Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 36
52 FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1993 Sérstæð sakamál Eins og ýmsir muna varö banda- ríski kvikmyndaleikarinn Alan Alda frægur fyrir leik sinn sem Hawkeye í sjónvarpsþáttunum MASH. Velgengnin var aö sjálf- sögðu velkomin en þegar Alda haföi notið hennar um hríö fór hann að finna fyrir því hve erfitt var aö fmna þann friö og þá ró sem hann og kona hans, Arlene, vildu fá að njóta með dætrunum þremur sem þau höföu eignast, Beatrice, Eve og Beth. Eftir aö hafa svipast um fundu Alda-hjónin loks hús sem þeim leist á. Það var í smábænum Leonia í New Jersey. Þar bjuggu þá aðeins um níu hundruð manns. Umferð var þar lítil, götur stuttar og yfir- leitt fá hús við hverja. Og þannig var þaö með götuna sem þetta hús stóð við, Dale Drive. Þau hjónin keyptu það og voru ánægð með nágrannana. „Við féllum fyrir töfrum bæjarins og íbúunum," sagöi Alda, „og vor- um viss um að við fyndum aldrei betri stað.“ En stundum er skammt í að friðurinn sé úti þótt engin teikn sé um það að sjá. Þrefaltmorð Sagan gerðist fyrir allmörgum árum þegar dætur Alda-hjónanna voru enn ungar. Dag einn, að lok- inni vinnu, var Alan Alda á heim- leið í bílnum sínum eftir að hafa unnið daglangt við upptökur. Hann opnaði fyrir útvarpið á heimleið- inni og heyrði þá frétt þar sem sagði meðal annars: „Kona og tvær dætur hennar voru myrtar við Dale Drive í Leonia síðdegis." Alan Alda stöðvaði bíhnn við fyrsta aimenningssíma sem hann sá og hringdi heim til sín... en fékk ekkert svar. Þá hljóp hann út að bíinum og ók heim á leiö „eins og geðveikur maður“, svo að notuö séu hans eigin orð um þessa öku- ferð. „Ég gat ekki skiliö hvernig á því stóð að hvorki Arlene né dætur okkar skyldu svara,“ sagði hann „og óttinn innra með mér óx stöð- ugt. Þegar ég kom loks að húsinu okkar stökk ég út án þess að slökkva á bílvélinni og hljóp inn.“ Grét af fögnuði Þegar Alan kom inn í húsið kom hann strax auga á konu sína. Þá kom yfir hann svo mikil þreyta því álagið hafði verið svo mikið á heim- leiðinni að hann hné niður á stól. Svo fór hann að gráta „af fógn- uði“, eins og hann sagði sjálfur. Arlene kona hans vissi í fyrstu ekki hvað um var að vera en þegar hann fór að segja henni frá frétt- inni sem hann haföi heyrt lesna í útvarpið lýsti hún yfir því aö hún hefði sömuleiðis heyrt hana. Og hún gat nú sagt manni sínum frá því sem raunverulega haföi gerst þetta síödegi við þessa litlu og áður friðsömu götu í Leonia sem Alda haföi oft kallað „okkar eigið Shangri La“. Hinn hörmuiegi atburður haföi átt sér stað í fimmta húsi frá heim- ili Aida-fjölskyldunnar. Er lögregl- an haföi komið að því haföi hún fundið húsmóðurina og dætur hennar tvær myrtar en augljóst var að rán haföi verið framið því marga húsmuni vantaði. Ástæöan til þess að Arlene og dætumar svömöu ekki símanum þegar Alan hringdi var hins vegar sú að Alene haföi þurft aö gera inn- kaup og þar eð þetta voðaverk hafði verið unnið í húsi rétt hjá þorði hún ekki að skilja dætumar einar eftir heima og tók þær því með sér. Á Alan Alda. Beatrice og Beth. Joseph Kallinger. meöan þær voru í burtu hafði sím- inn hringt. Eftirtektarsemi Beatrice litlu Skömmu eftir að Arlene hafði heyrt fréttina í útvarpinu, en það var nokkru fyrr um daginn en Alda haíöi heyrt hana lesna, hafði hún rætt málið við dætur sínar. Kom þá fram hjá Beatrice að hún haföi tekið eftir óvenjulegum bfi í göt- unni. Það var gamall vöruflutn- ingabíll og í honum höfðu setið maður og ungur piltur. Haföi bíln- um veriö ekið hægt. Alan fékk að heyra sögu dóttur sinnar og fór þegar með henni til lögreglunnar og tilkynnti henni að dóttir hennar hefði oröið vör við óvenjulegan bíl þetta síödegi. Rannsóknarlögreglumenn sýndu strax mikinn áhuga á sögu hennar. Viðurkenndu þeir að þeir heföu engar vísbendingar fundið um það hver eða hveijir heföu verið að verki. Væm því allar ábendingar vel þegnar. Beatrice gat nú lýst bílnum fyrir þeim og reyndar gerði hún gott betur því hún gat sagt þeim að hann hefði verið með skrásetning- arnúmer frá Pennsylvaníu. Núm- erið sagðist hún ekki hafa lagt á minnið en hins vegar haföi hún tekiö eftir því að á plötunni stóð bókstafurinn „C“ en þaö táknaði að bíllinn var skráður í Philadelpia City, það er Fíladelfíuborg. Ákveðið að leita Lýsing á bílnum var þegar í stað send til Fíladelfíu en jafnframt vom Alan og Beatrice spurð að því hvort þau vildu reyna að hjálpa lögreglunni að finna bílinn. Næsta laugardag héldu þau Alan og Beatrice ásamt með tveimur rannsókarlögreglumönnum í bfi til Fíladelfiu