Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 13 Neytendur Börnunum þykir ísinn góður, en það er ekki sama hvar hann er keyptur. Verðmunurinn milli isbúða er mikill. DV-myndJAK DV kannar verð í ísbúðum: 100 prósent verðmunur Nú er sá tími kominn þegar lands- kaupa sér þar ís og spóka sig um í menn temja sér ferðir í ísbúðir, sumarveðrinu. Því er ekki úr vegi ísbúð Barnastærð Venjulegur íssel, Rangárseli l . 50 90 isbúðin, Laugalæk 60 90 Dairy Queen, Aðalstræti 100 150 Svarti svanurinn, Laugavegi 80 100 Júnó-ís, Skipholti 65 95 1 Bónus-is, Ármúla 59 99 Isbúð Vesturbæjar 90 155 §g Ishöllin, Melhaga 80 100 að gera verðkönnun og huga nánar að því hvað isinn kostar. Verðsamanburður var gerður sl. mánudagsmorgun á ís í brauðformi í nokkrum ísbúðum á höfuðborgar- svæðinu. Samanburður var gerður á tveimur stærðum, svokallaðri bamastærð annars vegar og venju- legri stærð hins vegar. í ljós kom að mikili munur er á verði eftir ísbúð- um. Verð á bamaís reyndist vera á bilinu 50-100 krónur og verð á venju- legum ís var á bilinu 90-155 krónur. Ódýrasti bamaísinn í brauðformi kostar 50 krónur í ísseli, Rangárseli. Dýrastí bamaísinn kostar 100 krónur í Dairy Queen, Aðalstræti. Verðmun- ur á bamaís er því 100%. Næstlægsta verðið á bamais, 59 krónur, var að finna í Bónus-ís, Armúla, en næst- hæsta verðið, 90 krónur, var í ísbúð Vesturbæjar. Ódýrasti ísinn í venjulegri stærð kostar 90 krónur í ísseli og Isbúðinni Laugalæk. Dýrasti ísinn í brauð- fonni kostar hins vegar 155 krónur í ísbúð Vesturbæjar. Verðmunur á venjulegri stærð er því um 72%. Næstlægsta verðið á venjulegri stærð, 95 krónur, var að finna í Júnó-ís, Skipholti, og næsthæsta verðið, 150 krónur, var í Dairy Queen, Aðalstræti. Geislavirk lofttegund í híbýlum manna veldur krabbameini: Engin hætta hér á landi • segir forstöðumaður Geislavama Yfirmaður danska geislaeftírlits- ins sagði nýlega sjónvarpsviðtali að geislavirka lofttegundin radon væri nú meira heilsufarsvandamái en asbest, en nú er taiiö að á milli 10 og 20 prósent tilfella lungna- krabba í Danmörku og Svíþjóð séu af völdum þessarar geislavirku, iyktariausu og ósýnilegu lofteg- undar sem safnast fyrir í híbýlum manna. Radon er náttúrulegt, geislavirkt efiti og stígur upp úr berggrunnin- um þar sem mikið er af granít- bergi. Við innöndun kemst efhiö niður í iungu manna og getur vald- ið krabbameini vegna þeirrar geisl- unar sem frá því stafar. Eftir að efnið er komið í lungun er talið að allt að helmingur þess komist út í blóðrásina og endi í beinmergnum, þar sem það heldur áfram aö geisla nærstaddar frumur. Rannsóknir síðustu ára hafa ekki aðeins gefið til kynna þátt radons í lungnakrabba, heldur hafa einnig vaknað grunsemdir um þátt efnis- ins í hvítblæði, krabbameini í brisi og í blöðruhálskirtli Sigurður Magnússon, forstöðu- maöur Geislavama ríkisins, segir að þótt radon sé fyrir hendi hér á landi sé engin ástæða til að óttast þessi áhrif. „Radon er helst að finna á svæð- um þar sem mikiö finnst af granít- bergi í jörðu. Hér er berggrunnur- inn að mestu úr basalti, þannig að radon er ekki vandamál sem við þurfum að glíma við. Það finnst að visu í öllu bergi, en samkvæmt mælingum okkar er það langt und- ir öllum hættumörkum,“ sagði Sig- urður. -bm Sviðsljós Akranes: Fjölmennur vinnuskóli Sgurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Vinna á vegum vinnuskólans á Akranesi hófst í byrjun júní. Að þessu sinni er fjöldi starfsmanna um 220 sem er langmestí íjöldi sem verið hefur í vinnuskólanum. Vinnuskólinn er fyrir imglinga á aldrinum 14-16 ára og allir aldurs- hópamir vinna 7 klst. á dag. 14 ára hópurinn vinnur í fjórar vikur, 15 ára hópurinn í sex vikur og 16 ára hópurinn í átta vikur. Unglingarnir vinna fyrir Akranes- kaupstað við snyrtingu og þrif á bænum og einnig vinna þeir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Vinnuskólinn verður starfræktur til 25. ágúst og rekstrarstjóri er Einar Skúlasson. Myndin var tekin þegar vinnuskólinn var settur en aldrei hefur verið eins mikill fjöldi í vinnuskólanum og nú. LEIKHOPORtNft- FISKAR A ÞURRU LANDI Nýr íslenskur ólíkindagamanleikur eftir Árna Ibsen. Leikstjóri: Andrcs Sigurvinsson. Tónlist: Hilmnr Örn Hilmarsson. Lcikmynd: Úlfar Karlsson. Búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson Lcikcndur eru: Guðrún Ásmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Ari Matthíasson og Aldís Baldvinsdóttir j- CCIKCIIUU V ALÞJÓÐLEC .1LISTAHATÍB I HAFNAREIRDI ‘i.lÚNl í HAFNJS 4.-30. LI5TIN ER FYRIRALLA' j Frumsýning 16. júní kl. 20:30 í Bæjarbíói, Hafnarfirði. 1 Aðrar sýningar 19., 20., 25., 26., og 28. júní. 1 Aðeins þessar 7 sýningar! IMiðasala: Myndlistarskóiinn í Hafnarf., Hafnarborg og verslanir Eymundsson í Borgarkringlunni og Austurstr.-cti. Miðasala og pantanir í símum 654986 og 650190. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúöarhúsnæði á Patreksfirði. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 160-200 m2 að stærð, að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr- ir 29. júní 1993. Fjármálaráðuneytið, 14. júní 1993 Smáauglýsingar Opið: Þriðjudaginn 15. júní frá kl. 9-22. Miðvikudaginn 16. júni frá kl. 9-22. föstudaginn 18. júni frá kl. 9-22. Lokað: Fimmtudaginn 17. júní DV kemur út miðvikudaginn 16. júní og siðan föstudaginn 18. júní. Smáauglýsingar - Þverholti 11 - sími 632700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.