Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hún hefur gefizt upp
HaUinn nemur átján milljörðum á drögum fjárlaga-
frumvarps næsta árs. Á fundi sínum í dag mun ríkis-
stjómin reyna að horfast í augu við óvættina og hefja
fálm við að koma henni niður fyrir tíu milljarða. Það
væri samt gífurlega mikill halli, enn eitt íslandsmet.
Tíu eða átján milljarða hallinn stafar ekki af aðgerðum
til að auðvelda sjávarútveginum að lifa af fyrirsjáanlegan
aflabrest. Ef ríkisvaldið hleypur undir bagga meðan
þorskstofnamir hafa ekki náð sér, mun fjárlagahallinn
vaxa upp úr tölunum, sem hér hafa verið nefndar.
Svo virðist sem ráðherrar telji sig hafa sparað í botn
á þessu ári og treysti sér ekki til að spara meira á næsta
ári. Þar við bætist, að fjármálaráðherra hefur ekki bein
í nefinu til að knýja fram aukinn niðurskurð. Ríkisstjóm-
in er því máttvana gagnvart óvætt Qárlagahallans.
Flest bendir til, að ríkisstjómin muni einkum beita
skattahækkunum og lántökum til að minnka hallann.
Þannig mun hún stækka ríkisgeirann af minnkandi þjóð-
arköku. Það er ekki gæfuleg leið, enda dregur hún úr
getu atvinnulífsins til að standa undir yfirbyggingunni.
Þetta þrýstir líka vöxtum upp á við. Af síðustu tilboð-
um í ríkisvíxla má ráða, að ríkið mun vafalítið halda
þeim upptekna hætti að hafa forustu í slagsmálum lán-
takenda um peninga lánveitenda. Ríkisstjómin mun því
gera að engu vonir manna um frekari lækkun vaxta.
Þannig mun ríkisstjómin beita skaðlegum aðferðum
við að ná fjárlagahalla næsta árs úr átján milljörðum í
tíu. Síðan mun hún missa nokkra milljarða til baka, þeg-
ar hún reynir að verja sjávarútveginn falh í kjölfar óhjá-
kvæmilegra aðgerða til að stöðva ofveiði á þorski.
Ríkisstjómin mun reyna að afsaka sig með aðild sinni
að síðustu þjóðarsátt, sem setur skorður við sparnaði.
Samkvæmt henni lofaði ríkisstjómin að veija tveimur
milljörðum til skópissinga í formi atvinnubótavinnu og
til handaflsaðgerða í von um nýsköpun í atvinnulífi.
Athyglisverðast er, að ríkisstjóm, sem hefur fyrst allra
ríkisstjóma alveg misst tökin á ríkisfj ármálunum, lætur
sér alls ekki detta í hug að höggva í þá rúmlega tuttugu
milljarða, sem hinn hefðbundni landbúnaður kúa og
kinda kostar þjóðarbúið á hverju einasta ári.
Þetta er í samræmi við þjóðarsáttina. Aðilar vinnu-
markaðarins létu sér alls ekki detta í hug, að neitt sam-
hengi væri milli vaxandi þjóðareymdar annars vegar og
rúmlega tuttugu milljarða árlegrar sóunar þjóðfélagsins
í varðveizlu úreltra atvinnuhátta og ofbeitar.
Tilraunir sjómvalda til að draga úr óheyrilega dýrri
offramleiðslu á búvöm hafa ekki leitt til spamaðar,
hvorki hjá skattgreiðendum né neytendum. Hinir fyrr-
nefndu em í ár látnir greiða níu milljarða á hárlögum
og hinir síðamefndu tólf milljarða í of háu vömverði.
Meðan þjóðin sem heild sættir sig við tvo framsóknar-
flokka í ríkisstjóm, þijá framsóknarflokka í stjórnarand-
stöðu og nokkra framsóknarflokka til viðbótar hjá aðilum
vinnumarkaðarins, mun hún sökkva dýpra í fen atvinnu-
leysis og fátæktar, vonleysis og landflótta.
