Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 35
 51 Iþróttir Baráttan um íslandsmeistaratitilinn í rallakstri hefst innan skamms: Kostar tvær milljónir að berj ast um titilinn - segir Ásgeir Sigurðsson sem ásamt Braga Guðmundssyni stefnir að þriðja meistaratitlinum í röð „Vertíð“ rallökumanna er að hefjast en 15. maí er fyrsta rallkeppni ársins á dagskrá. íslandsmeistar- amir tvo síðustu árin, þeir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson, hafa ásamt aðstoðarmönnum sínum búið sig vel undir átök sumarsins og mæta tíl leiks á Metró 6R4 bifreið sinni, grimmari en áður að eigin sögn. Bifreið þeirra er einstök fyrir margra hluta sakir. Aðeins voru framleidd 200 eintök af þessum bíl sem er með 300 hestafla vél og vegur um 1200 kíló. Þeir Ásgeir og Bragi hafa unnið fyrstu rallkeppni ársins síðustu þrjú árin og er það einstakur árangur. „Við munum aka af grimmd til ís- landsmeistaratítils og ætlum að reyna aö vinna bikarinn til eignar. Ég reikna með að það verði sömu aðilamir og undanfarin ár sem kvelja okkur mest í þeirri erfiðu bar- áttu sem framundan er. Þar á ég við Rúnar og Jón annars vegar og Stein- grím Ingason hins vegar en ég veit ekki hver verður aðstoðarökumaður hans í sumar.“ „Mikið búið að skrúfa í vetur" Nú er keppnistímabilið framundan. Hvernig æfa rallökumenn? Laumast þeir á fáfama vegi að næturlagi og þenja bíla sína? „Menn æfa kannski ekki mikið. heldur þrykkja bílnum vel þegar búið er að skrúfa hann saman og athuga hvort allt sé í besta lagi og hann virki rétt. Æfingin kemur fyrst og fremst í keppni. Rallkeppni hér á landi er oftast með mánaðar millibili og með því að vera alltaf með helst maður nokkurn veginn í æfingu.“ - Hvar þrykkið þið bílnum eins og þú orðar það? „Það gerum við á einhveijum mal- arslóða þar sem engin umferð er. Og helst einhveijum aflögðum vegi sem lítið ber á. Svo er aðstaða til að prófa bílana á rallíkrossbrautinni." „Það kostar um tvær milljónir að berjast um meistaratitilinn" Menn vita að það kostar mikla pen- inga að gera út rallbíl. Hve mikill er kostnaðurinn keppnistímabilinu? „Áhöfn rallbíls sem ætlar að beij- ast tíl sigurs um íslandsmeistaratitíl má gera ráð fyrir því að það kostí um tvær milljónir. Þaö eru þátttöku- gjöld, dekkjakaup, ferðakostnaður út á land þegar við erum að skoða sérleiðir fyrir keppni, bensín, ohur og svo eru margir hlutir í bílnum sem shtna meira en aðrir sem stöðugt þarf aö endumýja. Þá eru mótoram- ir í rallbílum mjög dýrir og þeir hafa mjög skamman líftíma. Þá þarf að endumýja annað hvert ár eða jafnvel árlega. Það gefur auga leið að álagið á rallbíla er margfalt á við venjulega bíla.“ í heimsókn hjá Metróbóndanum í Englandi Hér eru þeir Ásgeir og Bragi eftir sigur i alþjóðaraliinu i fyrra. Með þeim sigri vörðu þeir íslandsmeistaratitilinn í rallakstri. DV-myndir Brynjar Gauti Ásgeir og Bragi hafa reglulega lagt leið sína til Englands þar sem þeir hafa aðallega keypt dekk og vara- hluti af bónda nokkrum sem á þrjá bíla af Metrógerð. Ein slík innkaupa- ferð stendur fyrir dymm: „Þessi umræddi bóndi býr skammt frá Hull og er með fullar hlöður af dekkjum. Þegar honum finnst dekk- in vera orðin slitin eru þau fyrst í góðu standi fyrir okkur. Við höfum aldrei keppt á nýjum dekkjum. Hann þekkir ipjög vel til Metróbílanna og á þijá slíka. Hann hefur unnið sigra nokkra í rallkeppni í Bretlandi á sín- um bOum og við höfum fengið mjög dýrmætar upplýsingar hjá þessum vini okkar varðandi bílinn, útbúnað hans og fleira. Einnig má geta þess að keppnisdeild Rover bílaverk- smiðjanna í Bretlandi hefur veitt okkur umtalsverðan stuðning." „Þetta eru meira og minna flugtök og lendingar" - Er ekki um feiknalega útrás að ræða hjá ykkur þegar þið þenjið 300 hestafla Metróinn á sérleiðum lands- ins? „Jú, þú getur rétt ímyndað þér það. Þetta eru meira og minna flugtök og lendingar.“ - Eru menn aldrei hræddir? „Jú, jú. Menn eru oft hræddir því við vitum af hættunni sem alltaf er fyrir hendi." 