Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm * Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 632700 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993. Leifsstöð: Æstur farþegi brautrúðu Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum: Farþegi, sem kom frá útlöndum um helgina, reiddist mjög og lét reiði sína bitna á starfsfólki fríhafnarinnar er honum var sagt að verslunin tæki ekki á móti ávísunum. Honum var sagt að hann gæti skipt ávísuninni í bankanum á efri hæðinni. Á leiðinni þangað blótaði hann öllu í kringum sig enda þreyttur eftir ferðalagið hingað til lands. Ekki tók þó betra við á efri hæð- inni því þar kom farþeginn að læst- um dyrum og enginn sjáanlegur enda nýbúið aö loka öllu. Þá gerði hann sér lítið fyrir og tók í hurðarhúninn ■*áf öllum krafiti með þeim afleiðingum að rúðan í hurðinni brotnaði. Nú var lögreglan mætt á staðinn og maðurinn fluttur á lögreglustöð- ina. Hann þarf væntanlega að greiða skaðann sem hann olli við komuna hingað til landsins og má telja víst að hann geti hann borgað með ávís- un! Eyjólfur Konráð Jónsson: Gætumrétt- inda okkar -sjáfréttábls.8 Bamfyrirbíl Tæplega tveggja ára barn hljóp skyndilega í veg fyrir bíl á Akranesi í gær. Slysið varð á Skagabraut þar sem talsverð umferð er að jafnaði og ók fólksbíli á bamið. TaUð er að það hafi brotnað á báðum fótum og auk þess meiðst lítils háttar á höfði. Barnið var flutt með sjúkrabíl í sjúkrahús í Reykjavík þar sem lækn- ar gerðu að meiðslunum. -PP LOKI Dettur mönnum virkilega enn í hug að skrúfa fyrir Dettifoss? Ekkierljóst hvaðerað „Við erum ekki með það alveg á hreinu hvað er að. Þessi bráöa- birgðalausn, sem við fundum í gærkvöldi, er ekki framtíðarlausn. Við vonumst þó til að hún haldi svo okkur gefist timi tíl að fmna varan- lega lausn," segir Ragnar Bene- diktsson, yfirdeildarsljóri fjar- skiptasviðs Pósts og síma. Gífurlegar truflanir voru á síma- kerfinu á höfuðborgarsvæðinu í gær og skapaðist viða vandræða- ástand en biíun varð í nýju stýri- kerfi í Múlastöð Pósts og síma. Stýrikerfiö stjórnar aUri stöðinni. Kerfinu var komið upp í stöðinni aöfaranótt sl. mánudags. BUunin náöi til tugþúsunda númera, sér- staklega númera sem byrjuðu á 63, 66, 67, 68 Og 69. Að sögn Ragnars voru svipuð stýrikerfi sett í margar stöðvar á landinu í fyrra og þar hafa engin vandamál komiö upp. Nákvæm- lega eins kerfi var einnig sett upp í Keflavík nýlega og þar hefur ekk- ert komið upp á. Hann á ekki von á að svipuð bilun verði annars stað- ar, vandamáUð viröist bundiö Múlastöðinni. Miklar truflanir urðu á svoköU- uðu Posa-kerfi viða í búðum vegna bilunarinnar og náöi þaö út fyrir höfuðborgarsvæðið. í KÁ á Selfossi hrundi til dæmis Posa-kerfíð alveg í tæpan klukkutíma og erfiölega gekk að ná símsambandi til Reykja- víkur. -Ari „Þetta er mjög spennandi og það þarf að skoða þennan dóm mjög rækUega. Þetta er mjög flókið mál lögfræöilega séð og gæti tekið nokkr- ar vikur áður en vitað er hvaða áhrif þetta hefur á málefni íslendinga. Við Islendingar teljum okkur eiga þama ákveðin réttindi og þurfum náttúr- lega að gæta þeirra," segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður um dóm Alþjóða dómstólsins í Haag. Alþjóða dómstóllinn ákvað í gær að flytja miðhnuna miUi Grænlands og Jan Mayens í austur frá þeirri línu sem Norðmenn telja að væri eðlUeg miðlína á hafsvæðinu. -GHS Gunnlaugur S. Gunnarsson og Kristján Pétursson voru í óóaönn að gera við kerfið í Múlastöð morgun. DV-mynd JAK Veöriöámorgun: Víða léttskýjað Á hádegi á morgun er búist við hægri breytilegri átt og víöa létt- skýjuðu veðri. Hitastigið verður Uklega á bUinu 6-16 stig. Veðrið í dag er á bls. 28 H|ppi|pR!HRR| Fjárlagagerðin: Gatiðerum -. 15 milljarðar # V „Það slær skugga á öll ráðuneyti þegar rætt er um niðurskurð. Vand- inn er mikiU og ekki laust við að umræðan um rikisfjármálin og fjár- lög næsta árs einkennist af örvænt- ingu,“ sagði heimUdarmaður DV í morgun sem komið hefur að fjárlaga- gerð ríkisstjómarinnar. Ríkisstjómin kom saman tíl fundar í morgun tU að ræða fjárlagagerð næsta árs. TU stóð að loka útgjalda- ramma næsta árs en af þvi verður þó vart þar sem einstök ráðuneyti hafa ekki skUað inn hugmyndum um niðurskurð. Samkvæmt heimildum DV er fjár- lagavandinn metinn á 15 miUjarða. Af hálfu fjármálaráðherra er ásætt- anlegt að loka fjárlögum næsta árs með 8 tíl 9 mUljarða haUa. Verði það raunin þarf ríkissjóður að auka tekj- ur sínar um aUt að 6 miUjarða eða gripatUróttæksniðurskurðar. -kaa Stemgrímur J. Sigfússon: ekki yrði kosið milli manna „MáUð stendur þannig að mér þyk- ir ólíklegt að ég fari að kalla yfir flokkinn harða kosningabaráttu milU okkar ef það kostaði mikU átök í flokknum. Hins vegar sæi maður eftir því ef ekki yrði kosið miUi manna eftir nýjum kosningareglum því það yrði auðvitað sjálfkjörið ef aðeins einn væri í framboði," sagði Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið samþykkti á miðstjómarfundi sínum um helgina nýjar reglur um kosningu formanns og varaformanns, og hér eftir munu þeir verða kosnir í beinni kosningu aUra félagsmanna. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns í haust, en ég myndi auðvitað fagna því ef aðrir byðu sig fram á móti mér,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson formaður við DV í morgun. -bm íslenska bridgelandsUðið er í sjöunda sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakk- landi eftir fiórar umferðir. íslending- amir unnu Króata 19-11 og Þjóðveija 25-5 í gær. í dag spUar landsliðið við SanMarínóogísrael. -GHS ÖRYGGI - KAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.