Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND J0NSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Mesta ferðahelgin
í dag gengur mesta ferðahelgi ársins í garð. Fólk
streymir úr þéttbýlinu og leitar sér skjóls og skemmtun-
ar í faðmi náttúrunnar og sumarsins. Auk útihátíða víðs
vegar um landið hefur sumarbústaðaeign aukist gífur-
lega á síðustu árum og almennt má segja að flestir vinsæl-
ustu ferðamannastaðir landsins séu betur í stakk búnir
en áður til að taka við gestum. Aðbúnaður hefur verið
bættur, þjónusta, hreinlætisaðstaða og umgengni hefur
tekið stakkaskiptum og gert marga staða ferðamanna-
væna. Ferðagisting bænda hefur og gert ferðalagið ódýr-
ara fyrir þá sem ekki sætta sig við hótelkostnað.
Með bættum vegasamgöngum er auðveldara að ferð-
ast um og allt hefur þetta örvað fólk til að skoða sitt eig-
ið land og opnað augu okkar sjálfra fyrir sérkennum og
náttúrufegurð. Það eykur líka gildi ferðarinnar að tengja
staði og kennileiti við sögu og persónur frá fyrri tíð.
Sannleikurinn er sá að æ fleiri íslendingar eru fæddir
og uppaldir „á mölinni“ og eru þess vegna ekki í eins
nánu sambandi við sveitimar eða dreifbýhð og fyrri
kynslóðir sem ýmist vom fæddar „úti á landi“ eða sendu
böm sín til sumardvalar í sveit. Eftir því sem borgin og
þéttbýlisstaðimir hafa vaxið hafa þessi gömlu tengsl rofn-
að og oft má halda að hér búi tvær þjóðir. Borgarbömin
þekkja ekki dýr né náttúm nema af afspum; nema með
því að heimsækja Húsdýragarðinn!
Ferðalög um ókunnar slóðir em þar af leiðandi hður
í því að kynnast eigin landi og þjóð og styrkja böndin
milli dreifbýhs og þéttbýhs. Ungt fólk þarf á því að halda.
Verslunarmannahelgin er kjörið tækifæri til að leggja
land undir fót. Áberandi er að erlendir ferðamenn laðast
að íslandi og finnst mikið til þess koma sem fyrir augu
ber. Hvers vegna ættu íslendingar sjálfir ekki að kunna
að meta náttúra landsins og landkosti jafnt og útlending-
ar?
Skipulagðar útihátíðir um þessa helgi era samtals
þrettán talsins. Ekki fer gott orð af þessum hátíðum enda
virðist takmarkið hjá skipuleggjendum oftast beinast að
því að græða sem mest meðan tilgangurinn hjá gestunum
virðist sá að drekka sem mest. Það er að vísu gert of
mikið úr fýlliríinu enda ekki nema htið brot af unglingum
og þjóðinni sem sækir þessar skemmtanir. Engu að síður
er það ljótur siður og til vansæmdar að tengja aha
skemmtan við áfengi og vonandi vaxa íslendingar ein-
hvem tímann upp úr þeirri lensku að verða sjálfum sér
til skammar með þeim hætti.
Eina ráðið er að stórherða aht eförht með vínföngum
og taka umsvifalaust aha þá úr umferð sem era áber-
andi ölvaðir. Mótshaldarar verða að sameinast í slíku
átaki og yfirvöld verða að skhyrða leyfi sín th útihátíða
á þeirri forsendu. Forsvarsmenn íþrótta- og ungmennafé-
laga geta ekki verið þekktir fyrir að standa fyrir ölæði.
Með þessu er ekki verið að mæla með algjöra banni
á neyslu áfengis heldur stemma stigu við ofdrykkju og
ofbeldi og því óorði sem útihátíðir fá á sig þegar versta
myndin er dregin upp. Það er th að mynda algjörlega
óhðandi að slíkar samkomur séu vettvangur fyrir nauðg-
anir eins og dæmin sanna.
