Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 24
■24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Taiaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR ASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 mFmwiníT? Bíldshöfða 14-sími 672900 HÖGGDEYFAR Ef þú vilt hafa kbesta hugsan- lega veggrip á malbiki sem og utan vegar ...þá velur þú KONI! ©] Stilling 1 SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 Sviðsljós Stjórnin kom aðdáendum sínum skemmtilega á óvart þetta kvöld. DV-myndir HMR Stjómin órafmögnuð Hljómsveitin Stjómin kom fram í fyrsta skipti „órafmögnuð" á Bar- rokk síðasta fimmtudag. Tilefnið var útkoma nýju plötunnar Rigg. Þessi plata inniheldur níu lög úr ólíkum áttum. Fjögur eru ný, tvö hafa komið út á safnplötum, eitt var endurhljóð- Helga Sigrún af útvarpsstöðinni EH Emm og Höskuldur, útgátufyrirtæk- inu Spor. ritað og tvö eru órafmögnuð. Umhverfið á Barrokk, arineldur og kertaljós, hæíði tilefninu vel og ekki var annað að heyra en fólk kynni vel að meta þessa nýjung. HMR Elín Hanna, Sædis, Kristín og Gunn- hildur voru ákveðnar i að láta þenn- an viðburð ekki fram hjá sér fara. Úrvalsbækur kosta aðeins kr. 790,- og ennþá minna í áskrift Á næsta sölustað eða í áskrift í síma Tviblinda eftir David Laing Dawson - höffund Úrvalsbókarinnar Á elleftu stund Afmælissýning Þjóðminjasafnsins: Nútíð við fortíð Viðamesta sérsýning Þjóðminja- safnsins fyrr og síðar var opnuð fyrir skömmu undir nafninu Nútíð við fortíð. Meginmarkmið sýning- arinnar er að vekja athygli á fiöl- breytninni í starfsemi safnsins og sýna hversu margvíslegir gripir eru þar varðveittir. Því var ákveðið að velja einn grip eða efnisatriði frá hveiju ári. Leitast var við að velja hluti sem ekki hafa verið til sýnis áður, með munum sem valdir eru vegna sérstöðu sinnar. Sem dæmi um fiölbreytnina má nefna fyrsta reiðhjól sem notað var í Reykjavík, útsaumaða öskupoka frá árunum á milli heimsstyjalda og kjól Auðar Laxness sem hún var í við afhend- ingu nóbelsverðlaunanna 1955. Þjóðminjasafnið hefur líka látið úthúa þjóðminjakort sem gestir sýningarinnar fá afhent. Þetta kort er leiðarvísir um íslensk minjasöfn og hvar er að finna friðlýstar fom- leifar, hús, kirkjur og önnur mann- virki í umsjá Þjóðminjasafnsins. Kort sem er ómissandi með ferða- kortinu. í ræðu Guðmundar Magnússonar þjóðminjavaröar kom fram að í ár verður tekinn upp á íslandi þjóð- minjadagur, líkt og í flestum Evr- ópulöndum. Þessi dagur veröur annar sunnudagur í júlí sem í ár ber upp á þann ellefta. Þá verða öll söfn opin og boðið upp á leiðsögn um þau og vaida minjastaði. -Fyrir fimm árum var stofnað vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minj- ar og saga. Á laugardaginn afhenti stjórn þess Þjóðminjasafninu mál- verk af biskupshjónunum Þórði Þorlákssyni og Guðríði Gísladóttiu- í Skálholti. Þetta er ekki fyrsta gjöf félagsins til safnsins og alveg ör- ugglega ekki sú síðasta. Sýningin er opin alla daga vik- unnar nema mánudaga frá kl. 11-17. HMR Stjórn Minja og sögu við máiverkið af biskupshjónunum. Frá vinstri Guðjón Friðriksson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Katrin Fjeldsted, Sverrir Kristinsson og Ólafur Ragnarsson. Á myndina vantar þær Sig- riði Th. Erlendsdóttur og Guðrúnu Þorbergsdóttur. DV-mynd HMR Jón Zoega ásamt konu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur. DV-myndir JAK Jón Zoéga fimmtugur Jón Zoega, hæstaréttarlögmaður um til veislu í Akogessainum á af- og formaður knattspyrnudeildar mæhsdaginn. Fjölmenni var enda Vals, varð fimmtugur miðvikudag- hefur Jón verið afkastamikill bæði í inn 9. júní. Jón og kona hans, Guðrún starfi og félagsmálum. Bjömsdóttir, buðu vinum og ættingj- Það voru fjölmargir Valsarar sem samfögnuðu Jóni, á myndinni má meðal annars þekkja þá öm Ingólfsson, Elias Hergeirsson og Dýra Guðmundsson. WMUTÆfíBAuglýstu í smáauglýsingum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.