Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 31 íþróttir____________ Kanadamenn ogSvíarí undanúrslit Kanada sigraði Finniand, 5-1, og Tékkóslóvakía vann Italíu, 8-1, í 8-liða úrslitum heimsmeist- aramótsins í ísknattleik í Þýska- landi í gær. Kanadamenn mæta Rússum í undanúrslitunum og Tékkar leika þar við Svía. -VS Opiðgotfmót á Hellu Golfklúbbur Hellu heldur opið golfmót á laugardaginn, 1. maí. Leiknar verða 18 holur, meö og án forgjafar. Skráning er í síma 98-78208 milii kiukkan 14 og 18 út vikuna. OpnaðíGraffar- holtiálaugardag Gollklúbbur Reykjavikur áætl- ar aö opna golfvöllinn í Grafar- holti á laugardaginn með innan- félagsmóti, Amesonskildinum og verður ræst út klukkan 9. Leik- inn verður 18 hola höggleikur, með og án forgjafar, og veitt verð- laun þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á 2. braut. Skrán- ing fer fram á skrifstofu GR í síma 682211. Stoke komið Stoke City tryggði sér í gær- kvöldi sæti í 1. deild ensku knatt- spymunnar og jafnframt meist- aratitil 2. deildar með 1-0 sigri á Plymouth. Port Vale og Bolton berjast um að fylgja Stoke upp. -VS Stórsigur Blikastúlkna áAkranesi Breiöablik vann stórsigur á ÍA, 1-5, í Litlu bikarkeppni kvenna i knattspyrnu á Akranesi í gær- kvöldi. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði 3 mörk og Sigrún Óttars- dóttir og Ragnheiður Kristjóns- dóttir eitt hvor fyrir Breiðablik en Jónína Víglundsdóttir skoraði fyrir ÍA. Stjaman vann Hauka, 7-0, í fyrrakvöld. Guöný Guðnadóttir skoraði 4 mörk og Rakel Birgis- dóttir, Auöur Skúladóttir og Laufey Sigurðardóttir eitt hver. Staðan í keppninni er þannig; Stjarnan...4 3 1 0 16-2 7 UBK........4 3 0 1 25-4 6 Akranes....4 1 1 2 8-10 3 Haukar.....4 0 0 4 2-35 0 -ih KR-ingar lögðu Fram KR-ingar tryggðu sér sigur í A-riðli Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir unnu Framara, 2-1, á gervi- grasinu í Laugardal. Ómar Berndtsen og Siguröur Ragnar Eyjólfsson komu KR í 2-0 í fyrri hálfleiknum en Brynjar Jóhannesson svaraði fyrir Fram i síðari hálfleik með sínu 8. marki í mótinu. Staöan í riðlinum íyrir loka- leikinn milli Leiknís og Ármanns sem fram fer í kvöld; KR.........4 4 0 0 19-3 10 Fram.......4 3 0 1 19-3 8 Víkingur...4 2 0 2 5-S 5 Leiknir....3 0 0 3 1-15 0 Ármann.....3 0 0 3 2-20 0 í undanúrslitum mótsins leika KR-ingar viö Valsmenn en Fram- arar mæta Fylkismönnum sem unnu B-riðilinn. KR og Valur leika á mánudagskvöldiö en Fram og Fylkir á þriöjudags- kvöldið. -VS Jakob Sigurðsson lék mjög vel með Valsmönnum á Selfossi í gærkvöldi og hér er mark í uppsiglingu hjá honum. DV-mynd GS I>V x>v Meistarabragur á Völsurum - sem komnir eru í úrslit eftir sigur á Selfossi, 22-28 Sveinn Helgason, DV, Selíossi: „Það þurfti kraft, vilja og orku til að leggja Selfyssinga að velli í tveimur leikj- um, sérstaklega með það í huga að við höfum ekki riöiö feitum hesti frá viður- eignum okkar við þá hér á Selfossi," sagði Jakob Sigurðsson, hinn snjalh homamaður Valsmanna, eftir að þeir höfðu sigrað Selfyssinga, 22-28, í undan- úrshtum 1. deildarinnar í handbolta á Selfossi í gærkvöldi. Valur leikur því til úrshta um íslandmeistaratitilinn, ann- aðhvort gegn ÍR eða FH og Valsmenn em í miklum ham þessa dagana. „Ég hef grun um að viðureignir Sel- fyssinga gegn Haukum hafi tekið sinn toll af þeim en meiri breidd hjálpaði okkur líka. Svo tókst okkur ágætlega að stöðva skyttur þeirra sem var lykilatr- iði,“ sagði Jakob ennfremur en hann lék vel fyrir Valsara. „Ég er að koma til og er að öðlast meira sjálfstraust en það tekur sinn tíma,“ sagði hann um eigin frammistöðu. Selfyssingar vom sterkari aðiiinn í fyrri hálfleik og höfðu yfir í leikhléi, 12-10. Valsmenn byijuðu reyndar betur og komust í 0-2 en síöan komu sex mörk heimamanna í röð og gestimir áttu á brattann að sækja. Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals, hefur greinilega lesið hiressilega yfir sínum mönnum í leik- hléinu því Valsarar byijuðu síðari hálf- leikinn með látum og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Guðmundur Hrafnkels- son fór þá í gang í markinu fyrir alvöru og Valsmenn nýttu sér vel mistök Sel- fyssinga sem áttu einfaldlega ekki svar viö góðum leik Hlíðarendapiltanna. Vörn Vals var mjög sterk og þannig komst Sigurður Sveinsson htt áleiðis. Hann skoraði aðeins tvö mörk, annað af hnu og hott úr víti. „í byrjun síðari hálfleiks fórum við aö gera vitíeysur og flýttum okkur of mikið í sókninni. Valsmenn em með vel samæft lið og hraðaupphlaup þeirra eru góð þannig að það má einfaldlega ekki gera mistök gegn þeim,“ sagöi Einar Gunnar Sigurðsson, stórskytta Selfyss- inga, eftir leikinn en hann var besti maður heimamanna. Gísh Felix Bjarna- son og Gústaf Bjarnason áttu einnig góða spretti. „Það er meistarabragur yfir leik Valsmanna og ef þeir spila svona vinna þeir mótið, það er engin spurning. Ég vil bara óska þeim góðs gengis,“ sagði Einar Gunnar ennfremur. Dómaramálin hafa mjög verið í sviðs- ljósinu að undanfómu og dómaramir, Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðars- son, vom ekki í öfundsverðri aðstöðu. Þeir dæmdu með ágætum þegar á heild- ina er htið en gerðu sín mistök eins og leikmenn. Bogdan í vandræðum Af frétt pólska dagblaðsins Gazeta Robotnicza að dæma virðist Bogdan Kowalzyck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landshðsins í handknatt- leik, ekki eiga sjö dagana sæla í sínu nýja starfi sem þjálfari pólska landsl- iðsins. Áðumefnt blað er gefið út í borginni Wroclaw í suðvesturhluta landsins. Eins og flesta íþróttaáhugamenn rekur minni til háðu íslendingar og Pólveriar landsleiki hér á landi í mars skömmu áöur en íslendingar héldu tíi þátttöku á heimsmeistara- mótiö í Svíþjóð. Pólverjar riðu ekki feitum hesti frá þessum viðureignum og töpuðu meðal annars fyrsta leikn- um með 15 marka mun. Þegar heim var komið hélt pólska hðið rakleitt í æfingabúðir til undirbúnings fyrir fyrsta leikinn gegn Sviss í Evrópu- keppni landsliða sem nýverið var hieypt af stokkunum. í æfingabúðunum sýndi Bogdan leikmönnum mikinn dónaskap, rakkaði þá niður með blótsyrðum, var ruddalegur og með framkomu sinni braut hann þá niður á líkama og sál, að sögn pólska blaðsins. Landshðsmennimir fengu sig fullsadda af þessari framkomu Bog- dans í þeirra garð og sendu bréf til pólska handknattleikssambandsins þar sem þeir hótuðu meðal annars að fara í verkfall yrði Bogdan áfram með landshðið. Bogdan hafði hins vegar fullt traust pólska sambands- ins og við svo búið sögðu landsliðs- mennimir að þeir gætu ekki unnið lengur undir stjóm Bogdans og gæfu því ekki lengur kost á sér í landsliðið. Nú var orðið illt í efni því skammur tími var til stefnu fyrir fyrsta leik í Evrópukeppninni gegn Sviss. Bogd- an varð því að leita á náðir leik- manna úr 21 árs landsliðinu og eins til leikmanna sem leika með erlend- um félagsliðum. Lyktir leiksins urðu