Með betri og nánari umgengni við náttúruna og sam-
ferðamennina og sjálfa sig njóta ferðalangar hvhdar og
hressingar í skemmthegu ferðalagi. Th þess er leikurinn
gerður og th þess er verslunarmannahelgin að njóta sum-
arleyfisins. Við skulum ekki spiha þeim forréttindum
sem okkur era gefin að búa í stóra og fahegu landi.
Ehert B. Schram
,Ajatollarnir i Iran hlæja síðast og best,“ segir Gunnar m.a. í grein sinni,
Simamynd Reuter
Sigur öfgaaf lanna
Arásir Israelsmanna á Líbanon
síðustu daga eru staðfesting á
grundvallarbreytingum á valda-
hlutfóllum í Miðausturlöndum.
ísrael lítur ekki lengur á PLO sem
erkióvin sinn númer eitt. Það eru
strangtrúaðir múslímar sem eru
skæðasti óvinurinn. PLO er um það
bil að glata umboði sínu til að tala
fyrir Palestínumenn.
PLO aö verða aukaatriði
í stað PLO hafa komið róttæk
öfgasamtök á borð við Hamas, sem
á nú meirihlutafylgi íbúa her-
numdu svæðanna, og sem berst af
alefli gegn friðarsamningunum.
Þeir samningar eru sigldir í strand
samtímis því sem ísraelsmenn
slaka á andstöðu sinni gegn bein-
um viðræðum við PLO og Arafat,
leiðtoga þeirra. - PLO er að verða
aukaatriöi.
Öfgasinnar meðal shía múslíma,
dyggilega studdir af klerkastjórn-
inni í íran, eru nú sá óvinur sem
ísraelsmenn óttast mest. Helstu
lærisveinar ajatollanna í íran eru
einmitt líbanskir shía múslímar í
hinum svokallaða flokki Guðs, His-
bollah. Það fólk, sem ísraelgmenn
eru nú að skjóta sundur og saman
í Suður-Líbanon, er ekki Palestínu-
menn, þaö er líbanskir shía mú-
slímar, margir þeirra stuönings-
menn Hisbollah sem líta á íran sem
fyrirmynd og taka beint og óbeint
leiðsögn frá múllum og ajatollum í
íran.
Þennan draug hafa ísraelsmenn
sjálfið vakið upp, shíitar í Suöur-
Lábanon hafa verið þeirra mestu
hatursmenn síöan í innrásinni 1982
og það er óbreyttur almúgi líban-
skra shíita þar sem hefur mest orð-
iö fyrir barðinu á hefndarárásum
ísraelsmanna".
Arafat og spámaðurinn
En Hisbollah er skæður óvinur
og bardagamenn þeirra, sem upp
til hópa eru Líbanir en ekki Palest-
ínumenn, hafa viljandi kallað fram
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
þau viðbrögð sem ísraelsmenn
sýna nú. Tilgangurinn var að spilla
endanlega öllum horfum á friðar-
samningum og halda heilögu stríði
gangandi gegn Ísraelsríki. Góðar
horfur eru á að þetta takist hjá
þeim og þetta mælist vel fyrir hjá
stuöningsmönnum Hamas meðal
Palestínumanna á hemumdu
svæðunum og annarra sem eru að
verða afhuga PLO og aðhyllast æ
meir hina öfgafyllri flokka eins og
Hamas og PLFP.
Brottrekstur ísraelsstjórnar í
fyrra á meira en 400 stuðnings-
mönnum Hamas hefur verið
himnasending fyrir öfgamenn. ír-
an er nú hættulegasti og skæðasti
óvinur ísraelsmanna í krafti hinn-
ar íslömsku trúarvakningar. Her-
ferð ísraels inn í Líbanon getur
ekki haft önnur áhrif en efla His-
bollah og treysta enn andlega for-
ystu ajatollanna í íran. Hugmynd-
um verður ekki eytt með vopna-
valdi.
