Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 10
10
Útlönd
Dínósárar gera það gott
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Þjóðaratkvæðagreiðslan 1 Malaví:
Nýjasta kvikmynd Stevens Spiel-
bergs, „Jurassic Park“, sem fiallar
um mannfólk og risaeðlur í
skemmtigarði, sló öll aósóknarmet
vestanhafs um helgina. Myndin
halaði inn rúma þrjá milljarða
króna fyrstu helgina sem hún var
sýnd, að þvi er framleiðandi henn-
ar, Universal, skýrði frá í gær.
Fyrra aðsóknarmet átti myndin
„Leöurblökumaöurinn snýr aftur“.
Mynd Spielbergs er sýnd í 2404
kvikmyndahúsum um gjörvöll
Bandaríkin. Reuter
Lýðræðisöflin
Bækur til sölu
Hagnýt efni.
Hjúskaparhugleiðingar fyrir ungar stúlkur, Rvík 1923, Mothers Cook
Book, N.Y. 1901, Bindindisfneði handa Íslendingum e. sr. Magnús í
Laufási, Leiðarvísir i sjómennsku, 1916, Mannasiðir e. Jón Jacobsen,
Siglingafneði Páls Halldórss., 1920 Glímubók ISt (gamla útgáfan),
Dýrabekningabók Magnúsar Einarssonar, Hómoepatísk lækningabók,
Ak. 1884, Móðurfraðarinn, ísafj. 1912, Hvannir, Rósir, Bjarkir cftir
Eánar garðyrkjum. Helgason, ýmis rit um grasahekningar, jurtalitun
o.fl.
Bundið mál - kvæði, Ijóð.
Gamanvisur Alfreðs Andréssonar, Kvæði Benedikts Gröndais, 1856,
Kvæði Bjama Tborarenscns, frumútg., 1847, Kvsði 1-2 e. sama,
1935, Njóla e. Bjöm Gunnlaugsson, Skuggsjá og Ráðgáta e. Brynj-
úlf á Minna-Núpi, Ljóð á trylitri öld e. Elías Mar, Undir Ijúfum lög-
um e. Gest, Heimspckinga skóli e. Guðm. Bergþórss., 1845, Hvide
Falke, útg. Guðm. Kambans, Sólstafir e. Guðm. á Kirkjubóli, Kvæði
Höllu á Laugabóli 12, skb., ýmsar Passiusálmaútgáfur c. Hallgr.
Pétursson, Ljóðmæli Herdisar og Ólinu, Það blæðir úr morgunsárinu
e. Jónas Svafár (handrit höfundarins), ýmsir kaþólskir sáimar, Qvæði
síra Stepháns Ólafssonar, Kh. 1823, Glugginn snýr í noróur og Svart-
álfadans e. Stefán Hörð, Þingvisur útg. Jóhannes úr Kötlum, fiestar
Ijóðabóka Steindórs Sigurðssonar.
Bamabækur, gamlar útgáfur.
Bakkabræður, myndir Eggerts Guðm., Sögur séra Friðriks Hallgríms-
sonar, Æfintýri ungans e. Friðriku Guðm. d., allar bamabækur Gunn-
ars M. Magnúss, Kvæði og leikir handa bömum c. Halldóru Bjarnad.,
Dagbetí e. Hallgr. Jónsson, Ömmusögur Jóhannesar úr Kötlum, Guila-
stokkurinn e. Kveldúlf, Sagnarandinn e. Óskar Kjariansson, Aravisur
Stefáns Jónssonar, Ungi litli e. Steingrim Arason, Steinn Bollason,
gamalt æfintýri, Tíu lítlir negrastrákar, Dæmisögur Esóps, gamla
útg., 1904, Æfintýri H.C. Andersens 1-2 Rvík 1905-6, Dvergurinn
Rauðgrani, Nasreddin, tyrkneskar kímnisögur, gömlu Barnabiblíurn-
ar, Hróbjartur höttur (Hrói höttur) þýð. Jóns Olafssonar.
Fræðirit. Ættfræði, isl. fræði o.fl.
Árbók Fornleifafélagsins 1880-1958, skb., Flatcyjaihók I—111, frum-
útg. 1865, Timarit lögfræðinga 1951-1987, ób. góð eint., Bókaskráin
um Fiske-safnið I,—III. bindi, Landfræðisaga íslands 1-4 e. Þorv.
Thoroddsen, Árbækur Espólíns 1.-12. bindi, vandað skb., Ættarbók
Finsens-ættar, Kh. 1945, Saga hugsunar minnar e. Brynjúlf á Minna-
Núpi, Kafbátahernaðurinn, Júi. Schopka, Deildir Alþingis e. dr.
