Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Fréttir Fær bætur ffyrir óþarfa vistun í fangageymslum - dómstólar sýkna eigendur neta ítrekað af ákærum um ólöglega veiði Héraösdómur Reykjavíkur hefur dæmt ríkissjóð til að greiða Gústav Daníelssyni frá Hvammstanga 50 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta vegna vistunar hans í fanga- klefum lögreglunnar á Blönduósi í 15 klukkustundir í ágúst 1991. Dóm- urinn taldi það hafa verið óþarfa að vista manninn í fangageymslu og til- kveðja menn frá RLR sem hafði í for með sér lengri frelsisskerðingu en efni stóðu til. Þrátt fyrir þessa niður- stöðu taldi héraðsdómur þó ljóst að Gústav hefði gerst hlutdeildarmaður í broti gagnvart opinberum starfs- mönnum fyrir handtöku. Málið er sprottið af harðvítugum deilum nokkurra aðila sem hafa lagt net fyrir utan Hvammstanga við landeigendur við laxveiðiána Mið- íjarðará. Málavextir eru þeir að veiðieftirhtsmaður, lögreglumaður og fleiri fóru í eftirhtsferð um Mið- fjörð tíl að kanna netalagnir í sjó í ágúst 1991. Norðan Hvammstanga- hafnar komu þeir að neti sem lagt hafði verið út af skeri. Veiðieftirhts- maðurinn tók netið úr sjó og afhenti það lögreglumanninúm. Hótuðu að henda yfirvaldinu í sjóinn Þegar komið var til Skagastrandar beið eigandi netsins við bryggjuna ásamt Gústav og fimm öðrum mönn- um. Hófust nú harðar deilur og krafðist eigandinn þess að fá netið sitt afhent. Því var svarað að lagt hefði verið hald á það og fór lögreglu- maðurinn að sækja bifreið sína. Á meðan var gengið hart að veiðieftir- htsmanninum og hótuðu menn því að henda honum í sjóinn afhenti hann ekki netið. Síðan tókust menn á um netið og tókst eigandanum og félögum hans aö koma því í bíl hans þrátt fyrir að veiðieftirhtsmaðurinn stigi á það og reyndi að hindra menn- ina. Óku menn síðan á brott á tveim- ur bílum. Tók þá veiðieftirhtsmaðurinn á sprett í átt aö lögreglubílnum og veittu embættismennimir hinum síðan eftirfor. Lögreglan á Blönduósi stöðvaði síðan for netamannanna á Blöndubrú og voru Gústav, eigandi netsins, og þriðji maður færðir 1 fangageymslur. Netið var tekið í vörslu lögreglunnar. Bótaskylda ríkis ef lögregla fer offari í stefnu sinni taldi Gústav athafnir lögreglu móðgandi og harkalegar og að ekki hefði verið gætt lögskylds réttar sakaðs manns og hefði frelsis- skerðingin verið honum þungbær. Samkvæmt lögum myndast bóta- skylda af hálfu ríkisins ef handhafi ríkisvalds fer offari. Með hhðsjón af því að eðhlegt hefði verið hjá lög- reglu að taka skýrslur af mönnunum sem komu við sögu og láta þá síðan lausa taldi dómurinn að lögreglan hefði gengið of langt með aðgerðir sínar að því er snýr að vistun í fanga- klefum. Handtakan hefði hins vegar átt rétt á sér. Eins og að framan greinir tók hér- aðsdómur afstöðu til þess atriðis að Gústav og félagar hindruðu opinber- an starfsmann við embættisstörf. Varðandi það atriði taldi ríkissak- sóknari á sínum tíma ekki ástæðu til opinberrar málshöfðunar, það er ákæru. Það mál fór og fer því ekki lengra. Veiðimenn sýknaðir Vegna netalagnaima í sjónum við Hvammstanga hafa héraðsdómstólar tekið nokkur slík mál fyrir og voru þrir sýknudómar kveðnir upp í þvi sambandi. Ríkissakóknari ákvað að una þeim dómum. í einu málinu var sakfellt og var því máli áfrýjað. Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu að ósannað hefði verið að um ólöglegar netaveiðar í sjó hefði verið aö ræða. -ÓTT Starfsmenn Flugleiða vilja losna við tóbakið: Vinnustaðurinn reyk- laus frá 1. september - reykingarþábannaðaríölluEvrópuflugi Öskubakka má finna víðs vegar i skrifstofubyggingu Flugleiða við Reykjavik- urflugvöll. Þeir verða hins vegar meö öllu óþarfir frá og með 1. september næstkomandi þegar Flugleiðir verða reyklaus vinnustaður. Þau Mekkin Bjarnadóttir og Gunnar Ólafsson sýna vilja starfsmanna í verki. DV-mynd ÞÖK Þröstur Ólafsson um kvótafrumvarpið: Frestun til 1996? „Meirihluti starfsmanna Flugleiða reykir ekki og hefur sá hópur hvatt mjög til þess að Flugleiðir verði reyk- laus vinnustaður. Þeir sem ekki reykja vilja síðan hjálpa hinum til að hætta að reykja. Það á eftir að ræða nánar um hvemig takmarkinu verður náð en við erum sammála um að fara jákvæðu leiðir.a í málinu og forðast öh boð og bönn. Við efumst ekki um aö reyklaus vinnustaður muni skila sér aftur til fyrirtækisins og starfsfólksins á mjög jákvæðan hátt og þá í mjög víðum skilningi,“ sagði Már Gunnarsson, starfs- mannastjóri Flugleiða, þegar Flug- leiðafólk kynnti fyrirætlanir sínar um að gera þennan stóra vinnustað reyklausan. Stefht er að því að allir vinnustaðir Flugleiða verði reyklausir frá og með 1. september næstkomandi. 1200- 1300 manns vinna hjá Flugleiðum, á vinnustöðum um aht land, svo fyrir- tækið verður því stærsti reyklausi „Eg tek mjög nærri mér þessar ásakanir Hannesar. Þetta er óverð- skuldaö níð. Ég veit ekki hvað hon- um gengur til en mér þykir mjög ómaklega að mér vegið,“ segir Sigrún Stefánsdóttir sjónvarpsfréttamaðin- um staðhæfmgar Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar dósents í kjaU- aragrein í DV á þriðjudaginn. Hannes heldur þvi fram að Sigrún hafi verið ein þeirra starfsmanna Sjónvarpsins sem sýndu vanþóknun sína á ráðningu Hrafns Gunnlaugs- sonar í fi-amkvæmdastjórastöðu á Sjónvarpinu með því að klappa, stappa, æpa og orga uppi á þingpöU- um þegar ráðning Hrafns var til umfjöUunar á Alþingi. „Það er mjög að mínum starfs- heiðri vegið en ég ætla ekki í mál við Hannes. Þetta mál er honum bara til vansæmdar." Sigrún segist telja það nauðsynlegt vinnustaður landsins að Ríkisspít- ölunum undanskUdum. Reyklausa stefnan er orðin til fyrir tUstiUi starfsfólksins sjálfs og hefur þegar verið myndaður vinnuhópur um máhð sem nefnist samstarfshópur um heilnæmt vinnuumhverfi. í hópnum er bæði reykingafólk, fyrr- um reykingafólk og fólk sem aldrei hefur reykt. Fram til 1. september verður tíminn aðaUega notaður til fræðslu og námskeiða um reykingar og skað- semi þeirra og þau jákvæðu áhrif sem það hefur í for með sér að „drepa í“. Mun starfsfólk frá Krabbameins- félaginu Uðsinna Flugleiðamönnum til að ná settu marki auk starfs- manns tóbaksvamanefndar. Reykleysi hjá Flugleiðum mun ekki aðeins ná til vinnustaða á jörðu niöri því ekki er leyft að reykja í flugvélum á innanlandsflugi og frá og með 1. september verður bannað að reykja í öUuEvrópuflugifélagsins. -hlh að starfa á fjölmiðU jafnhUða kennsl- unni í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla íslands. Henni finnist Hannes kasta steini úr glerhúsi. Hann kenni í