Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Page 29
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
41
Afmæli
Hilmar Ingólfsson
Hilmar Bjarni Ingólfsson skóla-
stjóri, Hagaflöt 18, Garðabæ, er
fimmtugurídag.
Starfsferill
Hilmar fæddist í Reykjavík. Hann
lauk kennaraprófi frá KÍ1966 og
stúdentsprófi frá sama skóla 1969.
Hann var í náms- og kynnisdvöl í
Vínarborg 1983, stundaði kennara-
námskeið árlega 1975-85 og hefur
sótt ýmis önnur námskeið á vegum
KÍogKHÍ.
Hilmar var kennari í Garðabæ
1966-80 og hefur veriö skólastjóri
Hofsstaðaskóla í Garðabæ frá
1980.
Hilmar var formaður Félags fram-
haldsskólakennara á Reykjanesi
1969-73, sat í stjóm Landssambands
framhaldsskólakennara 1970-80 og
Kennarasambands íslands 1980-83,
var fulltrúi á þingum LSFK1967-79
og KÍ frá 1980, var ritstjóri félags-
blaðs LSFK1975-79, sat í fræðslu-
ráði Reykjaness 1974—91, í endur-
menntunarnefnd KHÍ1978-86, í
námskeiöastjórn Norrænu kenn-
arasamtakanna 1976-85, í stjórn fé-
lagamiðstöðvarinnar og samninga-
nefndar LSFK og BSRB um tíu ára
skeið, í skólanefnd Garðabæjar
1972-78, í skólamálaráði KÍ1980-84,
formaður kjaradeilusjóðs KÍ
1985-91, í hreppsnefnd Garðahrepps
1974-77, bæjarfulltrúi í Garðabæ
1977-90 og varabæjarfulltrúi frá
1990, í bæjarráði 1977-79,1981-1982,
1982-84 og 1988-89, var varafulltrúi
í skipulagsnefnd 1974-90, í bygging-
arnefnd íþróttamannvirkja í
Garðabæ 1988-89, íbyggingamefnd
nýs grunnskóla 1990, í byggingar-
nefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ
1990, í hafnarnefnd frá 1982, fulitrúi
menntamálaráðherra í skólanefnd
Fjölbrautaskólans í Garðabæ
1989-92, fulltrúi fjármálaráðherra í
Innkaupastofnun ríkisins 1990-92,
varafulltrúi í húsnæðisnefnd frá
1990, fulltrúi á þingum Sambands
íslenskra sveitafélaga 1974-86 og í
varastjórn Sambands sveitafélaga á
höfuðborgarsvæðinu frá 1977, í kjör-
dæmisráði Alþýðubandalagsins á
Reykjanesi frá 1974 og formaður
þess 1976-78 og 1984-86, í miðstjórn
Alþýðubandalagsins og verkalýðs-
málaráði 1975-86, í framkvæmda-
stjórn Alþýöubandalagsins 1981-85
og í fjármálaráöi þess í nokkur ár,
í stjórn útgáfufélags Þjóðviljans í
eitt ár og formaður Miðgarðs í nokk-
ur ár, formaður kosningastjórnar
Alþýðubandalagsins á Reykjanesi
viö alþingiskosningarnar 1991 ogá
framboðslista við kosningarnar
1987.
Fjölskylda
Hilmar kvæntist 17.6.1990 Hug-
rúnu Jóhannesdóttur, f. 21.11.1959,
háskólanema. Hún er dóttir Jó-
hannesar Jóhannessonar, bónda í
Ólafsfirði, og Fjólu Björgvinsdóttur,
bókavarðar og starfsmanns við leik-
skóla í Ólafsvík.
Synir Hilmars og Hugrúnar eru
Hilmar Bjarni, f. 21.9.1989, og Hjalti,
f. 6.6.1992.
Dóttir Hilmars og fyrri konu hans,
Eddu Snorradóttur kennara, er
Hildur, f. 28.10.1964, starfsmaður
Stöðvar2.
Dóttir Hilmars og Rannveigar
Laxdal íþróttakennara er Hildi-
gunnur, f. 8.10.1962, íþróttakennari.
Hálfbróðir Hilmars, sammæðra,
erErhngAðalsteinsson, f. 27.6.1939,
kaupmaður á Akureyri, kvæntur
Ragnheiði Jónsdóttur bankastarfs-
manni.
Hilmar Bjarni Ingólfsson
Albróðir Hilmars er Pétur Ingólfs-
son, f. 4.10.1946, verkfræðingur,
kvæntur Nönnu Aradóttur, við-
skiptafræðingi hjá Ríkisendurskoð-
un.
Foreldrar Hilmars: Ingólfur Pét-
ursson, f. 21.12.1906, verkstjóri í
Undirtúni í Saurbæ í Dalasýslu, og
Sæbjörg Jónasdóttir, f. 29.8.1915,
húsfreyja.
