Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 40
56 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 Ríkisstjómin er tveggja ára í dag: Hrunadans í skugga kreppu og ósættis í dag eru tvö ár liðin frá þvi ríkis- stjórn Davíðs Oddsonar tók við völdum. Aðdragandinn var stuttur og kom fyrrum samstarfsflokkum Alþýðuflokksins í ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar á óvart. 'Stjórnarmyndunarviðræðumar voru aðaUega í höndum Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Davíðs. í Viðey handsöluðu formennimir með sér heiðursmannasamkomulag sem fyrirbyggja átti sundurlyndi og ósætti í stjórnarsamstarfinu. Raun- in hefur hins vegar orðið önnur. Rikisstjórnarsamstarfið hefur verið sem einn samfelldur hrunadans í skugga efnahagslegrar kreppu og ósættis milli stjórnarliða. Stjórn með harðan svip Þegar við myndun stjórnarinnar lýsti Karl Steinar Guðnason því yfir að stjórnin hefði á sér harðan svip. , Átök vom um ráðherrastólana og var haft eftir Karh Steinari að ólýð- ræðislega hefði verið staðið að ráð- herravah. Mikil átök urðu í Sjálf- stæðisflokknum viö val á ráðherr- um, einkum milli Davíðs og Þor- steins Pálssonar, fyirum formanns flokksins. Lyktir urðu þær að Þor- steinn fékk tvo nána samstarfs- menn með sér inn í ríkisstjómina, þá Hahdór Blöndai og Ólaf G. Ein- arsson. Jón Baldvin réttlæti stjómar- myndunina með því að ekki væri hægt að tryggja nauðsynlega við- reisn efnahagslífsins í samstarfi við Alþýðubándalag og Framsóknar- flokk. í því sambandi visaði hann meðal annars th EES-málsins og nauðsypj ar þess að móta framtíðar- stefnu á sviði sjávarútvegs- og land- búnaðarmála. Kvótaleigan söltuð Þegar í upphafi stjómarsam- starfsins varð ljóst að kratar gætu ekki vænst þess að ríkisstjómin samþykktifiskveiðagjald. Þorsteinn setti það sem skhyrði fyrir ríkis- stjómarþátttöku að við því máh yrði ekki hreyft. Lýsti hann því yfir í DV að kvótaleigu myndu kratar aldrei fá framgengt. Öh endurskoð- un löggj afarinnar hefur borið þess merki að ágreiningur er um fisk- veiöistefnuna. Tvíhöfðanefndin er skýrt dæmi þar um en innan hennar náðist ekki einu sinni samstaða um formann. Innan ríkisstjómarinnar hefur einnig verið tekist á um landbúnað- armál, einkum á milli Hahdórs Blöndals og krata. í upphafi stjóm- arsamstarfsins lýsti Hahdór því yfir að hann þekkti ekki landbúnaðar- stefnu krata. í tengslum við endan- lega gerð nýs búvörusamnings varð ágreiningurinn svo harkalegur að Hahdór orðaði afsögn. Ekkert varð þó af því og síðastiiðið haust tók ghdi búvörusamningur sem kosta mun skattgreiðendur á fjórða tug mihjarða. EES reynir á þolrifin Mikið hefur reynt á ríkisstjómina í EES-málinu og sér ekki enn fyrir endann á því. Um tíma virtist Jón Baldvin missa trúna á samninga- gerðina. „Orðið bjartsýni er ekki til í mínum huga,“ sagði hann í júh 1991. Samkomulag náðist þó mhh EB og EFTA en um niðurstöðuna varð bullandi ágreiningur á Al- þingi. Ljóst varð síðastliðið sumar að nokkrir af þingmönnum Sjálfstæð- isflokks væru með efasemdir um EES-samninginn og vhdu vísa hon- um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Veru- legs taugatitrings varð vart í kjölfar- ið sem endaði með því að Eyjóífi Konráð Jónssyni var bolað út úr utanríkismálanefnd. í sæti hans settist Björn Bjarnason. Efir málþóf hlaut EES-samningurinn staðfest- ingu Alþingis og með semingi undir- ritaði síðan forseti íslands hann. Naprirvindar í kreppunni Á sviði efnahagsmála hafa leikið naprir vindar sem kahað hafa fram hroll, hjá jafnt ráðherrum sem öðr- um landsmönnum. Aflasamdráttur, lækkandi verð sjávarafuröa og