Þessi þjóðarvilji endurspeglast meðal annars í ríkis-
stjóm, sem hefur enga stjóm á íjármálum ríkisins, slær
hvert íslandsmetið á fætur öðm í fjárlagahalla, fer senn
að slá íslandsmet í sköttum og hefur fomstu um að flytja
þjóðfélagið aftur í tímann til mun lakari lífskjara.
Ríkisstjómin, sem á fundinum í dag horfist í augu við
átján milljarða halla á drögum íjárlagafrumvarps, veldur
ekki hlutverkinu og hefur gefizt upp við að reyna það.
Jónas Kristjánsson
í síðustu viku var þriðjungi af þing-
flokki Alþýöuflokksins afhent þrjú
af feitustu embættum íslenska rík-
isins. Á lokuðum fundi í innsta
hring valdakjamans var bitlingum
úthlutað til gæðinganna í stíl við
þau vinnubrögð sem tíökast hafa í
ítölskum stjómmálum í áratugi en
em nú fordæmd af öllum almenn-
ingi.
Forysta Alþýðuflokksins hefur á
stundum sagst vera boðberi nýrra
tíma. Ungir menn hafa gengið í
flokkinn í nafni lýðræðis, réttlætis
og siögæðis. Á fáeinum dögum birt-
ist hins vegar innan flokksins meiri
spilling í meðferð opinberra emb-
ættaveitinga en þekkst hefur um
langt árabil.
Margir héldu að hinn spillti tími
flokksgæðinganna væri liðinn í ís-
lenskri stjómsýslu. Nú væri að
skapast almenn samstaða um að
stöður væru auglýstar, allir um-
sækjendur sætu við sama borð,
hæfileikafólk yrði látið njóta fag-
legra sjónarmiða og bestu menn-
irnir yrðu valdir til að gegna
ábyrgðarstööum.
Álþýðuflokkurinn hefur á einu
bretti hafnað öllum þessum starfs-
reglum sem taldar eru aðalsmerki
„í helgum véum fiokksgæðinganna er Jóni Sigurðssyni úthlutað emb-
ætti seðlabankastjóra, þótt hinn opinberi umsóknarfrestur sé enn ekki
liðinn," segir í texta greinarhöfundar.
Embættaspilling
Alþýðuflokksins
nútíma stjómunarhátta og al-
mennra leikreglna, siðferöis og lýð-
ræðis í stjómsýslu nútímans.
Seðlabankastjórinn
í helgum véum flokksgæðing-
anna er Jóni Sigurðssyni úthlutað
embætti seðlabankastjóra, þótt
hinn opinberi umsóknarfrestur sé
enn ekki liðinn. Öðrum var tahn
trú um að jafnrétti yrði látið ríkja
gagnvart öllum umsækjendum.
En Alþýðuflokkurinn hirðir ekk-
ert um almennar siðgæðisreglur.
Jóni er úthlutað embættinu áður
en fresturinn rennur út, Guömund-
ur Ámi gerður að þingmanni og
ráðherra í hans stað.
Eiði Guðnasyni em þökkuð störf
í þágu flokksins með því að afhenda
honum æviráðningu í embætti
sendiherra, líkt og gert var í gamla
daga með Guðmund í. Guðmunds-
son, Harald Guðmundsson og
Benedikt Gröndal.
Heldur Jón Baldvin virkilega að
það unga hæfileikafólk, sem
menntað hefur sig á sviði alþjóöa-
stjómmála og stjómsýslu, við-
skipta og alþjóðatengsla, láti bjóða
sér að flokksskírteinið sé enn á
árinu 1993 talið æðra hæfni og öll-
um hæfileikum?
Forstjóri Tryggingastofnunar
hefur ekki tilkynnt að hann sé að
hætta. Engu að síður hefur þing-
flokkur Alþýðuflokksins ráðstafað
embættinu til Karls Steinars
Guðnasonar, gert Petrínu að þing-
manni og sett Sigbjöm í sæti Karls
í fjárlaganefnd.
Þarf Tryggingastofnun ríkisins
nú á því að halda að fá þreyttan
stjómmálamann sem sækist eftir
þægilegu sæti? Nei, alls ekki.