Pólverjum í vil en Svisslendingar tefldu fram hálfvængbrotnu hði. Þetta mál hefur ekki enn verið til lykta leitt og þeir leikmenn sem gengu út standa fastir á sinni ákvörð- un. -JKS Tap gegn Pólverjum - jafntefli dugir gegn Sviss Það var á brattann að sækja fyrir íslensku strákana í úrshtakeppni 16 ára landsliða í knattspymu í Tyrk- landi. íslendingar mættu Pólverjum í öðmm leik og mátti bíta í það súra eph að tapa leiknum með tveimur mörkum gegn engu. í fyrsta leiknum unnu íslendingar stórsigur á N-írum en síöasti leikur íslenska liösins í riðlakeppninni veröur á morgun og verður þá leikið gegn Svisslendingum. Tvö efstu hðin í riðhnum komast áfram í 8 liða úr- shtin. Pólverjar vom sterkari aðiiinn í leiknum og fór meginkraftur ís- lensku strákanna í aö verjast ágangi pólska liðsins. Pólverjar gerðu fyrra Pálmar Sigurðsson, fyrmrn lands- liðsmaður í körfuknattleik, hefur veriö ráöinn þjálfari 1. deildar Uðs Breiðabliks fyrir næsta keppnistíma- bil og mun hann jafnframt leika með liðinu. Pálmar lék um árabil með Haukum og þjálfaði þá jafnframt um tíma, en hefur spilað með Grindvíkingum síð- mark sitt á 14. mínútu eftir vam- armistök og í síðari hálfleik bættu þeir við öðm marki. Sviss og Norður-írland gerðu jafn- tefli í gær, 1-1, og þau úrsht þýða að íslandi dugir jafntefli gegn Sviss- lendingum á morgun til að tryggja sér sæti í 8 hða úrslitum keppninn- ar. Staðan í riðlinum er þannig: Pólland..........2 110 3-13 ísland...........2 10 16-12 Sviss............2 0 2 0 2-2 2 N-írland.........2 0 113-71 Takist íslenska liðinu að komast áfram, leikur það í 8 liða úrslitunum á mánudaginn. -JKS/VS ustu tvö árin. Síðari hluta nýliöins tímabils var hann jafnframt þjáifari þeirra. Pálmar tekur við af Sigurði Hjör- leifssyni sem mun áfram starfa hjá Breiðabliki sem aðalþjálfari ungl- ingaflokka. Breiðablik féll í vetur úr úrvalsdeildinni eftir eins árs dvöl. -VS Körfubolti: ísland vann glæsilegan sigur á Búlgaríu, 98-70, í fyrsta leik milliriöils í Evrópukeppni drengjalandsliða I körfuknattleik í Panevezys í Litháen í gær. íslenska hðið komst í 15-4 og 22-10 en var 47-42 yfir í hálfleik. ísland gerði síöan fyrstu 13 stig síðari hálfleiks og þar með var mótspyma Búlgara brotin á bak aftur. Helgi Guðfinnsson átti frábær- an leik og Páll Kristinsson og FriÖrik Stefánsson voru mjög sterkir í fráköstunum. Skotnýt- ing Iiðsins var góö en það gerði níu 3ja stiga körfur í leiknum. Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 39, Olafur Ormsson 22, Amþór Birgisson 20, Gunnar Einarsson 9, Omar Sigmarsson 7, Friðrik Stefánsson l. ísland mætir Póllandi í dag, en alls leika sex þjóðir r riðlinum um íjögur sæti í úrshtakeppninni. Til viöbótar mætir ísland liðum Lit- háen, Júgóslavíu og ísrael. -VS Pálmar til Blikanna - sem þjálfari og leikmaður Hörmulegt slys Landslið Zambíu fórst íflugslysi Sautján leikmenn úr knattspymuiandsliði Afríkuríkisins Zambíu fórast í flugslysi seint á þriðjudagskvöldið, í Libreville, höfuðborg Ga- bon á vesturströnd Afríku. Vélin, sem var frá zambíska hemum, steyptist í hafið rétt effir flugtak og fómst allir sem í henni voru, alls 30 manns. Auk leikmannanna fórst formaður knatt- spymusambands landsins, tveir þjálfarar og sjúkraþjálfari. Lið Zambíu var á leið til Senegal en þar áttu þjóðimar að mætast í undankeppni heims- meistaramótsins á sunnudag. Millilent var í Gabon en þaðan átti að fljúga um kvöldið til Abidjan á