Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 15 Örorkumat í skjóli nætur? Fréttlr DV af meintum skattsvik- um yfirtryggingalæknis Trygg- ingastofnunar ríkisins og nok- kurra kollega hans hafa aö vonum vakiö mikla athygh. Almenningi þykir þaö með ólíkindum að þessir menn skuh hafa komist upp með þaö árum saman aö stinga tugmihj- óna króna tekjum undan skatti í góöri samvinnu viö tryggingafélög- in í landinu. Þótt þjóöin sé ýmsu vön þegar skattsvik eru annars vegar og helft skattgreiöenda raunar tilbúin th aö svíkja undan skatti ef færi gefst er þetta mál þess eðhs aö flestum blöskrar. Þaö voru fréttaskrif DV á sínum tíma sem uröu til þess aö skatt- rannsóknarar tóku viö sér og fóru aö kanna máhö. Blaðið upplýsti að tryggingafélögin greiddu læknun- um stórfé vegna vinnu viö örorku- mat, útgáfu vottorða og fleira í þeim dúr. Hins vegar er engu líkara en skattrannsóknurum hafi óað við að taka á máhnu. Aha vega hefur rannsóknin tekið lengri tíma en ýmsum innan skattkerfisins þykir eölhegt. Og þegar þetta er skrifað er mörg- um spumingum enn ósvarað varð- andi þetta sérkennhega mál. En sá árangur sem DV náði í þessu thviki er athyghsveröur og sýnir best hveiju fijáls og óháður fjölmiöill getur áorkað í þjóðfélaginu. Þögn Kjalkiiiin Sæmundur Guðvinsson blaðamaður sumra annarra fjölmiðla af þessu máh er á sama hátt óþægilega há- vær. Hvenær fer vinnan fram? Vart fer milh mála aö yfirtrygg- ingalæknir er á fóstum launum hjá Tryggingastofnun ríkisins sam- kvæmt opinberum kjarasamning- um. En á hvaða tíma sólarhrings- ins er hann aö starfa fyrir trygg- ingafélögin og þiggur fyrir stórfé sem ekki er gefið upp th skatts? Eru þeir sem þarf að meta fyrir tryggingafélögin kahaöir í skoðun í skjóh nætur eða um helgar? Ekki hef ég heyrt um nein dæmi slíks. Örorkumat og vottorðaskrif hljóta að fara fram á hefðbundnum vinnutíma fastráðinna lækna Tryggingastofnunar og fyrir þann vinnutíma fá þeir greitt af ai- mannafé. Þetta háttalag er svona svipað því og að starfsmenn Ríkisendurskoð- unar tækju að sér í vinnutímanum að telja fram th skatts fyrir fyrir- tæki úti í bæ. Þá fæ ég ekki betur séð en það hljóti að vera eitthvað bogið við bókhald tryggingafélaganna fyrst þau geta greitt tugmhljónir fyrir starfsemi af þessu tagi án þess að gefa það upp til skatts. Skattsvik og fjárlagahalli Einn aðalhöfuðverkur ríkis- stjórnarinnar er fyrirsjáanlegt fjárlagagat upp á 10 mihjarða eða meira. Á sama tíma lýsir skatt- rannsóknarstjóri því yfir í DV að skattsvikin geti numið aht að 15 mhljörðum á ári. En ríkisstjórnin lætur það sem vind um eyru þjóta og heldur áfram að auka álögur á almenning í örvæntingarfuhri bar- áttu við að fylla upp í gatið. Þegar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, bendir á leiðir eins og hert skattaeftirht th tekjuöflunar fyrir ríkissjóð er hann kallaður veru- leikafirrtur. - Hver er þá sá veru- leiki sem við búum í? Sæmundur Guðvinsson „Þá fæ ég ekki betur séð en það hljóti að vera eitthvað bogið við bókhald tryggingafélaganna fyrst þau geta greitt tugmilljónir fyrir starfsemi af þessu tagi án þess áð gefa það upp til skatts.“ „... yfirtryggingalæknir er á (östum launum hjá Tryggingastofnun ríkis- ins ...“ segir greinarhöfundur m.a. Fótskriða á bókavori Bókin hefur verið óvenju mikið í sviðsljósinu í vetur. Sú ákvörðun stjórnvalda að setja virðisauka- skatt á bækur, blöð og tímarit kall- aði að sjálfsögðu á hörð viðbrögð þeirra sem telja að lesefni á viðráð- anlegu verði sé einn af homstein- um menningar hverrar þjóðar. Lestrarkeppnin mikla Upplýsingar um aukinn innflutn- ing á íslenskum bókum og tímarit- um sem eru að mestu unnin erlend- is benda th þess að innlendur prentiðnaður eigi undir högg að sækja og meiri skattheimta á prentiðnaðinn bætir varla sam- keppnisstöðu greinarinnar. Auð- vitað eiga íslenskir bókagerðar- menn og prentsmiðjueigendur að eiga ahra kosta völ á markaði sem þeir þekkja frá fomu fari. Hættan á að prentsmiðjur í útlöndum nái að sölsa íslenska bókamarkaðinn undir sig er hverfandi, samanborið við hættuna á að markaðurinn sjálfur minnki verulega. Hlúa þarf að þeim gróðri sem ís- lenskir lesendur eru. Lestrar- keppnin mikla var tilraun í þá átt en að henni stóð Bókasamband ís- lands sem samanstendur af sam- tökum er tengjast bókritun, útgáfu, framleiðslu og dreifingu bóka á ís- landi. Það verður að segjast eins og er að þessi uppákoma heppnað- KjaUariim Margrét Rósa bókagerðarmaður ist vonum framar og sýndi svo ekki verður um vihst að stór hluti bama og unglinga er lestrarfús