Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 49 Þrjár stórar ákvarðanir voru teknar í fyrirtækinu meðan blaðamaður staldraði þar við og samt gaf Þóra sér tíma til að setjast niður og flétta hár dömunnar litlu. Það virtist ekki trufla hana þó að starfsfólk væri að koma og fara í kringum hana. mörgum í flugheiminum og mér gekk því ekki svo illa að komast í sam- bönd. Þaö er alltaf maður sem þekk- ir mann og svo framvegis. Allt í einu er maður kominn inn í þessa hring- iðu. Ég bjóst þó aldrei við að fyrir- tækið myndi þenjast þetta mikið út á svo stuttum tíma. Við gerðum okk- ur enga grein fyrir því,“ útskýrir Arngrímur. Höfðum meðbyr - Hver er ástæða þessarar vel- gengni? „Við höfðum strax mikinn meðbyr og það vantaði þessa þjónustu. Núna og næstu tvö árin er ládeyða í flug- rekstri. Menn halda að sér höndum með að kaupa flugvélar, þora ekki að taka áhættuna. Ástandið í flug- málum er mjög ótryggt. Fyrir bragð- ið gerist það að þessir aðilar leita frekar á leigumarkaðinn. Þeir hafa jafnvel lofað ákveðnu verkefni en það borgar sig ekki fyrir þá að taka nýja vél inn og leigja þá frekar. Þeir sem eiga flestar flugvélar í heiminum í dag eru fjárfestingaraðilar og bank- ar.“ - Hvernigstenduráþvíaðflugrekst- ur gengur svo illa um leið og ferðalög hafa aukist í heiminum? „Það er vegna þess að ekkert verð- lagseftirlit er á markaðnum og far- gjöldin eru komin niður úr öllu,“ svarar Arngrímur. Keyptu eigin vél Atlanta hefur þó eignast sína eigin flugvél. Fyrirtækið keypti Boeing 737-200 vél í vor en hún er nú í verk- efni í Túnis. Hún kemur hingað til iands innan skamms og verður í leiguflugi með íslendinga til sólar- stranda. Einnig mun hún fljúga til Þýskalands en Arngrímur ætlar að flytja þýska túrista til landsins. Arn- grímur segir ástæðu þess að fyrir- tækið keypti vélina þá hversu gott verð var á henni. „Þetta er afbragðs- góð vél sem við fengum fyrir mjög sanngjarnt verð,“ segir hann. At- lanta mun því flytja íslenska ferða- menn í fyrsta skipti í sumar. Þau Þóra og Arngrímur hófu sinn búskap í Hafnarfirði en byggðu sér síðan hús í Mosfellsbæ árið 1982 og fluttu þangað. Þau segjast ekki geta hugsað sér að búa annars staðar. Bæjarbúar eru einnig mjög hrifnir af því að hafa alþjóðlegt flugfélag í sveitinni enda skaffar það til bæjar- félagsins. Auk þess styrkir Atlanta íþróttafélagið og hefur fengið nafn fyrirtækisins á íþróttabúninga í stað- inn. Hver einasti Mosfelhngur ætti því að þekkja nafnið. Þrátt fyrir sleitulausa vinnu nær allan sólar- hringinn segjast þau hjónin fylgjast vel með bæjarlífinu í Mosó og þau láta þorrablót kvenfélagsins aldrei fram hjá sér fara. Með sveitina fyrir utan gluggann Út um skrifstofugluggann hjá Arn- grími blasir Helgafellið við og sveitin í allra sinni kyrrð. Inni er fólk á þön- um með faxskeyti í höndum frá hin- um ýmsu löndum jafnt nær sem fjær. Arngrímur segir að fyrirtækið eigi hug þeirra allan enda væri þetta ekki hægt nema vegna þess að þau eru bæði á kafi í rekstrinum. „Við höfum ekki margt starfsfólk en það leggja sig allir fram um að vinna vel sam- an. Hér ríkir mjög góður starfsandi enda höfum við verið afar heppin með starfsfólk," segir Þóra. „Þetta hefði aldrei verið hægt án þess,“ seg- ir Amgrímur og vill sem minnst gera úr eigin hlut í fyrirtækinu. Þó er ljóst að það er hann sem tekur ákvarðan- irnar. Flugvélar í rekstri hjá fyrir- tækinu eru átta en voru á tímabili ellefu. Starfsmenn eru hátt á þriðja hundrað en þeir voru aðeins fimm í byijun, þau hjónin og fjármálastjór- inn Jón Rafn Pétursson og