Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 9 Utlönd L,ai !í mmi uu- hansen, for- maður græn- lensku land- stjórnarinnar, telur að flytja eigi forræðið yfir hráefnum landsins heim i hérað úr orkumálaráðuneytinu i Kaupmannahöfn. Danska stjórn- in hefur verið anavíg því til þessa. Stefna dönsku stjórnarinnar og grænlensku landstjórnarinnar kveður á um að Grænlendingar eigi að vera sem minnst háðir fjárframlagi danska ríkisins sem nemur um 23 míUjörðum ís- lenskra króna á ári. Heimastjóm- in telur hins vegar að hún sé hindrúð í að þróá sjálfstaett efna- hagslíf á Grænlandi. „Það er komið í veg fyrir þróun sjálfstæðs efnahagslífs á Græn- landi þegar lykiliinn að auölind- unum liggur í ráöuneyti í Kaup- mannahöfn," sagði Lars Emil Jo- hansen í blaöaviðtali. mótmæla hraða- takmörkunum Tvö hundruð reiðir vélhjóla- menn mótmæltu fyrirhuguðum takmörkunum á ieyfilegum há- markshraða vélhjóla fyTir utan höfuöstöðvar ráðherranefndar Evrópubandalagsins í Ltixem- borg í gær. Ráðherrar milduðu þá fyrri tillögur sínar þannig að léyfUegt verður að skra aflmikil þjólnæstu fimm árin. Sihanouk stað- festursemleið- Nýkjörið þing Kambódiu kom saman ti! fyrsta fundar síns í gær og staðfesti Noro- dom Sihanouk prins sem leið- toga landsins. Rkki komu nein mótatkvæði við tiliögu þar að lútandi. Stjórnarerindrekar sögðu að ályktun þingsins gerði Sihanouk kleift að halda áfram að gegna starfi þjóðarleiðtoga sem er að mestu valdalaus. Striðandi fyik- ingar landsins fólu honum þetta hlutverk þegar þær undirrituöu friðarsamninga árið 1991. Rauöu khmerarnir, sem stjórn- : uðu landinu af mikilli grimrad á áttunda áratugnum, hafa itrekaö stuðning sinn við Sihanouk. Þeir tóku ekki þátt í kosningunum og gegna engu hlutverki í þingthu, Karl vonasttil AaulttAUaftlHM araronmng Rúmlega tvítugur ástralskur karlmaður hefur vakið mikla at- hygli með því að skrá sig til þátt- töku í fegurðarsamkeppni fyrir konur. Damien Taylor fær að vita í dag hvort hann hefur til að bera þá mannkosti sem þarf til að vera vahnn ungfrú vetrarsól. Sá titill mundi gefa honum möguleika á verða fyrsta ungfrú Ástralía af karlkyni. „Þetta byrjaði sem grín en núna er mér fúlasta alvara," sagði Ta- ylor. Skipuleggjendur keppninnar sögðu að á þessum tímum jafii- réttis hefði ekki verið hægt annaö en að faUast á tilnefningu Tayl- ÓrS. Kitznu og Keutcr Nýjar upplýsingar í Palme-málinu: Töluðu við vopnaðan mann Nokkrum mínútum áður en Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur 28. febrúar 1986 stóð vopnaður, finnskumælandi maður á hornrnu á Sveavágen og Tunnelgatan í Stokkhólmi og talaði í labbrabb-tæki: „Það hafa verið bor- in kennsl á mig, hvað á ég að gera?“ Svarið sem hann fékk á finnsku var: „Gefðu skít í það og gerðu það sem þú átt að gera.“ Þessar upplýsingar fékk blaðamað- urinn Olle Alsén á sænska dagblað- mu Dagens Nyheter fyrir rúmu háffu ári. Hann lét lögreglunni í té upplýs- ingamar en blað hans birti ekki frétt- ina fyrr en í gær, daginn eför að Aftonbladet hafði skrifað um málið. Dagens Nyheter kvaðst ekki hafa viljað trufla lögreglurannsókmna með fréttum af málinu. Lögreglunni hefur hins vegar ekki tekist að hafa uppi á fyrrnefndum finnskumælandi manni sem tvær finnskar konur sögðust hafa séð á morðstaðnum. Önnur þeirra kann- aðist við manninn og spurði hann hvað klukkan væri en hann svaraði henni ekki. Skyndilega heyrðu þær rödd í labbrabb-tæki mannsins: „Nú koma þau.“ Það var þá sem maður- inn sagði: „Það hafa verið borin kennsl á mig.“ Þegar konumar sáu í vopn undir jakka mannsins urðu þær hræddar og yfirgáfu staðinn. Þegar þær höfðu gengið áleiðis heyrðu þær skotin. Þessum upplýsingum leyndu kon- umar í sjö ár. Frá því að lögreglan fékk vitneskju um máhð hafa kon- umar oft verið yfirheyrðar. Lögregl- an telur þær trúveröugar. „Það hefur ekkert komið fram sem sýnir fram á að þær segi ekki sannleikann. Þaö er alveg ljóst aö þær hafa upplifað eitthvaö," segir Áke Röst rannsókn- arlögreglumaður. Lögreglan hefur hins vegar ekki getað fengiö frásögn kvennanna staðfesta né fundið út hver maðurinn er þrátt fyrir að önnur konan hafi tilgreint á hvaða líkamsræktarstöð hún hafi hitt hann. Annað vandamál er að fá vitni, sem voru í grennd við morðstaðinn, sáu konurnar og manninn. Eitt vitni kveðst hafa séð mann standa á morðstaðnum og tvær stúlkur ganga framhjá honum en án þessaðtalaviðhann. TT Stórútsölu- markaður Faxafeni 10, í húsi Framtíðarinnar: Ótrúlegt verð og vörugæði Nýjar og nýlegar vörur Eftirtaldir aðilar selja vörur sínar: Verslunin Kókó Kjallarinn Nína, Akranesi Flash, Laugavegi Kóda, Keflavík K Sport, Keflavík Ýmsir heildsalar Opiö mánudaga til föstudaga frá kl. 13 til 18 Laugardaga frá kl. 10 til 16 í Takt, Laugavegi 60 Theodóra Akademía, Bankastr. 11 Blómalist Hans Petersen Poseidon, Keflavík o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.