virða skal það sem vel er gert. ! Við fáum í flestum tilvikum hka að vita að fargjaldiö er fyrir einstakl- Hringið í síma miHiki. I4ogl6~eða skrifið Nafnog símanr. vcrður.ió fylgja brífum inginn, eða fyrir tvo sem ferðast sam- an, en langmest mun vera keypt af farseðlum annaðhvort fyrir einn eða fyrir tvo saman. Tiltölulega fáir far- seðlar fara í einni kippu til hjóna sem ferðast saman með tvö börn „tveggja til tólf ára“ eins og oröalagið vísaði til í auglýsingum, þannig aö það verðdæmi er afar hæpin viðmiðun. - En sem sé; hér með er þakkað fyrir sigur skynseminnar að lokum. Kaupandann varðar mest um þaö hvert endanlegt verðið er, ekki hvemig einstakir höir þess skiptast milli kónga eða keisara. .Kaupandann varðar mest um það hvert endanlegt verðið er,“ segir bréfrit- ari. Skemmdirákörfu- boitanetum P.V. skrifar: Nú, þegar sumarið er komið, taka krakkar og unglingar fram íþróttaskóna og drífa sig út í góða veðrið. Enn sem fyrr eru íþrótta- vehir á skólalóðum nánast troð- fulhr og eru körfuboltavehirnir einna vinsælastir. En þaö er orðið óþolandi að netin í körfubolta- hringjunum skuh ekki fá aö vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem skera þau af og ömurlegt er að spila körfubolta á netlausa hringi. - Væri ekki hægt aö setja upp finar keðjur í körfuhringina í stað neta i þeirri von að keðjurn- ar endistlengur á hringjunum en netin? Þetta hefur verið gert er- lendis meö mjög góðum árangrí. Bæjarfélög ættu að setja upp svona keðjur til reynslu. Verðsprenging niður ávið Kristján Einarsson hringdi: Það er áreiðanlega ekki ofsög- um ságt afþvi aö fólk áierfiöleik- um með að standa í skilum. Ekki bara einstakhngar heldur líka og e.t.v. miklu fremur fyrirtæki sem t.d. leigja dýra aðstööu. Fréttir um lækkun á verslunarhúsnæði í Kringlunni bera þess augljós- lega vitni. Ég held að sú aðgerö ein muni verka sem verðspreng- ing niður á við á öllu versiunar- húsnæði. ÆskOegt væri aö leigu- húsnæöi almennt lækkaði tals- vert gegn því að dregið yrði úr skattlagningu á leigusala eins og Húseigendafélagið hefur m.a. oft fært rök fyrir. Ekki er ósennilegt að fleira fylgi þessari veröspreng- ingu niður á við eins og ég kaúa það þegar menn neyðast til að lækka verð á útseldri þjónustu og um leiö álagningarprósentu og fólk hefur ekki handbært fé nema fyrir því nauðsynlegasta. Samninga heim íhéruð Jóhaiui Sigurðsson skrifar: Ég er sammmála forseta ASÍ þegar hann ræðir um að leysa undanfarandi samflot i samn- ingaviðræðum upp og vísa samn- ingamálunum heim í héruðin til hvers félags eöa sambands fyrir sig. Sama árangri eða betri mætti ná í heimabyggð. > Hverborgaði tertuna? Gunnar Jónsson skrifar: Nú þegar Qárlaganefnd Alþing- is telur brýnast á þessum kreppu- og atvinnuleysisstímum að fara ofan í viðskipti fyrrverandi dag- skrárstjóra Sjónvarps við þá stofhun gæti hún kannski dund- aö sér við annað í leiðinni. Hún gæti t.d. kannað hver borgaði tertuna sem starfsmenn Sjón- varpsins gæddu sér á ásamt út- varpsstjóra til aö fagna því að útvarpsstjóri vék dagskrárstjór- anum úr starfi. - Að lokum legg ég til að stjórnarandstaðan fari 1 tertuslag á Alþingi til að full- komna skrípaleikinn sem þar hefur átt sér staö að undanlornu. Áunnaratvinnu- leysisbætur þurrkastút! B.Þ. skrifar: Fyrir nokkru varð ég atvinnu- laus, launþegi eftir rúmlega 30 ára starf. Síðast ók ég leigubíl nokkra mánuði en samkvæmt núgildandi reglum þurrkar sá timi út aúan minn rétt til at- vinnuleysisbóta. - Ótrúlegt en satt! Áunnin réttindi í 30 ár, bæði til sjúkra- og atvinnuleysisbóta, þurrkuð burt! Ég hef skömm á þvi fólki sem með munnræpu sinni (t.d. á Alþingi og víðar) kemur í veg fyrir aö tími vinnist tú að ijúka því frumvarpi sem ætlað er aö lagfæra þessi máh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.