Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 22
FÖSTUDAGUR 30: APRfl. 1993 22 Hagnýt lögfræði ____________________________________________________________________jL.________ „Því ná lögin ekki til bílaviðskipta á milli venjulegs fólks né heldur til tjóns sem verður vegna bilunar í heimilistæki sem fjölskyldan fékk t.d. í jólagjöf frá afa og ömmu.“ Skaðsemis- ábyrgð - aukin neytendavemd Með skaösemisábyrgð er átt við ábyrgð sem framieiðendur eöa dreifingaraðilar bera á tjóni sem hlýst af ágalia á vöru sem þeir hafa framleitt eða dreift. Með ágaUa er átt við að vara sé ekki jafn örugg og vænta mátti. Felst í þessu aukin vernd fyrir neytendur. Hvað vemda lögin? Lögin um skaðsemisábyrgð ná til þess tjóns sem verður á mönnum eða munum vegna þess að sölu- hlutur er haldinn einhverjum skaðlegum eiginleikum. Þessir skaðlegu eiginieikar koma fram við notkun eða geymslu eftir að varan er komin í hendur kaupandans. Lögin ná einungis til skaða sem verður út fTá skaðræðishlutnum en taka ekki til tjóns sem kynni að verða á hlutnum sjálfum. Þau taka einungis til hluta í eigu neytenda en vemda ekki hluti sem á að selja áfram eða nota í atvinnurekstri. Hvenær stofnast bótaréttur? Vara telst haldin ágalla skv. lög- unum ef hún er ekki jafn örugg og vænta mátti með hhðsjón af því hvenær henni var dreift, hvemig hún var boðin og kynnt og hvemig mátti ætla að varan yrði notuð. Það telst hins vegar ekki ágalli ef seinna kemur betri vara á mark- aðinn én sú sem áður var seld. Til þess að eiga rétt á bótum verö- ur þolandi tjónsins að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni, hversu miklu fjóni, að varan hafi veriö haldin ágaUa og að þessi ágalii hafi leitt til Ijónsins. Bótaréttur stofnast hins vegar ekki ef ágalli er vegna ófrávíkjan- legra fyrirmæla ríkisins um gerð vörunnar eða þá að ómögulegt hafi verið að finna ágaliann á grund- velli fræðilegrar eða tæknilegrar þekkingar þegar vörtmni var dreift Ef framleiðandi getur sýnt fram á að ágallinn, sem olli tjóni, hafi ekki verið fyrir hendi þegar hann dreifði vörunni þá ber hann ekki bótaábyrgð. Hverjir bera ábyrgð Þeir sem bera ábyrgð skv. lögun- um em framleiðendur og dreif- ingaraðilar. Framleiðendur teljast þeir sem búa til fullunna vöru, hluta vöm, láta af hendi hráefni eða afla afurða Umsjón ORATOR Félag laganema úr náttúrunni. Undir hugtakiö framleiðendur fallá einnig þeir sem flyfja vöm til landsins í því skyni að selja hana, leigja eöa versla með á annan hátt. Dreifingaraðilar em þeir sem dreifa vöm án þess að falla undir hugtakið framleiðandi. Ef sá sem orðið hefur fyrir tjóni getur ekki komist að því hver fram- leiöandinn er þá getur hann snúið sér til dreifingaraðilans. Dreifmga- raðilinn ber þá ábyrgð nema hann geti án óþarfa tafa skýrt frá því hver hinn raunvemlegi framleið- andi (innflytjandi) var. Hlutþarf að afhenda í atvinnuskyni Bótaábyrgð stofnast ekki sam- kvæmt lögunum nema hlutur sé látinn af hendi í atvinnuskyni til neytanda. Með því er átt við að seljandinn (sá sem afhendir) hafi slíkt að atvinnu. Því ná lögin ekki til bílaviðskipta á milli venjulegs fólks né heldur til tjóns sem verður vegna bilunar í heimilistæki sem fjölskyldan fékk t.d. í jólagjöf frá afa og ömmu. Nýlögenekki réttamýjung Þrátt fyrir að lögin um skaðsem- isábyrgð séu nýsett er talið að regi- ur, áþekkar þeim sem lögin geyma, hafi verið í gildi á íslandi. Að minnsta kosti em til dómafordæmi sem gerá ríkar kröfur til framleið- enda eða seljenda neytendavam- ings. Með lögfestingunni urðu regl- ur þessar skýrari og gera auknar kröfur um aðgæslu á herðar fram- leiðendum og dreifíaðilum. Lögin um skaðsemisábyrgð tóku mið af réttarþróun í Evrópu og voru ein fyrstu lögin sem tóku mið af EES- samningnum. Matgæðingnr vikuimar DV Kjúklinga- salat - með pastaskeljum og vínberjum „Þessi réttur er góður sem léttur aðalréttur, borinn fram með hvítvíni eða vatni og góðu