og var haft á orði að í raun væri verið að hefja leit að „nál í heystakki“. Bíllinn, sem leitað var að, væri hann þá í borginni, gat verið hvar sem var, jafnvel að húsabaki. Þótti því margt til þess benda að leitin yrði árangurslaus. En svona verða rannsóknarlög- reglumenn oft að fara að og vill sá hluti starfs þeirra gjaman verða útundan þegar frásagnir em birtar af þeim málum sem þeir fá til með- ferðar. Lögreglumennimir tveir og þau feðginin óku fram og aftur um Fíladelfíu fram eftir degi. Þegar klukkan var orðin fimm var þreyt- an farin að segja til sín og greini- lega skammt í að haldið yrði heim á leið. En þá sagði Beatrice allt í einu: „Gættu þín að stöðva bfiinn ekki hérna, pabbi. Ég er viss um að ég er búin að sjá vörubílinn. Það stóð maður viö hliðina á honum og við skulum ekki láta hann fá grunsemdir með því að staðnæm- ast hérna.“ Michael Kallinger. Kallað á aðstoð Rannsóknarlögreglumennirnir tveir báðu nú Alda að aka að al- menningssíma sem var við enda götunnar og gerðu þeir starfsbræð- rum sínum í borginni aðvart. Varð að samkomulagi að þar tfi þeir kæmu skyldu þau fjögur sem í bíln- um voru leggja honum við símann og bíða eftir að sveit lögreglu- manna kæmi á vettvang. Þar sem bíllinn stóð var ekki það langt í húsið sem vörubíllinn stóð við að ekki mætti fylgjast meö honum. Maðurinn, sem stóð við hann og virtist vera að gera við hann, sýndi ekki á sér neitt fararsniö. Nokkru síðar komu átta óein- kennisklæddir lögreglumenn í tveimur bílum. Þeir óku hægt að húsinu sem vörubíllinn stóð við. Staðnæmdist annar þeirra skammt frá húsinu en hinn nokkuð lengra frá. Annar rannsóknarlögreglu- mannanna, sem voru með Alan og Beatrice, báðu hann nú að aka aö húsinu. Það gerði hann og þegar að því var komið steig lögreglu- maðurinn út. Handtakan Rannsóknarlögreglumaðurinn gekk hægt að manninum sem stóð við vörubílinn. Hann leit sem snöggvast við en það var í sam- ræmi við samkomulag sem hann hafði gert við Beatrice sem fékk nú tækifæri tfi að sjá vel manninn við bfiinn. Hún kinkaði í skyndi kolli til lögreglumannsins til merkis um að þetta væri maðurinn sem hún hafði séð í Leonia. Um leið og hann kom að manninum sagði lögreglu- maðurinn: „Fyrirgeíðu, en þú get- ur víst ekki aðstoðað mig smáveg- is? Ég er að leita að...“ Lögreglumennirnir átta, sem ver- ið höfðu í hinum bílunum tveimur, höfðu nú yfirgefið þá og voru búnir að umkringja húsið. Foringinn úr þeirra hópi gekk nú fram og sagði við manninn við vörubílinn: „Leggðu hendurnar á vélarhlífina og hreyfðu þig síðan ekki eða þú verður skotinn. Ég er lögreglumað- ur.“ Samtímis dró hann upp skammbyssu. Maðurinn ætlaði að sýna mót- þróa en áður en hann gat gert nokkuð voru fleiri lögreglumenn komnir að og handjárnuðu þeir hann. Inni í húsinu voru kona og piltur og gat Beatrice sagt að piltur- inn væri sá sem hún hafði séð með manninum í bílnum. Fullt afþjófagóssi Húsið var nú skoðað og kom þá í ljós að í þvi var varningur af ýmsu tagi og var augljóst að hann var stolinn. Meðal þess sem fannst voru skartgripir sem verið höföu í eigu konunnar sem myrt hafði ver- ið í Leonia. Maðurinn reyndist vera þrjátíu og átta ára og heita Joseph Kallin- ger en pilturinn hét Michael og var aðeins þrettán ára. Reyndust þeir hafa stundað rán og framið morð undanfarið ár. Alls voru innbrotin sem þeir höfðu framið um fimmtíu. Aðferðin sem beitt var var sú að Michael fór að dyrum húsa og bauð til sölu smádót. Þættist hann viss um að húsmóðirin væri ein heima gaf hann fóður sínum merki og kom hann þá. Voru konurnar oft- ast bundnar meðan verðmæti voru borin út í bílinn en reyndust þær mjög erfiðar viðfangs lét Joseph sér stundum ekki nægja að ógna þeim með skammbyssu heldur myrti þær. Frú Kallinger fullyrti að hún vissi ekkert um hvað maður henn- ar og sonur hefðu haft fyrir stafni. Dómurinn Joseph Kallinger var dæmdur að bandarískum sið þegar um mörg morð er að ræða og fékk sérdóm fyrir hvert sem á hann sannaðist. Hann fékk því níutíu og níu ára fangelsisdóm og fær aldrei frelsi aftur. Michael var dæmdur til að fara á hæh fyrir unga afbrotamenn og þar skyldi hann vera í að minnsta kosti tíu ár. „Ég er ánægður yfir því að Be- atrice skyldi hafa haft augun svona vel opin,“ sagði Alan Alda þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Annars er ekki víst að Kallinger- feðgarnir hefðu nokkru sinni náðst og þá hefðu morðin vafalaust orðið fleiri." Og Beatrice var líka mjög ánægð þega hún fékk viðurkenningarskjal frá lögreglunni fyrir aðstoðina sem hún veitti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.