Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 64
F Hafir þu abendingu eða vitneskju um frett, > hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta frettaskotið i hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst,ohaö dagbiað Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: 632700 FOSTUDAGUR 30. APRIL 1993. 4 Seltjamames: Bæjarstlörinn einn um túlkun - aörirfáekkiupplýsingar . „Þessi könnun verður náttúrlega birt og þá breyta einhverjar túlkanir engu, allra síst séu þær óeðlilegar. Sigurgeir verður að stjórna birting- unni á þessu. Við gerum það ekki. En á almennustu nótum þetta er ekki fjarri lagi sem hann er að segja,“ seg- ir Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ. Að sögn Stefáns hefur Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, fengið símleiðis helstu niður- stöður úr skoðanakönnun varðandi skipulagsmál vestast á Seltjarnar- nesi. Á bæjarstjómarfundi á mið- vikudag vildi Sigurgeir þó einungis skýra bæjarfulltrúum frá þeirri túlk- un sinni á niðurstöðunum að ekki —yrði mikið byggt. Frétt DV í gær um túlkun bæjar- stjórans vakti mikla athygli. Sumir viðmælenda blaðsins telja það bera vott um ólýðræðisleg vinnubrögð bæjarstjórans að hann skuh sitja á upplýsingunum og túlka þær að eigin geðþótta í fjölmiðlum. Aðrir tala um að Félagsvísindastofnun hafi brugð- ist hiutverki sínu með því að láta bæjarstjóarann einan fá upplýs- ingamar enda virkur þátttakandi í þeim deilum sem staðið hafa um skipulag byggðar á Seltjarnamesi. -kaa Landsbanki: Helmingur starfsmanna mótmælir Meira en helmingur starfsmanna Landsbankans, eða 558 manns, skrif- aði á undirskriftalista þar sem lax- veiðum bankastjóra og bankaráðs- manna var mótmælt. Listinn var af- hentur í gær og niðurstaðan kynnt á Lankaráðsfundi. Á bankaráðsfundinum var, sam- kvæmt heimildum DV, samþykktur verulegur niðurskurður á risnu og gestamóttöku á þessu ári og því næsta en ekki var rætt um að hætta við lax- veiðitúrinníÞveráísumar. -Ari DV kemur næst út mánudaginn 3. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag til kl. 22, lokað verður á morgun, 1. maí. Opið sunnudaginn 2. maí frá kl. 18-22. Síminn er 632700. LOKI Það haustaði snemma í ár eins og veðurfræðingurinn sagði! Þrír á sjúkrahús eftir < árekstur bíls oa rútu Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Grindavikur- afleggjara í morgun klukkann 8.20. Bíll á Ieið frá Grindavik raim inn á Reykjanesbraut í veg fyrir rútu sem kom úr suðurátt með þeim afleióingum aö rútan ók á fólksbíl- inn. Fólksbílinn festist við rútuna og dróst með henni um 90 metra leið og enduðu bæði farartækin utan vegar. Þrír drengir voru í fólksbifreiðinni og þurfti tækjabil slökkviliðsins tíl að ná þehn út úr bílnum sem er óþekkjanlegur eftir áreksturinn. Ökumaður slapp lítið slasaður en var fluttur í sjúkrahús í Keflavik ásamt farþegum bílsins sem eru mikið slasaðir. Þeir sem í rutunni voru sluppu ómeiddir. í Reykjavík var talsvert um óhöpp í morgun. Helgi Fortescue, varðstjóri í stjórnstöö lögreglunnar DV-mynd Brynjar Gauti í Reykjavík, sagði að þeir hefðu farið í 13 útköll fyrir klukkan 8.30 í morgun og vafalaust væru fleirí eftir. „Við rétthöfum undan hérna. Það eru ailir komnir á sumardekk og menn renna hér eins og á skautasvell," sagði Helgi. Sjúkrabíll á leið í neyðarútkall og Saab-bifreið skullu saman á : gatnamóttmi Lönguhliðar og Há- teigsvegar með þeim afleiöingum að flytja þurfti einn á slysadoild. Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Skógarhlíð og bíll fór út af á Bústaöavegi. Ekki er vitað um meiðslíþessumtílvikum. -pp Hagvirki bar að - * greiða söluskatt ® Umnt-ivnLHiv* nTrlrtinAí íinwviol/^vínA ^ 4 Hæstiréttur sýknaði fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs í gær af kröfum um endurgreiðslu á 108 millj- ónum króna til Hagvirkis hf. vegna áætlaðs viðbótarsöluskatts fyrir árin 1983 og 1984. Þrotabú Fórnarlambs- ins höfðaði máhð. Eftir aö ríkisskattanefnd úrskurð- aði að Hagvirki bæri að greiða fram- angreinda upphæð, starfsemi fyrir- tækisins væri ekki undanþegin sölu- skatti, var hún greidd til að forðast rekstrarstöðvun. Eftir það fór máhð fyrir dómstóla. Hæstiréttur hefur nú staðfest dóm héraðsdóms og ákvörð- unríkissktattanefndar. -ÓTT Gómaður meðþýfi Nýfæddir kiðlingar í Húsdýragarðinum í Laugardal hafa vakið mikla aðdáun yngstu gestanna undanfarna daga. Hér eru það krakkar frá leikskólanum Seljaborg sem handfjatla einn fjórfætlinganna og ekki er annað að sjá en sá láti sér það vel líka. DV-mynd Brynjar Gauti Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bíl í morgun í venjubundinni eftirhts- ferð og fann í honum 60 lengjur af vindhngum, hljómflutningstæki og talsvert magn verkfæra. Ökumaður bílsins, 26 ára karlmaður, er einn af fastakúnnum lögreglunnar og var hannfærðurtilyfirheyrslu. -pp Veðrið á morgun: HHi nálægt frostmarki Á morgun veröur austlæg átt, víðast kaldi. É1 yerður á víö og dreif, þó síst inn tál landsins. Hiti nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 76 ÖRYGGI - KAGMENNSKA L.ANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.