Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Fréttir Ráðherra- og stólaskipti 1 ríkisstjóminni á Bessastöðum í gær: Sé ýmsar leiðir til að draga úr útgjöldum - segir Guðmundur Ami Stefánsson, nýr heilbrigðis- og tryggingaráðherra „Ég veit að hér í ráðuneytinu er allt í besta lagi eftir þína veru. Ég óska þér alls hins besta í þínu starfi," sagði Guömundur Árni'Stefánsson þegar hann tók við lyklavöldum af Sighvati Björgvinssyni í hefibrigðis- ráðuneytinu síðdegis í gær. Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gær veitti forseti íslands Sighvati Björgvinssyni, Eiði Guðnasyni og Jóni Sigurðssyni lausn frá ráðherra- embættum sínum. Sighvatur á áfram sæti í ríkisstjóminni, nú sem iðnaö- ar- og viðskiptaráðherra. Össur Skarphéðinsson tók hins vegar sæti Eiðs sem umhverfisráðherra og Guð- mundur Ami Stefánsson tók sæti Sighvats sem heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. „Þetta eru eilítfi viöbrigði. Þessi vettvangur er svo víðtækur að hann er nánast óendanlegur. Ég sé þó fyr- ir mér ýmsar leiöir tfi að auka þjón- ustuna og draga úr útgjöldunum. En vitaskuld verða menn að sníða sér stakk eftir vexti og það ætla ég mér að gera,“ sagði Guðmundur Ami í samtali við DV í heilbrigðisráðuneyt- inu í gær. Að sögn Guðmundar hefur hann ekki tekiö ákvörðun um aðstoðar- mann en segir að þau mál muni skýr- ast á næstunni. Þá segist hann heldur ekki hafa tekiö ákvörðun um það hvort hann fái sér ráðherrabíl en svaraði spurningu þar að lútandi á þann veg að einhvem veginn yrði hann að komast á milli staða. í morgun hófst fyrsti ríkisstjómar- fundur nýskipaðra ráðherra. Á fund- inum er ætlunin að ræða fjárlög næsta árs en stefnt er aö því að loka útgjaldarammanum á næstunni. Að- spurður í gær kvaðst Guðmundur Ami ekki vilja greina frá því opin- berlega að sinni hvert innlegg hans yrði á fundinum. „Þetta er nú fyrsta yfirferð svo ég á ekki von á að því að stórar ákvarð- anir verði teknar þar.“ -kaa „H-ið á lyklakippunni stendur fyrir heilbrigðisráðuneytið ásamt heilla- og hamingjuóskum til þín,“ sagði Sighvatur þegar hann afhenti Guðmundi Árna lykla að ráðuneytinu. Eftir afhendinguna sagði Guðmundur Árni að H-iö stæði ekki síður fyrir Hafnarfjörð í sinum huga. Hér sést hinn nýi ráðherra á skrifstofu sinni ásamt Gaflara sem honum barst sem gjöf frá Hafnfirðingum. DV-mynd JAK Sighvatur Björgvinsson: tíkusa að faraúreinu verid í annað „Iðnaðar- og viöskiptaráðu- neytið er ailt öðmvisi en það sem ég er nú að yfirgefa. Viðfangsefn- in era gjörólík en það er jú hlut- verk pólitíkusa að fara úr einu verki í annað. í stað þess að fást við útgjaldafreka málaflokka biða mín viðfangseíhi á sviði efhahags- og atvinnumála. Það verður skemmtfiegt að takast á við þessi nýju verkeftii," segir Sighvatur Björgvinsson sem í gær hætti sem heilbrigðisráð- herra og settist i stól Jóns Sig- urössonar sem viðskipta- og iðn- aðarráðherra. Sighvatur segist gjaman hafa viljaö sjá iyktir tveggja mála í heilbrigðisráðuneytinu áður en hann yfirgaf þaö; annars vegar samþykkt lyfiafrumvarpsins og hins vegar sátt um réttargeð- defidina að Sogni. Af því hafi þó ekki orðið. Á hinn bóginn segir hann bæði þessi mál vera komin í viðunandi farveg. Sighvatur segist hafa vissu iyr- ir þvi að mjög hæfur geðlæknir muni fljótlega sækja um stöðu tengdri réttardefidinni. Þá segist hann hafa orö Daviðs Oddssonar, formanns Sjálfstæöisflokksins, og Geirs H. Haarde, þingflokks- formanns sjálfstæðismanna, fyr- ir því að lyfjafrumvarpið verði afgreittíhaust -kaa PatreksQörður: Skoriðúr skrúfu Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluö út um sex- leytið á simnudagsmorgun til þess að aðstoða togbátinn Hlífar Pétur. Báturínn er um 70 tonn og hafði fengið trollið í skrúfuna og allar vélar óvirkar. Fjórir björgunarsveitarmenn, þar af einn kafari, fóru á vettvang sem var rúmar 20 mílur frá landi. Greiðlega gekk að skera úr