Hilmar verður aö heiman á af-
mælisdaginn.
Unnur Halldórsdóttir
• r r
Unnur Halldórsdóttir, formaður
landssamtakanna Heimih og skóh,
til heimilis að Urðarbakka 14,
Reykjavík, veröur fertug í dag.
Starfsferill
Unnur fæddist í Reykjavík en barns-
skónum sleit hún á Seltjarnarnesi.
Bamafræðslu sótti hún í Mýrar-
húsaskóla en tók landspróf frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1969.
Stúdentsprófi lauk Unnur af mála-
deild MR1972 en hóf búskap að því
loknu. Unnur gerðist bóndi á
Minni-Borg í Grímsnesi til 1979 og
aftur á árunum 1983-87. Jafnframt
var hún um tíma símstöðvarstjóri
við símstöðina á Minni-Borg.
Unnur dvaldist í Svíþjóð um nokk-
urra ára skeið, 1979-1983. Hún tók
próf fráHáskólanum í Lundi í bók-
menntum og uppeldis- og kennslu-
fræðum 1983. Hún kenndi við Ljósa-
fossskóla 1976 og aftur 1983-87. Þá
starfaði Unnur við Rauða kross hús-
iðum tíma.
Unnur hefur verið starfandi for-
maður landssamtaka foreldra bama
í grunnskólum, Heimih og skóla, frá
stofnun þeirra í sept. 1992.
Unnur gegndi formennsku hjá
ungmennafélaginu Hvöt 1973-77.
Hún hefur starfað fyrir foreldrafé-
lag Breiðholtsskóla sem og samband
foreldrafélaga, Samfok. Formaður
Samfoks hefur hún verið síðastliðin
þrjú ár. Þá hefur Unnur haft umsjón
með afmæhsritum, fyrir UMF Hvöt
1978 og Ljósafossskóla 1986.
Fjölskylda
Unnur giftist 9.1.1972 Hirti Björg-
vini Árnasyni, f. 4.5.1952, sölumanni
hjá Skeljungi. Hann er sonur Árna
Jónssonar, fyrrv. starfsmanns á
Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins,
og Sveinsínu I. Hjartardóttur hús-
móður, Reykjavík.
Unnur og Hjörtur eiga fjögur börn.
Þau eru: Ingibjörg Lára, f. 26.6.1972,
þjónn; Halldór, f. 19.6.1974, starfs-
maður Skeljungs; Sigrún, f. 14.11.
1976, nemi í VÍ, og Árni, f. 31.12.
1979, grunnskólanemi.
Systkini Unnar eru: Stefán Ath, f.
21.12.1949, framkvæmdastj., giftur
Lilju Jónasdóttur hjúkrunarfræð-
ingi og eiga þau þrjú börn; Halldór,
f. 18.3.1963, og á hann eitt barn með
Huldu Þráinsdóttur en sambýlis-
kona Halldórs er Magnea Steinunn
Ingimundardóttir.
Foreldrar Unnar eru Hahdór Jó-
hann Einarsson, f. 2.7.1927, fyrrv.
kennari og starfsm. Volvo í Gauta-
borg, og Sigrún Ólöf Stefánsdóttir,
f. 9.8.1931. Voru þau lengst af til
heimihs að Miðbraut 8, Seltjarnar-
Unnur Halldórsdóttir
nesi en hafa búið í Gautaborg í Sví-
þjóðfrál977.
Ætt
Halldór er sonur Einars, b. í Eyjum
í Breiðadal, Björnssonar og konu
hans, Katrínar Björnsdóttur.
Sigrún er dóttir Stefáns, b. og odd-
vita á Minni-Borg, Diðrikssonar og
Ragnheiðar Böðvarsdóttur, konu
hans.
Unnur tekur á móti gestum í Ell-
iðaárdalnum frá kl. 17.00. Eru þeir
beðnir að hafa með sér pylsur á
grillið.
Gunnar Konráðsson
Gunnar Konráðsson bifreiðarstjóri,
Garðsvegi 13, Hvammstanga, verð-
ur fimmtugurídag.
Starfsferill
Gunnar er fæddur og uppahnn í
Reykjavik. Hann tók gagnfræðapróf
frá Gagnfræðaskólanum við Hring-
braut. Bifvélavirkjun nam hann að
því loknu við Iðnskólann í Rvk og
hjá Ræsi hf. 1961-65 þar sem hann
starfaði eitt ár eftir það.
Gunnar fluttist til Hvammstanga
1961 og ók olíubíl um tíma. Þá starf-
aði hann að mjólkurflutningum í
nokkur ár á þjónustusvæði Mjólk-
ursamlags V-Húnavatnssýslu. Frá
1973 hefur Gunnar ekið flutningabíl
fyrir Kaupfélag V-Húnavatnssýslu.
