Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 30
röSBTtMótíR Kvikmyndir One False Move: Áhugaverðar persónur í oíbeldismpd Um miðja næstu viku mun Laugarásbíó taka til sýningar saka- málamyndina One False Move, kvikmynd sem vakið hefur mikla athygli vestan hafs og fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. Hinn þekkti bandaríski kvik- myndagagnrýnandi Roger Ebert skrifaði: „One False Move er saka- málamynd sem lyftir þér upp og ber þig áfram í rísandi spennu, kvikmynd sem gerð er af ótrúleg- um krafti. Á stuttum lista yfir bestu kvikmyndir um ofbeldisfulla glæpamenn á One false Move að vera í heiðurssæti við hlið mynda eins og In Cold Blood, Henry: Portrait of a Serial Killer, Bad- lands, The Executioner’s Song og At Close Range. One False Move er mikil kvikmynd, ein af þeim bestu á árinu og kynnir komu hæfi- leikaríks leikstjóra, Carl Frankl- ins.“ Svo mörg voru þau orð Eberts og ekki lítið hrós um kvikmynd Kvikmyndir Hilmar Karlsson leikstjóra sem ekki hefur áður leik- stýrt kvikmynd í fullri lengd. Eins og komið hefur fram íjallar One False Move um glæpi og glæpamenn. Handritið skrifuðu Billy Bob Thomton og Tom Epper- son. Myndin byrjar á því aö segja eina sögu um þijá glæpamenn sem eru á flótta frá Los Angeles til Ark- ansas og endar á því að segja tvær sögur. Seinni sagan er um sam- skipti lögregluforingja í smábæ og tveggja harðra lögreglumanna frá Los Angeles sem koma til Arkansas til að hjálpa til að hafa uppi á glæpamönnunum og leggja gildru fyrir þá. Myndin skýrir nokkuð jafnt frá athöfnum glæpamann- anna og lögreglunnar um leið og upp á yfirborðið kemur samband sem er á milli þessara tveggja hópa. Handritshöfundur og leikari Eitt aðalhlutverkið í One False Move leikur Billy Bob Thorton. Hann skrifar einnig handritið, sem hefur mikið verið lofað, ásamt æskuvini sínum Tom Epperson. Leikur Thorton hinn illskeytta Ray sem er moröingi og eiturlyfjasali, Cynda Williams leikur unnustu hans í myndinni en þess má geta að hún er eiginkona Thortons. Það þarf engan að undra að myndin er látin gerast að miklu leyti í Arkansas, bæði Thorton og Epperson ólust upp á þeim slóðum. Thorton hefur verið viðloðandi leiklist allt frá því að hann var í barnaskóla. Eftir að hafa ferðast um með leikhópum og leikið í hljómsveitum ákvað hann að verða um kyrrt í Los Angeles. Þar byrjaði hann ásamt félaga sínum að skrifa kvikmyndahandrit og seldi nokkur en One False Move er það fyrsta sem notað hefur verið. „Þessi kvik- mynd kom ekki neins staðar að. Margt er úr raunveruleikanum, ekki þó söguþráðurinn en bak- grunnurinn, persónumar og raun- sæið. Thorton segist hafa notið þess að skrifa handritið af One False Move en segir að það sé alls ekki ætlun hans að festast í að skrifa ofbeldisfull handrit. Hans uppá- haldshandritahöfundur er Horton Fobte og segir Thorton takmark sitt að skrifa gott dramatískt hand- rit um líf venjulegs fólks og nefnir Tender Mercies sem frábært slíkt handrit. Carl Franklin „Hann er besti leikstjóri sem ég hef Þrátt fyrir mikið ofbeldi hefur One False Move fengið mjög góðar viðtök- ur. unnið með,“ segir Bill Paxton um Carl Franklin en Paxton leikur einn lögreglumanninn. Carl Franklin hafði gengið ágætlega á leiklistarbrautinni áður en hann sneri sér að leikstjóm. Sem leikari byrjaði Franklin feril sinn á ekki ómerkari hátíð en Shakespeare Festival í New York en flutti fljót- lega til Los Angeles þar sem hann hefur búið í mörg ár. Lék hann jöfnum höndum í leikhúsi og sjón- varpi í tvo áratugi, oft stór hlutverk en var samt alltaf baka til, ef svo má að orði komast. Árið 1986 ákvað hann að tími væri kominn til að auka þekkingu sína.og settist á skólabekk í Amer- ican Film Institute þar sem hann útskrifaðist tveimur árum síðar úr leikstjórnardeild. Hans fyrstu verkefni sem leikstjóri var fyrir Roger Corman og fetaði hann þar með í fótspor margra þekktra leik- stjóra sem hafa byijað feril sinn hjá Corman. Ekki leikstýrði hann þó kvikmyndum í fullri lengd held- ur var sjónvarpið hans vettvangur. Lokaverkefni hans við American Film