Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVÉRHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sjávarútvegsstefnan Þegar þetta er skrifað ríkir enn óvissa um hvort frum- vörp um fiskveiðistjómun verða lögð fram og afgreidd fyrir þinglok. Þar veldur ágreiningur innan stjómar- flokkanna. Tvíhöfðanefndin hefur skilað tillögum sínum og samkomulag virðist vera innan ríkisstj órnarinnar um þær tillögur í stórum dráttum. Sjávarútvegsráðherra hefur gert lítils háttar breytingar á tillögunum, sem em gerðar til málamiðlunar. Sú tilraun hefur ekki borið til- ætlaðan árangur og það hefur hleypt málinu í hnút. Umræður um sjávarútvegsmál fóm fram á Alþingi í fyrradag. Þær vora á dagskrá fyrir frumkvæði Alþýðu- bandalagsins sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem felur það aðallega í sér að sjávarútvegsnefnd Alþing- is verði fahð að leggja fram tillögur um fiskveiðistjóm- un. Umræðumar leiddu það eitt í ljós að Alþýðubandalag- ið er einangrað í afstöðu sinni og munar þar mestu að flokkurinn virðist ekki hafa mótað sér neina marktæka stefnu. Alþýðubandalagið reið ekki feitum hesti frá þess- ari þingumræðu en hitt var þó mikilvægara að umræð- umar leiddu í ljós að ágreiningur er alls ekki eins alvar- legur og fyrirfram var búist við. Drjúgur meirihluti er fyrir áframhaldandi kvótakerfi. Breið samstaða er um að fastari reglur þurfi að gilda um smábátaveiðar. Menn em sammála um að offiárfesting sé vandamál sem þurfi að vinna sig frá. Menn em líka sammála því að selja megi veiðiheimildir til fiskvinnslu- húsa en hafa þann fyrirvara á að kvótasölur almennt skerði ekki hlut sjómanna. Undir þann fyrirvara tók sjáv- arútvegsráðherra. í raun og vem snúast þær deilur, sem enn em á borð- inu, um útgerð smábáta og krókaleyfi. í því sambandi vakti sjávarútvegsráðherra athygh á því að hér er aðeins um að ræða 2% af heildaraflamagninu. Ef staldrað er við krókaleyfin sýnist sanngjamt og skynsamlegt að einhverjar takmarkanir verði settar á þær veiðar. Hluti sjósóknara getur ekki verið stikkfrí á meðan aflamörk era sett á aðra. Andstaða hagsmunaafla smábátaeigenda er ekki sannfærandi þegar þeir halda því fram að skerðing á þeirra hlut komi ekki til greina. Það má hins vegar taka undir þá gagnrýni á málamiðlun- arthlögu ráðherra að heildarafli með banndögum sé vafa- söm aðferð, enda er þá smábátunum att út í ahsherjar- kapphlaup sem getur endað með ósköpum, bæði af hags- munaástæðum og svo beinlínis vegna þeirrar lífshættu sem slík sókn hefur í fór með sér. Nóg er samt af sjóslys- unum, þótt sjómenn séu ekki beinlínis þvingaðir til sjó- sóknar af ótta við að missa eha af veiðikvóta. Ákvæðið um þróunargjaldið mætir vissulega andstöðu afhálfu Framsóknarflokksins og útgerðarmanna en innan stj ómarflokkanna sýnist nokkuð breið og almenn sam- staða um gjaldið og þróunarsjóðinn. Enda væri annað óeðhlegt, þar sem þróunarsjóðurinn er lykillinn að úreld- ingu og hagræðingu í sjávarútveginum sem allir em sam- mála um að eigi að hafa forgang. Arðsemi í sjávarútvegi, þegar th framtíðar er htið, verður aldrei að veruleika nema skipum og fiskvinnsluhúsum verði fækkað. Það er skaði ef Alþingi verður sent heim án þess að hafa afgreitt thlögur tvíhöfðanefndar. Dýrmætur tími tap- ast, óvissa ríkir áfram og ríkisstjómin hefur fýrir vikið enga stefiiu varðandi mikhvægustu atvinnugrein lands- manna, sem þar að auki riðar th fahs í algjöru tómarúmi. Sjávarútvegsráðherra er með miklu betri stöðu heldur en menn áttu von á. Þá stöðu ber að nýta th fulls, meðan tækifæri gefst. Ehert B. Schram Bosnía á Norð- ur-írlandi Það er of mikið sagt að stríð geisi á Norður-írlandi en það ástand sem þar er viðvarandi og hefur nú í vaxandi mæli breiðst til Bretlands sjálfs á sér rætur í þjóðemis- og trúarbragðadeilum ásamt yfir- drottnun erlends ríkis um aldir. Sú hryðjuverkastarfsemi sem enn er stunduð í nafni sjálfstæðis og sam- einingar ætti að vera viðvörun þeim sem telja að unnt sé að stilla tii friðar í Bosníu með hervaidi. Stríðið í Bosníu er ailt í senn, borgarastríð, þjóðemisstríð og trú- arbragðastríð með miklu blóðbaði, og allt þetta giiti á sínum tíma á írlandi. Einn trúflokkurinn, sem er reyndar líka af öðrum þjóðernis- legum uppmna, enskum og skosk- um, fékk sitt eigið yfirráðasvæði við skiptingu írlands fyrir 70 árum, þegar meginhluti þessarar fyrrum einkaeignar Englandskonungs fékk heimastjóm og síðan sjálf- stæði. Á Norður-írlandi urðu eftir tveir trúflokkar og í raun tvö þjóðemi. Þar hefur aila tíð tíðkast og tíðkast enn að meirihlutinn, mótmælend- ur af enskum og skoskum upp- runa, hafa undirokað og kúgað þann þriðjung íbúanna sem er ka- þólskur