Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Side 40
56 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 Ríkisstjómin er tveggja ára í dag: Hrunadans í skugga kreppu og ósættis í dag eru tvö ár liðin frá þvi ríkis- stjórn Davíðs Oddsonar tók við völdum. Aðdragandinn var stuttur og kom fyrrum samstarfsflokkum Alþýðuflokksins í ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar á óvart. 'Stjórnarmyndunarviðræðumar voru aðaUega í höndum Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Davíðs. í Viðey handsöluðu formennimir með sér heiðursmannasamkomulag sem fyrirbyggja átti sundurlyndi og ósætti í stjórnarsamstarfinu. Raun- in hefur hins vegar orðið önnur. Rikisstjórnarsamstarfið hefur verið sem einn samfelldur hrunadans í skugga efnahagslegrar kreppu og ósættis milli stjórnarliða. Stjórn með harðan svip Þegar við myndun stjórnarinnar lýsti Karl Steinar Guðnason því yfir að stjórnin hefði á sér harðan svip. , Átök vom um ráðherrastólana og var haft eftir Karh Steinari að ólýð- ræðislega hefði verið staðið að ráð- herravah. Mikil átök urðu í Sjálf- stæðisflokknum viö val á ráðherr- um, einkum milli Davíðs og Þor- steins Pálssonar, fyirum formanns flokksins. Lyktir urðu þær að Þor- steinn fékk tvo nána samstarfs- menn með sér inn í ríkisstjómina, þá Hahdór Blöndai og Ólaf G. Ein- arsson. Jón Baldvin réttlæti stjómar- myndunina með því að ekki væri hægt að tryggja nauðsynlega við- reisn efnahagslífsins í samstarfi við Alþýðubándalag og Framsóknar- flokk. í því sambandi visaði hann meðal annars th EES-málsins og nauðsypj ar þess að móta framtíðar- stefnu á sviði sjávarútvegs- og land- búnaðarmála. Kvótaleigan söltuð Þegar í upphafi stjómarsam- starfsins varð ljóst að kratar gætu ekki vænst þess að ríkisstjómin samþykktifiskveiðagjald. Þorsteinn setti það sem skhyrði fyrir ríkis- stjómarþátttöku að við því máh yrði ekki hreyft. Lýsti hann því yfir í DV að kvótaleigu myndu kratar aldrei fá framgengt. Öh endurskoð- un löggj afarinnar hefur borið þess merki að ágreiningur er um fisk- veiöistefnuna. Tvíhöfðanefndin er skýrt dæmi þar um en innan hennar náðist ekki einu sinni samstaða um formann. Innan ríkisstjómarinnar hefur einnig verið tekist á um landbúnað- armál, einkum á milli Hahdórs Blöndals og krata. í upphafi stjóm- arsamstarfsins lýsti Hahdór því yfir að hann þekkti ekki landbúnaðar- stefnu krata. í tengslum við endan- lega gerð nýs búvörusamnings varð ágreiningurinn svo harkalegur að Hahdór orðaði afsögn. Ekkert varð þó af því og síðastiiðið haust tók ghdi búvörusamningur sem kosta mun skattgreiðendur á fjórða tug mihjarða. EES reynir á þolrifin Mikið hefur reynt á ríkisstjómina í EES-málinu og sér ekki enn fyrir endann á því. Um tíma virtist Jón Baldvin missa trúna á samninga- gerðina. „Orðið bjartsýni er ekki til í mínum huga,“ sagði hann í júh 1991. Samkomulag náðist þó mhh EB og EFTA en um niðurstöðuna varð bullandi ágreiningur á Al- þingi. Ljóst varð síðastliðið sumar að nokkrir af þingmönnum Sjálfstæð- isflokks væru með efasemdir um EES-samninginn og vhdu vísa hon- um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Veru- legs taugatitrings varð vart í kjölfar- ið sem endaði með því að Eyjóífi Konráð Jónssyni var bolað út úr utanríkismálanefnd. í sæti hans settist Björn Bjarnason. Efir málþóf hlaut EES-samningurinn staðfest- ingu Alþingis og með semingi undir- ritaði síðan forseti íslands hann. Naprirvindar í kreppunni Á sviði efnahagsmála hafa leikið naprir vindar sem kahað hafa fram hroll, hjá jafnt ráðherrum sem öðr- um landsmönnum. Aflasamdráttur, lækkandi verð sjávarafuröa og