Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Page 5
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
5
Fréttir
Fé verður rekið á afréttar-
lönd Mývetninga í áf öngum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
Samkomulag hefur oröið milli
gróöurverndamefndar S-Þingeyjar-
sýslu og Skútustaöahrepps um aö
fresta upprekstri sauöfjár á afréttar-
Íönd Mývetninga miðað viö það sem
Akranes:
Fyrirtæki
lána til
gatnagerðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkti
síðastliðinn miðvikudag að taka til-
boði frá þremur fyrirtækjum um lán
til þriggja ára sem felst í gatnafram-
kvæmdum við Garðagrund sem er
950 metra löng gata. Að sögn bæjar-
ritara Akraness, Jóns Pálma Páls-
sonar, kom í ljós í vor að gatan er
verr farin en menn héldu. Upphaf-
lega var gert ráð fyrir mun minni
framkvæmdum við götuna í ár.
Fyrirtækin þijú, sem lána bænum
rúmlega 27 milljónir, eru Sements-
verksmiðja ríkisins,' Þorgeir og Helgi
og Skóflan. „Fyrirtækin þrjú taka að
sér að klára verkið í sumar og
greiðslur verða inntar af hendi á
þremur árum á föstu verðlagi," sagði
Jón Pálmi. Aðspurður sagði hann að
þessi leið væri ekki farin vegna
slæms fjárhags bæjarfélagsins en
taldi að óvíst væri hvort farið hefði
verið út í þessar framkvæmdir á
þessu ári ef þetta lán hefði ekki kom-
ið til.
Guðmundur Guðjónsson, einn eig-
enda Skóflunnar, sagði að ástæðan
fyrir þessum samningi væri einföld,
atvinnuástand væri þannig í dag að
htið væri um verkefni og heppilegt
væri fyrir fyrirtækin að takast á við
verkiðáþennanhátt. -HK
Lést við Pat-
reksfjörð
Maðurinn, sem lést á sundi við
Patreksfjörð aðfaranótt hvítasunnu-
dags, hét Þórir Þorsteinsson. Þórir
var fæddur 1945 og var frá Patreks-
firði. Hann var fráskihnn og lætur
eftir sig 5 böm.
-PP
verið hefur undanfarin ár og fuhtrúi
Landgræðslunnar hefur ekki gert
athugasemd við það samkomulag
sem náðst hefur.
Fuhtrúar allra hagsmunaaðila fóru
á afréttinn nú í byrjun vikunnar og
skoðuðu beitarlönd. Að sfípn Sipurð-
ar Rúnars Ragnarssonar, sveitar-
stjóra Skútustaðahrepps, er gróður
seinna á ferðinni en undanfarin ár
og stafar það fyrst og fremst af köldu
vori.
Samkomulagið, sem náðst hefur,
eerir ráð fvrir að 15% þess fjár sem
reka á upp fari þangað 7.-12. júní.
Dagana 13.-18. júní megi fara með
25% fjárins og 19.-24. júní með önnur
25%. Eftir þaö verði heimilt að fara
með það sem eftir er af fé th upp-
rekstrar.
í samkomulaginu er reyndar
ákvæði um endurskoðun sem kemur
til ef veðurfar verður mjög óhagstætt
áfram.
Chevrolet Corsica Luxury 93'
Á kr. 1.869.000.- 6 götuna með ryðvörn og skráningu.
Aukalega í Luxury:
• Álfelgur.
• Vindskeið.
• Mótaðar aurhlífar.
• Breiö dekk með hvítum stöfum.
Luxury tilboðið stendur til 30. júní
Staðalbúnaður í Corsica er hreint ótrúlegur: ABS
bremsur, sjálfskipting, útvarp/segulband,
öryggisloftpúði í stýri, samlæstar hurðir,
rafdrifnar rúSur og m.fl.
Alger nýjung í lánamálum á íslandi. ViS lánum
3/4 af andvirSi bílsins í 36 mánuSi. Standi illa á
hjá þér á tímabilinu er hægt aS hliSra greiSslum
allt aS sex sinnum og færa þær aftast. Þú greiSir
þá bara vexti. Þannig getur lániS orSiS til 40
mánaSa.
Til aS auSvelda þér bílakaupin enn frekar, tökum
viS vel meS .farna notaSa bíla uppí.
Bílheimar hf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 63 4000/634050
Kjörvari og Þekjukjörvari
- kjörin viðarvöm utanhúss
Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða
grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áfcrð þú óskar eftir. Sé ætlunin' að halda
viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi
litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar.
Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið
glatist, mælum við með Þekjukjör-
vara sem einnig fæst í mörgum litum. _5
Tvær umferðir eru í flestum tilvikum '\J
nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal
grunna hann fyrst með þynntum glær-
um Kjörvara og mála síðan yfir með
Þekjukjörvara.
Næst þegar þú sérd fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
imálninghlf
-það segir sig sjálfi -