Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Fólk í fréttum dv Þórarinn Þórarinsson Þórarinn Þórarinsson arkitekt, Flyörugranda 6, Reykjavík, fann áletrunina dularfullu i berginu við Spöngina á Þingvöllum sem valdið hefur miklum heilabrotum síðustu daga. Starfsferill Þórarinn fæddist á Eíðum í Eiða- þinghá og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi fiá H11965, stundaði nám í forspjallsvisindum við HÍ 1965-66 og nám í byggingarlist við Edinborgarháskóla 1966-69 og við Edinburgh College of Art, School of Architecture, Heriot Watt Unívers- ity, 1972-75. Þórarinn starfaði hjá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins 1965-66, við Edinburgh University, Architectural Research Unít 1969- 70, var arkitekt á Teiknistofu Guðmundar Kr. Kristinssonarog Ólafs Sigurðssonar í Reykjavík 1970- 71 og hjá Ingimundi Sveinssyni arkritekt 1975-79. Hann stofnaðí eig- in teiknistofu 1979 og Teiknistoftina Afmæli sf. í Reykjavík ásamt Agh Guð- mundssyni arkitekt 1983 og hefur starfaðþarsiðan. Þórarinn var gjaldkeri Arkitekta- félags íslands 1978-80, sat í gjald- skrámefnd félagsins 1986-91 og í stjóm Lífeyrissjóðs AÍ frá 1991. Hann hefur setið í dómnefndum vegna samkeppni arkitekta um op- inberar byggingar og skipulag. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 8.9.1973 Guð- rúnu Sigríði Vilhjálmsdóttur, f. 20.8. 1949, þjóðfélagsfræðingi. Hún er dóttir Vílhjálms Alvars Guðmunds- sonar, efnaverkfræðings og fram- kvæmdastjóra Sildarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sem lést 1969, og Bimu Halldórsdóttur húsmóður. Böm Þórarins og Sigriðar era Þór- arinn Alvar, £ 15.8.1976; Bima, f. 6.10.1979; Vílhjálmur Alvar, £ 13.3. 1985. Systkini Þórarins; Ingibjcrg, £ 1941, ritari á Akureyri; Stefán, £ 1947, læknir á Egilsstöðum; Sígurð- ur, £ 1949, kennari í Reykjavík; Ragnheiður Helga, £ 1954, þjóð- háttafræðingur og fyrrv. borgar- minjavörður, búsett í Danmörku; Hjörleifur, £ 1964, lyfjafræðingur í Reykjavík; Halldór, £ 1966, efna- verkfræðingur á matvælasviði. Foreldrar Þórarins; Þórarinn Þór- arinsson, £ 5.6.1904, d. 2.8.1985, skólastjóri á Eíðum, og Signin Ingi- björg Sigurþórsdóttir, £ 10.1.1919, húsfreyja á Eiðum. Ætt Þórarinn var sonur Þórarins, prests á Vaiþjófedal, Þórarinssonar, b. á Skjöldólfestöðum, Stefánssonar, prests á Skinnastað, bróður Þor- bjargar, Iangömmu Þórarins, föður Kristjáns Eldjáms forseta, foður Þórarins rithöfundar. Stefán var sonur Þórarins, prests og skálds í Múla, bróður Benedíkts Gröndals eldra, afa Benedikts Gröndals skálds. Annar bróðir Þórarins í Múla var Guðmundur, b. á Krýna- stöðum, langafi Stefáns G. Stefans- sonarskálds. Móðir Þórarins í Val- þjófsdal var Þórey, systir Hjörleifs, prests á Undirfelli, föður Einars Kvarans skálds, afa Ævars Kvarans leikara. Hjörieifur var sonurEinars, prests i Vallanesi, Hjörleifssonar, prests á Hjaltastöðum, Þorsteins- sonar, prests á Krossi í Landeyjum, Stefanssonar. Móðir Þórarins skólastjóra var Ragnheiður Jónsdóttir, prófasts á Hofi Jónssonar, prests á Klaustur- hólum Jónssonar, prests í Hruna, bróður