ár- angurslausar tilraunir Jóns Sig- urðssonar til reisa álver hér á landi hafa ekki dregið úr kreppunni. Fyr- ir vikið hefur atvinnuleysið orðiö meira en elstu menn muna. Enn- fremur hafa einkavæðingaráform stjómarinnar ekki tekist sem skyldi. Til að mæta vandanum hefur rík- isstjómin, með Friðrik Sophusson í broddi fylkingar, hækkað álögur á almenning og skorið niður útgjöld til velferðarmála. Með aðgerðum sínum hefur íjármálaráðherrann í tvígang sett íslandsmet í skattlagn- ingu án þess þó að ráða við fjárlaga- hallann. Sighvatur Björgvinsson og Ólafur G. Einarsson hafa dygghega stutt við bakið á Friðrik og hefur mörgum þótt nóg um. Jóhanna Sigurðardótt- ir hefur hins vegar reynt að halda í sinn hlut, jafnvel orðað að víkja úr stjórninni fengi hún ekki sitt fram. Enn beinast mörg spjót gegn stjóminni á sviði efnahagsmálanna, til dæmis af hálfu aðha vinnumark- aðarins, og því óvissa um lífdaga hennar. Á móti kemur aö kratar mega ekki th þess hugsa að ganga th kosninga vegna fylgishruns í skoðanakönnunum. Fáirhveiti- brauðsdagar í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar á ekki miklum vinsæld- um að fagna. Ýmislegt fleira en óvinsælar efnahagsaðgerðir hefur orðið th þess að draga úr vinsældun- um. Nægir í því sambandi að nefna Bermúdaskál Davíðs, björgunar- ráðstafanir vegna Landsbankans, Hrafnsmálið og harkalega ásýnd. Þó hveitibrauðsdagar ríkisstjóm- arinnar hafi reynst fáir og erfiðir er þó ekki þar með sagt að th póli- tískra hjúskaparshta komi á stjóm- arheimhinu. Kunn era dæmi um stormasöm hjónabönd sem endast, öhumthblessunaroggæfu. -kaa 10 júlí 1991 Í| Ríkisstjómin boðar auknar kröfiir til atvinnullfsins Peningarnir eru búnir og sjóðirnir galtómir - ausum ekki almannafé glórulaust | til atvinnulifsins, segir Davið Qddsson 13! júif 1991 M Heilbrigðisráðherra falið að spara hátt í fjóra milljarða Fólk krafið um greiöslu yfir búðarborðið - segir ótækt að ríkisreka landbúnaðinn og vill brjóta upp búvörusamninginn 29. júlí 1991 II Djúpstæður og harkalegur ágreiningur í ríkisstjórninni um sjávarútvegsstefnu: Yfirlýsingar Þorsteins eru böl stjórnarinnar - segir Jón Baldvin - fæ ekkert nema skítkast frá krötum, segir Þorsteinn Pálsson 13. janúar 1993 ■, m '} Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vill ríkisráðsfund í dag Alger óvissa um hvort _____1 II 4. október 1991 Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1992 Skattbyrði landsmanna aldrei verið jafnmikil - Friðrik Sophusson slær út fyrri íslandsmet Ólafs Ragnars Grímssonar sem „skattmanns“ forseti staðfestir EES - órói innan ríkisstjómarinnar vegna málsins || 17. mars 1993 Heildaraðstoð ríkis og Seðlabanka við Landsbankann nemur 4,2 milljörðum Bankaeftirlitiö undrandi á skelfingu stjórnvalda - verða ráðnir tilsjónarmenn í Landsbankann? 3. febrúar 1992 || Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarinnar og stjómmálaflokkanna: Fylgi við ríkisstjórnina aldrei verið jafnlítið - Alþýðubandalagið ennísókn_ 12. maí 1992 Eldhúsdagsumræður á Alþingi í gærkvöldi Félagsmálaráðherra ef- ast um stjórnarstefnuna - Svavar Gestsson segir Jóhönnu eiga samheija í stjómarandstöðu vilji hún aöra stjóm mttBt Stjómarandstaðan gagnrýnir ráðningu Hrafhs Gunnlaugssonar Hlegið, klappað og , púað á þingpöllum Halldór Blöndal segir þingflokksformann krata mæla ómagaorð Markmið ríkisstjómarinnar að hallinn á fiárlagafimmvarpi næsta árs verði innan við 9,5 milljarðar Hyggst leggja niður og sameina stofnanir -dregið verði úr lánsfjárþörf með _______sérstöku ábyrgðargjaldi á húsbréf jznu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.