Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 44
Gro Harlem verður fyrir hörðum árásum í bók eftir flokksbróður: Óvænt lýst sem útsmognum ref - flokksmenn hafa brugðist ókvæða við og saka bókarhöfund um smekkleysu Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, er ekki vön því að fá á sig gagnrýni fyrir harðlyndi og pólitísk- an refshátt. Nú heldur einn flokksbræðra hennar því fram i bók aö hún hafi notað sér sjálfsmorð sonar sins til að taka öll völd í flokknum. Stuðningsmenn Gro eiga ekki orð til að lýsa hneykslun sinni á þessari skoðun. Simamynd Reuter Gro Harlem ávann sér traust Norðmanna fyrir alþýðlega framkomu og sann- girni. Hún var hin mjúka kona sem skar sig úr i hópi allra gömlu og þreyttu karlanna. Hér er hún í hópi barna við upphaf ferils sins í stjórnmálunum. „Hún átti að láta flokksmenn vita áður af fyrirætlunum sínum og gefa þeim þannig tækifæri til að átta sig á nýjum aðstæðum. Þess í stað ákvað hún að segja af sér formennsku öll- um að óvörum og útiloka þannig umræður um stefnu flokksins í mik- ilvægum málum,“ segir norski þing- maðurinn Inge Staldvik í mjög kröft- ugri gagnrýni á Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra í nýrri bók. Gagnrýni Staldvik hefur komið Norðmönnum í opna skjöldu því Gro Harlem hefur nánast setið á friðar- stóh síöustu mánuðina eða allt frá því hún hætti sem formaður Verka- mannaflokksins um áramótin. Það er þó vonum seinna að upp úr sjóði í flokknum en mörgum finnst sem Staldvik hefði getað gagnrýnt Gro með smekklegri hætti en raunin hefur orðið. Staldvik kallar bók sína Nóg er nóg. Þar gerir hann upp við sinn gamla flokk og flokksformann eftir að hafa verið í minnihluta í flokkn- um um hríð og talið sig bera skaröan hlut frá borði. Dauði sonarins dreginn '"inn í stjórnmálin Þegar Gro Harlem sagði af sér for- mennsku um áramótin har hún við að álagið sem fylgdi því að sjá á eftir syni sínum, sem framdi sjálfsmorö mánuði áður, væri sér ofraun og að hún gæti ekki einbeitt sér lengur. Hún viki því sem formaður og menn áttu almennt von á að stóll forsætis- ráðherra losnaði skömmu síðar. Svo fór þó ekki. Ræða Gro vakti grífurlega athygh í Noregi og víðar um lönd því hún er einn af kunnari stjómmálaleiðtog- um í Evrópu. Gro grét í ræðustólnum og áheyrendur stóöu á öndinni. Minnstu munaði að fjölmiðlar misstu af uppákomunni því þeir fíöfðu takmarkaðan áhuga á leiðin- legu flokksþingi. Eftir ræðuna ruku allir upp til handa og fóta. Samúð allra var með Gro og svo er enn því þingmaðurinn Staldvik hefur ekki aflað sér vinsælda með skrifum sínum. Þvert á móti er hann úthrópaður fyrir ósmekklega árás á forsætisráðherrann. Kenning Staldviks er að Gro hafi notað sér dauða sonarins í pólitísk- um tilgangi. Hún hafi spilað út sterk- asta trompinum sem hún átti til að þagga niður í andstæðingum sínum innan flokksins og þá sérstaklega þeim sem eru andvígir inngöngu í Evrópubandlagið. Sakar Gro Harlem um harðneskju Kenning Staidviks gengur upp aö því leyti að flokksmenn hafa ekki þorað að lyfta fingri gegn henni þaö sem af er árinu. Hitt er annað mál hvort hún notfærði sér beinlínis sjálfsmorð eigin sonar í hinni póht- ísku refskák. Því trúa Norðmenn al- mennt ekki. En Staldvik gengur enn lengra og segir að Gro fari með yfirgangi í flokknum. Hún hafi um sig hirð já- bræðra sem hún stjórni eins og strengjabrúðum. Þetta er ekki sú ímynd sem Gro hefur meðal almenn- ings. Hún þykir móðurleg og ræðan fræga á flokksþinginu þótti