Fílabeinsströndinni og gista þar áður en haldiö yrði áfram tíLSenegal. Zambía vann sinn riðÚ í forkeppni HM í Afr- íku og er ein níu þjóða sem leika til úrshta um þrjú sæti í lokakeppninni í Bandaríkjunum. Zambíumenn hafa verið í mikilh sókn undanf- arin ár og var af mörgum spáð einu af þremur efstu sætunum og þátttöku 1 lokakeppni HM. Tveir frægustu knattspymumenn Zambíu voru ekki í vélinni en þeir leika sem atvinnu- menn í Evrópu - Charles Musonda með And- erlecht í Belgíu og Kalusha Bwalya með PSV Eindhoven í Hollandi. -VS Selfoss (12) 22 Valur (10) 28 0-2, 6-2, 8-5, 9-7, 11-8, (12-10), 12-14, 13-17, 17-20, 19-24, 21-26, 22-28. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sig- urðsson 7, Gústaf Bjamason 5, Sig- urður Sveinsson 2, Sigurjón Bjamason 2, Jón Þórir Jónsson 2, Davíð Ketilsson 2, Einar Guð- mundsson 1, Oliver Pálmason 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 14/1. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 6, Jakób Sigurðsson 5, Dagur Sig- urðsson 5, Jón Kristjánsson 5/1, Valdimar Grímsson 5/2, Geir Sveinsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 17/1. Brottvísanir: Selfoss 2 min., Val- ur 4 mín. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: Troðfullt hús, um 850. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson, Val. ÍR (13) 24 FH (10) 23 3-0, 5-2, 6-3, 64, 7-4, 8-5, 9-7, 10-7, 11-7, 12-8, 12-10, (13-10), 14-10, 15-11, 15-13, 16-13, 16-14, 17-14, 18-14, 18-15, 19-15, 19-16, 20-17, 21-17, 21-18, 21-19, 21-21, 22-21, 22-22, 23-22, 23-23, 24-23. Mörk ÍR: Branislav Dimitrijevic 7, Magnús Ólafsson 5, Róbert Rafnsson 5, Jóhann Ásgeirsson 5/4, Matthías Matthíasson 2. Varin skot: Magnús Sigmunds- son 12, Sebastian Alexanderson 1/1. Mörk FH: Guðjón Amason 6, Kristján Arason 6, Gunnar Bein- teinsson 4, Alexei Trúfan 3/3, Hálf- dán Þórðarson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 9. Brottvísanir: ÍR 8 mín., FH 10 mín. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen, mjög góðir. Áhorfendur: Um 1000. Maður leiksins: Branislav Dim- itrijevic, ÍR. í Kaplakrika annaðkvöld Þriðji og síðasti leikur FH og ÍR fer fram í Kaplakrika annað kvöld, fostudagskvöld, og hefst klukkan 20. Liðið sem sigrar mætir síðan Val í úrshtum um íslandsmeistaratitilinn og veröur fyrsti leikurinn á Hlíðarenda þriðjudagskvöldið 4. maí. Iþróttir IR-ingar fögnuðu að vonum innilega eftir sigurinn á FH í gærkvöldi. Magnús Olafsson og Matthías Matthíasson með hetju kvöldsins, Branislav Dimitrijevic, á milli sín. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmeistaramir töpuðu í Austurbergi í gærkvöldi: „IR er orðið að alvöruliði" - þriðja leikinn þarf til hjá IR og FH eftir glæsilegan sigur IR, 24-23 „Mér fannst FH-ingamir spila illa, sérstaklega í fyrri hálfleik, í vöm og sókn. Menn voru ekki alveg klárir í þetta. ÍR-Uðið kom mér á óvart. í hö- inu er rosaleg barátta og þeir hanga á boltanum og bíða eftir góðu færi. í ÍR-liöinu em strákar með góða bolta- meðferð og þeir em skynsamir," sagði hinn gamalreyndi FH-ingur, Geir Hallsteinsson, eftir leik ÍR og FH- í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi. ÍR vann sanngjaman sigur, 24-23, í skemmti- legum og góðum leik í Austurbergi. Þar með þurfa liðin að leika þriðja sinni um sæti í úrslitaleikjum gegn Val. „Ég held að það sé alveg á hreinu að FH vinnur þriðja leikinn. Við FH-ingar emm ekki vanir því að klúðra tveimur leikjum í röð,“ sagði Geir ennfremur. Bransilav Dimitrijevic tryggði ÍR- ingum sigurinn með sigurmarki þeg- ar aðeins þrjár sekúndur vom til leiksloka með glæsilegu langskoti. „Ég sá ekki boltann fyrr en hann kom inn fyrir vömina og því miður tókst mér ekki að veija," sagði Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörður FH, eftir leikinn. Og hann bætti við: „Ég verð í alla nótt að verja þetta skot.