ár- angurslausar tilraunir Jóns Sig- urðssonar til reisa álver hér á landi hafa ekki dregið úr kreppunni. Fyr- ir vikið hefur atvinnuleysið orðiö meira en elstu menn muna. Enn- fremur hafa einkavæðingaráform stjómarinnar ekki tekist sem skyldi. Til að mæta vandanum hefur rík- isstjómin, með Friðrik Sophusson í broddi fylkingar, hækkað álögur á almenning og skorið niður útgjöld til velferðarmála. Með aðgerðum sínum hefur íjármálaráðherrann í tvígang sett íslandsmet í skattlagn- ingu án þess þó að ráða við fjárlaga- hallann. Sighvatur Björgvinsson og Ólafur G. Einarsson hafa dygghega stutt við bakið á Friðrik og hefur mörgum þótt nóg um. Jóhanna Sigurðardótt- ir hefur hins vegar reynt að halda í sinn hlut, jafnvel orðað að víkja úr stjórninni fengi hún ekki sitt fram. Enn beinast mörg spjót gegn stjóminni á sviði efnahagsmálanna, til dæmis af hálfu aðha vinnumark- aðarins, og því óvissa um lífdaga hennar. Á móti kemur aö kratar mega ekki th þess hugsa að ganga th kosninga vegna fylgishruns í skoðanakönnunum. Fáirhveiti- brauðsdagar í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar á ekki miklum vinsæld- um að fagna. Ýmislegt fleira en óvinsælar efnahagsaðgerðir hefur orðið th þess að draga úr vinsældun- um. Nægir í því sambandi að nefna Bermúdaskál Davíðs, björgunar- ráðstafanir vegna Landsbankans, Hrafnsmálið og harkalega ásýnd. Þó hveitibrauðsdagar ríkisstjóm- arinnar hafi reynst fáir og erfiðir er þó ekki þar með sagt að th póli- tískra hjúskaparshta komi á stjóm- arheimhinu. Kunn era dæmi um stormasöm hjónabönd sem endast, öhumthblessunaroggæfu. -kaa 10 júlí 1991 Í| Ríkisstjómin boðar auknar kröfiir til atvinnullfsins Peningarnir eru búnir og sjóðirnir galtómir - ausum ekki almannafé glórulaust | til atvinnulifsins, segir Davið Qddsson 13! júif 1991 M Heilbrigðisráðherra falið að spara hátt í fjóra milljarða Fólk krafið um greiöslu yfir búðarborðið - segir ótækt að ríkisreka landbúnaðinn og vill brjóta upp búvörusamninginn 29. júlí 1991 II Djúpstæður og harkalegur ágreiningur í ríkisstjórninni um sjávarútvegsstefnu: Yfirlýsingar Þorsteins eru böl stjórnarinnar - segir Jón Baldvin - fæ ekkert nema skítkast frá krötum, segir Þorsteinn Pálsson 13. janúar 1993 ■, m '} Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vill ríkisráðsfund í dag Alger óvissa um hvort _____1 II 4. október 1991 Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1992 Skattbyrði landsmanna aldrei verið jafnmikil - Friðrik Sophusson slær út fyrri íslandsmet Ólafs Ragnars Grímssonar sem „skattmanns“ forseti staðfestir EES - órói innan ríkisstjómarinnar vegna málsins || 17. mars 1993 Heildaraðstoð ríkis og Seðlabanka við Landsbankann nemur 4,2 milljörðum Bankaeftirlitiö undrandi á skelfingu stjórnvalda - verða ráðnir tilsjónarmenn í Landsbankann? 3. febrúar 1992 || Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarinnar og stjómmálaflokkanna: Fylgi við ríkisstjórnina aldrei verið jafnlítið - Alþýðubandalagið ennísókn_ 12. maí 1992 Eldhúsdagsumræður á Alþingi í gærkvöldi Félagsmálaráðherra ef- ast um stjórnarstefnuna - Svavar Gestsson segir Jóhönnu eiga samheija í stjómarandstöðu vilji hún aöra stjóm mttBt Stjómarandstaðan gagnrýnir ráðningu Hrafhs Gunnlaugssonar Hlegið, klappað og , púað á þingpöllum Halldór Blöndal segir þingflokksformann krata mæla ómagaorð Markmið ríkisstjómarinnar að hallinn á fiárlagafimmvarpi næsta árs verði innan við 9,5 milljarðar Hyggst leggja niður og sameina stofnanir -dregið verði úr lánsfjárþörf með _______sérstöku ábyrgðargjaldi á húsbréf jznu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.