Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 '•V:,:V:V:Vv!:!:;:l:V:' ■jwwwi!! ■ - • Mffií i«»|j8j88888; : % : útihátíð kostað? Aðg.eyrir með ferðum: 0 -16.100 kr. Matur: Drykkir: 5000 kr. 1500 kr. . 300 kr. Fréttir Dómur genginn í „ónæðismálinu“ á Eskifirði: Fékk 4 mánaða varðhald fyrir að ofsækja konu - ónáðaði við heimlli, á götum úti, í bíl eða með símhringingum Héraðsdómur Austurlands kvað upp dóm í fyrradag yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákæröur fyr- ir að ónáða konu á Eskifirði með ítrekuðum símhringingum á heimifi hennar og vinnustað, auk annars ónæðis, þrátt fyrir áminningar lög- reglu. Langflest ákæruatriðin þóttu sönnuð og var maðurinn dæmdur óskilorðsbundið í eins mánaðar varðhald og skilorðsbundið næstu fjögur ár í 3 mánaða varðhald. Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Maðurinn var dæmdur fyrir að ónáða konuna með ýmsum hætti með hléum á fjögurra ára tímabifi - frá 1988 til 1992. Fyrir dómi gaf hann enga skýringu á þessum ofsóknum og eftir því sem best er vitað tengjast maðurinn og konan ekki með nokkr- um öðrum hætti en að bæði búa á Eskifirði. Upptökur af 28 símtölum Af hálfu ákæruvaldsins voru lagð- ar fram 28 upptökur af símhringing- um mannsins á heimili konunnar og vinnustað. Maðurinn kannaðist sér- staklega við tvær þessara hringinga. Þá lét maðurinn konuna ekki í friði á götum úti, hvorki gangandi né ak- andi. Ónæðið átti sér ýmist stað fyrir utan heimifi hennar, við önnur hús eða þar sem hún var gestkomandi. Við þessar aðstæður gat konan ekki um frjálst höfuð strokið og bitnuðu athafnir mannsins á aliri fjölskyldu hennar. Maðurinn gekkst undir geð- rannsókn og var tafinn sakhæfur. Hann hefur ekki áður hlotið dóm. í ákæru var talað um að lögreglan hefði áminnt mánninn þrisvar sinn- um en fyrir dómi þótti ekki annað sannað en að áminningarnar hefðu verið tvær. Maðurinn var dæmdur fyrir brot á 1. málsgrein 232. grein almennra hegningarlaga. Þar segir: „Ef maður, þrátt fyrir áminningu lögreglunnar, raskar friði annars manns með því að ásækja hann, of- sækja hann með bréfum eða ónáða hann á annan svipaðan hátt, þar á meðal með símhringingum, þá varð- ar það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 6 mánuðum. Áminning lögreglunnar hefur gildi í 5 ár.“ Til fróðleiks má geta þess að um svokafiað samhverft brot er aö ræða og því refsað án tflfits tfl afleiðinga. Til þess að einhver teljist refsiverður fyrir þessa 232. grein þarf hann að fremja brotið eftir áminningu lög- reglu. -bjb Búist vlð mikilli umferð um allt land um helgina: Straumurinn mestur til Eyja - helgin gæti kostað ungling allt að 30 þúsund krónur Verslunarmannahelgin er fram- undan. Athugun DV í gær benti tfl þess að fólksstraumurinn yrði mest- ur þessa helgi á Suöur- og Vestur- landi og til Vestmannaeyja. Hæglátu veðri er spáð um landiö og útlitið einna skást um það sunn- anvert. Unga fólkið verður mikið á ferðinni um þessa helgi. í kostnaðarúttekt, sem blaöið gerði fyrir dæmigerðan ungling á aldrinum 16-18 ára, gæti útihátíð um helgina kostað hann á bflinu um 12 þúsund upp í tæp 30 þúsund krónur og er þá ekki reiknað með kaupum á bfldruslu, tjaldi og öðrum viðlegubúnaði, sem flestir eiga fyrir, heldur því nauðsynlegasta og algengasta sem notað er þessa gleðihelgi. Mikiö flogið til Eyja Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar í gær aö mestur straumur frá Reykjavík lægi til Eyja. Uppselt var í gær með öllum ferðum félagins þangað en í dag verða þær alls 22, fram og tfl baka. Reiknaö er með á mflfi 800 tfl 1000 farþegum til Eyja. Lítið hefur verið um pantanir hjá Flugleiðum í Reykjavík tfl annarra staða, eins og Egilsstaöa, Akureyrar og ísaflarðar. Forráðamenn íslandsflugs höfðu svipaöa sögu að segja í gær. Mestar pantanir þar voru til Eyja frá Reykja- vík. Um 750 manns voru búnir að panta og borga far til Eyja frá Reykjavík og um 200 manns frá Hellu tfl Eyja. Alls verða famar um 40 ferð- ir á flugvélum íslandsflugs í dag tfl Vestmannaeyja frá Reykjavík en auk þess munu fjórar litlar vélar fara flöldamargar ferðir frá Hellu. Um 100 manns höfðu bókaö far til Siglufjarö- ar en lítið er um pantanir á aðra staði. Mjnni eftirspurn í Þórsmörk Á BSÍ var þaö í fregnum í gær að langflestar pantanir þaðan væru til Vestmannaeyja. Búiö var að selja um 600 miöa þangað. Lítiö var um pant- anir á aðra staði, eins og í Galtalæk og Þórsmörk, og töldu forsvarsmenn ferðaskrifstofu BSÍ merkja breytingu í þessu frá í fyrra. Þá var minna pant- aö til Eyja en meira í Þórsmörk og Galtalæk. Á skrifstofu Heijólfs var búið að selja um 2000 miða með ferj- unni en hún getur tekið um 500 manns í hverri ferð. Tvær ferðir veröa famar út í Eyjar í dag og mánudag en ein á laugardag og sunnudag. Níu útihátíðir Skipulagðar útisamkomur era níu talsins. Þar af era 7 ætlaöar fjölskyld- um sérstaklega en eiginlegar útihá- tíðir unga fólksins verða á Eiðum og Þjóðhátíð í Eyjum þótt allir sam- komuhaldarar reyni að höfða tfl fjöl- skyldunnar allrar. Fjölskylduhátíðir verða á bindindismótinu 1 Galtalæk, hjá KFUM 1 Vatnaskógi, Mannrækt á Hellnum á Snæfellsnesi, á Akur- eyri, Neskaupstað og í Vík í Mýrdal. Þá verður Sfldarævintýrið á Siglu- firði rifiað upp í þriðja sinn. Aðgang- ur er ókeypis inn á þær fiórar síðast- nefndu. En allar þessar samkomur eiga það sameiginlegt að erfitt er að mæla straum þangað þar sem fólk notast við einkabflinn. Fiölmennast verður þó að öllum líkindum í Galta- læk og á Siglufirði og Akureyri af þessum stööum. -bjb/GHK - sjá einnig bls. 27 Þorvatdur Guðmundsson i Sild og fiski: enn skattakóngur Reykjavíkur. Skattar í Reykjavík: Þorvaldur skatta- kóngur Það kemur víst fáum á óvart að Þorvaldur Guðmundsson i Síld og fiski er enn eitt árið skat- takóngur Keykjavíkur. Sam- kvæmt álagningarskrá, sem skattstjórinn í Reykjavík lagði fram í dag, ber Þorvaldi að greiða 39 milljónir króna í opinber gjöld. Guömundur Kristinsson múrarameistari er sá einstakl- ingur sem greiðir næsthæstu upphæöina til ríkis og borgar, tæpar tuttugu milljónir. í þriðia sæti er síðan krónprins síðasta árs, Skúli Þorvaldsson hótelstjóri sem greiöir nú tæpar 19 mílljómr í opinber gjöld. Mikil hœkkun hjá Clausen Athygli vekur að stóreignamaö- urinn Herluf Clausen hefur aukiö tekjur sínar verulega, sé útsvar hans í ár borið saman við opin- berar upplýsingar um tekjur hans síðan í fyrra. Herluf greiddi tæpar áttatíu þúsundir króna í útsvar á síðasta ári en nú greiöir hann 738 þúsund í útsvar eða tæplega tíusinnum meira. Herluf er í 15. sæti yfir gjaldahæstu menn í Reykjavík 1993. Flugleiðir eru þaö fyrirtæki sem greiðir hæstu opinberu gjöldin, tæpar 217 milljónir. Síðan koma Eimskip með 176 milfiónir og Landsbankinn með rúmar 170 milfiónir. í fiórða sæti er síöan Hagkaup sem greíðir rúmar 150 milfiónir í opinber gjöld. Ekkert þessara fyrirtækja greiöir tekju- skatt i ár. . Rétt er aö taka fram að inn í þessar tölur er reiknað aðstööu- gjald en frá og með þessu ári verður það ekki lengurinnheimt, -bm Reyðarfiörður: Roskinn maður Enul Thorarensen, DV, Estóftröu Roskinn maður fannst látinn í fyrradagí grennd viðsilfurbergs- námuna í norðanverðum Reyðar- firði. Máiiö er í rannsókn hjá lög- reglunm á Eskifirði en svo virðist sem hinn látni hafi orðið bráð- kvaddur. Drukkinn maður á stolnu vél- hjóli lenti í slysi á Langholtsvegi á sjöunda tímanum í fyrrakvöld. Maðurínn, sem var mjög drukkinn, stal fijólinu fyrr um daginn og var að aka eftir Lang- holtsveginum þegar bíll ók í veg fyrir hann. Við það fipaðist hon- um, hann missti jafnvægið og rann eftir götunni á kyrrstæðan bíl. Óttast var að maðurinn hefði slasast og var hann því fluttur ó slysadeild. Að lokinni skoðim var hann fluttur í fangageymslu þar sem hann fékk að sofa úr sér. HjóliðertalsvertskemmL -pp Tvær bílveltur uröu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli i fýrra- kvöld og var einn maður fluttur er hann ekM í lífshættu. Sá sem fluttur var á slysadefld er útlend- mgur sem slasaöist í bílveltu á bflstjórinn hafi misst stjórn á bflnum með þeim afleiðingum að hann valt, : Hin bilveltan varð á Landvegi en þar missti ökumaður sfjóra á mæfti öörum bíl. Enginn slasað- ist í þvi óhappi. Báðir bílarnir, sem ultu, eru mikið skemmdir. kifldi, rok og rigning og mikill sjór. Sannkallað haustveður. Lít- Bændur ekki farnir að hreyfa við slætti á túnura vegna stanslausra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.