Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 55
 OT71 .......... .... Afmæli Þorgeir Þorgeirson Þorgeir Þorgeirson, rithöfundur og þýöandi, Bókhlööustíg 6b, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Þorgeir fæddist í Hafnarfirði en ólst upp á Sigluflrði, í Kópavogi, Húnavatnssýslu, á Egilsstöðum, Neskaupstað og í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá MR1953, nam þýsku, sálfræði og listasögu við há- skólann í Vínarborg 1953-54, dvaldi á Spáni 1954, lærði sjónvarpsleik- stjórn við skóla franska ríkissjón- varpsins í París 1955-56 og kvik- myndastjórn í listaakademíunni í Prag 1959-62. Fram til 1962 fékkst Þorgeir við verksmiðjuvinnu, hafnarvinnu, sjó- mennsku, ferðamannaleiðsögn, kennslu, leikstjórn o.íl. en vann einkum við útvarpsleikstjóm og kvikmyndagerð 1962-72. Hann stofnaði og rak Litlabíó (sem starf- aði á vegum Kvikmyndaklúbbsins) 1968-70, er einn stofnenda Leiklist- arskólans SÁL og kenndi þar leik- listarsögu, dramatúrgíu, útvarps- leik o.fl. uns ríkið yfirtók skólann sem nú heitir Leiklistarskóli ríkis- ins. Þorgeir sneri sér að ritstörfum 1970 og hafa þau verið iðja hans síð- an. Frumsamin rit Þorgeirs eru á þriðja tug: skáldsögur, smásögur, æviminningar, útvarpsleikrit, sviðsleikrit, ljóð ogritgerðasöfn. Sumt af því hefur verið þýtt á er- lendar tungur: dönsku, norsku, sænsku, færeysku, ensku, frönsku, þýsku og tékknesku. Skáldsaga eftir hann var útnefnd af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 1973. Þýðingar hans á meiri háttar verkum; frá Færeyj- um, Bandaríkjunum, Frakklandi, Spáni, Grikklandi, írlandi, Þýska- landi, Austurríki, Póllandi, Suður- Ameríku og Tékkóslóvakíu fylla nú bráttþriðjatuginn. Þorgeir sat í Rithöfundaráði 1974-76 og 1980-81 og er heiðursfé- lagi Félags kvikmyndagerðar- manna. Fjölskylda Kona Þorgeirs er Vilborg Dag- bjartsdóttir, f. 18.7.1930, kennari og skáld. Foreldrar hennar voru Dag- bjartur Guðmundsson, f. 19.10.1886, d. 9.4.1972, útvegsbóndi á Hjalla á Vestdalseyri, og kona hans, Erlend- ína Jónsdóttir, f. 3.5.1894, d. 14.7. 1974, húsfreyja. Sonur Þorgeirs óg Vilborgar er Þorgeir Elís, f. 1.5.1962, doktor í eðlisefnafræði í Bandaríkjunum, kvæntur Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 30.6.1960, nemur kvennafræði en þaueigatvöbörn, Berg.f. 18.8.1981, ogEddu.f. 29.10.1987. Sonur Vilborgar og sjúpsonur Þorgeirs er Égill Arnaldur Ásgeirs- son, f. 18.6.1957, kennari í inn- hverfri íhugun, maki Laufey Hálf- dánardóttir sjúkraliði, þau eru á Neskaupstaö og eiga eina dóttur, Vilborgu, f. 24.7.1989. Systkini Þorgeirs: Elísabet Þor- geirsdóttir, f. 12.12.1931, húsmóöir, maki Jón Ásgeirsson, f. 11.10.1928, tónskáld, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú böm, Þorgeir, arkitekt, Amþór, sellóleikara og tónskáld, og Guðrúnu Jóhönnu, tónlistarmann; Kristján Rósant Þorgeirsson, f. 29.8. 1935, d. 1964, vélstjóri, ókvæntur og bamiaus. Hálfsystur Þorgeirs, sam- mæðra: Rósa Skarphéðinsdóttir, búsett í Neskaupstað; Kolbrún Skarphéðinsdóttir, búsett í Nes- kaupstaö; Sigríöur Þórólfsdóttir, búsettíKeflavík. Foreldrar Þorgeirs vom Þorgeir Elís Þorgeirsson, f. 26.9.1909, d. 18.8. 