“ Dimitrijevic var mjög góður í ÍR-liðinu og er án efa einn skemmti- legasti leikmaðurinn í 1. deild. ÍR-liðið mjög gott ÍR hafði forystuna allan leikinn og sigur hðsins var mjög sanngjam. Sóknarleikur Uðsins var góður en helst má finna að vamarleiknum og vantaði þar örhtla grimmd í gær- kvöldi. Gífurleg barátta er annars í höinu og sigurvilji einkennir leik hösins. Og það er langt frá því að FH-ingar geti bókað sigur á heima- velli sínum í þriðja leiknum. Til þess þarf FH að ná toppleik. Brynjar Kvaran hefur náð ótrúlegum árangri með ÍR-hðið í vetur og hklega hafa ÍR-ingar aldrei átt sterkara Uð í handknattleik. En hvort ÍR-ingum tekst að vinna íslandsmeistaratitil- inn er ekki gott að segja. Liðið varð síðast meistari 1946 og „hungur" leikmanna í titil er svo sannarlega til staðar. „Var hræddur í lokin“ „Þetta var mjög erfiður leikur. Spennan var rosaleg og taugarnar vom alveg að gefa sig. Við klúðruð- um fyrsta leiknum og ég var hrædd- ur um að svo færi einnig í lokin á þessum leik. Við ætlum að taka þá aftur í næsta leik. Við eram búnir að sanna okkur. Við höfum orðið í fullu tré við hð eins og FH og ÍR-liðið er orðið að alvöruliði," sagöi Magnús Sigmundsson, markvörður ÍR, eftir leikinn en hann átti mjög góðan leik í gærkvöldi. „Þeir voru miklu betri“ FH-ingar voru ekki mjög kátir eftir leikinn enda engin ástæða til. „Þeir voru einfaldlega miklu betri í 50 mín- útur og sigur þeirra var mjög sann- gjarn. Það er ljóst að við verðum að ná toppleik á föstudagskvöldið ef viö eigum að komast í úrslitaleikina," sagði Kristján Arason eftir leikinn. FH-liðið lék illa í fyrri hálfleik og þá var vamarleikur Uðsins mjög slakur. í þeim síðari breyttu FH- ingar um vöm, úr 6-0 í 5-1, og varn- arleikur þeirra gerði það fyrst og fremst að verkum að leikurinn varð spennandi í blálokin. „Kjarkmiklir dómarar“ Að gefnu tilefni er rétt aö greina frá frammistöðu dómara leiksins, þeirra Gunnars Kjartanssonar og Óla Óls- en. í kynningu fyrir leikinn voru þeir taldir kjarkmiklir að mæta til leiks og segir það meira en mörg orö um ástandið í handboltanum í dag. Þeir skiluðu sínu hlutverki mjög vel, einn og einn dómur orkaði tvímælis eins og gengtir en á heildina var dóm- gæsla þeirra Gunnars og Óla þeim til mikils sóma. Og spakur maður, sem lengi hefur starfað að dómara- málum, sagði eftir leikinn: „Svona dæma dómarar hér ef þeir fá starfs- frið.“ -SK Öflugur Tælcndingur James Wattana frá Tælandi komst i gærkvöldi í undanúrslit heims- meistaramótsins i snóker sem fram fer í Sheffleld á Englandi þegar hann sigraði heimsmeistarann frá 1991, John Parrott, 13-6, Wattana mætir Jimmy White frá Englandi í undanúrslitura og þar mætast einnig Skotarn- ir Stephen Hepdry og Alan McManus. White vann Dennis Taylor, 13-8, í gær, Hendry vann Nigel Bond, 13-7, og McManus vann Neil Foulds, 13-11. Fyrsti fundur KR-klúbbsins er kl. 20.30 í kvöld í KR-heimilinu. Allir hvattir til að mæta. Einu sinni KR-ingur ávallt KR-ingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.