brauði. Ekki er verra að nota afgang af kalkún í staðinn fyrir kjúkling- inn,“ sagði Anna Pála Vignisdóttir matvælafræðingur sem er matgæðingur DV nú. Anna Pála miðlar upp- skrift af kjúkhngasalati. í hana þarf eftirfarandi: 350 g pastaskeljar 3 matsk. frönsk salatolía (French dressing) 125 g blá vínber, skorin í helminga og steinar fjarlægðir 2 sellerístönglar, skornir í þunnar sneiðar 1 græn paprika, skorin í bita 50 g ristaðar cashew-hnetur 750 g kjúkhngakjöt af steiktum kjúklingi, skorið í bita Aðferð Sjóðið pastað, sigtið og blandið saman við salatol- íuna. Kryddið með salti og pipar og látið kólna. Takið frá nokkur vínber til að skreyta með og bland- iö síðan öhu saman í skál. Sósa 75 g þurrkaðar apríkósur 2 matsk. olífuoha 1 laukur, skorinn smátt 1 matsk. milt karrí 2 tesk. tómatþykkni 2 matsk. sítrónusafi 2 matsk. púrtvín eða sætt sérrí 250 ml majonsósa 1 doha hrein jógúrt Hellið heitu vatni yfir apríkósurnar svo það rétt hylji þær og látið standa í 20 mínútur. Steikið laukinn í olíunni þar til hann er mjúkur. Bætið þá karríinu út í og steikið aðeins. Bætið síðan öhu sósuefninu út í ásamt apríkósunum og vatninu og sjóöið við vægan hita í smástund. Kryddið aðeins Anna Pála Vignisdóttir matvælafræðingur. með salti og pipar. Kæhð. Blandið saman við majonsósu og júgúrt og setjið saman við salatið. Kæhð í a.m.k. 3 klst. Ef þetta verð- ur of þykkt þá þynnið með meiri jógúrt. Raðið salat- eða ísbergblöðum í skál og hellið blönd- unni yfir. Skreytið með vínberjum. Anna Pála skorar á Kristin Guðmundsson meðferö- arfuhtrúa. Hinhliðin Launin best þegar ég vinn erlendis - segir Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri „Laun mín eru sveiflukennd en best þegar ég vinn erlendis," segir Ágúst Guðmundsson kvikmynda- stjóri sem sýnir á sér hina hliðina í helgarblaði DV að þessu sinni. Fullt nafn: Ágúst Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 29.06.’47. Maki: Kristín Atladóttir. Börn: Einn sonur og einn fóstur- sonur. Bifreið: Citroön GSA Pahas ’82. Starf: Kvikmyndaleikstjóri. Laun: Sveiílukennd en best þegar ég vinn erlendis. Áhugamál: Ýmsar afurðir andans, einkum bókmenntir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í beinni útsendingu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Tala ófullur við mjög drukkna menn. Uppáhaldsmatur: Langouste thermidor. Uppáhaldsdrykkur: Veuve Chcqu- ot. Hvaða iþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? KR-ingur- inn, sonur minn. Uppáhaldstímarit: Fréttabréf Fé- lags kvikmyndagerðarmanna. Hver er fallegasta kona sem þú Ágúst Guðmundsson. hefur séð? Catherine Deneuve. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Oftar andvígur en hlynntur. Á öðrum forsendum þó en flestir aðrir, t.d. tel ég Sighvat hafa staðið sig nokkuð vel við skelfilegar aöstæður. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Höfund Njálu. Uppáhaldsleikari: Gísh Halldórs- son. Uppáhaldsleikkona: Jeanne More- au. Uppáhaldssöngvari: George Brass- ens. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún, en ég myndi samt aldrei kjósa flokkinn hennar. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Jón í rafmagnsauglýsingunni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Leiknar íslenskar myndir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Þegar herinn fer, sem ég trúi að verði fyrir aldamót, þá verðum við ekki spurð áhts. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múh meö djassþáttinn sinn. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hauk- ur Hergeirsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Sá sem ég stundaöi síöast er orðinn að hstasafni. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBV. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að gera eftirminni- lega bíómynd. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fæ ég frí?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.