Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Fréttir Verkamannafélaginu Dagsbrún kennt um að ijúfa samflot ASÍ-félaganna: Hrein ósannindi - segir Guðmundur J. Guðmimdsson, formaður félagsins Dagsbrún er kennt um að samflot ASI-félaganna fór út um þúfur. Hvers vegna vilduð þið ekki skrifa undir samninga um rikisstjórnar- pakkann? „Ástæðan fyrir þvi var sú að um var að ræða 18 til 24 mánaða samn- ing. Það vita allir að nú eru viðsjár- verðir tímar. Samt eru engin rauð strik í þessum samningi. Við gæt- um staðiö eftir með 25 prósent minni kaupmátt og vaxandi at- vinnuleysi án þess að geta gert nokkum skapaðan hlut. Það eru engar tryggingar í samningnum og forysta ASI sótti ekki einu sinni um þær. Ofan á allt saman höfum við alls ekki getað fengið þaö fram hjá ríkisstjóminni hvemig hún ætlar að fjármagna lækkun matarskatts- ins. Verður það á kostnað samneysl- unnar? Ekkert svar. Ég hef vanist því að ef verið er að gera góða samn- inga sé samið til lengri tíma. En í algeru öryggisleysi eins og nú verða þeir að vera til stutts tíma.“ Allt lokað Allir viðurkenna efnahagserfið- leikana nú um stundir. Er raun- hæft að ætla að ná betri samning- um en þarna voru í boði? „Ég skal ekkert um það segja. En við svona aðstæður, þar sem reikna má með áframhaldandi kaupmátt- arrýmun, er nauðsynlegt að hafa rauð strik í samningnum sem gefa möguleika á opnun hans og endur- skoöun ef úr hófi keyrir. Það er ekki til í þessum samningi sem boðinn var, jafnvel ekki þótt um gengisfellingu yrði að ræða. Það er allt lokað okkar megin en aUt opið til hækkunar hinum megin. Kalla menn þetta kjarasamninga?" Metur þú þá að engu lækkun matarskatts sem margir telja að koma mundi láglaunafólki mjög til góða? „Hvað er í þessu loforði um lækk- un matarskatts? Hún á að koma til framkvæmda um næstu áramót. Hins vegar á að greiða niður ákveðna vöruilokka fram að því. Og hvað á að greiða niður? Mjólkin verður þar ekki með, kindakjöt ekki heldur og grænmeti þaðan af síður. Aftur á móti átti aö greiða niður hrossakjöt og hvítt kjöt og unnar kjötvörur átti að greiða nið- ur um 3,5 prósent. Og mjólkuraf- urðir átti að greiða niður um 8 pró- sent. Er þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir?“ Hrein ósannindi En loforð um peninga til atvinnu- sköpunar og vaxtalækkun, eru þau einskis virði? „Ég hef engin svör fengið frá rík- isstjóminni hvemig hún ætlar að taka á atvinnuleysinu. Það hafa alls engin svör um það verið gefin, annað en tímabundnar fram- kvæmdir við vegagerð. Vaxtalækk- un segir þú. Bankastjórar undirrit- uðu við gerö þjóðarsáttarsamninga að vextir myndu ákvarðaðir með hliðsjón af verðbólgunni og lækka ef hún lækkaði. Verðbólgan fór úr 27 prósentum niður í 2 prósent. Þrátt fyrir þetta lækkuðu vextir ekki. Þvert á móti, þeir hækkuðu um 0,1 prósent. Nú lýsir aðalbanka- stjóri íslandsbanka því yfir að eng- inn grundvöllur sé til vaxtalækk- unar og ekki fyrirsjáanlegur. Hvetju er þá ríkisstjómin að lofa í þessum efnum?“ Nú rjúfið þið samflot ASÍ með því að neita að skrifa undir ríkisstjórn- arpakkann. Finnst þér þú ekki axla mikla ábyrgð með þessu? „Það em hein ósannindi hjá Benedikt Davíðssyni að segja þetta nú. Ég hafði fyrir löngu lýst því yfir að Dagsbrún skrifaði ekki und- ir þessa samninga. Ég hef þrisvar haldið ræðu þar sem ég hef til- kynnt þetta. Við vildum hins vegar ekki ijúfa samílotið meðan áldeilan stóð yfir en menn vissu ákvörðun okkar þá þegar. Benedikt Davíðs- son ætlaöi að einangra okkur og tókst að fá Davíð Oddsson til þess að opna fyrir það að samið yrði án þátttöku Dagsbrúnar. Vinnuveit- endur höfnuöu því aftur á móti aö láta Dagsbrún dansa lausa. Varð- andi hvort ég tefii mig axla mikla ábyrgð í þessu efni þá er svarið nei. Mér finnst ég hafa sýnt mikla ábyrgö gagnvart minum félags- mönnum. Við höfum haldið tvo þúsund manna fundi og trúnaðar- mannaráðsfundi auk stjómar- funda og við erum ekki að gera annað en að fara að vilja félags- manna. Við höfum bókstaflega ekki heimild til að undirrita svona samninga." Tilbúnir til forystu Þið öfluðuð ykkur verkfallsheim- ildar. Þú segir nú að þið séuð ekk- ert á leið í verkfall. Til hvers var þá verkfallsheimildarinnar aflað? „Við erum tilbúnir að gera skammtímasamning sem Vinnu- veitendasambandið er aö opna á Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson núna. Þaö er því ekki hyggilegt að fara að beita verkfallsvopninu meðan þaö mál er athugað. Þegar við óskuðum eftir og fengum verk- fallsheimildina vorum við að vona að öll verkalýðsfélögin gerðu það líka. Að