Tryggingastofnun ríkisins er ein-
KjaHarinn
Ólafur Ragnar
Grímsson
alþingismaður
hver mikilvægasti vígvöllurinn í
glímunni við ríkisíjármálin. Þar
renna milljarðarnir inn og út á ári
hveiju. Nær hefði verið að ráða
hæfileikaríkan og duglegan stjóm-
anda frá stórfyrirtækjum eða úr
atvinnulífmu.
Svik við kjósendur
Jón, Karl og Eiður buðu sig allir
fram fyrir tveimur árum til að
glíma við vanda þjóðarinnar. Þeir
töldu kjósendum trú um að fengju
þeir traust myndu þeir leita lausna
og skila góðu verki.
Á Suöurnesjum sögðu Jón Sig-
urðsson og Karl Steinar Guðnason
að fengi Alþýðuflokkurinn atkvæð:
Suðurnesjamanna hæfist margvís-
leg endurreisn í atvinnuhfi á Suö-
urnesjum. Nú blasir þar hins vegar
við mesta atvinnuleysi síðan í
heimskreppunni miklu. Þá hlaupa
Jón Sigurðsson og Karl Steinar og
leita skjóls í feitustu embættum
landsins.
Aðgerðir Alþýðuflokksins eru á
engan hátt í takt viö kröfur nútím-
ans. Þær eru arfur frá gamalli og
spilltri fortíð íslenskra stjórnmála
þegar foringjar flokkanna töldu sér
allt leyfdegt í þágu gæðinga og
einkavina.
Eigi ísland að rísa á ný upp úr
öldudalnum verður að hefja sið-
ferðilega endurreisn í landinu.
Hæfileikafólk verður að fá að
keppa á jafnræðisgrundvelh um
mikilvægustu stöður í landinu.
Veröi hins vegar úhlutað áfram á
grundvelh hagsmuna flokksgæð-
inganna verður aldrei hægt að ná
tökum á vandamálum íslenska
stjómkerfisins.
Ólafur Ragnar Grímsson
„A fáeinum dögum birtist hins vegar
innan flokksins meiri spilling í meðferð
opinberra embættaveitinga en þekkst
hefur um langt árabil.“
Skodanir annarra
Listalíf Hafnarfjarðar
„Á tímum samdráttar og erfiðleika í þjóðarbúinu
er vitaskuld við því að búast, að þröngsýnar smásál-
ir sjái ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem varið er
til hstageirans. Þannig hafa Sjálfstæðismenn í Hafn-
arfirði, sem aldrei hafa verið annálaðir fyrir skilning
á menningu umfram myndbönd og reyfara, lagt til
lækkun á fjárveitingum á þessu sviöi. Engan undr-
ar; þaö er einfaldlega í góðum takti við þá þröng-
sýni, sem Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnaríirði sýnir
á öðrum sviðum."
Úr forystugrein Alþýðublaðsins 11. júní.
Ofbeit og gróðureyðing
„Því er haldið fram að sauðkindin og mikil beit
verði til þess aö mótstöðuafl gróðurþekjunnar verði
minna. Ofbeit verður án efa til þess og ber að finna
leiðir til þess að forðast hana. Sauðfé hefur fækkað
stórlega í landinu, en hrossum hefur flölgað að sama
skapi... Það ber að hta gagnrýnisaugum á takmarka-
lausa flölgun hrossa. Þaö getur valdið ofbeit, ekki
síður en beit sauðkindarinnar."
Úr forystugrein Tímans 11. júní.
Samstaðan verði styrkt
„Þaö er því mikilvægt að styrkja samstöðuna í
þjóðfélaginu; efna til samátaks um að rétta af þjóðar-
skútuna. Það þurfa öh þjóðfélagsöfl, allir landsmenn,
að leggjast á átaksárina. Fordæmið í Neskaupstað,
þar sem starfsfólk Síldarvinnslunnar og bæjarbúar
sameinast um hlutaflárkaup í atvinnurekstri er
hressandi hvatning í öllum bölmóðnum. „Við verð-
um að hafa atvinnu í þessum bæ,“ sagði úgerðar-
stjórinn eystra.“
Úr forystugrein Morgunblaðsins 13. júni.