í meira lagi. Hópur ungmenna lagði hart að sér við lestur bóka í 2 vikur th að vera með í keppni sem hafði ekki annan thgang en sjálfa sig, þ.e.a.s. að ýta undir lestur. Lestur mælikvarði á menningu En hvað er lestur? Lestur er margs konar og gera verður grein- armun á lestri og lestri, lestri th aö kanna eitthvað, lestri til að lyfta andanum, lestri sem samræðu, lestri sem hst. Lestri má skipta í grundvallaratriðum í þrjá flokka: Lestur til þekkingarauka, lestur th æfingar og skapandi lestur. Fiórða lestrartegundin hefur bæst við á seinni árum sem er vanabundinn lestur. Lestur og lestrarkunnátta hefur lengi verið mælikvarði á menningu þjóða. Og þennan mælikvarða má ekki skekkja. Að læra að lesa er eins og að uppgötva nýjan heim. Les- andinn fær tækifæri til að kynnast nýjum veruleika sem veitir honum áður óþekkt frelsi. Lesefnið sem lýtur eigin lögmálum býður þeim sem nýtur þess aö tengja hugarflug sitt, ímyndunarafl og tilfinningar annarri veröld. Nemandinn kemst að því með lestri að heimarnir eru margir sem þannig er hægt að kynnast, þeir eru nánast óteljandi. Röð þeirra tákna sem við köllum bókstafi varöar þannig leiðina á vit hins óþekkta. Þetta gerist samt hvorki áreynslu- né átakalaust. Og á móti kemur krafan um hraðlest- ur eða afkastalestur. Þar sem les- andinn rennir sér fótskriðu í gegn- um bækur, blöð og tímarit. Með óvönduðum lestri er hætt við því að við hættum að njóta þess sem við lesum. Við hættum að heyra og sjá. Lestur er vandasamur. Nú er komið sumar samkvæmt dagatahnu og þá er venjan sú að fólk dragi úr lestri. Það er að sjálf- sögðu ekkert náttúrulögmál. Það er ekkert sem mælir á móti því að vökva sáhna reglulega þó að dag- inn sé tekið að lengja og tími vor- verkanna hafinn. Eg leyfi mér því að óska þér, sem þetta lest, góðrar skemmtunar á bókavori. Margrét Rósa „Hættan á að prentsmiðjur í útlöndum nái að sölsa íslenska bókamarkaðinn undir sig er hverfandi, samanborið við hættuna á að markaðurinn sjálfur minnki verulega.“ Fegurðarsamkeppni Áhugamál mitt „Fegurðar- samkeppni almennt hef- ur í rauninní orðið töluvert áiiugamál hjá mér en ég vil endilega að slik keppni sé haldin með tihiti tíl þess að keppendur geti notaö hana sér th framdrátt- ar. Ég er til dæmis ekki hlynntur fegurðarsamkeppni eins og hún hefur verið haldin fyrir karla hér á landi. Karlamir hafa ekki feng- ið neitt út úr henni og þeim hefur ekki verið boðið upp á neitt í framhaldinu. Þeir fá bara þann heiður aö vera krýndir af ein- hverri stelpu á sundskýlu og svo er það búið. Ég skh ekki tilgang- inn með þannig keppni. Megintilgangur fegurðarsam- keppni er að gefa fólki tækifæri th að komast lengra. Þetta er spumingin um það að vera á lít- ihi eyju í norðurhafi með eina fegurstu þjóð í heimi og koma því á framfæri á alþjóðavettvangi með þessum hætti Þess vegna væri ég því einnig mjög hlynntur að komið yröi á fót fyrirsætukeppni karla og þeir fengju pottþétta bókun hjá topp umboðsskrifstofum. Þannig keppni er mjög uppbyggjandi fyr- ir þátttakendurna, th þess gerð aö efla sjálfstraust og öryggi við- komandi. Menn geta aldrei verið fullkomlega sammála um fram- setningu fegurðarsamkeppni en grundvallarhugmyndin á bak við hana er jákvæð.“ Heiðar Jónsson snyrtir Mismunun kynjanna „Ég er ekki endhega á móti fegurð- arsamkeppni sem slikri en ég er ekki sátt viö hve mis- munandi hlutverk ungufólkieru ætluð í dag. d^öir’ Trausta- formaður Þaö er ætlast til þess að ungir phtar, sem hafa eittíivað th brunns aö bera, fari í spurningakeppni eða mælsku- keppni. Ungar stúlkur eiga hins vegar að fara i fegurðarsam- keppni þar sem mest er lagt upp úr andlitsfegurð og líkama. Að vísu er gefið í skyn aö verið sé aö leita að öðrum kostum í fari stúlknanna, einsogtil dæmis færni í að tjá sig, en þau atriði vilja oftast fara fyrir ofan garð og neðan og verða algjört auka- atríði í keppninni. Það er þónokk- uð umhugsunarvert að ástandið skuh vera svona í dag og aö það skuh ekki hafa orðið meiri breyt- ingar á þessu en raun ber vitni. Feguröarsamkeppnin, sem var mjög vinsæl hér á árum áður, féh niður í fjölmörg ár. Síðan hófst hún aftur th vegs hér á landi en er því miður haldin með ná- kvæmlega sömu formerkjum og áður. Það hefur engin framför orðið. Ég er ekki aö gera htið úr feg- uröarsamkeppni sem slíkri og finnst þær stúlkur sem taka þátt i slíkri keppni ekki á neinn hátt gagnrýni verðar. Þaö er munur- inn á keppnisforminu fyrir drengi annars vegar og stúlkur hins vegar sem ég er ekki sátt ^ -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.