þau kæmu svo eins og steypiflóð og hótuðu að beita verk- fallsvopninu. Við Dagsbrúnar- menn vorum tilbúnir til að vera í forystu þar. Hefði það gerst væri fyrir löngu búiö að semja- Bjöm heitinn Jónsson, fyrrverandi for- seti ASÍ, sagði eitt sinn að verka- lýðshreyfingin væri svo sterk að hún vissi ekki afl sitt. Sú ömurlega staðreynd stendur eftir að hún veit sitt afl í dag. Það er alger undan- sláttur. Það er kastað af sér hverri kröfunni á fætur annarri. Styrkur Alþýðusambandsins er hræðilega litiil og hefur verið það síðastliðin 12 ár. Á þessum tíma hefur allur DV-mynd Brynjar Gauti máttur verið dreginn úr verkalýðs- hreyfingunni. Þaö er enginn sam- takamáttur til. Hagfræðingar reikna og menn taka það sem stóra- sannleik. Það er ekki lengur treyst á fólkið sjálft. Forystumenn Al- þýðusambandsins hafa ekki staðið á kassa og skorað á fólk að standa sig. Einfaldar yfirlýsingar eru látn- ar duga.“ Röng verkalýöspólitík Dagsbrún hefur nokkrum sbm- um óður klofið sig út úr samfloti. Hvað hafið þið unnið með þvi eða rekst Dagsbrún svona illa í flokki? „Jafiivel þótt okkur þyki félagið ekíd alltaf nógu sterkt þá er það miklu sterkara en þorrinn af verkalýðsfélögunum, miklu vog- aðra og er ekki dautt úr öllum æðum. Þess vegna höfum við talið okkur á stundum fá meira út úr því að róa einir á báti en að vera í skipsrúmi með öðrum.“ Þú segir að Dagsbrún sé sterk. Hún var viðurkennt forystufélag fyrir allmörgum áður. Er ekki búið að draga úr ykkur vígtennumar? Yrði Dagsbrúnarverkfall í dag jafh áhrifaríkt og það var 1955? „Nei, það yrði það ekki. Það hefur svo margt breyst síðan þá. Allir vöruflutningar hafa dreifst um landiö, svo dæmi sé tekið. Samt sem áður eru ýmsar lykilæðar enn í gegnum Dagsbrún og Dagsbrún- arverkfall myndi fljótt segja til sín. Ég hafna því að búið sé að draga vígtennumar úr félaginu." í allmörg ár hefur samvinna for- ystu ASÍ og Dagsbrúnar verið stirð. Breyttist það ekkert við manna- breytingar í forystu ASÍ á síðasta hausti? „Nei, alls ekki.“ Hvers vegna ekki? „Vegna þess að það er alveg sama pólitíkin uppi hjá þessari forystu og hinni sem var. Þaö er að mínu mati röng verkalýðspólitík. Jafnvel þótt tómstundalíf fólks hafi mikiö breyst á síðustu árum og ef til vill veikt hreyfinguna þá er ég sann- færöur um að verkafólk upp til hópa er róttækara en forysta ASÍ í verkalýðspólitík. Ég fullyrði að for- ysta ASÍ hefur í þessum samning- um frekar oröiö til að draga úr en að ýta undir. Hún er að mínum dómi algerlega úr tengslum við fólkið í landinu." Hvers vegna er svona komið? Hvað er að í verkalýðshreyfing- unni? „Það hefur ekkert verið gert til að efla baráttuanda sem hefur ver- ið að dofna af ýmsum ástæðum. Það er í öllu farið eftir útreikning- um sérfræðinga á sama tíma og forystan fjarlægist hinn almenna mann í félögunum. Þetta er stað- reynd hvað sem hver segir og margir samverkandi þættir eru orsökin.“ Skil ekki við Dagsbrún í böndum „Þú hefur haft orð á þér fyrir að vera baráttujaxl í verkalýðshreyf- ingunni. Nú er því haldið fram af ýmsum að þú sért að undirbúa brotthvarf þitt úr verkalýðsmálun- um. Þú viljir kveðja með bravúr og hafir þvi neitað að skrifa undir samninga um ríkisstjórnarpakk- ann. Þú viljir kveðja með því að ná meiru fram. „Þetta er ekki rétt kenning varö- andi þessa samninga. Ég get sagt þér það að fátækt í Reykjavík er meiri en margan grunar. Ég full- yrði að þriðjungur vinnandi fólks hefur varla til hnifs og skeiðar um þessar mundir. Annar þriðjungur er rétt yfir mörkunum með ýtrasta spamaði. íslendingar hafa nefni- lega alltaf svaraö kjararýmun dag- vinnulauna með því aö bæta við sig aukavinnu. Nú er hún ekki fyrir hendi. Fólk þarf að lifa á strípuðum töxtum og þá blasir kaldur vem- leikinn við. Það er engin leið að lifa af dagvinnulaunum. Viö erum nú að sjá afleiðingar kolvitlausra fjár- festinga í landinu síðustu árin. Það hefur enginn sagt neitt við þeim. En ef dagvinnutaxtar verkafólks hafa átt að hækka þá verður allt vitlaust. Þá er gengisfellingum beitt og öðrum ráðum til að ná slík- um kauphækkunum af mönnum. Af hverju hafa menn bara verið á veröi gagnvart kaupinu en offjár- festing í hverri vitleysunni á fætur annarri hefur verið látin átölulaus? Allt þetta blasir nú við okkur. Hitt er rétt að það fer að styttast í að ég dragi mig í hlé. Og ég ætla ekki aö skilja Dagsbrún eftir bundna í báða skó í 18 til 24 mánuði í vax- andi atvinnuleysi og ástandiö svip- að því og var á kreppuárunum þeg- ar ég var að alast upp.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.