Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Flugrekstrarfyrirtæki undir Helgafelli í Mosfellsbæ: Þrátt fyrir mikil umsvif í alþjóðlegum flugviðskiptum og vinnu nær allan sólarhringinn er stutt í húmorinn hjá Arngrimi. Hér er hann ásamt heimasætunni, Thelmu, sem fær að vera með foreldrum sinum í vinnunni. Rekstuiinn hófst við eldhúsborðið - hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Amgrímur Jóhannsson eru samhent í rekstri flugfélagsins Atlanta Á veggjum skrifstofu Atlanta hanga veggspjöld þar sem eru Ijósmyndir frá verkefnum fyrirtækisins víða um heim. Forstjórinn og aðstoðarforstjórinn, hjónin Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, virða hér fyrir sér fax frá viðskiptavini á ganginum en rrijög mikið hefur verið að gerast hjá fyrirtækinu undanfarna mánuði. „Við hófum reksturinn við eldhús- borðið á heimih okkar í Mosfellsbæ árið 1986. í rauninni þurftum við ekki annað en tölvu og síma. Síöan hefur fyrirtækið vaxiö hratt og miklu hraðar en við áttum von á. Það var eiginlega aldrei ætlunin að fara út í svo víðtækan flugrekstur," segja hjónin Þóra Guömundsdóttir og Am- grímur Jóhannsson sem reka flugfé- lagið Atlanta í Mosfellsbæ. Fyrirtæk- ið hefur verið talsvert í sviösljósinu undanfarið, ekki síst þar sem það var að senda tvær risaþotur til Saúdí- Arabíu þar sem þær verða í píla- grímaflugi. AthygU vakti að íslensk- ar flugfreyjur voru klæddar að arab- ískum sið. Atlanta-fyrirtækið hefur skapað sér gott orö í flugrekstrarheiminum á undanfomum ámm og náð góðum samböndum við hin ýmsu flugfélög víða um heim. Þakkar- og meðmæla- bréf sýna að viðskiptavinir em ánægðir með samstarfið. í sex ár starfaði Atlanta nánast í kyrrþey því ekki heyrðist mikið frá fyrirtækinu í fjölmiðlum. Það var ekki fyrr en í janúar 1992, þegar fyrirtækið fékk flugrekstrarleyfi endurnýjað til fimm ára, að eftir því var tekið. „Viö áttum sex yndisleg hljóðlát ár,“ segir Amgrímur glottandi enda er honum lítt um þá athygli gefið sem beinst hefur að fyrirtæki hans. Heimilislegt umhverfi Síðastliðið haust keypti Atlanta húsnæði þar sem áður var Álafoss- verksmiðjan. Fyrirtækið flutti þang- að 1. október og enn hafa umsvifin aukist. „Við vomm í fjórum litlum herbergjum í Þverholti og vorum búin að sprengja utan af okkur hús- næðið. Við gátum ekki hugsað okkur að flytja úr sveitinni," segja þau hjónin. Það er í ráun ótrúlegt að í húsinu skuli fara fram alþjóðaviðskipti og vera gerðir tugmilljóna samningar. Á veggjum hanga veggspjöld þar sem límdar hafa verið upp ljósmyndir sem sýna sögu félagsins. Fyrir miðju húsi er lítill eldhúskrókur og þar næla starfsmenn sér í brauðsneiö á hlaupum milli herbergja. Þannig má sjá forstjórann smyrja sér brauð sem hann síðan borðar á leið til skrifstofu sinnar sem er einföld og án íburðar. í einu horninu situr heimasætan, sex ára dóttir þeirra hjóna, og hefur komið sér upp „eigin skrifstofu". Hún lætur lítið fara fyrir sér enda veit hún að allir hafa mikið að gera. Arngrímur tók þrjár stórar ákvarðanir meðan blaðamaður staldraði við enda gafst ekki mikill friður til viðtalsins. Hann vill þó ekki upplýsa hvaða stóru ákvarðanir voru teknar að sinni. „Það er prinsip hjá mér að segja aldrei frá neinu fyrr en ég hef skrifað undir samning." Það gætir örlítillar hjátrúar hjá þeim hjónum varðandi reksturinn enda fylgir hún oft flugfólki. Þegar þau segja frá að engin meiri háttar óhöpp hafi komið upp meö flugvélar þeirra slá þau vamagla með því að berja þrisvar í boröið. Kynntust í fluginu Arngrímur Jóhannsson er gamal- reyndur flugmaður. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og segir að þar hafi verið mikiil flugáhugi þegar hann var að alast upp. Þóra Guð- mundsdóttir starfaði um árabil sem flugfreyja hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum. Hún er Siglfirðingur. Þau kynntust 1 fluginu fyrir fjórtán árum og hafa lagt saman krafta og reynslu í fyrirtæki sínu. Bæði voru þau gift áður en Þóra var ekkja þegar þau kynntust. Hún á eina dóttur, Vilhelmínu Vilhjálmsdóttur, sem er fimmtán ára, frá fyrra hjónabandi en Amgrímur á fjögur böm frá fyrra hjónabandi, Sigurlaugu, Sigrúnu, Ragnheiði og Gunnar. Saman eiga þau Thelmu sem verður sjö ára 1 desember. Arngrímur hafði starfað lengi hjá Cargolux í Lúxemborg en kom heim og var einn af eigendum Amarflugs. Hann segist ekki hafa átt samleiö með stjómendum þess fyrirtækis og seldi því sinn hlut í fyrirtækinu. Um tíma starfaði hann sem ferjuflug- maður, flutti flugvélar milli landa og heimshluta. A þeim tíma var hann mikið að heiman og kunni því illa. Tók flugnámið utanskóla Arngrímur er lærður loftskeyta- maður en tók bóklega þáttinn í flug- inu utanskóla. „Ef þú lofar að segja það engum þá hef ég aldrei verið í venjulegum flugskóla," segir hann kíminn. Hann þurfti þó að taka próf- ið í skólanum, einnig tók hann sigl- ingafræðipróf og próf í blindflugi í Reykjavík en annars var hann á Akureyri. Amgrímur hóf síðan störf sem flugmaður árið 1966 hjá Flugfé- lagi íslands. Hann flaug í Bíafrastríð- inu og dvaldi í Sao Tome í eitt ár fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Þegar hann kom heim aftur hóf hann störf hjá Loftleiðum, fyrst sem sigl- ingafræðingur en síðan aðstoðar- flugmaður. Hann var síöan lánaður til Cargolux. Eftir þriggja ára vera í Lúxemborg kom hann heim og gerð- ist flugmaður hjá Guðna Þórðarsyni og Air Viking. Loks fór hann til Arn- arflugs eins og áður var getið. Hann kenndi síðan við eigin flugskóla, Flugtak, um nokkurt skeið eða þang- að til fyrirtækið Atlanta varð til árið 1986. „Fyrirtækið var auðvitaö lengi að þróast hjá mér áður en það varð til. Eg vissi að leigumarkaðurinn var talsvert ódýr. Það var hægt að leigja vélar á góðu verði. Hugsunin hjá mér var að leigja vélar inn og leigja þær aftur út. Eg sá að hægt væri að lifa á þessu. Þar sem ég hafði starfað lengi sem flugmaður hafði ég kynnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.