1937, sjómaður, og kona hans, Guð- rún Kristjánsdóttir, f. 13.10.1910, d. 30.9.1973, verkakona. Seinni maður Guðrúnar var Skarphéðinn Stefáns- son, f. 27.8.1908, látinn, verkamaður. Þorgeir Þorgeirson. Ætt Þorgeir var sonur Þorgeirs, út- vegsb. í Garðabæ í Garði, Guð- mundssonar, b. í Staðarsveit Magrr ússonar. Móðir Þorgeirs í Garðabæ var Oddfríður Þorsteinsdóttir. Móð- ir Þorgeirs sjómanns var Elísabet Þorleifsdóttir, húsfreyja og verka- kona. Guörún var dóttir Kristjáns, Kristjánssonar, verkamanns á Siglufirði, og konu hans, Rósu Ein- arsdótttur húsfreyju. Bróðir Kristj- áns var Sigurður, móðurafi dr. Braga Árnasonar efnafræðings. Þorgeir verður að heiman á af- mælisdaginn. .mai 95 ára EmaBareuther, Ásholti2a, Reykjavík. Hinrik Guðmundsson, Vesturbergi 143, Reykjavík. Guðmundur Hjáimarsson, Háafelii, Hvítársíðuhreppi. 90 ára 60ára Kristbjörg Guðraundsdóttir, Kárastíg 13, Hofshreppi. 75 ára Kristj ana Aðalsteinsdóttir, Þjórsárgötu 2, Reykjavík. Þóra Stefánsdóttir, Bauganesi 28, Reykja vik. Þorsteinn A. Andrésson, Bröttuhlíð 8, Mosfellsbæ. Þórður Eiríksson, Álmholti 13, Mosfellsbæ. Þóröurtekurá mótigestumá heimili sínu eft- irkl.l8áaf- mælisdaginn. 40 ára Björn Gestsson, fyrrv. bóndi á Bj örgum í Hörgárdal, nú að Víðilundi 20, Akureyri. Bjöm verður að heiman. Sigurður Kristjénsson, Giljalandi 9, Reykjavík. Sigursveinn Þórðarson, Stekkjarhvammi 4, Hafnarflrði. Þórður Björgúlfsson, Eyrarvegi 19, Akureyri. 50ára 70ára Jón Rögnvaldsson, Hlíðarvegi 1, SiglufirðL Björn Jóhannsson, Kárástíg 10, Hofshreppi. ReynirSveinsson, Arnarsíðu 8c, Akureyri. Guðrún Þ. Jóhannsdóttir, Breiðvangi 43, Hafnarfiröi. Jón Már Smith, Ásgarði 145, Reykjavík. Auður Guðjónsdóttir, Móabarði 6, Hafnarfirði. Steinunn Kristín Norberg, Sólbraut2, Seltjarnarnesi. Ðrífa Jónsdóttir, Vesturbergi 142, Reykjavík. Rafn Ingimundarson, Hraunbæ36, Reykjavík. Júlíus Rúnar Þórðarson, Gmndarstíg 10, SauðárkrókL ÖrnÞráinsson, Kringlunni27, Reykjavik, EllenPálsdóttir, Állhólsvegi 75, Kópavogi. Sj öfn Ingóifsdóttir, Skeljagranda 4, Reykjavxk. Sigurlaug D. Guðmundsdóttir, Heiðarbrúnl2, Kefiavik. Sigriður Þórhailsdóttir, Hlíðargötu 35, Sandgerði. Olga Sigurbjörg Jónsdóttir Sigmar Eyjólfsson Sigmar Eyjólfsson bifvélavirkja- meistari, Hraunbæ 16, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Sigmar fæddist að Kálfafelli í Suð- ursveit í Austur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp við öll almenn sveita- störf sem hann stundaði fram til tvítugs. Sigmar flutti til Reykjavík- ur 1957, hóf þar nám í bifvélavirkjun hjá SÍS, lauk sveinsprófi 1961 og öðlaðist síðar meistararéttindi í þeirri grein. Sigmar starfaði við bifvélavirkjun á Hornafirði í tvö ár, var síðan tæp þrjú ár hjá Dráttavélum hf., starfaði síðan í eúefu ár hjá Vélverki hf. í Reykjavík, stundaði kennslu við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1976-86, starfaði hjá Bílaborg hf. 1986-90, hjá Bifreiðum og landbún- aðarvélum 1990-92 og starfar nú við Réttarholtsskóla. Fjölskylda Sigmar kvæntist 11.7.1960 Mjall- hvít Þorláksdóttur, f. 8.5.1932, hús- móður. Hún er dóttir Þorláks Stef- ánssonar, b. að Gautlandi í Fljótum, og Jónu S. Ólafsdóttur húsfreyju þar. Böm