telextæki. Auk þeirra voru tæknistjóramir Þórir Garðarsson og Guðbjartur Torfason. „Starfið er bæði vinna og áhugamál okkar,“ segir Þóra. „Við höfum alltaf rætt mikið um flugið." Það er ekkert einsdæmi með þau Þóru og Arngrím því mörg hjón hafa kynnst í fluginu. „Hjá okkur starfa nokkur hjón,“ seg- ir hún. Á fyrstu árum Atlanta flaug Arngrímur vélunum og Þóra var flugfreyjan. Hún riíjar upp þegar þau voru í pOagrímaflugi eitt skiptið og maður vatt sér að henni og spurði hver ætti þetta flugfélag. Hún hugs- aði sig um og svaraði: „Eg og maður- inn sem er að fljúga vélinni.“ Maður- inn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið enda spuröi hann eftir þó nokkra umhugsun hvort hún hefði örugg- lega verið að segja satt. Stór samningur við Finnair Eftir að flugfélagiö var komið í gang árið 1986 fékk Árngrímur fyrstu þotuna, Boeing 707-320C, sem hann flaug til Karíbahafs. Flogið var frá London til Barbados. Þóra hefur yfir- leitt fylgt Amgrími og því hafa þau hjónin búið víða fyrir utan það hversu víða þau hafa komið um heiminn. Næsta verkefni félagsins voru flutningar í Afríku og píla- grímaflug í Saúdí-Arabíu. Þau hjónin unnu sjálf um borð en ennfremur réðu þau þrjár áhafnir til þess verk- efnis. Þóra segist hafa leitað til þeirra flugfreyja sem unnu með henni hjá Flugleiðum áður fyrr enda hafi þær verið vanar slíku flugi. Hins vegar voru flugmennirnir libanskir. Árið 1988 gerði Arngrímur stóran samn- ing við finnska aðúa um flutninga milli Finnlands og Kýpur. Fjölskyld- an flutti þá til Kýpur og dvaldi þar um nokkurra mánaða skeið. Um það leyti sem samningurinn var gerður við Finnana ákváðu hjón- in að opna skrifstofu félagsins í Þver- Það er kannski lýsandi dæmi fyrir heimilisbraginn hjá Atlanta að fata- hengi forstjórans er hurðarhúnninn. Ljósmyndarinn náði að smella í eitt skiptið þegar Arngrimur var kallaður fram meðan á viðtalinu stóð. DV-myndir Gunnar V. Andrésson holti í Mosfellsbæ. Þá bættist við- haldsdeildin við fyrirtækið. Síðan 1989 og þangað til í mars sl. starfaði Atlanta fyrir Finnair í fraktflugi um alla Evrópu. Þau hjónin hafa haft sitt annað heimili þar í landi. Þóra segir að þó Amgrímur sé titl- aður forstjóri flugfélagsins þá sé eng- in klár verkaskipting á milh þeirra hjóna. „Við hlaupum í allt sem þarf að gera,“ segir hún. Oft andvökunætur - En eru þau aldrei hrædd þegar sest er niöur og miklir samningar undirritaöir hvort þau séu að gera rétt? „Jú,“ segir Arngrímur. „Það verða oft andvökunætur í kringum slíka samninga. Oft er líka níu klukkutíma tímamunur milli okkar og þess lands sem við erum að gera samning við,“ bætir hann við. „Þess vegna erum við að reyna að draga okkur út úr viðskiptum við Asíu,“ segir hann ennfremur. Þóra segist trúa á tilfinn- ingar sínar. „Mér finnst ég hafa til- flnningu fyrir hvort við séum að gera rétt eða rangt," bætir hún við. Þegar þau eru spurð hvort það sé ákjósan- legt að byrja bisness á eldhúsborðinu svara þau játandi. „Það er langbest," segir Amgrímur. „En ég ætla ekki að segja ykkur hvar stjórnarfundirn- ir eru haldnir," bætir hann við og skellihlær. Þrátt fyrir umsvif Atlanta er engin yfirbygging í fyrirtækinu. Þau hafa passað vel upp á slíkt og Amgrímur telur best að ákvarðanataka sé í höndum eins manns. „Það þarf ekki að leggja máhn fyrir fundi og ráð í þessu fyrirtæki," segir hann. Við dyr stríðandi fylkinga Það var árið 1991 sem Atlanta fékk fyrstu breiðþotuna, TriStar, og var hún meðal annars notuð í farþega- flutningum í Súdan. Þóra fékk þá nóg að gera við að kenna flugfreyjum