Hannesar biskups. Jón var sonur Finns, biskups Jónssonar. Móðir Jóns á Hofi var Anna Jóns- dóttir, silfursmiðs og ættföður Bíldsættarinnar Sigurðssonar. Móðir Ragnheiðar var Þuriður Kjartansdóttir, prests í Skógum, Jónssonar. Sígrún er dóttir Sigþórs, mat- sveins í Reykjavík, Sigurðssonar, b. í Snotru í Landeyjum, Ólafesonar, b. í Múlakoti í Fljótshlíð, Ámason- ar. Móðir Sigurðar var Þórunn Þor- steinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum Þórarinn Þórarinsson. í Mýrdal, Eyjólfssonar, og Karitasar Jónsdóttur. Móðir Sigþórs var Guð- rún Þorsteinsdóttir frá Hliðarenda- koti, náfrænka Þorsteins Erlings- sonarskálds. Móðir Sigrúnar var Halldóra Ingi- björg Halldórsdóttir, formanns í Eystra-Stokkeyrarseli, Halldórs- sonar og Sígríðar Þorkelsdóttur af Bergsætt Öm Ragnarsson Öm Ragnarsson kennari, Útgörð- um, Eiðum, er fertugur í dag. Starfsferill Öm er stúdentfrá MA1973 og B.Ed. frá Kennaraháskóla íslands 1982. Öm kenndi við Reykjaskóla árin 1973-74 og við Grannskóla Blöndu- óss um tveggja ára skeið í kjölfarið. Öm hefur kennt við Alþýðuskólann áEiðumfrál976. Öm átti sæti i hreppsnefnd Eiða hreppsárin 1982-1990. Jafiiframt var hann oddviti frá 1982-1986. Þá var hann ritstjóri Eiðabókar 1989-93. Fjöiskylda Öm býr nú með Guðbjörgu Sif Kjartansdóttur, £ 19.7.1961, kenn- ara. Hún er dóttir Kjartans Júh'us- sonar lögfræðings og Elínar Hannibalsdóttur Valdimarssonar. Öm á tvö böm með Sólveigu Traustadóttur: Drífu ÞöB, £ 22.1. 1975, og Om, f. 21.5.1976. Þá á Óm sfjúpson úr því hjóna- bandi, Magnús Þór Jónsson, £ 14.4. 1971. Styrmir Kárí Erwinsson, £ 10.4. 1987, nefnist sonur Guðbjargar. Systkini Amar era Hrafn, £ 25.11. 1938, kvæntur Lilju Kristinsdóttur á Ólafsfirði og eiga þau fjögur böm; Úlfur, £ 24.12.1939, kvæntur Unni Karlsdóttur í Mosfellsbæ og eiga þau þrjú böm; Hreinn, £ 31.12.1940, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur á Laugarvatni ogeigaþau fjögur böm; Edda, £ 2.4.1944, býr í Reykja- vík og á eitt bam; Guðrún, £ 1.9. 1951, gift Vilhelm Guðbjartssyniá Hvammstanga og eiga þau þijú böm; Þorsteinn, £ 25.11.1954, kvæntur Þorbjörgu Jóhannsdóttur í Reykjah verfi og eiga þau fjögur böm; Gísh, £ 27.12.1957, kvæntur Áslaugu Guðmundsdóttur, Reykja- vík, og eigaþau fiögurböm. Öm er sonur Ragnars Þorsteins- sonar, £ 28.2. 1914,fýTrv. kennara, og Sigurlaugar Stefánsdóttur, £ 25.9. 1915, húsfreyju, Vogatungu 39, KópavogL Ætt Meðal systkina Ragnars má nefna Boga, fyrrv. yfirflugumferðarstjóra á Keflavikurflugvelli og fyrrv. for- mann Körfuknattleikssambands- ins. Ragnar er sonur Þorsteins, b. í Ljárskógaselí, Gislasonar, útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, Þorsteins- sonar. Móðir Þorsteins í Ljárskóga- seh var Ingveldur Jónsdóttir. Móðir Ragnars var Alvilda, hálf- systír, samfeðra, Ragnheiðar, móð- ur Ólafe Gunnarssonar rithöfundar og Ingibjargar, móöur Gunnars Bjömssonar, prests í Holti í Önund- arfirðL Alvilda var dóttir Boga, kaupmanns i Búðardal, bróður Bjöms, bankastjóra Landsbankans, föður Sigurðar, kaupmannsog konsúls, föður Níelsar P. sendi- herra. Bogi var