Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Hvalveiðaraf IMumbátum Fulltrúar Dana á ársfundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins í Japan í næsta mánuði munu styðja að gefnir verði út kvótar til eins árs til að veiða hval, einkum hrefnu, af litluxn bátum nærri landi. Samkomulag náðist um þetta með Mltrúum dönsku ríkis- stjórnarinnar og fulltrúum fær- eysku landstjórnarinnar og grænlensku heimastjómarinnar. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, samdi fyr- irmæli þar aö hitandi i gærtnorg- un í samvinnu við umhverfis- nefnd danska þingsins. Petersen sagðist ekki reikna með árekstrum á fundi hvalveiði- ráðsins vegna hrefnuveiða Norð- manna í ár. Hvala-Watson á yfirhöfðisér ákæruíNoregi Allar líkur eru á að Paul Watson, foringi bandarísku umhverfissam-; ■; takanna Sea Shephcrd, verði ákærður fyrir alvarleg skemmdarverk í Noregi fyrir til- ramt til að sökkva hvalbátnum Nybræna í fyrrahaust. Að sögn norður-norska blaðs- ins Nordlys er lögreglurannsókn málsins að ljúka og verður það sent saksóknara til ákvöröunar innan skamms. Watson á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisvist verði hann ákærður og fundinn sekur. Ekki eru þó miklar líkur á að hann og samverkamaður hans verðí framseldir frá Bandarikjunum eða Kanada, komi þeir ekki til Noregs af fúsum ogftjálsum vilja. Watson segist vera tilhúinn að koma fyrir rétt í Noregi. Efnahagssam- drátturiFrakk- landiútþettaár Edmond Alphandéry, efna- hagsmálaráðherra Frakklands, telur næsta víst að áframhaldí samdráttur verði í frönsku efna- hagsM út þetta árið. í yfirlýsingu frá fjárhagsnefnd öldungadeildar franska þingsins sagði að ráðherrann hefði á þriðjudag ..dregið upp mjög dökka mynd af efnahagsásiand- inu.“ Ráðherrann sagði í ræðú á fundi nefndarinnar að auknum fjárlagahalla væri m.a. um að kenna. Þá hafði hann áhyggjur af efnaliagsástandi f heiminum. ; VinsældirClint- onsfaradalandi eftir 100 daga Bill CUnton Bandaríkjafor- seti, sem ætlaði sér aö vekja aðdáun kjós- endameðverk- um sínum fyrstu eitt hundrað dag- ana í embætti, er þess í stað far- iim að dala í augum almetmings. Þetta eru niöurstöður skoðana- könnunar sem sjónvarpsstöðin ABC og blaðið Washington Post birtu í gær. Þrjátíu og fimm prósent að- spurðra sögðu að hann stæði sig bétur en þeir hefðu átt von á en voru 38 prósent fyrir tveimur mánuðura. Kiizau ou Reuter 11 Útlönd Bandaríkjamenn breyta afstöðu sinni til kvenna 1 flugher og flota: Konur f á líka að skjóta - níu flugkonum verða þegar í stað fengnar orrustuþotur til umráða Til þessa hefur bandarískum konum verið bannað að berjast með flugher og flota landsins. Þær hafa fengið stöður þar en ekki fyrr en nú er lík- legt að þær lendi í eldlínunni. Nú í vikulokin fá tíu konur orr- ustuþotur til umráða og er ætlað að Jeannie Flynn frá St. Louis I Bandaríkjunum fær F-15E orrustuþotu til um- ráða. Hún dúxaði I flugskóla hersins og er I hópi þeirra tíu kvenna sem nú eru fullgildir herflugmenn. Simamynd Reuter þannig að breytt hlutverk þeirra er ekkert leyndarmál. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort konur fá að gegna öllum stöðum í landhernum. Nú er ekki mælt með því að þær séu í árásarsveitum þar sem búast má við að maður berjist á mótimanni. NTB FORD ECONOLINE Club Wagon - 11 farþega Árg. 1992-7,31. Dísil — Sjálfskiptur með öllu. Verð kr. 2.800.000. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 - Beinn sími í notuðum bílum er 676833. gegna þar skyldum til jafns við karl- ana. Þær verða í flugsveitum flotans. í öllum tilvikum eru um að ræða konur sem hafa náð afburðaárangri í herskólum og því ekki talið fært að halda þeim frá herþotunum. Nú fá konur ekki stöður á kafbátum en að öðru leyti hafa þær unnið sér rétt til jafns við karla. Opinberlega hefur ekki enn verið tilkynnt um þessa breytingu en búist er við að Les Aspin vamarmálaráð- herra geri það allra næstu daga. Konurnar hafa hins vegar þegar komið fram í hinum nýju stöðum Ný stjórn komin á kopp- inn á Ítalíu Carlo Azegho Ciampi, ný- skipaður for- sætísráöherra Ítalíu, kynnti breiða sam- steypustjórn sína í gær og í fyrsta skipti í 46 ár eru félagar úr fyrrum kommún- istaflokki landsins á valdastólum. Ríkisstjórn seðlabankastjórans Ciampis er ætlað að sitja til bráða- birgða þar til kosið verður sam- kvæmt nýju kosningafyrirkomulagi sem ítalir samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta fyrr i mánuðinum. Meðal ráðherra í stjóminni eru þrír úr röðum lýðræðislega vinstri- flokknum sem áður var kommún- istaflokkur. Það er talinn vera mikill sigur fyrir Ciampi að hafa tekist að sannfæra þá um að taka sæti í ríkis- stjóm. Flokkurinn hafði til þessa verið stærsti stj órnarandstöðuflokk- urinn. Þrír græningjar em einnig í nýju stjóminni og hefur það ekki gerst fyrr á Ítalíu. Nýaðferðgetur greintalzheimer Bandarískir vísindamenn skýrðu frá því í gær að með því að nota nýja aðferð við að greina alzheimerssjúk- dóminn hefðu þeir komist að raun um efnaójafnvægi í heilanum sem virtist vera einskorðað við þá sem þjást af sjúkdómi þessum. Dr. Brian Ross og samstarfsmenn hans í Pasadena í Kalifomíu sögðu að þeir notuðust meðal annars við háþróaða segulómunartækni. Prófiö tekur um tíu mínútur en hefðbundin minnis- og taugasálfræðileg próf taka lengri tíma og þykja ekki jafn áreið- anleg. Reuter HANN ER KOMINNIBÆINN OG ÞARF A B DREPA TÍMANN! NYNDBO Hún er komin aftur, skepnan utan úr himingeimnum og er nú á veiðum í Los Angeles. Lögreglunni er ekki vel við þessa hjálp, en skepnan veiðir ótýnda glæpamenn og murkar úr þeim liftóruna á hrottalegasta máta. Láttu hana ekki fram hjá þér fara, þessa pottþéttu hasarmynd með Danny Glover, Gary Busey, Maria Conchita Alonso og Bill Paxton. Leigðu Predator 2 með íslenskum texta. Hún fæst á öllum betri myndbandaleigum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.