Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 54
K70 Afmæli Cecil Haraldsson Cecil Haraldsson, prestur við Frí- kirkjuna í Reykjavík, Garðastræti 36, Reykjavík, verður fimmtugur þann 2. maí næstkomandi. Starfsferill Kristinn Cecil fæddist í Stykkis- hólmi og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann stundaði sjómennsku á sumrin á menntaskólaárunum og í rúmt ár eftir stúdentsprófin en þeim lauk hann frá MA1962. Hann var síðan kennari á ísafirði 1963-64, í Stykkishólmi 1964-70, skólastjóri að Laugum í Dalasýslu 1970-71, kenndi við Víghólaskóla í Kópavogi 1971-73, var skólastjóri við Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar 1973-74 og kenndi við Garðaskóla í Garðabæ 1974-76. Hann stundaði guðfræðinám í Lundi í Svíþjóð frá 1976-80 er hann lauk þar embættisprófi í guðfræði og stundaði síðan framhaldsnám á sama stað í guöfræði og heimspeki 1980-83 og var í afleysingaþjónustu innan sænsku kirkjunnar á sama tíma. Einnig lestrarpróf HÍ1986. Cecil var prestvígöur til Burlövs- safnaðar á Skáni 1984 og var sóknar- prestur þar til 1986. Þá kom hann til íslands og gerðist forstöðumaður öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar frá 1986-88 er hann í ágústmánuði hóf prestsstörf hjá Fríkirkjusöfnuð- inumíReykjavík. Cecil hefur átt sæti í stjóm Bridge- félags Stykkishólms, Bridgefélags- ins Asa í Kópavogi og Bridgefélags Akureyrar. Hann starfaði með Leik- félaginu Grími í Stykkishólmi og sat ístjórnþess. CecO sat í stjóm Félags ungra jafn- aðarmanna á Snæfellsnesi, í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna og formaður þess 1972-73 og sat þá jafn- framt í flokksstjóm og fram- kvæmdaráði Alþýðuflokksins. Hann var formaður Innflytjendafé- lagsins í Lundi í þrjú ár og sat í stúd- entaráði Háskólans í Lundi í sex ár. Fjölskylda Cecil kvæntist 17.5.1964 Ólínu Torfadóttur, f. á ísafirði 20.11.1942, hjúkrunarforstjóra. Hún er dóttir Torfa Bjarnasonar, verkamanns hjá Ísaíjarðarbæ, sem nú er látinn, og Ingibjargar Hjálmarsdóttur hús- móðuríReykjavik. Börn Cecils og Ólínu eru: Kristín Haralda, f. 10.8.1963, nemi í raf- magnsverkfræði við Tækniháskól- ann í Lundi; og Haraldur ísleifur, f.3.12.1979. Cecil á tvö systkini. Þau eru: Gylfl, f. 7.4.1946, heilsugæslulæknir í Lauga- rási í Biskupstungum og á hann tvö böm; og Kristborg, f. 2.3.1950, kenn- ari í Stykkishólmi, gift Trausta Tryggvasyni, matsveini á Flóabátnum Baldri, og eiga þau þrjár dætur. Faðir Cecils var Haraldur ísleifs- son, f. 27.9.1914, d. 31.3.1985, verk- stjóri og fiskmatsmaður við frysti- hús Kaupfélags Stykkishólms. Móð- ir Cecils er Kristín Cecilsdóttir, f. 20.6.1921, húsmóðir. Ætt Haraldur var sonur ísleifs, b. á Tindum Jónssonar, b. á Tindum, Jónssonar. Móðir Jóns var Karítas Níelsdóttir, systir Sveins, prófasts á Staðastað, afa Sveins Björnssonar forseta og Haraldar Níelssonar pró- fessors, föður Jónasar Haralz. Móð- ir ísleifs var Halldóra, dóttir Hall- dórs prests í Tröllatungu, bróður Guðrúnar, langömmu Magnúsar, afa Magnúsar Friðgeirssonar, for- stjóra Iceland Seafood Corporation. Guðrún var einnig langamma Ólaf- ar, móður Sigríðar Ólafsdóttur, konu Vals Amþórssonar. Móður- bróðir Cecils er Soffanías, útgerðar- maður í Grundarfirði. Kristín er dóttir Cecils, sjómanns í Grundarfirði, Sigurbjörnssonar. Móðir Kristínar var Oddfríður Run- ólfsdóttir, b. á Naustum, Jónatans- sonar, og konu hans, Pálínu, systur Haralds, afa Sveins, afa Svavars Gestssonar menntamálaráðherra og