Gunnar átti sæti í stjórn Hvamms-
tangadeildar Rauða kross íslands til
1979. Hann hefur ennfremur setið
sem formaður dehdarinnar frá 1981.
Síðasthðin ár hefur Gunnar jafn-
framt átt sæti í stjóm verkalýðs-
félagsins Hvatar en í því hefur hann
verið félagi um árabU.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 3.6.1966 Agnesi
Magnúsdóttur, f. 23.6.1947, sauma-
konu. Hún er dóttir Magnúsar
Gunnlaugssonar, b. á Efri-Torfu-
stöðum í Miðfirði, og Selmu Jóns-
dóttur húsmóður, Meðalvegi 17,
Hvammstanga.
Börn Gunnars og Agnesar eru
íjögur. Þau eru: Sigurbjörg, f. 3.9.
1963, verslunarmaður í Hafnarfirði,
gift Guðmundi Arnarsyni bifreiðar-
stjóra og eiga þau tvö börn; Gunn-
laugur S., f. 7.5.1967, rafeindavirki
í Reykjavík, kvæntur Petreu Frið-
riksdóttur, starfsmanni Pósts og
síma, og eiga þau tvö börn; Svandís
Huld, f. 2.6.1970, sjúkrahöi í Reykja-
vík; Guðrún Berglind, f. 21.8.1972,
nemi í FB, Reykjavík.
Alsystkini Gunnars em: Óskar, f.
12.5.1945, rafvirki í Reykjavík;
Haukur, f. 14.12.1949, og Kjartan, f.
16.11.1955, kerfisfræðingur í
Reykjavík.
Hálfsystkini Gunnars, samfeðra,
eru: Inngólfur, f. 12.12.1914, d. 20.3.
1978, b. Vöglum í Vatnsdal; Eggert
Ágúst, f. 13.7.1920, b. Kistu, Vestur-
hópi; Jón, f. 17.10.1923, b. í Lækjar-
hvammi í V.-Húnavatnssýslu; Lár-
us, f. 1.12.1928, b. á Brúsastöðum í
Gunnar Konráðsson
Vatnsdal; Ragnheiður, f. 21.9.1932,
húsmóðir, Gröf í Víðidal.
Gunnar er sonur Konráðs verka-
manns Jónssonar, f. 13.10.1891, d.
19.8.1974, ogSigurbjargar J. Sigur-
jónsdóttur, f. 27.9.1917, húsmóður.
Gunnar tekur á móti gestum í
Félagsheimilinu á Hvammstanga,
laugardaginn 5. júní frá kl. 20.00 til
23.00.
FriiJrik Dungal,
Grandavegi 47, Reykjavík.
80 ára
Ida Jensen,
Gaukshólum 2, Reykjavik.
Oddný Helgadóttir,
Ökrúm I, Mosfehsbæ.
Olga Sigurðardóttir,
Hringbraut 50, Reykjavik.
Ásthildur Magnúsdóttir,
Tjaldanesi II, Saurbæjarhreppi.
Halidóra Henriksdóttir,
Tannastöðum, Ölfushreppi.
HreiðarStefánsson, kennari og
rithöfundur,
Austurströnd 8, Seltjarnamesi.
Hreiðar dvelur nú á sjúkrahúsi.
Ólafur B. Þorbjörnsson,
Surmugerði 7, Reyöarfirði.
Kári Halldórsson,
Barðaströnd 6, Seltjamarnesi.
Sclveig Jónsdól l ir.
Aragötu 7, Reykjavík.
Maria Rebekka Gunnarsdóttir,
Stórholti 27, Reykjavik.
Vigfús Magnússon,
Stigahhð 42, Reykjavík.
Gunnar Lúðviksson,
Kleppsvegi 150, Reykjavík.
Þórður Jóhannsson,
Marbakka 4, Neskaupstað.
Ólafur Kristjánsson,
Vesturgötu 36, Keflavík.
Guðbjörg Erlendsdóttir,
Skúlagötu9, Borgamesi.
Guðbjörg tekur á móti gestum að
kvöldi afmæhsdagsins í Félagsbæ.
50ára
Jóhann Levi Guðmundsson,
Hjaltabakka 18, Reykjavik.
GunnarÁsgeirsson,
Kirkjubraut 30, Höfn í Hornafirði.
PállFriðriksson,
Höfðavegi 5, Húsavík.
Olga Eide Pétursdóttir,
' Heiðarholti 34 C, Keflavík.
Tryggvi Guðmundsson,
Reykjafold 12, Reykjavík.
Gylfi Ragnarsson,
Hhðarvegi 40, Ólafsfirði.
Sigurgeir Jónsson,
Rauðási 16, Reykjavík.
Ásta Pálina Ragnarsdóttir,
Drekahlíð 8, Sauðárkróki.
Dóra Ásgeirsdóttir,
. Hraunkoti, Garðabæ.
Marín Jónsdóttir,
Böggvisbraut 9, Dalvík.