Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Síða 11
Merming 11 FÖSTUDAGUR 11. JUNI 1993 Caput á listahátíð Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði s.l. mið- vikudagskvöld, voru þeir liður í Listahátíð í Hafnar- firði. Caput hópurinn lék nútímatónhst en hann skip- uðu að þessu sinni Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Zbigni- ev Dubik, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Snorri Sigfús Birgis- son, píanó,. og Guðni Franzson, klarínett. Á efnis- skránni voru verk eftir Igor Stravinsky, Witold Szalon- ek, Alexander Seriabin, Atla Ingólfsson, Thierry Blondeau og Dimitry Shostakovich. Tónleikamir hófust á Þrem stykkjum fyrir strengja- kvartett eftir Stravinsky sem er einfalt stílhreint verk og hefur töluvert aðdráttarafl þrátt fyrir mikil þrá- stef, sökum þess hve markvisst það er. Elegie eftir Szalonek fyrir klarínett og píanó er áferðarfallegt verk en ekki mjög hugmyndaríkt. Það er eins og það lifi aðeins í einu plani og skortir því dýpt. Hljóðfærin fengu að hljóma vel í verkinu og var það meginstyrkur þess. Vers la flamme eftir Scriabin fyrir píanó er mjög fal- lega hljómandi verk. Hér eru það hljómarnir og lit- brigði þeirra og hljómur hljóðfærisins sem bera uppi verkið. Meðferð steíja og forms er ekki eins merkileg. Eftir hlé kom fyrst Actio eftir Atla Ingólfsson fyrir einleikssefló. í upphafi virðist efniviður einkum vera hljóðbrigði sellósins einkum sul pontícello hljóðið, en Tórúist Finnur Torfi Stefánsson er á leið verður stefjaefni áberandi, meira að segja tónflutt þrástef. La nuit presque eftír Blondeau er í hálfgerðum millistríðsárastíl. Sumt hljómaði laglega, annað miður. Síðast verk tónleikanna var Strengja- kvartett nr. 7 eftir Shostakovich. Þetta verk hefur ótrú- lega mikið aðdráttarafl í einfaldleika sínum og skýr- leika. Frábærlega skemmtileg meðferð hendinga sem lengjast og styttast, eftir því sem andinn blæs höfundi í brjóst, er eitt af því sem veitir verkinu styrk sinn. Capaut hópurinn lék frábærlega vel á þessum tón- leikum og virðist vera stöðugt í sókn. Samleikur mjög nákvæmur og vel samhæfður, hljómurinn var fallegur og túlkun góð. Bryndís Halla, Snorri og Guðni fengu að spreyta sig á einleikshlutverkum og gerðu það af hreinni snilld en aðrir spilarar stóðu sig ekki síður vel og var engan hlekk hægt að finna veikan meðal þessara snjöllu listamanna. SU AR FRÁ GÖNGUSKÓMTIL FELLIHÝSIS BARNASKÓR frá 4.400.- RAPIDO Fellihýsi frá 860.000.- HARTMAN plasthúsgögn TRIGANO - tjaldvagn m. fortjaldi 360.000.* HARBO FURUHÚSGÖGN Gönguskór frá 3.900. vatnsheldir frá 7.200. SYNINGAFMLBOÐ 4 sólstólar á 2.400.- Póstsendum samdægurs! 1993 ,þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN opið laugardag kl. 10 - 6 sunnudag kl. 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.