Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1993 25 Leikhús UM LAND ALLT Þjó'OlcikluisiO ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftir Willy Russel. Föstud. 18/6 - Blönduósi. Laugard. 19/6 -Sauðárkróki. Sunnud. 20/6 - Akureyri. HAFIÐ eftir Ólat Hauk Símonarson. Föstud. 18/6 - Seyðisfirðl. Laugard. 19/6 - Neskaupstað. Sunnud. 20/6 - Egllsstöðum. KÆRA JELENA ettir Ljudmilu Razumovskaju. Sunnud. 20/6 - Höfn i Hornafirði. Mánud. 21/6-Vík i Mýrdal. Þriðjud. 22/6 - Vestmannaeyjum. Miðasala fer fram samdægurs á sýning- arstöðum. Einnig er tekið á móti síma- pöntunum i miðasölu Þjóðleikhússins frá kl. 10-17 virka daga i sima 11200. Tónleikar Tónleikar í Lágafellskirkju Tónleikar verða í Lágafellskirkju á mið- vikudag, 16. júní, kl. 20.30. Organisti kirkjunnar, Guðmundur Ómar Óskars- son, og Kirkjukór LágafeUssóknar standa fyrir tónleikunum. Á efnisskrá eru orgel- og kórverk eftir þekkt tónskáld. Auk fyrmefndra flytjenda leikur Ingibjörg Lárusdóttir á trompet. í desember sl. var tekið 1 notkim nýtt 14 radda orgel í Lága- fellskirkju sem Björgvin Tómasson, org- elsmiður í Mosfellsbæ, hefur smíðað og gefst hér kjörið tækifæri til að kynnast fógrum hljómum þess. Aliir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Tilkyimingar Smáskór í nýtt húsnæði Nýlega flutti bamaskóverslunin Smá- skór s/f af Skólavörðustíg 6 í nýtt og stærra húsnæði að Suðurlandsbraut 52, við Fákafen þar sem fyrir er bamafata- verslunin Dó-Re-Mí í 110 fm húsnæði og verða báðar verslanimar reknar þar. Smáskór var stofnað árið 1986 og hefur verið eina sérverslunin með bamaskó í Reykjavik síðan. Verslunin verður áfram rekin meö sama sniði og fyrr. Eigendur em þeir sömu og upphaflega, þau Anna Auðunsdóttir og Höröur Ársælsson. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Fjölskylduleikur Nú stendur yfir skemmtilegur fjölskyldu- leikur á vegum Ölgerðar EgÚs Skalla- grímssonar með stórglæsilegum vinning- um. Leikurinn heitir Náðu þér í strik og stendur til 7. júlí. Náðu þér í strik er létt- ur og einfaldur leikur sem gengur út á að þátttakendur safna 10 strikamerkjum af Pepsi eða 7-UP plastflöskum og svara þremrn- léttum spumingum á sérstökum þátttökuseðli, sem hægt er að nálgast á öllum sölustöðum Pepsi og 7-Up. Þátttak- endur eiga síðan að senda strikamerkin og seðiiinn til Ölgefðarinnar. Vinningar era: Glæsilegur Conwoy tjaldvagn frá Títan að verðmæti 405.000 kr. 10 7-UP fjallahjól og seglbrettanámskeið og 100 nýir geisladiskar. Sportveiðiblaðiö Út er komið 1. tbl. Sportveiðiblaðsins 12. árg. 1993. Meðal efnis era viðtöl við Sigga Sveins, vinsælasta handknattleiksmann landsins, Pál Magnússon á Stöð 2, Frið- bert Pálsson, framkvæmdastjóra Há- skólabíós, og Kristján Pálsson frá Sperla- hlíð í Amarfirði. Þá er greint er frá Selá í Vopnafirði og veiðistöðum neðan Selár- foss, Ferðasaga frá Grænlandi, verð á veiðileyfum og fleira. Ritstjóri blaðsins er Gunnar Bender. Félagsmiðstöð aldr- aðra, Kópavogi Gjábakki, félagsmiðstöð aldraðra, Fann- borg 8, Kópavogi, er opin alla virka daga kl. 9-17. í dag, þriðjudag, verður spilað bridge sem hefst kl. 19. Fullorðinsfræðslan Framhaldsskólaprófáfangar sumarann- ar FF era að hefjast nú, 12.-15. júní, og lýkur með matshæfum lokaprófúm (2—3 ein.) í ágústlok. Ýmist er um síðdegis- og kvöldtíma eða helgar að ræða. í nokkrum greinum er einnig boðið upp á fomám. Skráning er hafin í aðfaramám háskóla- náms en það hefst 15. og 16. júli og lýkur 30. og 31. ágúst. 