sonur Sigurðar, b. á Sæunnarstöðum og á Þveráí HalL árdal og síðan í Búðardal, Finnboga sonar, b. á Kirkjubóh í Skagafirði, Sigurðssonar. Móðir Sí gurðar á Þverá var Guð- rún Ámadóttir, b. á Reykjarhóh, Ámasonar. Móðir Boga var Elísabet Bjömsdóttir, b. áÞverá, Þorláks- sonar. Móðir Alvildu var Maria Guðm undsdóttír frá Kollugerði. Sigurlaug, móðir Arnar, er dóttir Stefans, b. á Smyrlabergi, bróður Páls í Sauðanesi, foður Sauöanes- systkinaima en m.a. má nefna Jón Helga, formann Hins íslenska garð- yrkjufélags; Pál Sigþór hri.; Her- mann, doktor og prófessor við Edin- borgarháskóla, og Gísla, fyrrv. odd- vita á Hofi í Ashreppi. Stefán var sonur Jóns, b. í Sauðanesi, Jónsson- ar, b. á Syðsta-Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdótör frá Flatátungu í Öm Ragnarsson. Skagafirði. Móðir Stefáns á Smyrla- bergi var Heiga Gísladótör, b. í Flatatungu, bróður Helgu á Syðsta- Vatni. Móðir Sigurlaugar var Guð- rún Kristmundsdóttir. Sviðsljós Það var Eriendur Einarsson, stjómarformaður Lindar hi., sem afhenti Tóm- asi styrkinn við athöfn sem haldin var á heimíli Erlends á laugardag. DV-mynd HMR Tómas Tómasson fær námsstyrk Tómas Tómasson bassasöngvari hef- Til hamingju með afmælið 15. júní ur fengiö 500.000 króna styrk ur Minningarsjóði Lindar hf. um Jean Pierre Jacquillát hljómsvdtarstjóra. Þetta er í annað sinn sem styrkur er veittur úr þessum sjóði en í fyrra var það Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona sem fékk styrkinn. Tómas útskrifaðist frá Tónlistar- skólanum nú í vor með 8. stigs próf í söng. Styrkhm ætlar Tómas að nota til framhaldsnáms við The Royal College of Music i Lundúnum og heldur hann utan strax í haust. HMR 85 ára Guðrún Guðhrandsdóttir, Eyrargðtu26, Eyrarbakka. 75 ára Sigríður S. Mýrdal, Lóngumýri 20, Garðabæ. Hulda Guðmnndsdóttir, Hriogbraut 50, Reykjavik. 70 ára Inga Jakobina Gisladóttir, Vogatungu 5, KópavogL Inga tekur á móti gestum á heimíli dóttur sinnar að Seiöakvísl 12, Rey kja vik, eftir kl. 16.00. Björg Jóhannesdót t ir, Tjarnargötu 25, Keflavík. Jóna Þórðardóttir, Ljósheimum 6, Revkjavík. Hilde M. Pálsson, Kumbaravogj, Stokkseyri. 60ára Sæunn Guðmundsdóttir, Kjalarlandi 29, Reylqavik. Sigurpáll Vilhjáhnsson, Kringlumýri 10, Akureyri. Guðmundur Gunnlaugsson, ÚthHö 15, Rej'kjavik. Gunnar Óskarsson, Asparfelh 6, Reykjavík. Erna Jóhanna Guðmu ndsdóttir, Rjúpufelli 23, Reykjavik. 50ára Kristín María Níelsdóttir, Bakkaseh 17. Reykjavik. Bergux S veinbjörnsson, Lyngási 2, Holtahreppi. Guðbrandur Steinþórsson, Braularási 17, Reykjavík. Erling Safn Ormsson, Alfaskeiði 100, HafriarfirðL Gretar Bjarnason, Ölduslóð 11, HafharfirðL 40 ára Erla Breiðfjörð Norðfiörð, Freyjugötu 7, Reykjavik. Magnús Sigurbjóm Sörensson, Suðargötu 14, Sandgeröi. AndresS. Sigurjónsson, Miðvangi 8, Hafnarfiröi. Jens Tómasson, Ásabraut 4, Keflavík. Kristjana Þ. Sigurjónsdóttir, Klapparstíg 6, Kefiavík. Hildur Bjarnadóttir, Árvegí8,SeIfossi. Birgir Bjamason, Heiðmörk 24 V, Hveragerði. Jóhanna Vaigerður Magnúsdótt- iri Birtingakvísl 13,Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.