Bjama Ben., ýmis rit e. Eirík á Brúnum, frumútg., Tyrkjaránið á
Islandi 1627, útg. Jóns Þork., Helgakver til Helga Tryggvasonar.Þor-
steinskver, draugasögur til Þ. Jósepssonar, Í átongum, minn. Daníels
í Stj. ráðinu, Íslenzkt bæjatal og póstscndingabók, 1885, rit um vígslu-
hátið Hitaveitugeymanna, Lýsing Vestmannaeyja sóknar, 1916, Hitler
in der Karikatur der Welt, Berlin 1935, Þættir úr sögu Reykjavikur,
1936, Ætt Grims Gislasonar í Óseyramesi, Ættartala Steindórs Gunn-
arssonar, Niðjatal Eiríks Ólafssonar, Rcykjahliðarættin (gamla), Ald-
arfar og ömefni í Önundarfirði e. Óskar Einarss., Saga prentlistarinn-
ar á Íslandi e. Klemens landritara, Skýrsla tíl Alþingis 1885 e. Þorv.
Thoroddsen, Ódáðahraun e. sama. Handbók Reykjavikur, 1927, Dcr
Bolschcwismus e. Joseph Goebbels, Berlin 1936, kjamyrt rit um efn-
ið, Skýrsla brezku stjómarinnar um Profumo/Keeler-málið, 1963,
Hauksbók, útg. Finns Jónss., 1892, Bæjatal á Íslandi, 1915 - 1930 -
1961, Frímúrarareglan á Íslandi 25 ára afmælisrit, sárasjaldgæft, Jök-
uldalsheiðin og byggðin þar c. Halldór Stefánsson, Herranótt 1969,
leikritið um Bubba kóng, Drauga-gletta Jóns Ólafssonar, 1884, Y
og Z e. Adam Þorgrímsson, Sundreglur Nacbtegalls próf., þýð. Jónas
Hallgr., Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 1-2 e. Jóh. G. ÓL,
Kirkjublað Þórhalls Bjamarsonar kplt. skb., Ritsafn Jónasar Hali-
grimssonar 1-5, útg. Matlh. Þórðars., Nýtt Kirkjublað Jóns Helgason-
ar 1.—11. árg., Verði Ijós, kirkjublað, 1.-9. árg., Leyndardómar París-
arborgar 1.-5. bindi, Tímaritið Iðnnn 1-20, skb., Hesturinn okkar
1.-30. árg., vandað skb., Ödáðahraun 1-3, skb., Hrakningar og heiða-
vegir 1-4, Afmælisrit tíl próf. Ólafs Lárussonar, Tindastóil 1 .-5. árg.,
skb., Viðeyjaririblian 1841, Reykjavíkurbiblian 1859, Vídalínspostílla
1828, Byltingin á Spáni e. Þórh. Þorgilsson, Menn og menntír c. Pál
Eggert 1.-4. bindi, Maríu saga, útg. Ungers, 1.-2. bindi, lúxusal-
skinn, Æfisaga Gunnlaugs Briem, ættföður Briem-ættar, Kh. 1838,
Drauma-Jói e. Ágúst H. Bjamason, Tímarit Jóns Péturssonar 1.-4.
árg., Lækningabók handa alþýðu e. Jónassen, Islandsk Naturhistorie,
Kh. 1786 e. N. Mohr, Hugvekja um þinglýsingar e.assessór Johnsen,
Islandsk Rættcrgang e. J. Amesen og Jón Erichsen, Islandskc Ma-
anedstidcndcr 1.-3. árg., skb. ljóspr., Travel in Iceland e. Mackenzie,
1811, Ritgerðir dr. Helga Pjeturss (sem aldrei komu út), Aimenn
kristnisaga e. Jón Helgason 1.-4. b., Æfi- og útfararminning amt-
manns Stepháns Þórarinssonar, 1824 og þúsundir annarra merkra og
fáséðra bóka nýkomnar.
Við kaupum og seljum íslenzkar og crlendar bækur, gamlar og nýj-
ar, heil söfn og stakar bækur.
Gefum út bóksöluskrár, scm sendar eru lysthafendum ókeypis utan
höfuðborgarsvæðis.
Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn.
BÓKAVARÐAN
HAFNARSTRÆTI 4 - SÍMI 29720
með f orustuna
- stjómarflokkur Banda forseta nýtur lítils fylgis
Lýðræðisöflin í Afríkuríkmu
Malaví lýstu því yfir seint í gær-
kvöldi að þau hefðu afgerandi for-
ustu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
einsflokkskerfið 1 landinu þegar um
þriðjungur hugsanlegra atkvæða
hafði verið talinn.