sanna að hún tæki sína eigin fjölskyldu fram yfir póhtískan ávinning. í bók Staldviks kemur Gro fram sem harðneskjuleg kona, tilfinninga- laus og ósanngjöm. Sjálf hefur hún ekkert vfijað segja um ásakanir Staldviks og aðstoðarmenn hennar hafa fengið það hlutverk að svara bókarhöfundi fuhum hálsi. Orðlausir yfir smekkleysunni Blaðafuhtrúi hennar, Öystein Singsaas, segir að ummæhn í bókinni séu ósönn, særandi og ótrúlega smekklaus. „Gro átti í miklum erfið- leikum í einkalífi sínu þegar hún flutti ræöuna. Ég á ekki orð til lýsa því hve það er iha til fundið að segja að hún hafi notað sér samúö í sinn garð sem tromp í póhtískum leik,“ segir Singsaas. Rune Gerhardsen, forseti borgar- stjómar í Ósló og líklegur fokksfor- maður í frmatíðinni, hefur einnig tekið svari Gro og segir að sér komi fuhyrðingar Staldviks algerlega í opna skjöldu. Gerhardsen á þó sam- kvæmt kenningu bókarinnar að hafa misst öll sph úr hendi sér við ræðu Gro á flokksþinginu. Hann hefur far- ið fyrir andstæðingum Gro innan verkamannaflokksins. Valdarán? Staldvik segir að það hafi verið eins og hvert annað valdarán að gefa flokksmönum aðeins sólarhring th að velja nýjan formann. Þá var kjör- inn Thorbjöm Jagland samkvæmt vhja fráfarandi formanns. Flestir bjuggust við að fá lengri tíma th umhugsunar. „Ég fann aldrei th þess á flokks- þinginu, og heldur ekki síðar, að Gro ætlaði að nota fjölskylduhagi sína sér th framdráttar. Ég skh ekki þetta tal um valdarán í flokknum,“ segir Ger- hardsen. -GK FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 Gro Harlem Brundtland hefur reynt að sameina störf við lands- og hússtjóm. Gro Harlem Brundtland: Forsætis- ráðherra í uppvaskinu „Ég hef ekki hlakkað th neins eins og að verða móðir. Ég held aö hlutverk móðurinnar krefjist ekkí minni ábyrgðar en að stjórna ríki,“ sagði Gro Harlem Brundtíand, forsætisráðherra Noregs, þegar hún leit um öxl eftir tíu ár á toppnum í norskum stjórnmálum. Hún varð formaður norska verkamannaflokksins og forsæt- isráðherra skamma hríð árið 1981 eftir að Oddvar Nordli hrökkl- aðist frá. Stjómin stóð tæpt og Gro varð að segja af sér sama ár. En hún hefur upp frá þessu verið í fremstu röö áhrifamanna í Nor- egi og var konan sem umfrara aðrar hnekkti veldi karlanna í stjómmálunum. Hún varð fyrst kvenna flokks- formaður og forsætisráöherra. Tíu árum eftir það vom konur búnar að taka völdin í tveimur öðrum flokkum; Kaci Kuhmann Five í íhaldsflokknum og Anna Enge Lahnstein í Miöflokknum. Stjómmálaferhl Gro hefur ekki veriö snurðulaus. Hún hefur þrí- vegis orðið forsætisráðfTerra og farið fyrir minnihlutastjórnum sem hafa átt i erfiðleikum með að koma málum fram. Nú hefur hún farið fyrir landsstjórninni frá haustinu 1990 og er traustari í sessi en oftast áöur. Gro er Iæknir aö mennt Hún er fædd árið 1939 og þvi 54 ára gömul. Eiginmaður hennar er Ame Olav Bmndtland og hefur tekist vel upp í hlutverki maka ráðherrans. Þau áttu fiögur börn en einn sonurinn er látinn og dauði hans hefur orðið tilefni nýjasta upphlaupsins í norskum stjómmálum. hlutverki maka forsætisráðherra óaðfinnanlega. Hér er hann að skoða föt í verslun í Reykjavik suniariö 1991. Gro hefur vakið athygli fyrir aö reyna aö sameina húsmóðurstörf- in og landssljómina. Heima sinnir hún uppvaskinu og er að því leyti ólík Kaci Kullmann sem viöur- kenndi eftir að hún var kjörin formaður að eiginmaðurinn sinnti heimhisstörfunum nú einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.