120 km meðalhraði á Lyngdalsheiði - Þið eigiö frekar skrautlegt hraða- met á hlykkjóttri Lyngdalsheiðinni þar sem „venjulegir" ökumenn aka í öörum og í besta falli þriðja gír, ekki satt? „Jú, við eigum íslandsmetíð á Lyngdalsheiðinni sem er 15 kíló- metra löng leið. Hana höfum við hraðast ekið á 7 mínútum og 17 sek- úndum. Meðalhraðinn var því um 120 kílómetrar á klukkustund." „Konumareru orðnar sáttar" - Það fer mikill tími í ralhð hjá mönn- um sem taka það alvarlega. En hvað segja eiginkonurnar? „Þær eru famar að venjast þessu og ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu orðnar sáttar við þetta. Það hefur margt breyst í þessu frá því sem áður var. Við eram komnir í fastar skorður með bílinn og svo erum við famir að þekkja sérleiðinar hér mjög vel enda oftast keppt á sömu leiðunum.“ - Fá menn ekki leið á því að aka alltaf sömu sérleiðirnar? „Nei. Það vekur með manni vissa öryggistílfinningu þegar maður þekkir sérleiðir vel. Tilfinningin er þá ekkgrt ósvipuð því og að mæta í vinnuna. En ég neita því ekki að það væri gaman að fá nokkrar nýjar sér- leiðir á hveiju sumri.“ - Er draumurinn að keppa erlend- is? „Það hefur lengi blundað með okk- ur að keppa erlendis og það getur vel verið að sá draumur rætist síðari Ásgeir lætur hér „ropvinið" rjúka eftir einn sigurinn. hluta þessa árs. Þess má kannski geta að viö höfum fengið tilboö um að koma út með bílinn." Lyngdalsheiði, Þverárfjall og Djúpavatnið - Hver er uppáhaldssérleið ykkar félaga? „Lyngdalsheiðin er tvímælalaust í þeim flokki þótt hún sé ekki erfið. Síðan get ég nefnt Þverárfjalliö fyrir norðan en hún er nokkuð snúin. Þá má einnig nefna Djúpavatnsleiö sem er algert hunang. Við viljum gjarnan sérleiðir þar sem vegir eru góðir, hlykkjóttír og mishæðóttir. í uppá- haldi hjá okkur eru ekki torfæruveg- ir eða langir beinir kaflar. Engin sér- leið er leiðinlegust ef út í það er far- ið. Eigum viö ekki að segja að allar leiðir séu skemmtílegar, aðeins mis- munandi skemmtilegar." -SK Borðtennis: Sjö efnilegir borötennisspilarar í Víldngi, sem allir skipa unghnga- landslið íslands, fara i tveggja mán- aða æfinga- og keppnisferö til Kína 24. mai næstkomandi. Það var hinn kínverski þjálfari Víkinga, Hua Dao Ben, sem átti frumkvæðið að þessari ferð. Enginn vafi leikur á því að ferð sem þessi mun auka hæfni hinna ungu og efhilegu Víkinga því borð- tennis er þjóöaríþrótt í Kína og þeir háfa veriö hvað fremstir í heiminum í þessari iþróttagrein mörg undanfarin ár. Aðalbjörg Björgvinsdóttir, borð- tennisstjaraa þeirra Víkinga, sér um allan undirbúning hópsins hér á íslandi. - DV spurði hana því nánar um þessa ævintýralegu ferö. Tilhlökkunin rosaleg „Þjálfarinn okkar, Huo Dao Ben, verður fararstjóri þegar við kom- um til Kína. - Hann taldi okkui- geta fengið góða reynsluaf ferð sem þessari. Við munum æfa hálfan daginn og keppa á kvöldin. Auk þess er ætlunin að taka þátt í nokkrum mjög sterkum mótum og er tilhlökkunin alveg rosaleg. Þaö má i raun segja að við séum þegar komin hálfa leiö til Kína. Ég er viss um að ferð sem þessi er mjög þroskandi, og í raun til heilla fyrir borðtemús á íslandi. Við munum kynnast þvi besta í borðtennis í heiminum í dag og hugsum því gott til glóðarinnar.“ Dýrferð „Ferðin er mjög dýr og við erum með alls konar fjáröflunarhug- myndir á pijónunum. Meðal ann- ars firmakeppni. - Auk þess er meiningin að reyna að fá styrki hjá hinum ýmsu fyrirtækjum - og ýmislegt annað kemur til greina. Við erum mjög bjartsýn á að ná aö safha verulega upp í kostnað," sagði Aðalbjörg aö lokum. ,T' Kinafaramir, fremrí röð frá vinstri: Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Björn Brynjar Jónsson og Líney Ámadóttir. Aftari röö frá vinstrí: Hu Dao Ben þjálfari, Ólafur Þór Rafnsson, Jón Ingi Ámason, Davið Smári Jóhanns- son og Ingólfur Sveinn Ingólfsson. DV-mynd Hson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.