28 júni hefjast svo hrað- námskeið í íslensku fyrir útlendinga á dagtímum og ensku fyrir fullorðna á morguntímum. Skrárúng og nánari upp- lýsingar í nýju númeri FF í síma 71155. Sýningar Brúðubilsins Á morgun, miðvikudag, verður Brúðubíl- inn á Njálsgötu kl. 10 og Rauðalæk kl. 14. Happdrætti iðnnemasam- bands íslands Iðnnemasamband íslands mun á næst- unni efna til happdrættis meðal félags- manna sinna. í vinning verður utan- landsferð að eigin vali með Samvinnu- ferðum-Landsýn að verðmæti 70 þús. Allir skuldlausir félagar Iðnnemasam- bandsiris munu eiga möguleika á þvi að hreppa ókeypis utanlandsferð. Það sem iðnnemar þurfa að gera til að vera með i þessu happdrætti er einungis að sjá til þess að skulda engin félagsgjöld til Iðn- nemasambandsins þann 1. júlí nk. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Iðnnema- sambands íslands. Félag eldri borgara I Reykjavík Opið hús í Risinu kl. 13-17 í dag, bridge og fijáls spilamennska. Dansað í Risinu kl. 20 í kvöld. 23. júni verður farinn Blá- fjallahringur kl. 18 frá Risinu. Leiðsögu- maður Sigurður Kristinsson. Skrásetn- ing í síma 28812. Hrafnseyrarhátíð Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður Jóns Sigurðssonar forseta sérstaklega minnst á fæðingarstað hans Hrafnseyri við Amarfjörð eins og gert hefur verið árlega síðan safh hans var opnað þar og kapellan vígð 1980. Hátíðin hefst með guðsþjónustu kl. 14. Sóknarpresturinn séra Ölafur Jens Sigurðsson messar og kirkjukórinn á Þingeyri syngur. Hátíðar- ræðima flytur Þór Vilhjálmsson, forseti hæstaréttar. Á eftir leíkur Rögnvaldur Siguijónsson nokkur lög á píanó, sem safnið hefur nýlega eignast. Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri verður opið daglega til ágústloka, eins og undanfarin ár. Tónlistarskóla Kópavogs slitið Tónlistarskóli Kópavogs lauk þrítugasta starfsári sínu 21. maí sl. og fóra skólaslit- in fram í Hjállakirkju að viðstöddu fjöl- menni. í vetur sfimduðu um 455 nemend- ur nám við skólann. Nokkrir framhalds- skólanemendur stunduðu tónlistamám sem valgrein og 2 vora á tónlistarbraut. í haust var tekið í notkun viðbótarhús- næði seem skólinn festi kaup á á sl. ári og er um að ræða tvær kennslustofur og tónleikasal. Nú í vor héldu tveir nemend- ur opinbera tónleika í hiniun nýja sal skólans, þau Brynhildur Fjölnisdóttir, sem lauk burtfararprófi í einsöng, og Guðjón Leifur Gunnarsson sem lauk 8. stigi í trompetleik. Meðleikari á tónleik- um þeirra var Jóhannes Andreasen. í vetur vora haldnir yfir 30 tónleikar innan skólans og vora þeir vel sóttir af aðstand- endum nemenda. Veiðivon Dýrasta veiðiá landsins: Gef ur ekki bröndu dag eff ir dag „Við vorum að koma úr Laxá á Ásum, við vorum þar í tvo daga og fengum engan lax, veiddum nokkra urriðatitti sem við slepptum," sagði veiðimaður í samtali við DV í gærdag en veiöin hefur byrjað mjög rólega í dýrustu veiðiá landsins, Laxá á Ás- um. „Það voru komnir 5 laxar og 4 nið- urgöngulaxar, þetta er sama staðan og fyrir viku, það hefur enginn lax fengist í lengri tíma. Við reyndum 1 öllum hyljum árinnar en árangurinn var enginn. Þetta var ótrúlega ró- legt. Laxá á Ásum hefur oft verið mælikvarði fyrir hinar húnvetnsku veiðiárnar og þetta boðar ekki gott fyrir veiöimenn," sagði veiðimaður- inn ennfremur. Dagurinn á þessum tíma er 40 þús- und stöngin og tvær stangir í tvo daga eru 160 þúsund. -G.Bender Veiðimenn reyna vel í veiðiánum þó það séu ekki margir laxar i þeim þessa dagana. Veiðimaður reynir í Kjarrá. DV-mynd G.Bender Laugardalsá í ísafjarðardjúpi „ Við hófum veiðina klukkan fjögur á