skrúf- unni og hélt báturinn óskemmd- ursínaleiöaðverkinuloknu. -JJ í dag mælir Dagfari Einkastrætóar Þeir hittust á Hlemmi, bílstjórarnir á leið 3 og leið 15. Guðmundur heit- ir annar, Kalli heitir hinn. Guð- mundur hefur lengi starfað hjá Strætó, fékk stöðuna á sínum tima fyrir pólitískan kunningsskap við einn af stjómarmönnum í stjóm SVR, enda góður og gegn sjálfstæð- ismaður, hann Guðmundur og hef- ur kosið Ðokkinn alla tið fyrir þá hjálpsemi sem flokkurinn hefur sýnt honum. Kafii er hefur líka fylgt Sjálfstæð- isflokknum og var ráðinn fyrir stuttu vegna þess að hann er frændi manns sem er tengdur ein- um borgarfulltrúanum en að öðra leyti hefur flokkurinn lítið haft af Kalla að segja eða Kalli af flokkn- um. Kalli hefur hins vegar alltaf verið þeirrar skoðimar að flokkur einkaframtaks og einkavæðingar væri flokkur að hans skapi og mundi kjósa Sjálfstæðisflokkinn þótt hann hefði ekki haft neitt gagn af flokknum. Þetta er flokkur ein- staklingsfrelsisins og Kafii er ein- staklingshyggjumaður og á móti opinberum afskiptum af atvinnu- lífinu. Þeir tóku tal saman, félagamir og bflstjóramir á Hlemmi og Guð- mundur sagði: „Nú ætla þeir að fara að breyta Strætisvögnunum í hlutafélag. Hefuðra heyrt það, Kalli?“ Jú, Kafii hafði heyrt það og lesið allt um nýja hlutafélagið og sagði að sér litist vel á það. „En hvaö verður þá um okkur?“ spurði Guðmundur. „Er þetta ekki fyrsta skrefið í að þeir taki af okkur starfið?" „Nei, nei, Guðmundur minn,“ sagði Kalli. „Það verður engu breytt Sömu leiðimar eknar, sömu fargjöldin og sömu stjómendum- ir.“ „En tfi hvers era þeir þá að breyta?“ spurði Guðmundur. „Til þess að geta rekið fyrirtækið betur,“ sagði Kalli. „Þetta hefur verið alltof dýrt.“ „En ef það hefur verið of dýrt, þá þurfa þeir að spara eða hækka strætógjöldin." „Það á að bjóða leiðimar út,“ sagði Kalli. „Þú getur til dæmis sjálfur boðið í leið 3 og þá geturöu ráðið gjaldinu og ráðið leiðinni og þannig veröur leiðin einkavædd og þegar maður einkavæðir er það miklu ódýrara heldur en þegar borgin sjálf rekur leiöina.“ Og Kalli hélt áffarn; „Þú getur stytt þér leið, þú getur fækkað far- þegum, þú getur jafnvel lagt vagn- inum, ef ekki era nægfiega margir farþegar og þannig sparar þú og græðir á að bjóða í leiðina. Maður verður að fara að laga sig að mark- aðnum, Guðmundur minn, og ef þú skilar hagnaði fáum við bónus og borgarstjórinn verður rosaglað- ur og farþegarnir skfija að það er ekki hægt að stoppa mörgum sinn- um á leiðinni og skfija það lika að það er einkavæðingin sem blífur og það verður almenn ánægja með rekstur hlutafélagsins." ,,Já, en Kafii," sagði Guðmundur. „Ég er ekki að keyra fyrir mig, ég er að keyra fyrir farþegana." „Já, en það er einmitt mergurinn málsins. Strætisvagnar Reykjavík- ur era alltof háöir farþegimum og þeir era afitof háðir embættis- mönnununm og borgarfulltrúun- um sem era sífellt aö skipa sér af akstrinum og leiöunum og stoppi- stöðvunum. Nú breytist þetta með einkavæðingunni. Menn geta ekki rekið hlutafélag ef sífellt þarf að taka miö af öðram en þeim sem reka fyrirtækið. Þetta verður aö vera hagkvæmt og skfia arði. Það sjá alfir að Strætisvagnar Reykja- vikur eru of dýrir fyrir borgina.“ Já, en borgin ætlar samt að greiða áfram rekshmxm, enda ætlar borg- in ein að eiga hlutafélagið," sagði Guðmundur. „Reykjavíkurborg borgar bara hallann. Hingað tfi hefur hún þurft að borga tapið og hallann. Nú verð- ur það hins vegar bara hallinn sem hún borgar." „En er það ekki það sama?“ spurði Guðmundur. „Nei, Guðmundur minn, það er mikifl munur á því hvort menn borga hafia af einkafyrirtæki í eigu borgarinnar eða hvort menn borga tap og halla á fyrirtæki sem er í eigu borgarinnar. Ef það verður tap, þá er það vandi hlutafélagsins. Ef það er gróði, þá er það gróði fyrir borgina. Þetta hlýtur þú að skfija sem sjálfstæðismaöur." Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.