Sigmars og Mjallhvítar eru Ágústa, f. 11.10.1960, húsmóðir í Keflavík og á hún þrjú börn; Jóna Kristín, f. 8.12.1962, starfsmaður hjá Holiday Inn; Eyjólfur, f. 4.10.1964, fiskvinnslumaður á Dalvík, í sam- Sigmar Eyjólfsson. býli meö Ingigeröi Júlíusdóttur fisk- vinnslukonu. Systkini Sigmars eru Hreinn, f. 18.5.1943, bifvélameistari í Reykja- vík, kvæntur Þrúði Ingvarsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristinn, f. 8.2.1946, læknir á Akureyri, kvænt- ur Valgerði Hrólfsdóttur og eiga þau þrjú böm; Elísabet, f. 22.7.1950, hús- móðir á Dalvík, gift Bjarna Jónssyni og eiga þau þijú börn. Foreldrar Sigmars: Eyjólfur I. Stefánsson, f. 14.7.1905, b. og organ- isti að Kálfafelli í Suðursveit og á Höfn í Homafirði, og Ágústa K. Sig- urbjömsdóttir, f. 30.8.1913, d. 17.6. 1983, húsfreyja. ( Sigmar verður að heiman á af- mælisdaginn. Olga Sigurbjörg Jónsdóttir húsmóð- ir; Kvistahlíð 7, Sauðárkróki, verður níræð þann 2. maí næstkomandi. Starfsferill Olga Sigurbjörg fæddist á Kimba- stöðum í Skarðshreppi, Skagafjarð- arsýslu, og ólst upp bæði þar, í Borg- argerði í sama hreppi og síðar á Sauðárkróki. Olga Sigurbjörg dvaldi í Reykjavík á ámnum 1921-26 og starfaði þá aðallega við verslunarstörf. Þegar hún giftist fluttist hún að Hafsteins- stöðum og síðar að Gýgjarhóh sem er nýbýh í landi Hafsteinsstaða. Eftir að Olga Sigurbjörg missti eig- inmann sinn bjó hún hjá Ingvari syni sínum og Sigþrúði konu hans á Gýgjarhóh til ársins 1986 er hún flutti til Sauðárkróks þar sem hún býrídag. Fjölskylda Olga Sigurbjörg giftist 1926 Jóni Jónssyni, f. 21.5.1888, d. 1972, b. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi, Skagafiarðarsýslu. Hann var sonur Jóns Jónssonar, hreppstjóra og b. sama stað, og Steinunnar Ámadótt- ur húsmóður frá Ysta-Mói í Fljótum. Synir Olgu Sigurbjargar og Jóns em: Jón Hafsteinn, f. 22.3.1928, menntaskólakennari, kvæntur Soff- íu Guðmundsdóttur tónhstarkenn- ara og eiga þau fiögur böm og sex bamaböm; og Ingvar Gýgjar, f. 22.3. 1930, byggingarfuhtrúi í Skagafiarð- arsýslu, kvæntur Sigþrúði Sigurð- ardóttur sjúkraliða og eiga þau fimm börn og fiórtán barnabörn. Alsystir Olgu Sigurbjargar er Guðrún, f. 27.8.1905, húsmóðir, gift séra Guðmundi Benediktssyni á Barði í Fljótum, Skagafirði. Hálfsystkini Olgu Sigurbjargar, samfeðra, eru: Guðný, f. 12.6.1883, húsmóðir, gift Kristófer Grímssyni, búnaðarráðunaut í Reykjavík; og Pétur, f. 21.6.1891, frystihússtjóri á Sauðárkróki, kvæntur Ólafíu Sig- urðardóttur húsmóður. Foreldrar Olgu Sigurbjargar voru Jón Jónsson, f. 10.3.1858, d. 9.9.1936, Olga Sigurbjörg Jónsdóttir. b. Kimbastöðum og í Borgargerði, ogBjörg Sigurðardóttir, f. 10.12. 1876, d. 1.4.1954, húsmóðir. Björg var dóttir Sigurðar Stefánssonar b. á Heiöarseh í Gönguskörðum, bróð- ur Stefáns,b.áHeiöi. Olga Sigurbjörg tekur á móti gest- um í Félagsheimihnu Melsgih í Staöarhreppi, Skagafiarðarsýslu, á mihi kl. 15 og 17 á afmæhsdaginn. Knattspyrnufélagið Fram 85 ára Af því tilefni verður opið hús í Framheimilinu laugardaginn 1. maí frá kl. 15. Framarar og velunnarar félagsins eru velkomnir að þiggja veitingar af því tilefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.