Háskólanum og Verslunarskólan- um og riti bækur samhUða kennsl- unni en Sigrún hefur verið í fuUu starfi við HI auk þess sem hún hefur starfað sem verktaki hjá Sjónvarp- inu. Starfsmannafélag Sjónvarpsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Hákon Már Oddsson, Baldur Þ. Jón- asson og PáU Sigurbjömsson, starfs- menn Sjónvarpsins, segjast hafa staðið nærri Sigrúnu á áhorfenda- pöUum Alþingis. „Hún hvorki stapp- aði, æpti né orgaði. Hvorki í eitt skipti eða annaö. Meint lófatak henn- ar hefði ekki náð að ijúfa kyrrö í hljóðum sal,“ segir í yfirlýsingunni. -GHS Þröstur Ólafsson, annar formanna tvíhöfðanefndarinnar, sagði í samtaU við D V, um þá deUu sem uppi er inn- an þingmannaUös stjómarflokkanna um sjávarútvegsfrumvarp það sem byggt er á tiUögum tvíhöfðanefndar- innar, að stöðvim frumvarpsins nú gæti orðið til þess að það kæmi ekki aftur á dagskrá fyrr en 1996. „Þetta er svo viðkvæmt mál að ótrúlegt er að það verði tekið tU með- ferðar rétt fyrir sveitarstjómarkosn- ingamar næsta vor. Þá er hins vegar ekki nema eitt ár í þingkosningar og ekki verður betra að taka það fyrir þá. Eftir þær kosningar er komið að stjómarmyndunartilraunum og því Ijóst að ekkert verður gert fyrr en 1996,“ sagði Þröstur. „Ég get alveg tekið undir þetta með Þresti,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. Þröstur sagöi ennfremur að ef frumvarpið yrði stöðvað nú yrðu núverandi lög um stjómun fiskveiða áfram í gUdi. í þeim er gert ráð fyrir að smábátamir fari inn í kvótakerfið og fái hver um sig aflamark á næsta fiskveiðiári. -S.dór Stuttar fréttir Versiaðerlentiis íslendingar eyddu samtals 1,5 mUIjarði á ferð um Evrópu á síð- asta ársfjórðungi 1992. Þetta er niðurstaöa könnunar sem gerð var fyrir Hagfræðistofnun Há- skólans. Skv. Mbl. hefðu sömu innkaup hér getað aukið lands- framleiðslu um 787 milljónir og fjölgað ársverkum um 72. Völd Kjúkka verði skert Nefnd á vegum heUbrigðisráð- herra vinnur að frumvarpsdrög- um sem eiga að skerða mjög ábyrgð og áhrif hjúkrunarfræð- inga og auka ábyrgð lækna. Tíminn greinir frá þessu. Deilurmeðallækna Þriðji hver heimilislæknir hef- ur sagt síg úr Læknafélagi Reykjavíkur. Ástæðan er ágrein- ingur mUli þeirra og sérfræðinga. Heimild fc'l verkfalls Flugvirkjar samþykktu á fé- lagsfundi í gær að veita stjóm og trúnaðarráði Flugvirkjafélagsins heimUd til verkfaUsboðunar. Erlendir aðUar fjárfestu aðeins fyrir 814 mUljónir á íslandi í fyrra þrátt fyrir rýmkaöar heimildir. Að stærstum lUuta var um fram- lag Alusuisse til ÍSAL að ræða. Íslendíngar fjárfestu fyrir 541 milljón í útlandinu í fyrra. Greiðslukortin notuð Tæpt ár er síðan bensínstöðv- arnar byijuðu að taka við greiðslukortum. Samkvæmt upp- lýsingum Mbl. eru kortin notuö í 20 til 30% filvika. Verkbanniaflétt Bygginganefnd ReykjavUtur heimUaði í gær Vegagerðinni að hefja á ný framkvæmdir við EU- iðaárbrúna. Vegagerðin hefur faUist á að sækja um leyfi tU nefhdarinnar, Verðhrunágúrkum Gúrkuverð hefur lækkaö gífur- lega á undanfömum dögum samfara auknu framboöi. Al- gengt verö er tæpar 100 krónur kílóiö en var um 300 krónur þegar innlendar gúrkur komu á mark- að i vor. Mbl. greindi frá þessu. Ásakanir Hannesar eru óverðskuldað níð - segir Sigrún Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.