Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Merming Var að mati fræðinganna ekki nógu f ínn til að stunda listabransann - segir Úlfar Þormóðsson, höfundur Eigandasögu 45 Úlfar Þormóðsson er ómyrkur í máli gagnvart Listasafni íslands. Hér er hann staddur inni í listaverkinu Eldfjalla- sófi sem er í Hallargarðinum og er hluti sýningar á norrænum samtímaverkum sem Listasafn íslands stendur fyrir. DV-mynd ÞÖK í byijun apríl kom út bókin Eig- andasaga 45 eftir Úlfar Þormóðsson. í bók þessari gerir Úlfar, sem er fyrr- um eigandi Galleri Borgar, upp mál- in við menn og málefni á hispurs- lausan hátt og liggur margt á hjarta. Úlfar rak Gallerí Borg í tæp átta ár en hætti rekstri um síðustu ára- mót. í bókinni dvelur hann mest við síðustu þijú árin, allt frá þvi að í Pressunni birtust greinar um falsan- ir og lygar sem Ulfar átti að hafa stundað. Greinar sem Úlfar kærði Pressuna fyrir og vann málið fyrir dómstólum. Segir Úlfar bók sína vera hvort tveggja uppgjör við fortíðina og framiag hans til umræðu um myndhst. Auk þess er bókin frásögn af því „hvemig fræðingar hafa byggt upp stjómkerfi í listaheiminum þar sem þeir halda um alla þræði og ákveða hveijir skiili koimast af og hveijir ekki... “. Úlfar er óblíður í garð þessara fræðinga, sem hann segir stjóma listasmekk þjóðarinnar, sérstaklega þess hluta þeirra sem hann telur að hafi stjómað rógsher- ferðinni gegn sér á bak við tjöldin og er honum tíðrætt um hóp fólks sem hann kaliar Vinafélagið. í þeim félagsskap eru meðal annarra Bera Nordal, Knútur Bruun, Hrafnhildur Schram og Þórunn Hafstein. Vorhreingerning „Bók þessi er nokkurs konar vor- hreingeming hjá mér,“ segir Úlfar. „Ég hafði fyrst hugsað mér tímarits- grein, en fannst formið of knappt, þess vegna varð hugmyndin að bók tál. í raun er um að ræða uppgjör frá þeim tíma sem ég fór að misstíga mig að dómi Vinafélagsins, það er að segja síðustu þrjú árin, þegar byrj- að var að sauma að mér.“ - Ertu þá að tala um samantekin ráð gegn þér? „Að hluta til er það aðstaða Vinafé- lagsins sem gerir það að verkum að ráðist er gegn mér. Þau telja sig hafa rétt til líta öðmvisi á hstir en þorri almennings. Þau telja sig einnig bor- in og lærð til að hafa forystu fyrir þjóðinni í listum. Hins vegar er of hættulegt að binda sig í þá staðhæf- ingu að þetta séu samtekin ráð. Engu að síður kemst maður ekki hjá þeirri hugsun. Þegar gert er upp og þjappað saman kemur í Ijós að þetta geta ekki verið tilviljanir. Ég tel að ég hafi verið fyrir þessum hópi. Ég gerði hlutina öðruvísi heldur en fræðin heimiluðu. Ég var einnig fyrir þeim á markaðinum. Það átti að koma mér út af markaðinum áður en Knútur Bmun opnaði sitt gaherí. Annars er Vinahópurinn, Nordal, Hafstein, Bmun, Schram og Hördal mjög sundurlaus hópur og það eina sem þau hafa sameinast um er að koma mér á hné. En ég vil taka það fram að ég hefði aldrei farið í þessar vorhreingemingar ef mér hefði fund- ist eingöngu vera verið að vega að mér. Eg hefði farið í þetta stríð á öðmm vettvangi. Það sem verður einnig til aö ég fér að skrifa þessa bók er þegar rennur upp fyrir mér hvemig margt myndlistarfólk er undir hælnum á þessum fræðingum. Það eru örfáir hstamenn sem þora að opna munninn, aðrir þegja. Mér svíður sárt að sjá margt gott mynd- listarfólk troðið niður og vanmetið af þessu gengi." Pálmi og hlutustyrk Að lokiimi sýningu á söngleiknum My Fair Lady um síðustu helgi vora þeim Pálma Gestssyni leikara og Kristínu Hauksdóttur sýningar- stjóra veittur styrkur úr Menningar- sjóði Þjóðleikhússins. Þetta er í 30. skipti sem úthlutað er úr þessum sjóði en hann var stofnaður á vígslu- degi Þjóðleikhússins 20. apríl 1950. Tilgangur sjóðsins er að veita starfs- mönnum Þjóðleikhússins viður- kenningu fyrir ágæt störf í þágu leik- hstarinnar og þá Þjóðleikhússins í heild. Ahs hafa 50 leikarar og aðrir starfsmenn fengið viðurkenningu úr sjóðnum. Vanhæfir stjórnendur - Telur þú að Listasafn íslands sneiði hjá vissu myndlistarfólki þeg- ar þaö kaupir myndverk? „Alveg blygðunarlaust. Við getum fariö og gert talningu í Listasafninu á myndhst sem þar er að fmna, ann- ars vegar hjá þeim sem em í náðinni og hins vegar hjá þeim sem ekki em í náðinni. Hver og einn, sem hefur eitthvað umgengist myndhst, sér að þeir sem em útundan eru ekki síðri listamenn en hinir, þeir hafa ein- hverra hluta vegna ekki lent í náð- inni. Þetta stafar fyrst og fremst af því að Bera Nordal, forstöðumaður Listasafhs íslands, er gjörsamlega vanhæf í sínu starfi. Það hafa verk hennar sýnt á þessum árum sem hún hefur stýrt safninu. Það er ekkert að safninu sjálfu. Það hefur góða að- stöðu og sæmhega fjárveitingu ef vel er á peningunum haldið. Það er stjómandinn og það fólk sem vahst hefur þar til starfa sem gerir það að verkum hversu illa er komið fyrir stofnun þessari." - Var það vegna erfiðleika í rekstri sem þú hættir að reka Gallerí Borg? „Nei. Ég hætti núna um áramótin hjá fyrirtæki sem var í góðu standi. En áhrifin af atlögu Pressunnar voru hrikaleg. Það dró stórlega úr sölu og þótt ég ynni máhð var skaðinn skeð- ur. Frá því ásökun kemur fram þar til dómsúrskuröur hggur fyrir líður eitt og hálft ár. Það er langur tími hjá fyrirtæki sem er með viðkvæman rekstur." - Af hverju er þessum hópi fólks í nöp við þig? „Það er fyrst og fremst öfund. Þaö gengu sögur um velgengni Gallerí Borgar og það fór í taugarnar á Vina- hópnum. í öðra lagi var ég ekki nógu fínn. Það þykir nefnilega fínt að vera í þessum bransa. Og í þriðja lagi var ég með kjaft, var ekki sammála þeirri hstastefnu sem rekin er í landinu." - Bókin er hispurslaus og þú hggur ekki á skoðunum þínum á mönnum og málefnum. Áttu ekki von á nein- um eftirmálum, til dæmis málsókn vegna meiðyrða? „Ég verð að viðurkenna að ég varð hræddur um slíkt á tímabili. Th að koma í veg fyrir það var ég með marga yfirlesara. Þá er uppsetning bókarinnar á þann veg að þeir sem ætla sér að höfða mál verða hálf- kjánalegir. Ég hef þó komist að því að boðað var th fundar í Vinafélaginu th að taka ákvörðun um hvemig ætti að taka á þessu máli á viðeig- andi hátt eins og það var orðað. En eins og ég sagði áður er samanstaðan ekki mikh í þessu hópi og því varð ekkert úr neinu. Það segir sitt um samstöðuna að þessi fundarboðun var látin leka th mín. Annars er hún einkennheg þögnin í kringum Eig- andasögu 45. í bókinni em th dæmis spumingar sem ég hef verið að spyija síðasthðin tvö ár og aldrei fengið svör. Nú finnst mér tækifæri th að þeim sé svarað." -HK Kristín Hauksdóttir og Pálmi Gestsson ásamt Stefáni Baldurssyni þjóðleik- hússtjóra. Fyrir nokkm kom út í Dan- mörku skáldsaga Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Gauragangur. Á dönsku heitir sagna Tumult og af blaðagreinum má ráöa aö bókin hefur fengiö einróma lof hjá gagn- rýnendum sem líkja sögu Ólafs Hauks við margt þaö besta sem skrifað hefur veríð um unglinga í bókmenntum heimsins. í Pohtiken skrifar Gorm Ras- mussen og segir raeðal annars: „Ef þú ert í þeim stóra hópi sem dró andann gegnum bækur eins og The Catcher in the Rye eftir J.D. Saling- er eða De Uanstændige eftir Leif Panduro, þá muntu hafa mikla ánægju af þessari löngu skáldsögu sem raiðlar á sama hátt og þessi tvö sígildu skáldverk, innlifaðri ást á viðfangsefni og persónum... “ Gagnrýnandi Jyhands Posten, Preben Meulengracht Sorensen, segir: „Þessi íslenska skáldsaga er eins.og fossaflóð atburða og svip- mynda, fyndin, skemmtileg, stór- karlaleg og hrífandi. Fyrstu per- sónu trásögnin hefur yfir sér hinn harðsoðna sth, myndmál sem iðar og blómstrar...“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.