Magnúsar Friðgeirssonar, for- Cecil Haraldsson. stjóra Iceland Seafood. Pálína var dóttir Páls Breckmanns, sjósóknara í Suðurbúð í Eyrarsveit, Einarsson- ar, ættfóður Breckmannsættarinn- ar, og konu hans, Guðfinnu Sigurð- ardóttur, b. á Hörðubóli, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurðar var Guðfinna Þórðardóttir, systir Páls Melsteð amtmanns, langafa Torfhildar, langömmu Davíðs Oddssonár. Cecil verður með bamaguðsþjón- ustu í Fríkirkjunni kl. 11 á afmælis- daginn og almenna guðsþjónustu kl. 14. Gestum er boðið til Safnaðar- heimihs Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13, Reykjavík, að guðsþjónustunum loknum. Opið hús til kl. 18. l.maí 75 ára Marta Þórðardóttir, Hreggsstööum, Barðastrandar- hreppi. Valborg Guðmundsdóttir, Miðgarðie, Egilsstöðum. Karitas Magnúsdóttir, Sörlaskjóh 5, Reykjavík. Guðrún Hermannsdóttir kennari, Norðurgarði 9, Hvolsvelh, Guðrún verður stödd á heimih dóttur sinnar og tengdasonar að Austvaðsholti í Landsveit á afmæl- isdaginn. 70 ára Guðrún Guðmunds- dóttir, Hringbraut80, Hafharflrði. Eiginmaður Guðrúnarer KjartanMark- ússon. Þau taka á móti gestum á afmæhs- daginn í félagsheimili Hjálparsveit- ar skáta viö Hraunvang mhh kl. 15 og 18. Gestur Eysteinsson, Heiðmörk 44, Hveragerði. 60ára Magnús Ingimarsson, hijómlistar- maðurogsölu- stjóri í Prent- smiðjunni Eddu, Hjarðarhaga21, Reykjavík. Eiginkona Magnúsar er Ingibjörg Bjömsdóttir. Þau taka á móti gestum á afmælis- daginn í FÍH-salnum, Rauðagerði 27,milhkl.l6ogl8. Hreinn Sigurgeirsson, Miðtúni 15, Reykjavík. 50 ára Friðrik Bjömsson, Vogsholti 5, Raufarhafnarhreppi. Dóra Lydía Haraldsdóttir, Geitlandi 3, Reykjavík. Guðmundur Kristjén Stefánsson, Norðurbrún 4, Reykjavík. 40ára Tryggvi Gunnarsson, Rimasíðu 23 F, Akureyri. Anna Sigurjónsdóttir, Smáragili, Staðarhreppi. Eiríkur G. Guðmundsson, Vesturgötu 149, Akranesi. Gunnar Gunnarsson, Steinagerði6, Húsavík. Þorvarður Mór Sigurðsson, Gmndargötu 78, Eyrarsveit. Ragnheiður Gestsdóttir, Austurgötu 16, Hafnarfirði. Rúnar K.Þ. Karlsson, Birkihhð 24, Reykjavík. Þórir Guðmundsson, Hátúni5,Keflavík. Bergþór Þormóðsson, Skipasundi 16, Reykjavík. Bergur Bjamason Bergur Bjamason húsasmiður, Dvalarheimilinu Fellaskjóh, Grundarfirði, verður níræður á morgun. Starfsferill Bergur fæddist á Hellnafelh í Grandarfirði og ólst upp í Gmndar- firði. Hann fluttí. til Grindavíkur 1925 og stundaði þar sjómennsku auk þess sem hann lærði húsasmíði í Reykjavik. Að námi loknu stimd- aði Bergur síðan áfram vetrarver- íðir frá Grindavík en vann við smíð- ar á sumrum og á haustin. Hann hætti til sjós 1947 og stundaði þá smíðamar allt árið til 1980. Fyrir þremur árum fluttí hann á bemsku- slóðimar á Dvalarheimihð Fella- skjól þar sem hann er nú vistmaður. Fjölskylda Bergur kvæntist 19.10.1927 Jó- hönnu Vhhjálmsdóttur frá ísólfs- skála, f. 28.10.1900, d. 1984, húsmóð- ur. Hún var dóttir Vilhjálms Jóns- sonar, trésmiðs í Miðhúsum í Grindavík, og Agnesar Jónsdóttur húsmóður. Böm Bergs og Jóhönnu em Bjami Bergsson, f. 3.7.1929, skipasmiður í Reykjavík, í sambýh með Hönnu Sigurðardóttur skrifstofustjóra og á hann einn son; Guðbergur Bergs- son, f. 16.10.1932, rithöfundur í Reykjavík; Vhhjálmur Bergsson, f. 2.10.1937, listmálari í Þýskalandi, kvæntur Maritu Bergsson skóla- stjóra, af þýskum ættum, og á hann einn son; Hinrik Bergsson, f. 13.10. 