laugardaginn og það eru komnir 4 laxar, þetta eru frá 10 upp í 13 punda fiskar,“ sagði Siguijón Samúelsson á Hrafnabjörgum við ísafjarðardjúp í gærkvöldi. „Þessir fiskar hafa allir veiðst á maðk. Það hefur sést töluvert af fiski í ánni og það eru komnir 20 laxar upp fyrir teljarann," sagði Sigurjón ennfremur. „Veiöin byrjaði á hádegi í dag í Miðfjarðará og það veiddist einn 10 punda lax í ármótum Núpsár og Austurár," sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði er við spurðum um Miðíjarðará í gærkvöldi. „Það er Upp og niður-gengið sem opnar hjá okkur eins og það hefur gert síðustu árin. Veiðimenn misstu töluvert af fiski en laxar hafa sést í Kistunum og Hlíðarfossi," sagði Böðvar ennfremur. -G.Bender Elliðaámar: Markús víðs fjarri góðu gamni Það var Magnús L. Sveinsson sem opnaði Elliöaárnar í morgun en ekki Markús Öm Antonsson. Markús er ekki á landinu. Það var því Magnús sem tók fyrsta kastið í Fossinn klukkan sjö. „Ég er ekki neitt mjög spenntur að byrja fyrstur í EUiðánum í fyrramál- ið,“ sagði Magnús L. Sveinsson í gærkvöldi. Lítið hefur sést af fiski í Elliðaán- um ennþá en áin er opnuð núna fimm dögum seinna en venjulega. í Korpu hefur sést lítið af laxi en þeir í veiðifé- laginu Á stöng hafa lagað veiðistaði í ánni vel. I Rangánum sást fyrsti laxinn um helgina í Hólsá stökkva. Næstu daga verður keyrt fullt af stórgrýti í Rangámar tíl að laga veiðistaði. -G.Bender Magnús L. Sveinsson. Píanóleikur Tónleikar vom á Listahátíð í Hafnarfirði í Hafnar- borg í gærkvöldi. Þar lék píanóleikarinn Leonidas Lipovetsky frá Uruguay einleik á píanó. Á efnis- skránni vom verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Ludwig van Beethoven, Frederic Chopin og Robert Schumann. Höfundamir em gamalkunnir eins og sjá má og verkin af því tagi sem flestir kannast vel við af góðu. Sónata í D dúr Kv. 311 eftir Mozart, Sónata í c moll op. 111 nr. 32 eftir Beethoven, Polonaise í s moU, Noct- ume í E dúr og Marzurkas op. 68 eftir Chopin og að síðustu Faschingsschwank aus Wien eftir Schumann. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Það er auðvitað að bera í bakkafuUan lækinn að rita í löngu máU um þessi alþekktu verk og er það galfinn við að bjóða upp á efnisskrá af þessu tagi. Efniviður- inn er svo vel kunnur að hann vekur varla sjálfstæða Menning ílfafnarborg athygh lengur og öU athygUn verður því að beinast að flutningnum. Nú má það virðast með óUkindum hve mikilU fiölbreytni má ná í tón nútíma píanós mið- að viö það hversu vélrænt hljóðfærið er í byggingu. Snerting píanóleikarans við hljóðgjafann, strengina, er býsna óbein og verður að fara fram í gegn um ýmsar stangir og Uðamót. Þrátt fyrir þetta er tónninn hjá hinum ýmsu píanóleikurum býsna ólíkur og ræður þar mestu hve mikilU afslöppun þeir ná í ásláttinn. í grófum dráttum má segja að því afslappaðri ásláttur því faUegri tónn. Það var einmitt hér sem finna mátti að leik Lipovetskys á tónleikunum. Gagnrýnandi DV gat því miður ekki setið út tónleikana að þessu sinni og eiga þessi ummæU við um fyrri hluta þeirra. Lipo- vetsky lék af öryggi og töluverðum skýrleika en tónn- inn hefði mátt klingja faUegar og vera blæbrigða- meiri. Einkum varð fundið fyrir þessu í Mozart. Hann hefði einnig getað sýnt meiri sveigjanleika og breidd í hljóðfallinu. Túlkun hans var nákvæm og eftir nótun- um en ef til viU fuU stíf. Þetta er þó aUtaf smekksatr- iði og eftir undirtektum að dæma voru margir ánægð- ir með túlkun píanóleikarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.