Institute, Punk, varð til þess að honum var boðið að leikstýra One False Move. Þegar því var lok- ið tók hann að sér kennslu við AFI og vann í leiðinni að gerð sjón- varpsþátta sem nefndir voru Shel- ton Avenue. í þessum þáttum er fylgst með einni svartri fjölskyldu yfir eina helgi. One False Move hefur orðið til þess að beina augum manna að Carl Franklin sem varla getur tal- ist til ungu reiðu svörtu mannanna í Hollywood, enda maður með tveggja áratuga reynslu í kvik- myndabransanum, en þarna er greinilega kominn leikstjóri sem á eftir að láta að sér kveða í framtíð- inni. -HK Kvikmyndahátíðin í Cannes: Eins og mörgum er kunnugt verður kvikmynd Óskars Jónas- sonar, Sódóma Reykjavík, meö í helstu hliðarkeppninni á kvik- myndahátíðinni í Cannes sem verður haldin 13.-24. maí. Er þetta mikil viöurkenning fyrir Óskar og kvikmynd hans og verður gaman að fylgjast meö gengi hennar á þessari virtustu kvikmyndahátíð í veröldinnl Það sem vekur kannski mesta athygli þegar listinn yfir þær kvik- myndi sem sýndar verða í Cannes er skoðaður er hve hlutur Banda- ríkjanna er lítill miðaö við fyrri ár en bandarískar kvikmyndir hafa hirt mörg stærstu verðlaunin á undanfórnum árum. Þess í stað eru breskar og franskar kvikmyndir mest áberandi. Hápunkturinn að margra mati verður samt hvorki bresk, banda- rísk eða frönsk kvikmynd heldur er beðið með mestrí eftirvæntingu eftir nýjustu kvikmynd Wim Wenders sem er framhald Hiroins yfir Berlín sem að raargra mati er besta kvikmynd Wenders hingað til. Aðrir þekktir leikstjórar, sem eiga nýjar kvikmyndir á hátíðinni, eru Akira Kurosawa, Peter Gre- enaway og Taviani-bræöur, svo að einhveijir séu nefndir. í þetta skipti eru þaö aðeins þrjár bandarískar kvikmyndir sem keppa um aöalverðlaunin, Gull- pálmann og fimm aörar sem sýnd- ar verða utan keppni en nokkrar kvikmyndir, sem aöstandendur hátíöarinnar gerðu sér vonir um að yrðu frumsýndar í Cannes, fást ekki á hátíöina. Má þar nefna nýj- ustu mynd Martin Scorsese, Jonat- han Demme ogRobert Altman. „Ég reyndi allt sem ég gat til að fá að sýna þessar myndir,” segir aðal- skipuleggjari hátiðarinnar, Gilles Jacob, „en greinilegt er að áherslu- breyting hefur orðið hjá bandarísk- um framleiðendum og svo eru sum- ar myndanna, sem hefðu komið til greina á hátíðina, ekki tilbúnar." Áður hafði verið auglýst að loka- mynd hátíðarinnar yrði nýjasta kvikmynd Steven Spielberg, Ju-: rassic Park, en nú hefur henni ver- ið kippt út og lokamynd hátíðar- innar verður franska myndin Toxic afair með Isabella Adjani í aðalhlutverki. Á síðasta ári var fjórðungur allra mynda, sem sýndar voru á kvik- myndahátiðinni í Cannes, banda- rískar. Það var til þess að einhverj- ir fóru að kalla hátíðina „Holly- wood á Rivierunni”. Jakob sagði víð blaðamenn að á undanförnum árum hefðu hann og starfsmenn hans verið ásakaðir um að gera bandarískum kvikmyndum of hátt undir höföi en nú væri hann ásak- aður fyrir að hafa þær of fáar. Sú breska kvikmynd, sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvænt- ingu, er nýjasta kvikmynd Ken- neth Brannagh, Much Ado About Nothing, sem byggð er á leikriti eftir William Shakespeare. Auk Brannagh og eiginkonu hans, Emmu Thompson, leika í mynd- inni Micliael Keaton, Denzel Was- hington og Keanu Reeves. Að undanfömu hafa margir úr kvikmyndaheiminum lagt öflun fjár til styrkar rannsóknum á al- næmi lið sitt og verður haldin mik- U veisla í Cannes 20. maí þar sem vonast er til að safnist miUjón doll- arar. Þeir sem standa fyrir þessari hátíö eru meðal annars Elizabeth Taylor, Pedro Almodovar, Bern- ardo Bertolucci og Anthony Hopk- ins. Plaköt, sem gefin hafa verið út fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes, hafa ávallt vakið athygli, Á plak- atinu í ár verður mynd af Cary Grant og Ingrid Bergman í kvik- mynd Alfred Hitcheocks, Notorío- us. Eru þau í atriði sem margir vUja meina að sé lengsti kossinn á hvíta tjaldinu. Notorious var gerð 1946 og það er einmitt fyrsta árið sem kvikmyndahátíöin í Cannes var haldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.