Sameinaða lýðræðisbandalagið,
UDF, sem berst gegn einrasðisstjóm
lífstíðarforsetans Kamuzu Banda,
sagðist hafa fengið 89 prósent talinna
atkvæða en sljómarflokkurinn MCP
hefði fengjð 11 prósent
Efttrlitsmenn UDF við talninguna
sögðu að fjölflokkalýðræði hefði ver-
iö búið að fa 1,3 milljónir atkvæða
en áframhaldandi eins flokks kerfi
aðeins 160 þúsund atkvæði. Skráðir
kjósendur vom um flórar og hálf
milljón.
Stjómarandstæðingar sögðu að
óopinberar tölur þeirra sýndu yfir-
burðasigur í suður- og norðurhlutum
landsins en stjómarflokkurinn hefði
verið búinn að fá 71 prósent talinna
atkvæða úr miðhluta landsins.
„Okkur gengur mjög veL Svarti
haninn er dauður,“ sagði Bakili
Muluzi, leiðtogi UDF, í samtali við
Reuter i höfuðstöðvum sínum í út-
hverfi bæjarins Blantyre þar sem
aðstoðarmenn hans lágu yfir tölvu-
útreikningum.
Kjósendur, sem margir hverjir era
ólassir, þurftu að velja á milli svarts
hana, merkis stjómarflokksins, og
stormlampa, merkis lýðræðisafl-
anna.
Ekki lágu fyrir neinar opinberar
atkvæðatölur.
Óháðir fréttaskýrendur vömðu við
því að tölumar kæmu einkum frá
þéttbýliskjömum þar sem UDF og
bandamenn þess nytu mests stuðn-
ings. Afskekktari svæði, einkum í
miðhiuta landsins, væra alla jafha
íhaldssamari og þar væri auöveldara
að hafa áhrif á kjósendur. Því mætti
búast við að bilið milli hópanna
minnkaði.
Evrópubandaiagið kvartaði undan
því aö sljómarflokkurinn hefði hrellt
kjósendur í kosningabaráttunni en
því var vísað á bug.
Banda, sem opinberlega er 87 ára
en almennt talinn vera hálftíræður,
neyddist til að efna til þjóðarat-
kvæðagreiöslunnar vegna innan-
landsátaka og þrýstings á alþjóða-
vettvangL Hann hefur stjómaö land-
inu frá 1964.
Endanleg úrslit í atkvæðagreiðsl-
unni liggja fyrir síðar í dag.
Reuter
Malavibúar mættu snemma á kjörstaði i gær til að ákveða hvort tekið
skyldi upp fjölflokkalýðræði i landinu eða haldið i eins flokks kerfið sem
hefur verið við lýði í 29 ár. Simamynd Reuter
Kvenréttindakona tilnef nd
sem hæstaréttardómari
Eftir nokkurra vikna bollalegging-
ar hefur Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti útnefnt kvenréttindakonuna
Ruth Bader Ginsburg í embætti
hæstaréttardómara í staö Byrons
White sem lætur af störfum vegna
heilsubrests. Ginsburg, sem er sex-
tug, er dómari hjá áfrýjunardómstól
í Washington.
Útnefning Ginsburg kom á óvart
því undanfariö hefur athygli Clint-
ons beinst að Bmce Babbitt innan-
rflrisráðherra og Stephen Bryer dóm-
ara í Boston. Umhverfisvemdarsinn-
ar vildu hafa Babbitt áfram í starfi
innanríkisráðherra og um helgina
hölluðust menn að því að Bryer hlyti
Clinton Bandarikjaforseti ásamt
Ruth Bader Ginsburg.
Simamynd Reuter
hnossið. Það kom hins vegar í Ijós
að honum hafði láðst að greiða
launatengd gjöld starfsmanns á
heimili hans. Það vora einnútt atriði
varðandi starfsfólk á heimilum sem
felldu tvo fyrri kandídata Clintons í
embætti hæstaréttardómara fyrr í
vetur, Zoe Baird og Kimba Woods.
Þetta er í fyrsta sinn sem demó-
kratar fá tækifæri til að tilnefna
hæstaréttardómara frá því að Lyn-
don Johnson útnefndi Thurgood
MarshalL Dómaramir níu í hæsta-
rétti Bandaríkjanna eru skipaðir
ævilangt.
Reuter, TT