en hún hefur sérstaka kennslustofu fyr- ir námskeiðin. Þessir flutningar voru aðahega um Afríku, Miö-Austurlönd og til Evrópu. Árið 1992 starfaði At- lanta fyrir Kuwait Airways en landið var þá enn í sámm eftir Persaflóa- stríðið. Atlanta var í flutningum víða um heim, jafnt fraktflugi sem með farþega á síðasta ári og stöðugt juk- ust umsvifm. Má t.d. nefna flug fé- lagsins th Júgóslavíu með friðar- gæslumenn Sameinuðu þjóðanna. Þau eru orðin ófá löndin þar sem Atlanta hefur flogiö og verða vart öll nefnd hér. Fyrirtækið er hins vegar ekki síst forvitnilegt fyrir þær sakir hversu stórt það er en lítiö samt. - Hvað finnst þeim skemmtilegast í þessum rekstri? „Það er mjög skemmthegt þegar maður fær bréf sem þessi," segir Arngrímur og réttir blaðamanni pappíra frá erlendum flugfélögum þar sem getið er um frábær störf Atlanta og fyrirtækinu hrósað 1 há- stert.“ - En hvað sér hann fyrir sér með framtíðina? „Það er regla hjá mér að segja aldr- ei frá áformum eða hugmyndum. Við erum stanslaust að vinna að nýjum hugmyndum og verkefnum en þær koma bara í ljós þegar úr þeim verð- ur.“ Það vakti athygli okkar að útlend- ingur, klæddur í gahabuxur og peysu, gerði sig heimakominn í fyrir- tækinu. í ljós kom að þama var kom- inn aðstoðarforstjóri stórfyrirtækis- ins General Electric í Bandaríkjun- um. Hann er staddúr hjá Atlanta um þessar mundir til að reyna að fá við- skipti við fyrirtækið. Hann óskaði eftir að fá að vera frjálslega klæddur meðan á dvölinni stendur og var feg- inn að komast úr stífpressuðum jakkafötunum. Stórtjón í London - Hafa komið upp einhver vanda- mál? „Það eru auðvitað alls staðar vandamál," svarar Arngrímur. „Það var mikið svekkelsi þegar vélinni okkar var ýtt út af stæði í London með bremsurnar á og nefhjólinu ýtt undan vélinni. Það þurfti að taka hana úr umferð í þrjár vikur meðan viðgerð stóð yhr. Þó að tryggingar greiði tjónið að hluta er þetta mikið fjárhagslegt tap fyrir félagið." Á tímabhi vhdi fólk rugla saman Atlanta-flugfélaginu og Atlantsflugi. Það fyrrnefnda varð th ahnokkru fyrr og Arngrímur fann nafnið eftir miklar vangaveltur þegar hann lá í baði eitt sinn á hóteli í Lúxemborg. „Ég var með ferðabækhng í höndun- um og sá lítið þorp í Sviss sem heitir Atlanta og þá var ég búinn að finna nafnið." Atlantsflug er ekki lengur th þannig að sá rughngur er úr sög- unni en vel má geta þess að Atlanta- fyrirtækið hefur aldrei tekið lán og skuldar engum neitt eftir þvi sem Arngrímur segir. - En haflð þið getað tekið ykkur eitt- hvert frí? „í hvert skipti sem við nefnum frí kemur eitthvað upp þannig að maður þorir varla að nefna það,“ segir Þóra. Árngrímur tekur undir það og segir að veturinn hafl verið sérlega anna- samur hjá þeim. „Ég ætla í frí í maí, vera tíu daga í Lúxemborg á flug- námskeiði," segir hann. Þau hafa ferðast um allan heim og Þóra segir að þau þekki ahvel flugvehi og hótel hvar sem er í heiminum. Arngrímur segist t.d. hafa komið til þrjátíu og fjögurra landa í Afríku. Frí eftir erfiðan vetur - Hvaða stað mundu þau velja sér ef þau ættú kost á þriggja vikna fríi? „Ég myndi velja Mosfehsbæinn,“ segir Arngrímur en Þóra nefnir sum- arbústað foreldra sinna. Það er ljóst að Atlanta er komið á fuht skrið þó ennþá sé heimilislegur blær yfir skrifstofuhúsnæði fyrir- tækisins. „Nei, það þýðir ekkert að stoppa þegar maður er kominn á flug,“ segja þau hjónin og Amgrímur bætir við að þetta væri vonlaust ef annar aðilinn væri á kafi í þessu. „Þetta verður að vera samstarf hjóna." -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.