Assad og íran
En fleira vakir fyrir ísraelsmönn-
um en hefndin ein. Þessum hernaði
er líka beint gegn Sýrlandi. Assad
forseti hefur öll ráö Hisbollah í
hendi sér, þeir gætu ekki fengið
hergögn frá íran án hans leyfis né
heldur er sýrlenski herinn ófær um
að stöðva árásir þeirra á ísrael.
Líbanon er hjálenda Sýrlands,
Assad ræður öllu sem hann vill.
Á sama tíma sitja Sýrlendingar
að samningum við ísrael um Gol-
anhæðir. Ætlunin er að knýja
Assad til að sýna lit, velja milli
Hisbollah og endurheimtar Golan-
hæðanna. Til þess ætla ísraels-
menn að reka hundruð þúsunda
manna frá heimkynnum sínum í
Suður-Líbanon og búa til svo stór-
kostlegt flóttamannaöngþveiti um-
hverfis Beirút að Assad verði að
láta undan.
ísraelsmenn geta að sönnu gert
suðurhéruð Líbanons óbyggileg
með öllu um skeið en í leiðinni
safna þeir glóðum elds að höfði sér.
Ef allar vonir um sættir við Palest-
ínumenn veröa nú sprengdar í loft
upp í Líbanon eru það öfgaöflin ein
sem gleðjast. Allir aðrir tapa en
ajatollamir í íran hlæja síðast og
best. Gunnar Eyþórsson
„Herferð Israels inn 1 Líbanon getur
ekki haft önnur áhrif en efla Hisbollah
og treysta enn andlega forystu ajatoll-
anna í Iran. Hugmyndum verður ekki
eytt með vopnavaldi.“
Skoðanir aimarra
Mannréttindaákvæði
íslensku stjórnarskrárinnar
„Mannréttindaákvæði íslenku stjómarskrárinn-
ar em af alþjóðlegum stofni og verða rakin til frelsis-
hreyfinga í Evrópu á 18. og 19. öldinni. Þegar félaga-
frelsisákvæðið varð til hefur mönnum sjálfsagt ekki
hugkvæmst að til þess gæti komið, að tekið yrði til
við að þvinga menn til aðildar að félögum, sem þeir
kærðu sig ekki um aðild að. Þetta er áreiðanlega
meginástæða þess, að ekki er bemm orðum að þessu
vikið í íslensku stjómarskránni.“
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. í Mbl. 28. júlí
Ekkl afdráttarlaus réttur
„íslenskur vinnumarkaður er um margt sérstæð-
ur sé litið til annarra landa... Undirstaða virks
starfs í litlu stéttarfélagi á fámennum stað er aö
þátttaka sé almenn og undanbragðalaus... Mál
leigubílstjórans í Strassborg fjallaði ekki um samn-
ingsbundin forgangsréttarákvæði kjarasamninga,
vinnuréttargjald eða skylduaðild að hfeyrissjóðum.
Menn verða í umræðunni aö forðast að draga of víð-
tækar ályktanir af þessu dómsmáli. Niðurstaða máls-
ins er ekki afdráttarlaus réttm- fólks til að standa
utanfélaga.“
Lára V. Júliusdóttir, hdl. ogframkvæmdastj. ASÍ
Stígamótakonur veita aðstoð
„í vændum er ein mesta útivistar- og ferðahelgi
ársins, verslunarmannahelgin... Nauðsynlegt er fyr-
ir forsvarsmenn og starfsfólk útihátíða og mótsgesti
að vita h vemig bregðast má við ef einh ver leitar hj álp-
ar eftir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Á flestum
útihátíðum hafa Stígamótakonur boðið fram aðstoð
sína og leiðbeiningar... .Það er vonandi að verslunar-
mannahelgin, sem í hönd fer, verði slysalaus og eng-
inn hafi ástæðu til að leita til neyðarmóttökunnar
vegna nauðgunar." _ . . . .
Guðrun Agnarsdottir,
umsjónarlæknir neyðarmóttökunnar.