eins og nær alhr íbúar hins eiginlega írlands. írski lýðveldis- herinn, sem upphaflega var stofn- aður sem skæruhðaher 1919 til aö beijast gegn breskum yfirráðum, klofnaði í borgarastríðinu á írlandi 1922 og meginhiuti hans varð síðan hluti af her írska lýðveldisins, Eire. Sá hiuti sem eftir er herjar enn í Norður-írlandi og verðskuldar tæpast nafnið her, hefur ekki nema nokkra tugi manna, að mati Breta, en nýtur engu að síður samúðar og stuðnings hundruða þúsunda eða jafnvel milljóna íra, ef Banda- ríkjamenn af írskum uppmna eru taldir með. Málstaðurinn er hatur á Bretum og það hatur er að minnsta kosti jafnrótgróið og hatur Serba á múslímskum Tyrkjum og hatur rómversk-kaþólskra Króata á grísk-ortodox Serbum. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Ulster og Eire Nú mætti ætla af fréttaflutningi að Bretar séu að undiroka kaþó- likka á Norður-írlandi og beita þá ranglæti en sá var ekki tilgangur- inn í upphafi. Norður-írland er hluti Stóra-Bretlands vegna þess að tveir þriðju íbúanna krefjast þess og breska stjórnin er skuld- bundin til að virða þann vilja sem settur var fram þegar Ulster eða Norður-írland var skilið frá Eire fyrir 70 ámm. Ástæða fyrir íhlutun Breta 1969 var ofsóknir meirihlutans, mót- mælenda, gegn minnihlutanum, kaþólíkkum. Þetta hefur viðgengist frá örófi alda en á sama tima hefur Norður-írland þróast í aðra átt en hinn hlutinn með þeim afleiðingum að aðeins hluti kaþólíkka vill sam- einingu viö Eire og aðeins hluti íbúa Eire vill samninginn við Norð- ur-írland. Þetta skiptir írska lýð- veldisherinn IRA engu máh. Það er hatrið sem ræður ferð- inni, hatur sem á sér rætur allt aftur á 15. og 16. öld, rétt eins og það hatur sem grasserar á Balkan- skaga á sér rætur aftur í myrkustu miðaldir. Tilgangurinn með hermdarverkum IRA er að halda hatrinu lifandi og viðhalda með því þjóðarvitund og þjóðernistilfinn- ingu. Öfgahreyfingar Ekkert sem Bretar hafa gert á Norður-írlandi hefur breytt þess- um undirliggjandi hugsunarhætti. Ekkert sem erlendur fjölþjóðaher getur gert í Bosníu, þ.e.a.s. ef hann getur nokkuð gert, mun breyta hugarfari íbúa þar. Bretar komu sem verndarar katólskra, nú eru þeir erkióvinurinn, ekki mótmæl- endur. Friðargæslulið í Bosníu myndi lenda í sömu aðstöðu milh þriggja elda. Á Balkanskaga eru enn til öfgahreyfmgar á borð við Ustasha hjá Króötum og Sjetnika hjá Serb- um að ógleymdum skæruliðaherj- um múslíma með margra alda bar- dagareynslu. Þaö kann að friða samvisku umheimsins að skerast í leikinn til að fá frið fyrir fjölda- morðum í sjónvarpi. Staðreyndin er sú að umheimur- inn getur sáralítið gert. Tími hinna miklu hemaöaraögerða er hvort sem er brátt hðinn með sigri Serba. Við tekur skæruhemaður um ófyr- irsjáanlega framtíð og hefndarhug- ur sem lifa mun sjálfstæðu lífi í marga mannsaldra. Gunnar Eyþórsson „Stríðið í Bosníu er allt í senn, borgara- stríð, þjóðernisstríð ogtrúarbragða- stríð með miklu blóðbaði og allt þetta gilti á sínum tíma á Irlandi.“ Skoðanir annarra Peningaígildi hlunninda „Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa fengið felld niður afnotagjöld sín af útvarpi og sjónvarpi. Þau gjöld em í raun skattur, því að menn geta ekki neit- að að greiða þau eigi þeir útvarps- og sjónvarps- tæki. Miðað við greidd laun hjá Ríkisútvarpinu árið 1991 virðist mega meta þessi fríðindi til um 1,5% af launum.... Aðalgalhnn við óbein laun af þessu tagi er ekki sá að þau feh í sér spihingu eða bruðl, held- ur hitt, að þau fela raunverulegan kostnað af starfs- mannahaldi.“ Benedikt Jóhannesson framkv.stj. - Vísbending 26. apríl Ábyrgð stjórnmálamanna engin? „íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei tekið und- ir kröfur almennings um að þeir beri ábyrgð á ákvörðunum sínum og gjörðum. Þeir vita sem er að um leið og látið er undan almenningi einu sinni og einhver sökudólgurinn látinn segja af sér verður erfiðara að standast kröfumar næst. Þess vegna skiptir engu máli hversu spilltir íslenskir stjórn- málamenn em eða hversu miklum fjármunum þeir sóa; þeir munu aldrei missa stööu sína.“ Úr forystugrein Pressunnar 29. apríl Loftfimleikar Alþýðubandalagsins „Staðreyndin er sú, að á síðustu árum hefur Al- þýðubandalagið árangurslaust reynt að ná einingu um stefnu í málefnum sjávarútvegsins. Það hefur velkst fyrir vindum, og á örfáum árum hefur það ýmist gælt við kvótakerfið eða lagst harkalega gegn því.... Hið „sögulega" við þessa póhtísku loftfim- leika er sú staðreynd, að enn í dag hefur flokkurinn ekki gert upp við sig, hvort hann styður kvótakerfið eða sóknarstýringu." Úr forystugrein Alþ.hl., 29. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.