1942, vélstjóri í Grindavík, kvæntur Guðnýju Guöbjartsdóttur skrif- stofumanni og eiga þau þrjú böm. Systkini Bergs: Jakob Bjamason, nú látinn, bakari í Reykjavík; Sal- björg Bjamadóttir, nú látin, hús- móðir í Gmndarfirði; Petrína Guðný Bjarnadóttir, nú látin, hús- móðir í Bolungarvík; Þórkatla Bjamadóttir, húsmóðir í Gmndar- firði og nú vistmaður á dvalarheim- ihnu Fehaskjóli í Gmndarfirði; Ragnheiður Bjamadóttir, nú látin, húsfreyja í Langadal; Ólöf Bjama- dóttir, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík; Sigurður Sigurðsson, nú látinn, trésmiður í Reykjavík. Foreldrar Bergs vom Bjarni Bjamason, f. 1862, d. 1910, húsa- smiður á Hehnafelh í Gmndarfirði, og Þorbjörg Stefanía Jakobsdóttir, f. 1878, d. 1947, húsfreyja. Ætt Bjami var sonur Bjama, hagyrð- ings og b. að Gilsbakka í Miðdölum Bergur Bjarnason. Jónssonar, b. í Kringlu Bjamason- ar. Móðir Bjama á Ghsbakka var Guörún Bergsdóttir. Móðir Bjarna á Hehnafelh var Ragnheiður Jósúa- dóttir, b. á Bæ Jónssonar. Þorbjörg var dóttir Jakobs, b. á Eiði og á Hallbjamareyri í Eyrar- sveit (Vísinda-Kobba), bróður Bjarna á Hraunhólum, langafa Huga Hraunfjörð hagyrðings og Huldu Hraunfjörð rithöfundar. Jak- ob var sonur Jóns, b. í Hahkels- staöahlíð í Kolbeinsstaðahreppi Jónssonar. Móðir Jakobs var Olöf Bjamadóttir. Móðir Þorbjargar var Salbjörg Pétursdóttir, b. á Hofakri í Hvammssveit Péturssonar. Bergur tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn á dvalarheimilinu Fehaskjóh i Gmndarfirði. Soífía Ásbjörg Magnúsdóttir Soffia Ásbjörg Magnúsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Efri-Grímslæk í Ölfusi, nú vistmaður að Kumbaravogi, verður níutíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Soffía fæddist á Efra-Skarði í Svínadal í Hvalfjarðarstrandar- hreppi og átti þar sín æskuár. Upp- komin réðst hún í vist til Marteins Einarssonar, kaupmanns á Laugar- vegi 31 í Reykjavík. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Konráð, bróð- urMarteins. Ungu hjónin reistu bú á Efri- Grímslæk þar sem þau bjuggu til 1967 er þau fluttu th Þorlákshafnar. Fjölskylda Soffia giftist 6.7.1927 Konráði Ein- arssyni, f. 21.11.1898, d. 17.8.1980, bónda á Efri-Grímslæk. Hann var sonur Einars Eyjólfssonar, b. á Efri-Grímslæk, og konu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur frá Hjalla. Böm Soffiu og Konráðs eru Gunn- ar, f. 4.7.1928, b. á Efri-Grímslæk, kvæntur Grétu Jónsdóttur og eiga þau þijú böm; Ingólfur, f. 19.6.1929, starfsmaður hjá Samskipum, kvæntur Ragnheiði Halldórsdóttur húsmóður og eignuðúst þau fimm börn en eitt þeirra er látið; Magnús, f. 8.9.1933, bifreiðastjóri hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur, var kvæntur Jónu Sigursteinsdóttur en þau skhdu og eiga þau fjögur börn; Sig- ríður, f. 20.2.1936, húsmóðir í Þor- lákshöfn, gift Guðmundi Þorsteins- Soffia Ásbjörg Magnúsdóttir. syni vélstjóra og eiga þau fjögur börn. Systkini Soffíu vom fimm: Þór- unn, f. 10.10.1896, húsfreyjaað Hurðarbaki í Svínadal, gift Ólafi Daníelssyni, b. þar; Kristín, f. 6.4. 1902, húsfreyja í Steinsholti í Svínadal, var gift Oddi Oddssyni, b. þar, sem lést 1932 en hún flutti th Akraness tveimur árum síðar og síðar til Reykjavíkur; Ólafur, f. 14.3. 1904, b. á Efra-Skarði í Svínadal, kvæntur Hjörtínu Jónsdóttur; Svanborg, f. 6.4.1906, húsmóðir á Akranesi, gift Jóni Helgasyni; Guð- ríður, f. 8.9.1909, húsmóðir í Reykja- vík, gift Jóni Guðjónssyni. Foreldrar Soffíu vora Magnús Magnússon, f. 8.7.1862, b. á Efra- Skarði, og Sigriður Ásbjamardóttir, f. 5.8.1871, húsfreyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.